Líf mitt er ekki tryggt

Birna Kristín Ásbjörnsdóttir skrifar í aðsendri grein um reynslu sína af því að fá ekki tryggingu vegna sjúkdómsgreiningar.

Auglýsing

Árið 2015 grein­ist ég með geð­hvarfa­sýki. Mig hafði alltaf grunað að þetta væri það sem væri að og það var að vissu leyti ákveð­inn léttir að loks­ins vita af hverju ég upp­lifði svona slæma daga, óeðli­lega hraðar hugs­an­ir, und­ar­legar til­finn­ing­ar, geð­hæðir og gíf­ur­lega van­líðan á köfl­um. En léttir­inn sem ég fann innra með mér átti ekki eftir að end­ast.

Þegar ég fór að segja fólki frá þessu, til að útskýra fjar­veru frá skóla og ann­að, voru við­brögðin mis­jöfn. Sumir sýndu þessu skiln­ing en aðr­ir, í ímynd­aðri gæsku sinni, fóru að segja mér frá fólki sem hefði þennan sjúk­dóm og það væri bara „á féló“ og þeirra líf væri ömur­legt. Sumir þeirra buðu mér upp á heima­saum­aðar krafta­verka­lausnir, nýtt matar­æði og að ég þyrfti bara að slaka á. Í lang­flestum skila­boð­unum leynd­ist sá boð­skap­ur: Þetta er þér að kenna, þú ert bara ekki nógu dug­leg að harka af þér, þú ert að gera eitt­hvað vit­laust.

Á þessum tíma var sjálfs­myndin í mol­um. Ég fékk lyf sem hjálp­uðu en þetta sat eftir í mér og magn­að­ist í hausnum á mér. Minn eig­inn heili sner­ist gegn mér og fór að segja þetta sjálf­ur, allt sem fólk hafði sagt við mig og gott bet­ur. Það vill eng­inn vera eins og þú, þú átt aldrei eftir að ná árangri, þú ert óheil­brigð, af hverju ertu svona og þar fram eftir göt­un­um. Það er ekki fyrr en fyrir stuttu að ég leyfði mér að vera reglu­lega reið yfir öllum þessum röngu skila­boðum sem ég fékk og ég hætti að taka þau inn á mig og leyfði koll­inum ekki að taka þátt í þessu leng­ur.

Auglýsing

Ég byrj­aði að sætt­ast við þessa nýju grein­ingu sem ég ég hafði feng­ið, að vera bipol­ar. Að það sé nú að eilífu stimplað á mig þegar kerf­ið, stóri bróð­ir, þarf að ákveða hvað ég er. 
Ég var búin að sætta mig við þetta ástand, lífið væri stundum í erf­ið­ari kant­inum en það gæti líka verið fal­legra en orð fá nokkurn tím­ann lýst.

Svo kemur að því að ég tek þau skref að kaupa mér bíl og íbúð, íbúð­ina með hjálp for­eldra því án þeirra hefði það ekki verið hægt. En því fylgir mikil ábyrg og það er annað sem fylgir: Trygg­ing­ar. Ég hafði sam­band við trygg­inga­fyr­ir­tækið sem hafði tryggt mína fjöl­skyldu um ára­bil, trygg­inga­fyr­ir­tæki sem hafði reynst okkur vel. Ég fæ þær upp­lýs­ingar að ég þurfi bíla­trygg­ingu, inn­bús­trygg­ingu og til þess að þeir lækki trygg­ing­arnar þá þarf ég að fá mér eina eða tvær trygg­ingar í við­bót. Það blasti auð­vitað við að taka líf- og sjúk­dóma­trygg­ingu. Mér fannst það skyn­sam­legt þar sem alltaf getur eitt­hvað komið fyrir og það myndi lækka heild­ar­trygg­ingar umtals­vert.

Ég fer í úti­búið og sæki um. Blasir þá við mér spurn­inga­listi. Ert þú með ein­hvern sjúk­dóm? Ég svara því hrein­skiln­is­lega, já. Því það er ekki hjá því kom­ist að hvert sem þú leitar í mína sjúkra­sögu er þessi stimp­ill. Fyrst ég svara já þá koma alls konar auka spurn­ing­ar; hversu mikið þetta hafi áhrif, hafi ég verið lögð inn, hafi ég misst úr vinnu vegna veik­inda o.s.frv.. Ég svara því enn og aftur mjög hrein­skiln­is­lega að það hafi komið fyrir að ég hafi misst úr vinnu vegna and­legra veik­inda en það sé bara dagur og dag­ur. Enn koma fleiri spurn­ingar sem eiga að ákveða hversu slæm ég er. Draga upp slæma reynslu sem ég verð gjörðu­svo­vel að setja niður á papp­ír. Sem ég geri. Við hlið­ina á mér er maður sem hafði greini­lega orðið fyrir tjóni en tal­aði litla íslensku og litla ensku og fær pent nei við hverju sem hann seg­ir. Nei og afsak­ið, ég skil þig ekki. Síðan skila ég papp­ír­un­um, pínu nið­ur­brotin að hafa þurft að bera sál mína á ein­hvern pappír á trygg­inga­stofn­un.

Dagar líða og ég fæ reikn­inga fyrir trygg­ing­um. Síðan fæ ég sím­tal um að þeir þurfi að hafa sam­band við heilsu­gæsl­una mína og svo muni koma nið­ur­staða. Ég fann það strax á mér að sú nið­ur­staða yrði mér ekki hlið­holl en ákvað samt að vera bjart­sýn. Þeir gætu ekki farið að hafna mér á þeim grund­velli að ein­hverjum pró­sentum væri lík­legra að ég þyrfti á þess­ari trygg­ingu að halda en aðr­ir. Nei, var á end­anum svar­ið. Ég var miður mín. Af hverju fæ ég ekki líf- og sjúk­dóma­trygg­ingu? Svarið er að ég þyki í of miklum áhættu­hóp til að taka mitt eigið líf eða brotna svo gjör­sam­lega að ég geti ekki unn­ið. Hvaða skila­boð sendir það mér? Jú, að ég sé eitt­hvað bil­uð. Óæski­leg. Óheil­brigð. Eins og ef þeir myndu ekki tryggja ein­hverja ákveðna bíla­teg­und af því töl­fræði­lega lendi þær oftar í slys­um. Sem væri algjör vit­leysa því hver sem er getur lent í slysi.

Ég var bál­reið og sár, rétt eins og fjöl­skylda mín sem ekki grun­aði að mér yrði mis­munað svona af því ég er með grein­ingu. Grein­ingu sem á, undir eðli­legum kring­um­stæð­um, að hjálpa mér að fá rétta þjón­ustu. Svo fór ég að grennsl­ast meira fyrir um þessi trygg­inga­mál og það er ekki bara bipolar fólk sem ekki fær trygg­ingu. Þeir tryggja þig ekki ef þú ert búinn að fara í með­ferð við fíkn, eitt­hvað sem er eitt skyn­sam­leg­asta skrefið sem þú getur tekið ef þú glímir við fíkn. Það er þá allt í lagi að tryggja virka alka, sem auð­vitað eiga líka að fá trygg­ingu, en ekki þá sem hafa verið svo sterkir að þeir fóru í með­ferð og jafn­vel snerta ekki fíkni­efni eftir það. Erum við þá bara ein­hver oln­boga­börn af því við leit­uðum okkur hjálp­ar? Af því við ákváðum að leggja traust okkar á heil­brigð­is­kerfið og þau úrræði sem eru í boði. Er þetta bara í lagi?

Í dag þegar trygg­inga­fyr­ir­tæki hringja, og lofa mér gulli og grænum skóg­um, og ég segi þeim að ég sé með geð­sjúk­dóm er svarið fljótt að koma: Ó, afsakið ónæð­ið, bless bless. Ég hvet alla til að koma með sína sögu undir myllu­merk­inu #lífmitt­er­ekki­tryggt. Ég vil ekki skilja fjöl­skyldu og jafn­vel kom­andi niðja mína eftir með ekk­ert ef ég hverf frá fyrir aldur fram. Eða ef svo illa skyldi verða að ég fengi krabba­mein eða slíkt, þá er ég hrein­lega ekki tryggð fyrir því. Árið er 2018 og þessi mis­munun er ekki í boði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar