Vopnaflutningaskak

Bjarni Már Magnússon dósent við lagadeild HR segir íslenska aðila hafa stundað vopnaflutninga um áratugaskeið og í einhverjum tilfellum til átakasvæða.

Auglýsing

Í gær ósk­uðu 11 þing­menn eftir skrif­legri skýrslu utan­rík­is­ráð­herra, í sam­vinnu við sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, um fram­kvæmd og ábyrgð á alþjóð­legum skuld­bind­ingum Íslands er varða leyf­is­veit­ingar eða und­an­þágur vegna vopna­flutn­inga. Þing­menn­irnir ósk­uðu eftir því að dregin yrði fram fram­kvæmd, ábyrgð og verk­ferlar ráðu­neyt­is­ins, og ann­arra ráðu­neyta og stofn­ana, um veit­ingar á leyfum og und­an­þágum til vopna­flutn­inga um íslenska loft­helgi eða til íslenskra aðila sem starfa á alþjóða­vett­vangi. Auk þess ósk­uðu þeir eftir að skýrt yrði hvernig stjórn­völd fram­fylgja því þegar Ísland und­ir­gengst alþjóð­legar skuld­bind­ingar varð­andi vopna­við­skipti eða vopna­flutn­inga, svo sem við­skipta­bann alþjóða­stofn­ana, alþjóð­lega samn­inga og sátt­mála, álykt­anir örygg­is­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna og álykt­anir Evr­ópu­ráðs­ins.

Í því sam­hengi vill und­ir­rit­aður vekja athygli á fjórum atriðum er koma ekki fram með beinum hætti í skýrslu­beiðn­inni. Und­ir­rit­aður er þeirrar skoð­unar að taka verði þessi fjögur atriði til skoð­un­ar, ef Alþingi ákveður að ráð­ast í skýrslu­gerð­ina, til að fá sem skýr­ustu mynd á mál­ið.

Eft­ir­lits­skylda - Vopna­samn­ing­ur­inn

Í við­tali við fjöl­miðla um vopna­flutn­inga Air Atl­anta, í kjöl­far umfjöll­unar frétta­skýr­inga­þátts­ins Kveiks, kom fram í máli for­stjóra Sam­göngu­stofu, sem hefur farið með stjórn­sýslu umræddra leyf­is­veit­inga, að stofn­unin hefði hvorki þekk­ingu á vopnum né alþjóða­mál­um. Það eru nokkuð áhuga­verð ummæli m.a. vegna þess að sam­kvæmt 5. mgr. 5. gr. Vopna­samn­ings­ins hvílir sú skylda á aðild­ar­ríkjum hans að setja á lagg­irnar hæf og vald­bær inn­lend stjórn­völd til að hafa skil­virkt og gegn­sætt inn­lent eft­ir­lits­kerfi sem setur reglur um flutn­inga á hefð­bundnum vopnum (e. con­ventional arms), skot­færum og bún­aði í sam­ræmi við ákvæði samn­ings­ins þar um. Í 14. gr. samn­ings­ins er svo ákvæði sem kveður á um að aðild­ar­ríkin skuli grípa til við­eig­andi aðgerða til að fram­fylgja inn­lendri lög­gjöf og reglu­gerðum sem inn­leiða ákvæði samn­ings­ins í lands­rétt. Íslensk ríkið varð fyrst allra ríkja til að ger­ast aðili að samn­ingnum og öðl­að­ist hann gildi í lok árs 2014. Vegna ummæla for­stjóra Sam­göngu­stofu hlýtur efi að vera til staðar um hvort íslenska ríkið hafi staðið við umræddar skuld­bind­ing­ar.

Auglýsing

Gen­far­sátt­mál­arnir

Mark­mið Gen­far­sátt­mál­anna frá árinu 1949 er að tryggja ein­stak­lingum lág­marks mann­rétt­indi á ófrið­ar­tím­um. Allir fjórir sátt­mál­arnir inni­halda sams­konar upp­hafs­á­kvæði sem er svohljóð­andi: „Hinir hátt­virtu samn­ings­að­ilar skuld­binda sig til þess að virða samn­ing þennan og tryggja að hann sé virtur í hví­vetna.“ Í ráð­gef­andi áliti Alþjóða­dóm­stóls­ins í hinu svo­kall­aða Veggjar­máli (e. Legal Con­sequences of the Construct­ion of a Wall in the Occupied Palest­inian Ter­ritory) útskýrði dóm­stóll­inn ákvæðið svo að aðild­ar­ríki að sátt­mál­un­um, hvort sem það á í vopn­uðum átökum eður ei, er skuldu­bundið til að tryggja að skyldur þær sem sátt­mál­arnir kveða á um séu virt­ir. Ísland gerð­ist aðili að sátt­mál­unum árið 1965 sem þýðir að það hvílir skylda á íslenskum stjórn­völdum að reyna sjá til þess að þeir séu virtir óháð því hvort Íslandi eigi beina aðild að stríðs­á­tök­um. Þegar kemur að leyfisveit­ingum vegna vopna­flutn­inga verða íslensk stjórn­völd, sem og önn­ur, að hafa þessa skuld­bind­ingu í huga enda við­ur­kennd regla að nor­rænum rétti að skýra skuli lög til sam­ræmis við alþjóða­samn­inga, sem ríki hefur stað­fest eftir því sem kostur er.

Sátt­mál­inn um ráð­staf­anir gegn og refs­ingar fyrir hóp­morð

Árið 1949 gerð­ist Ísland aðili að Sátt­mál­anum um ráð­staf­anir gegn og refs­ingar fyrir hóp­morð (í dag­legu tali nefnt þjóð­ar­morð) frá árinu 1948. Til­urð hans má rekja til þeirra voða­verka sem áttu sér stað í síð­ari heims­styrj­öld­inni. Þegar grun­semdir eru til staðar um að verið sé að fremja hóp­morð, þ.e. að verið sé að drepa fólk af því að það til­heyrir til­teknum hópi, þá verður að hafa ákveðnar skuld­bind­ingar samn­ings­ins í huga. Sam­kvæmt 1. gr. hans skuld­binda aðild­ar­ríkin sig til að reyna að koma í veg fyrir slík voða­verk. Í dómi Alþjóða­dóm­stóls­ins í Haag í hinu svo­nefnda Hóp­morðs­máli Bosníu Her­segóvínu gegn Serbíu og Svart­fjalla­landi (e. App­lication of the Con­vention on the Prevention and Pun­is­h­ment of the Crime of Gen­ocide) er umrædd skylda útskýrð. Í dóm­inum er bent að á aðild­ar­ríkj­unum hvíli sú skyld að grípa til þeirra aðgerða sem þau geta gripið til, með skyn­sam­legu móti, til að reyna afstýra hóp­morði óháð land­fræði­legri legu þeirra. Umrædd skylda kviknar um leið og ríki fær vit­neskju um að miklur líkur séu á að hóp­morð sé í upp­sigl­ingu, eða þegar ríki hefði átt að gera sér grein fyrir að slíkt væri í upp­sigl­ingu. Sú athöfn að synja um leyfi til flutn­inga á vopnum sem hugs­an­lega enda á svæði þar sem grun­semdir eru uppi um að verið sé að fremja hóp­morð hlýtur að falla í flokk þeirra aðgerða sem ríkjum er skylt að grípa til í slíkum aðstæð­um.

Íslenski vopna­flutn­inga­iðn­að­ur­inn

Skjáskot TíminnLjóst er að til­efni skýrslu­beiðnar þing­mann­anna teng­ist umfjöllun um vopna­flutn­inga Air Atl­anta frá Aust­ur-­Evr­ópu­ríkjum til Sádi Arab­íu. Þeir flutn­ingar eru topp­ur­inn á ísjak­an­um. Það er vel þekkt, innan ákveð­inna hópa, að íslenskir aðilar hafi stundað vopna­flutn­inga um ára­tuga­skeið og í ein­hverjum til­fellum til átaka­svæða. Sem dæmi má nefna að 12. jan­úar 1982 birt­ist frétt í Tím­anum um meinta flutn­inga Arn­ar­flugs á vopnum frá Frakk­landi til Líbýu án sam­þykkis Flug­ráðs. Flutn­ing­arnir voru taldir brot á þágild­andi vopna­lög­um, sem kváðu á um, líkt og núgild­andi loft­ferða­lög, að ekki mætti flytja her­gögn í flug­vélum nema með leyfi þar til bærs stjórn­valds. Um málið hafði Tím­inn eft­ir­far­andi eftir deild­ar­stjóra í Sam­göngu­ráðu­neyt­inu:

„Ráðu­neytið mun að sjálf­sögðu rita Arn­ar­flugi bréf um þessi mál en þar sem íslenskar skil­grein­inga­reglur liggja ekki fyrir er erfitt að taka ein­hvern fyrir og hengja hann. Þannig má gera ráð fyrir því að reglu­leysið muni tak­marka við­brögð ráðu­neyt­is­ins en við­vörun mun ganga út frá því.“

Svo virð­ist sem að lítil fram­þróun hafi orðið á stjórn­sýslu mála­flokks­ins á síð­ustu ára­tug­um. Með yfir­færslu leyf­is­veit­inga vegna vopna­flutn­inga frá sam­göngu- til utan­rík­is­ráðu­neytis kemst mála­flokk­ur­inn von­andi í betra horf. Það hljóta allir að geta verið sam­mála um að stjórn­sýslan í kringum vopna­flutn­inga þurfi að vera í lagi. Sér­stak­lega hjá ríki sem hefur virð­ingu fyrir rétt­ar­rík­inu og alþjóða­lögum sem grunn­gildi utan­rík­is­stefnu sinn­ar.

Höf­undur er dós­ent við laga­deild Háskól­ans í Reykja­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar