Þakka fyrir það sem komið er – vonast til að fá meira

Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna fer yfir afrekaskrá ríkisstjórnarinnar fyrstu 100 daga hennar.

Auglýsing

Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur var myndað um sam­fé­lags­lega mik­il­væg verk­efni; marg­boð­aða upp­bygg­ingu inn­viða og að skapa frek­ari sátt í sam­fé­lag­inu. Nokkuð kunn­ug­leg stef og óum­deild, því flestir ef ekki allir stjórna­mála­flokkar hafa sett fram þessi lof­orð í síð­ustu tvennum kosn­ing­um. Rík­is­stjórnin hefur hins vegar sýnt með verkum sínum að þetta eru ekki orðin tóm.

Fyrstu 100 dag­arnir

Innan við mán­uði eftir að hafa tekið við völdum lagði rík­is­stjórnin fram ný fjár­lög fyrir árið 2018 þar sem útgjöld til mik­il­vægra mála­flokka voru aukin um 19 millj­arða frá fjár­lögum fyrri rík­is­stjórn­ar. Heil­brigð­is­málin voru þar lang fyr­ir­ferða­mest. Þegar rík­is­stjórnin hafði verið við völd í 100 daga voru tæp­lega 90% af þeim aðgerðum sem kveðið er á um í stjórn­ar­sátt­mál­anum í und­ir­bún­ingi eða haf­in. Þar af var vinna við um 60% þeirra haf­in, komin vel á veg eða lok­ið.

Þegar afreka­skráin og fjár­mála­á­ætlun 2019-2023 eru skoð­uð, má sjá að áherslan hefur sér­stak­lega verið á heil­brigð­is- og umhverf­is­mál, en Vinstri græn stýra bæði Heil­brigðis og Umhverf­is­ráðu­neyti. Á næstu fimm árum verður fé til rekst­urs í heil­brigð­is­kerf­inu aukið um 79 millj­arða og 101 millj­arður lagður í bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir. Heild­ar­fram­lög til umhverf­is­mála verða aukin um 35% að raun­gildi. Upp­safnað aukið útgjalda­svig­rúm til ýmissa áherslu­mála nemur alls 14,7 ma. króna yfir tíma­bil­ið.

Auglýsing

Ekki setið auðum höndum

Af þeim fjöl­mörgu málum sem rík­is­stjórnin hefur lokið við má nefna:

- Dregið úr greiðslu­þátt­töku aldr­aðra og öryrkja vegna tann­lækn­inga með gjald­skrár­lækkun (tekur gildi 1. júlí).

- Lög­fest­ing NPA.

- Frí­tekju­mark elli­líf­eyr­is­þega hækkað úr 25.000 í 100.000 krón­ur.

- Stór­á­tak í upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­rýma haf­ið. Hjúkr­un­ar­rýmum verður fjölgað um 550 á næstu árum og aðbún­aður bættur við önnur 240.

- Frá 2019 verður 4 millj­örðum veitt árlega til bættra kjara örorku­líf­eyr­is­þega.

- Heim­il­is­upp­bót örorku­líf­eyr­is­þega hækk­uð.

- Hámarks­greiðslur í fæð­ing­ar­or­lofi verða hækk­aðar úr 520.000 í 600.000 frá 1. jan­úar 2019. Fæð­ing­ar­or­lof mun lengj­ast í tólf mán­uði.

- Stofn­styrkir til bygg­ingar félags­legs leigu­hús­næðis hækk­aðir um 800 millj­ónir á næsta ári. Frá 2020 er gert ráð fyrir stofn­styrkjum til bygg­inga allt að 300 félags­legra leigu­í­búða árlega.

- Ist­an­búl-­samn­ing­inn full­gilt­ur.

- Aðgerð­ar­á­ætlun um úrbætur í með­ferð kyn­ferð­is­brota full­fjár­mögn­uð.

- Lofts­lags­ráð skip­að. Ráðið hefur störf í júní.

- Veitt fjár­magni í end­ur­heimt vot­lend­is.

- Vinna við lofts­lags­stefnu og aðgerð­ar­á­ætlun Stjórn­ar­ráðs­ins sett af stað og fjár­mögn­uð.

- Tæp­lega 3 millj­örðum króna veitt til upp­bygg­ingar inn­viða á ferða­manna­stöðum með áherslu á land­vörslu og frið­lýst svæði.

- Þverpóli­tísk nefnd um stofnun mið­há­lend­is­þjóð­garðs skip­uð.

- Þverpóli­tíska nefnd til að vinna orku­stefnu fyrir Ísland til 20-30 ára skip­uð.

Hér er aðeins horft til heil­brigð­is-, vel­ferðar og umhverf­is­mála og list­inn mjög langt frá því að vera tæm­andi. Þá eru öll hin ráðu­neytin eft­ir, en þau verða að bíða næstu grein­ar.

Sam­ræðu­stjórn­mál, nefndir og starfs­hópar

Það er ekki endi­lega vin­sælt að tala um nefndir og starfs­hópa. Sjálfur er ég sann­færður um að það sé oft eina rétta leiðin að skjóta málum til nefndar eða fela þau starfs­hóp þar sem fólk getur unnið þvert á flokka eða fylk­ingar um að finna skyn­sam­lega nið­ur­stöðu sem allir geta sætt sig við. Rík­is­stjórnin hefur lagt áherslu á slíka þverpólítíska vinnu sem getur lyft mik­il­vægum málum upp úr skot­grafa­hern­aði flokkarígs­ins.

Sam­ræða getur líka verið öfl­ugt pólítískt tæki til að skapa sátt. Það vakti athygli þegar aðilum vinnu­mark­að­ar­ins var boðið til skrafs og ráða­gerða við stjórn­mála­flokk­ana í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­un­um. Það sam­tal er enn í gangi. Í sam­ráði við verka­lýðs­hreyf­ing­una verður skatt­kerfið tekið til skoð­un­ar, hvort eigi að nýta per­sónu­af­slátt­inn til að bæta hag þeirra sem verst kjörin hafa, og hvernig sam­spilið er best við bóta­kerf­ið. Starfs­hópur um end­ur­skoðun örorku­líf­eyr­is­greiðslna hefur þegar tekið til starfa.

Af sam­tölum við fólk víða um land hefur mér sýnst að vænt­ingar til rík­is­stjórn­ar­innar séu mikl­ar. Ástæðan er ekki síst sú að eftir mörg ár nið­ur­skurðar og sam­dráttar hefur safn­ast upp gríð­ar­mikið af verk­efn­um. Rík­is­stjórnin hefur þegar sýnt það í verki að hún er vel undir verk­efnið búin, og ég vænti þess að hún muni halda áfram að standa undir vænt­ing­um. Eða eins og segir í einu bindi hinar merku rit­r­aðar Íslensk fyndni að maður einn hafi sagt á bæ einum í rétt­ar­kaffi þegar kleinu­fatið var tómt: Þakka fyrir það sem komið er – von­ast til að fá meira.

Höf­undur er þing­maður Vinstri­hreyf­ing­ar­innar græns fram­boðs fyrir Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar