Er val að eiga eða leigja íbúð?

Konráð S. Guðjónsson segir að húsnæðisstefnan hafi spurt rangrar spurningar. Hún hefur spurt hvernig getur fólk eignast húsnæði þegar réttara sé að spyrja hvernig getur fólk eignast heimili?

Auglýsing

Eitt það fyrsta sem er kennt í fjár­málum og sparn­aði er að þú verðir að dreifa eigna­safn­inu þínu – ekki setja öll eggin í sömu körf­una. Engu að síður er þetta mik­il­væga og óum­deilda sjón­ar­mið fjár­fest­inga virt að vettugi þegar horft er til þeirrar stefnu sem hefur verið ríkj­andi í hús­næð­is­málum á Íslandi – sér­eign­ar­stefn­unn­ar.

Um 77% eigin fjár heim­ila var bundið í fast­eignum árið 2016 og hlut­fall fólks sem býr í eigin hús­næði er hærra hér á landi en í flestum nágranna­löndum okkar. Með öðrum orðum er meiri­hluti lands­manna með stærstan hluta sparn­aðar í einni körfu. Vissu­lega hefur fólk valið að haga málum svona og því er vanda­málið kannski ekki til stað­ar, en er málið svo ein­falt?

Auglýsing

Stjórn­völd ýta fólki út í hús­næð­is­kaup

Líkt og þekk­ist í öðrum löndum skapar hið opin­bera hvata á hús­næð­is­mark­aði með lög­um, skött­um, bóta­kerfum og fleiru. Lítum á fjögur dæmi hér á landi:

  1. Íbúða­lána­sjóður var á sínum tíma stofn­aður í þeim til­gangi að hjálpa fólki að eign­ast hús­næði með því að veita hag­stæð lán og hefur kostað skatt­greið­endur tugi millj­arða króna skv. skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is.  
  2. „Fyrsta fast­eign“ veitir ríf­legan skatta­af­slátt til fyrstu kaup­enda með því að gera útgreiðslu sér­eigna­sparn­aðar skatt­frjáls­an. Fyrir vikið verður það mun óhag­stæð­ara en ella að auka líf­eyr­is­sparnað þar sem eigna­dreif­ing er meiri og yfir­höfuð til stað­ar. 
  3. Oft gleym­ist líka að yfir­leitt er eng­inn fjár­magnstekju­skattur lagður á íbúð­ar­hús­næði, ólíkt ann­ars­konar sparn­aði og fyrir eru ágætar ástæður enda er íbúð­ar­hús­næði bæði neyslu- og fjár­fest­ing­ar­vara. Engu að síður getur það skapað hvata til þess að fjár­festa í íbúð áður en fjár­fest er t.d. í hluta- og skulda­bréf­um. 
  4. Loks má nefna „leið­rétt­ing­una“ sem færði 72 millj­arða króna til hús­næð­is­kaup­enda og er þá ekki horft til hluta hennar sem snýr að skatta­af­slætti vegna ráð­stöf­unar sér­eigna­sparn­að­ar.

Dæmin eru mun fleiri. Af þessum sökum er ljóst að raun­veru­legt val fólks um það að eiga eða leigja er óljóst og lík­lega minna en virð­ist í fyrstu.

Lítið val og dræmur árangur

Þó að kost­ir ­sér­eign­ar­stefn­unn­ar ­séu ýms­ir, sem dæmi auk­inn hvati til að hlúa vel að hús­næði, eru gallar eins og lítil áhættu­dreif­ing sparn­aðar líka til stað­ar. Þá getur ósveigj­an­leiki í búsetu einnig verið ókostur nú á tímum þegar fólk hefur sjaldan átt auð­veld­ara með að skipta um vinnu eða flytj­ast milli sveit­ar­fé­laga, landa og heims­álfa. Árangur núver­andi stefnu og mik­illa inn­gripa er enda í besta falli vafa­samur – mik­ill hús­næð­is­skortur er á land­inu og vægi hús­næðis í neyslu heim­ila hefur aldrei verið hærra, einkum vegna þess hversu dýrt það er.

Hægt er að mynda eign án þess að eiga íbúð

Meiri eigna­myndun hjá þeim sem eiga hús­næði er einnig oft notuð sem rök fyrir því að fólk kaupi eigin íbúð. Við það er þó tvennt að athuga. Í fyrsta lagi er orsaka­sam­hengið ekki svo ein­falt. Lík­legt er þeir sem kaupa hús­næði hafi hærri tekj­ur, sem eykur sparn­að, en ekki það eitt og sér að búa í eigin hús­næði. Í öðru lagi er það ekki endi­lega sjálf hús­næð­is­eignin sem myndar eign, heldur það að með því að greiða niður lán er fólk ­sjálf­krafa að spara og því mynda eign, án þess að hafa um það nokkuð val í hverjum mán­uði. Rann­sóknir í atferl­is­hag­fræði hafa sýnt að fólk hefur til­hneig­ingu til að spara of lítið og til að leysa það eru til fjöl­margar aðrar leiðir en að leggja allt undir einn steypuklump.  Ric­hard Thaler, Nóbels­verð­launa­hafi í hag­fræði, hefur t.d. bent á að það ætti ekki að vera val að byrja að spara, heldur myndu fleiri spara ef fólk þyrfti sér­stak­lega að velja að hætta að spara.

Búum til raun­veru­legt val og drögum úr afskiptum

Vand­inn er að hús­næð­is­stefnan hefur spurt rangrar spurn­ing­ar: Hvernig getur fólk eign­ast hús­næði? Rétt­ara er að spyrja: Hvernig getur fólk eign­ast heim­ili? Þegar allt kemur til alls er til­gang­ur­inn að hafa öruggt þak yfir höf­uð­ið, annað er í raun útfærslu­at­riði. Í Þýska­landi býr nærri helm­ingur íbúa í leigu­hús­næði og víða ann­ars staðar er svip­aða sögu að segja sem bendir til að hægt sé að búa svo um hnút­ana að lang­tíma­leiga sé fýsi­legur kost­ur. Und­ir­rit­að­ur, og eflaust fleiri, gæti hugsað sér að vera hlut­hafi í stóru leigu­fé­lagi og leigja þar íbúð frekar en að vera með allt undir í lít­illi og gam­alli íbúð. Eins og kerfið er í dag er litla gamla íbúðin aftur á móti hag­stæð­ari.

Þessu þarf að breyta og end­ur­skoða stuðn­ings hins opin­bera við hús­næð­is­mark­að­inn. Stjórn­völd ættu að ein­falda stuðn­ing og draga úr afskiptum á hús­næð­is­mark­aði. Þannig ætti skatt­kerfið til að mynda að vera hlut­laus­ara gagn­vart sparn­aði og því hvort að fólk kjósi að eiga eða leigja hús­næði. Einnig ætti að afnema vaxta­bæt­ur. Þær hvetja til skuld­setn­ing­ar, eru til þess fallnar að við­halda háu vaxta­stigi og dreifast ekki endi­lega til þeirra hópa sem þurfa stuðn­ing, líkt og Íbúða­lána­sjóður benti nýlega á. Hús­næð­is­bætur eru heldur ekki galla­laus­ar, síður en svo, og virð­ast að mestu renna í vasa leigu­sala. Rétt­ara væri t.d. að lækka skatta eða hækka per­sónu­af­slátt hjá þeim sem þurfa á stuðn­ingi að halda.

Lík­lega mun það seint breyt­ast að meiri­hluti lands­manna búi í eigin hús­næði og í sjálfu sér er það hið besta mál. Setjum þó ekki öll eggin í sömu körfu, og búum þannig um hnút­ana að fólk hafi raun­veru­legt val milli þess að eiga og leigja hús­næði.

Höf­undur er hag­fræð­ingur Við­­skipta­ráðs Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar