Einkaleyfi í jarðvarmavinnslu

Einar Karl Friðriksson einkaleyfisráðgjafi segir að til að hámarka þau verðmæti sem felast í hugviti og nýsköpun ættu fyrirtæki sem standa framarlega í orkuvinnslu að íhuga vel möguleika á að vernda sín hugverk.

Auglýsing

Frétt um að Íslend­ingar eigi engin einka­leyfi á sviði jarð­varma­vinnslu á meðan erlendir aðilar eiga skráða nokkra tugi einka­leyfa og umsókna um einka­leyfi hér á landi hefur vakið mikla athygli. Þarf að hafa áhyggjur af þessu? Fyrst ber þess að geta að þau einka­leyfi sem hér um ræðir eru einka­leyfi á til­teknum upp­finn­ingum („pa­tent”) en ekki einka­leyfi á jarð­varma­vinnslu sem slíkri. Til að fá einka­leyfi þarf upp­finn­ing að vera áður óþekkt og frum­leg þegar umsókn um einka­leyfið er lögð fram. 

Einka­leyfi sem fást sam­þykkt eru tíma­bundin rétt­indi og geta gilt að hámarki í 20 ár, en þarf að skrá í hverju landi fyrir sig. Einka­leyfi veita ekki sjálf­krafa rétt til nýt­ingar á upp­finn­ingu heldur veita þau rétt til að stöðva aðra frá því að nýta upp­finn­ing­una án leyfis einka­leyf­is­hafans.

Einka­leyfi útlend­inga

Erlend fyr­ir­tæki sækja um og skrá einka­leyfi hér á landi fyrir nýj­ungum og upp­finn­ingum sem þau telja að geti komið að gagni hér. Alveg með sama hætti og fyr­ir­tæki eins og Marel og Össur vernda sínar vörur með einka­leyfum á mik­il­vægum mörk­uðum vilja fyr­ir­tæki sem þróa tæki og aðferðir til orku­vinnslu vernda slíkt á Íslandi, þar sem hér er mik­il­vægur mark­aður fyrir þau. Ef þau myndu ekki verja sínar upp­finn­ingar hér væri íslenskum aðilum frjálst að nota þeirra upp­finn­ing­ar, smíða sér eft­ir­lík­ingar af tækjum og nýta aðferðir sem e.t.v. nytu einka­leyfa­verndar ann­ars stað­ar. 

Auglýsing

Þrátt fyrir að erlendir aðilar sæki í auknum mæli um einka­leyfi hér ættu íslensk jarð­varma­orku­ver að geta stundað orku­fram­leiðslu eins og verið hef­ur, án þess að ein­hver geti kraf­ist leyf­is­gjalda. En ef orku­verin vilja til­einka sér nýj­ungar þarf að gæta að því hvort þær njóti vernd­ar, og jafn­vel þótt nýjar aðferðir hafi verið þró­aðar hér getur annar aðili hafa þróað það sama áður eða sam­hliða og sótt um vernd hér á landi.

Ættu Íslend­ingar að sækja um einka­leyfi í jarð­orku­geira?

Íslensk fyr­ir­tæki þurfa ekki frekar en þau vilja að sækja um einka­leyfi fyrir nýj­ungum sem hér verða til, það er hverjum frjálst sem stundar rann­sóknir og þró­un. Einka­leyfi geta hins vegar nýst til að auka verð­mæti þeirra nýj­unga og afurða sem rann­sóknir og þróun skila og gefið sam­keppn­is­for­skot á keppi­nauta. Þó svo orku­vinnsla úr jarð­hita sé flókin og sér­hæfð er orkan sem slík ekki hátækni­af­urð og hver kílóvatt­stund verður bara seld einu sinni. Íslenskar verk­fræði­stofur hafa vissu­lega vaxið og dafnað í krafti eft­ir­sóttrar þekk­ingar og sam­keppn­is­hæfni, en þeirra hug­vit hefur fyrst og fremst skilað þeim tekjum í formi útseldrar vinn­u. 

Til að hámarka þau verð­mæti sem fel­ast í hug­viti og nýsköpun þarf meira til. Fyr­ir­tæki sem standa fram­ar­lega í þessum geira og stunda rann­sóknir og þróun eða leysa tækni­leg vanda­mál með nýjum hætti ættu að íhuga vel mögu­leika á að vernda sín hug­verk. Það getur skapað grund­völl fyrir því að slíkar upp­finn­ingar séu nýttar úti í heimi og skili að auki arði hingað heim. Það gildir ekk­ert síður um opin­ber fyr­ir­tæki og stofn­anir sem hljóta að hafa að mark­miði að fjár­fest­ing í rann­sóknum og þróun skili sem mestum sam­fé­lags­legum og fjár­hags­legum ábata.

Höf­undur starfar sem einka­leyfa­ráð­gjafi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar