Álverin greiddu hærra raforkuverð 2017

Álverin á Íslandi greiddu meira fyrir raforkuna í fyrra en árið á undan.

Auglýsing

Grafið hér að neðan sýnir þróun raf­orku­verðs Lands­virkj­unar til álver­anna þriggja s.l. tíu ár. Eins og sjá má hækk­aði raf­orku­verðið 2017 nokkuð frá árinu á und­an. Ástæðan er fyrst og fremst hækk­andi álverð. Álverið í Straums­vík greiðir hæsta orku­verð­ið. Árið 2019 mun raf­orku­verðið til Norð­ur­áls í Hval­firði breyt­ast tölu­vert og senni­lega hækka veru­lega. Álver Fjarða­áls á Reyð­ar­firði mun aftur á móti njóta mjög lágs orku­verðs enn um sinn og þá vafa­lítið verða það álver í heim­inum sem greiðir eitt­hvert allra lægsta verð fyrir raf­orkuna.

Orkuverð til álvera.

Hækk­andi álverð hækk­aði raf­orku­verðið

Verð á áli var hærra árið 2017 en næstu árin þar á und­an. Raf­orku­samn­ingar Lands­virkj­unar og ann­arra íslenska orku­fyr­ir­tækja við álver Norð­ur­áls (Cent­ury Alu­m­inum) og Fjarða­áls (Alcoa) eru tengdir álverði. Árið 2017 fengu orku­fyr­ir­tækin því hærra verð fyrir hverja selda raf­orku­ein­ingu þar en næstu árin á und­an. Sömu­leiðis hækk­aði raf­orku­verðið til álvers ÍSAL í Straums­vík (Rio Tin­to) lít­il­lega, en þar er orku­verðið tengt við banda­ríska neyslu­vísi­tölu (CPI).

Auglýsing

Grund­vall­ar­breyt­ing árið 2010Bólu­árið 2008 var verð á áli ein­stak­lega hátt og Lands­virkjun naut þess í formi óvenju hárra tekna fyrir hverja selda MWst til álver­anna. Þetta sést vel á graf­inu, þar sem 2008 sker sig úr. Síðan lækk­aði álverð og um leið tók raf­orku­verðið dýfu. En með nýjum orku­samn­ingi við álverið í Straums­vík árið 2010 hækk­aði raf­orku­verðið þar veru­lega eins og glögg­lega má sjá á graf­inu (græna súlan). Og hefur síðan þá hækkað rólega í takt við banda­ríska neyslu­vísi­tölu.Hækk­andi verð framundan fyrir Norð­urálÁrið 2019 gengur í gildi nýr samn­ingur Lands­virkj­unar og Norð­ur­áls. Þá mun raf­orku­verðið til Norð­ur­áls taka mið af mark­aðs­verði á nor­ræna raf­orku­mark­aðnum (El­spot á NordPool Spot). Ekki er unnt að vita fyr­ir­fram hvert orku­verðið verður í nor­rænu raf­orku­kaup­höll­inni þá, en ólík­legt er að það verði mikið undir jafn­gildi 35 USD/MWst. Það er því fremur lík­legt að verðið til Norð­ur­áls (rauða súlan) muni þá nálg­ast verðið sem ÍSAL greið­ir. Sem verður mjög mikil hækkun frá núver­andi orku­verði Norð­ur­áls.End­ur­skoðun á orku­verði Fjarða­áls 2028 gæti orðið mik­il­vægNorð­urál er reyndar ein­ungis með raf­orku­samn­ing við Lands­virkjun fram á 2023 og því ekki mjög langt í að þar þurfi að end­ur­semja. Árið 2028 kemur svo að end­ur­skoðun á raf­orku­verð­inu til Alcoa, en samn­ing­ur­inn um magn raf­orku­söl­unnar þar gildir fram á 2048. Miðað við þróun raf­orku­verðs til álvera má gera ráð fyrir ein­hverri og jafn­vel umtals­verðri hækkun við end­ur­skoð­un­ina 2028. Loks gildir raf­orku­samn­ingur Lands­virkj­unar og ÍSAL til 2036, en end­ur­meta á raf­orku­verðið skv. þeim samn­ingi árið 2024.Óvissa um verð á áli er ennþá veru­legur áhrifa­þátturLík­legt er að á kom­andi árum muni álvers­samn­ing­arnir oft­ast skila Lands­virkjun vax­andi tekj­um. Þarna hefur þróun álverðs þó ennþá veru­leg áhrif á raf­orku­verðið og því er tölu­verð óvissa um hvernig tekjur Lands­virkj­unar þró­ast frá einu ári til ann­ars. Og ennþá er mikil offjár­fest­ing fyrir hendi í kín­verska áliðn­að­inum og því alltaf nokkur hætta á nið­ur­sveiflu álverðs.Sveiflur á álverði hafa líka mikil áhrif á hin tvö orku­fyr­ir­tækin sem selja raf­magn til álveranna, þ.e. Orku nátt­úr­unnar (Orku­veita Reykja­vík­ur) og HS Orku. Þess má geta að raf­orku­verðið sem þau fá frá Norð­ur­áli er senni­lega örlítið hærra en það sem Lands­virkjun hefur verið að fá, en tals­vert mikið lægra en með­al­verðið sem álverin nú greiða Lands­virkj­un. Þarna er staða Lands­virkj­unar því sterk og fyr­ir­tækið með mikla yfir­burði gagn­vart öðrum raf­orku­fyr­ir­tækjum á Ísland­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
Kjarninn 18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
Kjarninn 18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
Kjarninn 18. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Breytt skipulag bólusetninga: Allir skammtar notaðir strax
Íslendingar eru að lenda í verulegum vandræðum á landamærum annarra ríkja vegna hertra reglna. Sóttvarnalæknir, landlæknir og aðstoðaryfirlögregluþjónn hvetja fólk til að fara ekki til útlanda að nauðsynjalausu.
Kjarninn 18. janúar 2021
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar