Er það neytendum í hag?

Guðjón Sigurbjartsson segir að fjölmörg dæmi séu um að hagsmunir neytenda víkja fyrir sérhagsmunum minni hagsmunahópa. Afleiðingin eru lakari lífskjör en í nágrannalöndunum.

Auglýsing

Sumir hagsmunir hópa stangast á en sumir eru sameiginlegir. Þegar svo háttar og hagsmunir neytenda eru annars vegar ættu þeir jafnan að hafa forgang svo að lífskjör batni. Því miður eru mörg dæmi um að „sérhagsmunahópar“, nái sínu fram á kostnað almennings, jafnvel með aðstoð löggjafans!.

Þetta og fleira veldur því að við höfum það ekki eins gott og nágrannaþjóðirnar enda hafa síðustu áratugi fleiri Íslenskir ríkisborgarar flutt frá landinu en til þess, en í staðinn hefur fólk frá fátækari löndum flust hingað, sem er bót í máli.

Almannahagur

Fyrir neytendur skiptir miklu máli að hafa aðgang að úrvali af gæða vörum á góðu verði. Hér er verð vöru og þjónustu almennt umtalsvert hærra en í nágrannalöndunum og úrval minna vegna smæðar markaðarins og legu landsins en einnig vegna þess að löggjafinn bætir ofurtollum á innflutt matvæli.  Einnig erum við skyldug að nota lítinn, óstöðugan há-vaxta gjaldmiðil sem kostar okkur í lífskjörum, meira að segja að mati Seðlabankans.

Auglýsing

Þótt við neytendur séum fjölmennasti hagsmunahópurinn og hagsmunir okkar samanlagt mestir, náum við ekki samtakamætti. Litlir, sterkir hagsmunahópar ná oft sínu fram á okkar kostnað.  

Aðild að Neytendasamtökunum er frjáls og ávinningur hvers og eins af því að leggja fé í hagsmunagæslu fyrir heildina er lítill. Árgjaldið er 5.800 og virkir félagar tæplega 7.000 og tekjurnar því um 40 milljónir á ári sem gefur ekki mikinn slagkraft. 

Á síðustu árum hafa reyndar Neytendastofa, Samkeppnisstofnun, MAST og fleiri stjórnsýslustofnanir sem tengjast veru okkar í EES, styrkt neytendavernd. En betur má ef duga skal því hagsmunir neytenda eru oft forsmáðir.

Sérhagsmunir

Seljendur vöru og þjónustu leitast við að hafa hag af viðskiptum. Við heilbrigðar markaðsaðstæður gengur þeim best sem bjóða góða vöru á góðu verði. 

Eðlilega leita sumir að syllu þar sem þeim tekst að halda uppi háum verðum en aðrir leita skjóls fyrir samkeppni með tollum og sérleyfum. Því miður hjálpar löggjafinn sumum til við þetta þó það komi niður á neytendum. 

Jafnvel litlir sérhagsmunahópar ná oft miklum slagkrafti með fjárhagslegum styrkleika, skylduaðild, sérleyfi eða slíku. Stuðningur löggjafans byggir yfirleitt á misvægi atkvæða eða spillingu. 

Freklega gengið á hag neytenda

Bændasamtökin hafa mun meiri slagkraft en Neytendasamtökin. Bændur eru um 3.000 en í heild starfa um 9.000 við landbúnað að meðtöldum vinnslugreinum. Landbúnaðurinn er því um ⅓ af ferðaþjónustunni, sjá neðar. Löggjafinn lætur skattgreiðendur styrkja bændur um 15 milljarðar kr. á ári og neytendur styðja bændur og vinnslur um 25 milljarða kr. á ári vegna tolla á matvælum. Samtals eru þetta um 40 milljarðar kr. sem veitt er í þessa litlu óarðbæru atvinnugrein og er þá ekki allt talið.  

Matartollarnir þýða að verð kjöts, osta og eggja er um 35% hærra en ella og fjölbreytni og gæði minni. Engin þróuð þjóð hefur jafn háa matartolla, enda koma há matarverð verst niður á fátækum neytendum. Evrópumarkaður er til dæmis galopinn landa á milli sem tryggir lág verð og mikið úrval af matvælum.  

Ferðaþjónustan er stærsta atvinnugreinin. Hún veitir um 30.000 manns vinnu og færir ríkissjóði og sveitarfélögum árlega um 65 milljarða kr. í skatttekjur og þjóðinni um 500 milljarða í gjaldeyristekjur. Hátt verðlag fækkar dvalardögum ferðamanna, mest á landsbyggðinni. Með því að fella niður tolla af matvælum og lækka áfengisgjöld má bæta verulega um fyrir ferðaþjónustunni. En löggjafinn lætur fámennan hagsmunahópi bænda ganga fyrir hag neytenda og stærstu atvinnugreinarinnar ferðaþjónustu þó hún hafi burði til að snúa við byggðaþróuninni, sem landbúnaðurinn hefur ekki.

Mörg fleiri dæmi eru um að hagsmunir neytenda víkja fyrir sérhagsmunum minni hagsmunahópa. Afleiðingin eru lakari lífskjör en í nágrannalöndunum. Það verður að rétta hlut neytenda og spyrja sig gjarnan í hverju máli: Er það er neytendum í hag?

Höfundur er viðskiptafræðingur og áhugamaður um neytendamál.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar