Er það neytendum í hag?

Guðjón Sigurbjartsson segir að fjölmörg dæmi séu um að hagsmunir neytenda víkja fyrir sérhagsmunum minni hagsmunahópa. Afleiðingin eru lakari lífskjör en í nágrannalöndunum.

Auglýsing

Sumir hags­munir hópa stang­ast á en sumir eru sam­eig­in­leg­ir. Þegar svo háttar og hags­munir neyt­enda eru ann­ars vegar ættu þeir jafnan að hafa for­gang svo að lífs­kjör batni. Því miður eru mörg dæmi um að „sér­hags­muna­hópar“, nái sínu fram á kostnað almenn­ings, jafn­vel með aðstoð lög­gjafans!.

Þetta og fleira veldur því að við höfum það ekki eins gott og nágranna­þjóð­irnar enda hafa síð­ustu ára­tugi fleiri Íslenskir rík­is­borg­arar flutt frá land­inu en til þess, en í stað­inn hefur fólk frá fátæk­ari löndum flust hing­að, sem er bót í máli.

Almanna­hagur

Fyrir neyt­endur skiptir miklu máli að hafa aðgang að úrvali af gæða vörum á góðu verði. Hér er verð vöru og þjón­ustu almennt umtals­vert hærra en í nágranna­lönd­unum og úrval minna vegna smæðar mark­að­ar­ins og legu lands­ins en einnig vegna þess að lög­gjaf­inn bætir ofur­tollum á inn­flutt mat­væli.  Einnig erum við skyldug að nota lít­inn, óstöðugan há-­vaxta gjald­miðil sem kostar okkur í lífs­kjörum, meira að segja að mati Seðla­bank­ans.

Auglýsing

Þótt við neyt­endur séum fjöl­menn­asti hags­muna­hóp­ur­inn og hags­munir okkar sam­an­lagt mest­ir, náum við ekki sam­taka­mætt­i. Litlir, sterkir hags­muna­hópar ná oft sínu fram á okkar kostn­að.  

Aðild að Neyt­enda­sam­tök­unum er frjáls og ávinn­ingur hvers og eins af því að leggja fé í hags­muna­gæslu fyrir heild­ina er lít­ill. Árgjaldið er 5.800 og virkir félagar tæp­lega 7.000 og tekj­urnar því um 40 millj­ónir á ári sem gefur ekki mik­inn slag­kraft. 

Á síð­ustu árum hafa reyndar Neyt­enda­stofa, Sam­keppn­is­stofn­un, MAST og fleiri stjórn­sýslu­stofn­anir sem tengj­ast veru okkar í EES, styrkt neyt­enda­vernd. En betur má ef duga skal því hags­munir neyt­enda eru oft for­smáð­ir.

Sér­hags­munir

Selj­endur vöru og þjón­ustu leit­ast við að hafa hag af við­skipt­um. Við heil­brigðar mark­aðs­að­stæður gengur þeim best sem bjóða góða vöru á góðu verð­i. 

Eðli­lega leita sumir að syllu þar sem þeim tekst að halda uppi háum verðum en aðrir leita skjóls fyrir sam­keppni með tollum og sér­leyf­um. Því miður hjálpar lög­gjaf­inn sumum til við þetta þó það komi niður á neyt­end­um. 

Jafn­vel litlir sér­hags­muna­hópar ná oft miklum slag­krafti með fjár­hags­legum styrk­leika, skyldu­að­ild, sér­leyfi eða slíku. Stuðn­ingur lög­gjafans byggir yfir­leitt á misvægi atkvæða eða spill­ing­u. 

Frek­lega gengið á hag neyt­enda

Bænda­sam­tökin hafa mun meiri slag­kraft en Neyt­enda­sam­tök­in. Bændur eru um 3.000 en í heild starfa um 9.000 við land­búnað að með­töldum vinnslu­grein­um. Land­bún­að­ur­inn er því um ⅓ af ferða­þjón­ust­unni, sjá neð­ar. Lög­gjaf­inn lætur skatt­greið­endur styrkja bændur um 15 millj­arðar kr. á ári og neyt­endur styðja bændur og vinnslur um 25 millj­arða kr. á ári vegna tolla á mat­væl­um. Sam­tals eru þetta um 40 millj­arðar kr. sem veitt er í þessa litlu óarð­bæru atvinnu­grein og er þá ekki allt talið.  

Mat­ar­toll­arnir þýða að verð kjöts, osta og eggja er um 35% hærra en ella og fjöl­breytni og gæði minn­i. Engin þróuð þjóð hefur jafn háa mat­ar­tolla, enda koma há mat­ar­verð verst niður á fátækum neyt­end­um. Evr­ópu­mark­aður er til dæmis galop­inn landa á milli sem tryggir lág verð og mikið úrval af mat­væl­u­m.  

Ferða­þjón­ustan er stærsta atvinnu­grein­in. Hún veitir um 30.000 manns vinnu og færir rík­is­sjóði og sveit­ar­fé­lögum árlega um 65 millj­arða kr. í skatt­tekjur og þjóð­inni um 500 millj­arða í gjald­eyr­is­tekj­ur. Hátt verð­lag fækkar dval­ar­dögum ferða­manna, mest á lands­byggð­inn­i. ­Með því að fella niður tolla af mat­vælum og lækka áfeng­is­gjöld má bæta veru­lega um fyrir ferða­þjón­ust­unn­i. En lög­gjaf­inn lætur fámennan hags­muna­hópi bænda ganga fyrir hag neyt­enda og stærstu atvinnu­grein­ar­innar ferða­þjón­ustu þó hún hafi burði til að snúa við byggða­þró­un­inni, sem land­bún­að­ur­inn hefur ekki.

Mörg fleiri dæmi eru um að hags­munir neyt­enda víkja fyrir sér­hags­munum minni hags­muna­hópa. Af­leið­ingin eru lak­ari lífs­kjör en í nágranna­lönd­un­um. Það verður að rétta hlut neyt­enda og spyrja sig gjarnan í hverju máli: Er það er neyt­endum í hag?

Höf­undur er við­skipta­fræð­ingur og áhuga­maður um neyt­enda­mál.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar