12 sveitarfélög sem hafa vaxið hraðar en Reykjavík

Viðar Freyr Guðmundsson, frambjóðandi Miðflokksins, skrifar um húsnæðismál.

Auglýsing

Á síðasta ári gerðust þau merku tíðindi að íbúðum fjölgaði meira í Mosfellsbæ heldur en í Reykjavík. En borgarstjórnarmeirihluti undir forystu Dags B. Eggertssonar hefur legið undir ámæli fyrir að draga lappirnar með að úthluta lóðum. En borgarstjóri hefur gefið þær skýringar á hve hægt gangi að byggja að það séu ekki nægilega margir byggingarkranar. En kranarnir hljóta þá allir að vera fluttir upp í Mosfellsbæ.

Stuðningsmenn sitjandi borgarstjórnar hafa sumir brugðið á það ráð að kenna hruninu sem varð fyrir 10 árum síðan um þessa stöðnun. En ef við skoðum tölur um uppbyggingu í öðrum sveitarfélögum í kringum landið kemur í ljós að Reykjavík er langt fyrir neðan marga nágranna sína í uppbyggingu og jafnvel langt fyrir neðan fjarskylda ættingja. Þannig að sú söguskoðun að hrunið sé valdur að stöðnun í Reykjavík, hlýtur um leið að þurfa að útskýra hvernig hrunið varði ekki jafn lengi í Mosfellsbæ, Garðabæ, Kópavogi, Hafnarfirði eða í Árborg.Mynd 1.

Auglýsing

Þéttingastefnan í molum

Það gefur auga leið að þegar Mosfellsbær byggir fleiri íbúðir en Reykjavík árið 2017, þá er það ekki að spila vel inn í þéttingastefnu borgaryfirvalda. Það lítur nefnilega út fyrir að stærstur hluti þeirra sem fluttu inn í nýjar íbúðir í Mosfellsbæ séu samt sem áður að vinna í Reykjavík. Það er líka að færast í vöxt að fólk flytji jafnvel upp í Árborg sem vinnur í Reykjavík. Það virðist fullreynt að borgarstjórn nær engum böndum á útþensluna, aðgerðir þeirra ýta aðeins undir útþensluna. Ásamt því að hækka íbúðarverð, leiguverð og lánin hjá landsmönnum öllum um leið. Fyrir utan að lengja leið manna til vinnu. Því það er jú lengra að keyra úr Mosfellsbæ eða Árborg niður í miðbæ Reykjavíkur, heldur en úr t.d. Úlfarsárdal. En áhrifin af að byggja ekki í  Úlfarsárdal virðast einmitt hafa orðið þau að fólk flutti þá bara örlítið lengra í burtu.Mynd 2.

Þessi barátta um þéttinguna virðist vonlaus með alla þessa nágranna í kring sem eru ört vaxandi. Þessir nágrannar sem sækja samt sem áður þjónustu og jafnvel vinnu til Reykjavíkurborgar. Það er enginn munur á því hvort úthverfið heitir Breiðholt eða Garðabær í þessum skilningi. Fólk flytur einfaldlega þangað sem íbúðir er að fá.

Uppsöfnuð þörf er á ábyrgð Reykjavíkurborgar

Miðað við vöxt á íbúðum í Reykjavík undanfarin 100 ár þá hefði Reykjavík þurft að byggja u.þ.b. 7,3 íbúðir pr. 1000 íbúa undanfarin ár til að halda í hefðina. En eins og glæran hér á undan sýndi, þá hafa sveitarfélögin í Kraganum að einhverju leyti tekið yfir það hlutverk að sjá nýjum íbúum fyrir húsnæði.Mynd 3.

En engu að síður er varlegt að áætla að Reykjavík ætti að fullgera í kringum 900 íbúðir á ári, ef við miðum við 7,3 íbúðir pr. 1000 íbúa. En þær hafa mest náð 482 fullgerðum íbúðum (2017) skv. tölum frá Byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar. Með vöxt upp á 7,3 íbúðir á 1000 íbúa hefðu verið byggðar 6178 íbúðir í tíð núverandi borgarstjórnar. Í stað þeirra 2129 sem voru kláraðar.

Ef við miðum hins vegar við að hraði uppbyggingar væri sá sami og í nágrannasveitarfélögum, þetta 8,1-22,2% aukning, í stað 3,9%. Þá hefðu verið byggðar 4062 til 11.133 íbúðir í Reykjavík.

Þörfin safnast upp

Í nýlegri skýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram hver uppsöfnuð þörf fyrir íbúðir sé. En þar er uppsafnaður skortur á íbúðum talinn vera um 6000 íbúðir. Ef Reykjavíkurborg hefði byggt upp jafn hratt og hún átti að gera, þá værum við ekki í þessum vanda nú.  Þessi uppsafnaða þörf að mati ÍLS er furðulega nærri þeim fjölda íbúða sem að Dagur B. Eggertsson lofaði fyrir sveitastjórnarkosningar 2014. Þegar hann lofaði 4000-6000 nýjum íbúðum á 4-5 árum. En á sama tímabili voru aðeins 1540 byggðar. Þannig að jafnvel samkvæmd Degi B. Eggertssyni hefur eitthvað misfarist í borginni.Mynd 4.

Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í komandi borgarstjórnarkosningum.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar