Er það neytendum í hag?

Guðjón Sigurbjartsson segir að fjölmörg dæmi séu um að hagsmunir neytenda víkja fyrir sérhagsmunum minni hagsmunahópa. Afleiðingin eru lakari lífskjör en í nágrannalöndunum.

Auglýsing

Sumir hags­munir hópa stang­ast á en sumir eru sam­eig­in­leg­ir. Þegar svo háttar og hags­munir neyt­enda eru ann­ars vegar ættu þeir jafnan að hafa for­gang svo að lífs­kjör batni. Því miður eru mörg dæmi um að „sér­hags­muna­hópar“, nái sínu fram á kostnað almenn­ings, jafn­vel með aðstoð lög­gjafans!.

Þetta og fleira veldur því að við höfum það ekki eins gott og nágranna­þjóð­irnar enda hafa síð­ustu ára­tugi fleiri Íslenskir rík­is­borg­arar flutt frá land­inu en til þess, en í stað­inn hefur fólk frá fátæk­ari löndum flust hing­að, sem er bót í máli.

Almanna­hagur

Fyrir neyt­endur skiptir miklu máli að hafa aðgang að úrvali af gæða vörum á góðu verði. Hér er verð vöru og þjón­ustu almennt umtals­vert hærra en í nágranna­lönd­unum og úrval minna vegna smæðar mark­að­ar­ins og legu lands­ins en einnig vegna þess að lög­gjaf­inn bætir ofur­tollum á inn­flutt mat­væli.  Einnig erum við skyldug að nota lít­inn, óstöðugan há-­vaxta gjald­miðil sem kostar okkur í lífs­kjörum, meira að segja að mati Seðla­bank­ans.

Auglýsing

Þótt við neyt­endur séum fjöl­menn­asti hags­muna­hóp­ur­inn og hags­munir okkar sam­an­lagt mest­ir, náum við ekki sam­taka­mætt­i. Litlir, sterkir hags­muna­hópar ná oft sínu fram á okkar kostn­að.  

Aðild að Neyt­enda­sam­tök­unum er frjáls og ávinn­ingur hvers og eins af því að leggja fé í hags­muna­gæslu fyrir heild­ina er lít­ill. Árgjaldið er 5.800 og virkir félagar tæp­lega 7.000 og tekj­urnar því um 40 millj­ónir á ári sem gefur ekki mik­inn slag­kraft. 

Á síð­ustu árum hafa reyndar Neyt­enda­stofa, Sam­keppn­is­stofn­un, MAST og fleiri stjórn­sýslu­stofn­anir sem tengj­ast veru okkar í EES, styrkt neyt­enda­vernd. En betur má ef duga skal því hags­munir neyt­enda eru oft for­smáð­ir.

Sér­hags­munir

Selj­endur vöru og þjón­ustu leit­ast við að hafa hag af við­skipt­um. Við heil­brigðar mark­aðs­að­stæður gengur þeim best sem bjóða góða vöru á góðu verð­i. 

Eðli­lega leita sumir að syllu þar sem þeim tekst að halda uppi háum verðum en aðrir leita skjóls fyrir sam­keppni með tollum og sér­leyf­um. Því miður hjálpar lög­gjaf­inn sumum til við þetta þó það komi niður á neyt­end­um. 

Jafn­vel litlir sér­hags­muna­hópar ná oft miklum slag­krafti með fjár­hags­legum styrk­leika, skyldu­að­ild, sér­leyfi eða slíku. Stuðn­ingur lög­gjafans byggir yfir­leitt á misvægi atkvæða eða spill­ing­u. 

Frek­lega gengið á hag neyt­enda

Bænda­sam­tökin hafa mun meiri slag­kraft en Neyt­enda­sam­tök­in. Bændur eru um 3.000 en í heild starfa um 9.000 við land­búnað að með­töldum vinnslu­grein­um. Land­bún­að­ur­inn er því um ⅓ af ferða­þjón­ust­unni, sjá neð­ar. Lög­gjaf­inn lætur skatt­greið­endur styrkja bændur um 15 millj­arðar kr. á ári og neyt­endur styðja bændur og vinnslur um 25 millj­arða kr. á ári vegna tolla á mat­væl­um. Sam­tals eru þetta um 40 millj­arðar kr. sem veitt er í þessa litlu óarð­bæru atvinnu­grein og er þá ekki allt talið.  

Mat­ar­toll­arnir þýða að verð kjöts, osta og eggja er um 35% hærra en ella og fjöl­breytni og gæði minn­i. Engin þróuð þjóð hefur jafn háa mat­ar­tolla, enda koma há mat­ar­verð verst niður á fátækum neyt­end­um. Evr­ópu­mark­aður er til dæmis galop­inn landa á milli sem tryggir lág verð og mikið úrval af mat­væl­u­m.  

Ferða­þjón­ustan er stærsta atvinnu­grein­in. Hún veitir um 30.000 manns vinnu og færir rík­is­sjóði og sveit­ar­fé­lögum árlega um 65 millj­arða kr. í skatt­tekjur og þjóð­inni um 500 millj­arða í gjald­eyr­is­tekj­ur. Hátt verð­lag fækkar dval­ar­dögum ferða­manna, mest á lands­byggð­inn­i. ­Með því að fella niður tolla af mat­vælum og lækka áfeng­is­gjöld má bæta veru­lega um fyrir ferða­þjón­ust­unn­i. En lög­gjaf­inn lætur fámennan hags­muna­hópi bænda ganga fyrir hag neyt­enda og stærstu atvinnu­grein­ar­innar ferða­þjón­ustu þó hún hafi burði til að snúa við byggða­þró­un­inni, sem land­bún­að­ur­inn hefur ekki.

Mörg fleiri dæmi eru um að hags­munir neyt­enda víkja fyrir sér­hags­munum minni hags­muna­hópa. Af­leið­ingin eru lak­ari lífs­kjör en í nágranna­lönd­un­um. Það verður að rétta hlut neyt­enda og spyrja sig gjarnan í hverju máli: Er það er neyt­endum í hag?

Höf­undur er við­skipta­fræð­ingur og áhuga­maður um neyt­enda­mál.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar