Fiskurinn og nýfrjálshyggjan

Karl Fannar Sævarsson, mannfræðingur, fór í smá söguskoðun og rýnir í tengsl kvótakerfisins, nýfrjálshyggju og efnahagshrunsins árið 2008.

ýsa fiskur sjór
Auglýsing

Árið 1975 gaf Haf­rann­sókn­ar­stofnun út „svörtu skýrsl­una“ svoköll­uðu þar sem kom fram að fiski­stofnar við strendur Íslands voru illa á sig komn­ir. Ljóst var að grípa þurfti í taumana ef ekki átti illa að fara svo ráð­ist var í kerf­is­breyt­ingar á sjáv­ar­út­vegi sem end­aði með til­komu kvóta­kerf­is­ins. Tíma­bundin lög um afla­mark voru sett á árið 1984, en áður hafði verið settur sam­bæri­legur kvóti á síld og loðnu. Sex árum seinna var kvóta­kerfið svo fest í sessi með ótíma­bundnum lög­um. Með frjáls­ari flutn­ingi afla­heim­ilda hækk­aði verð­mæti afla­heim­ild­anna marg­falt, bank­arnir högn­uð­ust og fjár­fest­ing jókst til muna. Segja má að kvóta­kerfið hafi fallið einkar vel að hug­mynda­fræði nýfrjáls­hyggj­unnar sem var að ryðja sér til rúms um svipað leiti. Sós­í­al­isma og komm­ún­isma átti að leysa af með  mark­aðs­hyggju og Ísland var sann­ar­lega engin und­an­tekn­ing. Nokkru seinna voru bank­arnir og fleiri rík­is­stofn­anir einkavæddar þar sem vel­vild­ar­menn stjórn­mála­manna komust meðal ann­ars yfir einka­væddar stofn­an­ir. Nokkrir af þessum ein­stak­lingum voru kvóta­hafar en þannig voru kvóta­hafar komnir með bein tengsl inn í bank­ana.

Sú efna­hags­þensla sem varð á Íslandi fyrir hrun má því að hluta til rekja beint til kvóta­kerf­is­ins. Áður en kvóta­kerfið var sett á lagg­irnar lágu helstu verð­mæti útgerð­anna í fasta­fjár­munum eins og skip­um, bún­aði og fast­eign­um, en eftir að ný lög voru sett á árið 1997 var útgerð­unum heim­ilt að veð­setja afla­heim­ildir fyrir láni. Það skap­aði gríð­ar­legan auð á stuttum tíma, auður sem aldrei áður hafði verið til í íslensku sam­fé­lagi. Verð­mæti útgerð­ar­fyr­ir­tækja marg­fald­að­ist sem og verð­mæti auð­lind­ar­inn­ar, sem var til þess að verð á mörk­uðum hækk­aði. Þessi nýji auður kom sér einkar vel fyrir bank­ana þar sem auknar eigur og bætt eig­in­fjár­hags­staða þeirra dró að erlenda fjár­festa (Ní­els Ein­ars­son, 2015).

Útgerð­ar­fyr­ir­tæki í útrás

Þegar kemur að íslenskum fjár­fest­ingum í hinum nýja heimi nýfrjáls­hyggj­unnar voru það að mörgu leyti íslensk útgerð­ar­fyr­ir­tæki sem riðu á vað­ið. Almenn höft á fjár­mála­mörk­uðum og viss þröng­sýni höfðu haldið aftur af slíkum við­skiptum fyrir tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Íslensk útgerð­ar­fyr­ir­tæki keyptu erlend fyr­ir­tæki úr sama geira, mest í Evr­ópu en einnig víð­ar. Þetta var að mörgu leyti gert til að kom­ast inn fyrir ákveðna tollam­úra, til að auka fjár­fest­ingu og til að sækja inn á ný fiski­mið. Sem dæmi má nefna að árið 1990 keypti Sam­band íslenskra fisk­fram­leið­enda (SÍF) franska fyr­ir­tætið Nord­Moure, Grandi keypti hlut í fyr­ir­tæk­inu Fri­osur frá Síle árið 1992, árið 1993 keypti Útgerð­ar­fé­lag Akur­eyrar fyr­ir­tækið Meclen­burger Hoch­seef­is­herei og tveimur árum seinna keypti Sam­herji Deutsche Fis­h­fang Union. Meg­in­mark­mið kaupanna hjá þessum félögum var að tryggja aðgang að afla­heim­ild­um. Undir lok ald­ar­innar hófst svo nýtt tíma­bil í fjár­fest­ingum íslenskra útgerð­ar­fyr­ir­tækja þegar kaup­endur reyndu að lengja virð­is­keðju fyr­ir­tækja sinna með enn frek­ari fjár­fest­ing­um. Þannig vildu þau geta full­unnið og selt íslenska vöru á nýjum mörk­uðum erlend­is.

Auglýsing

Með slíkum fjár­fest­ingum má segja að lín­urnar hafi verið lagðar fyrir kom­andi ár. Auð­lind­arentan hafði að miklu leyti safn­ast saman til stóru útgerð­anna sem uxu hratt á árunum fyrir hrun. Því meira sem kvóti safn­að­ist á stóru fyr­ir­tækin því hlut­falls­lega meiri var auð­lind­arent­an. Sam­herji er gott dæmi um slíkt, fyr­ir­tækið stækk­aði hratt eftir kaup sín á þýska fyr­ir­tæk­inu Deutsche Fis­h­fang Union GmbH og eru eignir Sam­herja (2017) metnar á tæp­lega 190 millj­arða króna og eigið fé upp á tæp­lega níu­tíu millj­arða. Útgerð­ar­menn keyptu hin ýmsu fyr­ir­tæki eða fjár­festu í eignum og hlutum bank­anna við einka­væð­ingu þeirra og fóru því að hafa áhrif út í sam­fé­lag­ið. Þor­steinn Már Bald­vins­son, fram­kvæmd­ar­stjóri Sam­herja, keypti stór­ann hlut í Glitni, sem og útgerð­ar­mað­ur­inn Jakob Val­geir Flosa­son, sem fjár­festi í gegnum félagið Stím. Þor­steinn Már Bald­vins­son varð síðar stjórn­ar­for­maður bank­ans.

Yfir­spenna og (óhjá­kvæmi­legt) hrun

Níels Ein­ars­son (2015) bendir á að árið 2000 hafi Seðla­bank­inn ráð­lagt gegn því að nota afla­heim­ildir sem veð en þær hækk­uðu hratt í verði og voru taldar veru­lega ofmetn­ar. Engu að síður fóru bank­arnir í umfangs­miklar aðgerðir við að kaupa upp smærri útgerð­ar­fyr­ir­tæki og þá kvóta sem þau áttu. Þar að auki buðu bank­arnir upp á lán, sem virt­ust vera arð­bær, í erlendri mynt til að fjár­festa í kvóta­kaup­um. Þetta varð til þess að virði afla­heim­ilda jókst til muna sem og veðin sem hægt var að setja á þær og í kjöl­farið blésu efna­hags­reikn­ingar bank­anna upp.

Með minni hömlur komust bankar upp með að geyma aðeins brot af þeim fjár­munum sem þeir áttu og lán­uðu út háar upp­hæðir til að fjár­magna umfangs­mikil kaup víða um Evr­ópu. Á árunum 2001 til 2007 hækk­aði virði íslenska verð­bréfa­hluta­mark­að­ar­ins um 44 pró­sent á ári að með­al­tali og á meðan styrkt­ist gengi krón­unnar (Gísli Páls­son og Dur­ren­berger, 2015). Sé skoðuð þróun á verði á þorski sem afla­hlut­deild á kvóta­mark­aði kennir ýmissa grasa. þegar Seðla­bank­inn var­aði við því árið 2000 að veð í kvóta væru of há til að standa undir sér var þorsk­sí­gildið um 800 krónur á kíló. Þegar bank­arnir féllu var það komið upp í 4400 krón­ur. Það var mun meira en nokkur útgerð eða fjár­festir gat séð sem hag­kvæma fjár­fest­ingu á kvóta. Árin 2007 og 2008 var heild­ar­virði kvóta á Íslandi um tvö þús­und millj­arðar eða fimm sinnum meira en árlegur hagn­aður íslenska sjáv­ar­út­vegs­ins. Þegar efna­hags­hrunið skall á lækk­aði virði kvót­ans um meira en helm­ing og árið 2012 var þorskígildið komið niður í 2000 krónur (Ní­els Ein­ars­son, 2015). Ætla má, í krónum talið, að geng­is­lækkun krón­unnar í kjöl­far hruns­ins hefði gert afla­hlut­deildir verð­mæt­ari og að þorsk­sí­gildið myndi hækka frekar en lækka. Af þessu má draga þá ályktun að fram­boð á lánsfé frá bönk­unum hafi haft meiri áhrif á verð á afla­hlut­deildum heldur en raun­veru­legt verð­mæti þeirra.

Eft­ir­málar

Af hverju var kvót­inn þá ekki inn­kall­aður þegar bank­arnir voru þjóð­nýttir í kjöl­far banka­hruns­ins? Jú, miklir fjár­munir höfðu verið lán­aðir til útgerð­anna til fjár­fest­ing­ar. Í lok árs 2008 var talið að skuldir sjáv­ar­út­vegs­ins gagn­vart bönk­unum væru um 560 millj­arð­ar. Bank­arnir þurftu að festa þessar skuldir í sessi til að tryggja sig og erlenda fjár­festa. Bank­arnir máttu ekki við því að hrófla við þessum lán­um, þar sem þau sköp­uðu þeim líf­línu með vöxtum og afborg­un­um. Að lokum fór það svo að Sátta­nefndin lagð­ist gegn því að kvóti væri inn­kall­aður af rík­inu því að það myndi setja lán þessi í upp­nám. Þar með gátu bank­arnir og útgerð­irnar treyst því að óbreytt ástand yrði á íslenska fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu (Ní­els Ein­ars­son, 2015). Hag­muna­að­ilar innan útgerð­anna sögðu enn fremur að þær myndu ekki þola eign­ar­upp­töku á kvóta án nokk­urra bóta og myndu þar af leið­andi ekki geta borgað af skuldum sín­um. Mörg fyr­ir­tæki myndu fara á haus­inn sem myndi koma sér­lega illa niður á nýstofn­uðu rík­is­bönk­un­um, því fjár­mögnun í bönkum væri sett í upp­nám með óvissum fram­tíð­ar­horfum fyr­ir­tækj­anna og þar með væri grund­velli nýju bank­ana teflt í tví­sýnu.

Óhætt er að segja að kvóta­kerfið hafi skipt þjóð­inni í tvennt. Erfitt er að segja að kvóta­kerfið hafi ekki stuðlað að ákveð­inni sjálf­bærni á fiski­stofnum Íslands og fram­sal hafi aukið hag­kvæmi veið­anna, en að sama skapi hefur það orsakað marg­þætta félags­lega og póli­tíska erf­ið­leika. Allt frá árinu 2000 hefur verið rætt um inn­köllun afla­heim­ilda, eða frá því að Auð­linda­nefnd skil­aði álits­gerð þar sem helstu nið­ur­stöður hvað varðar fisk­veiðar voru þær að ann­að­hvort væri farin svokölluð fyrn­ing­ar­leið eða veiði­gjalds­leið. Nefndin ályktaði að best væri að fara fyrn­ing­ar­leið­ina sem átti að rétt­læta fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið og gefa því meira lög­mæti. Með þessu kerfi yrði komið í veg fyrir að stjórn­mála­menn brotni undan pressu útgerð­anna og leggi allt of lágt auð­linda­gjald á veið­arn­ar. Fór þó svo að veiði­gjalds­leið­in, (og þótti mörgum það ódýr leið til að reyna að koma á sátt) var farin og voru lög um hana sam­þykkt á Alþingi árið 2002. veiði­gjöld eru ennþá við lýði og virð­ast ætla að vera þrætu­epli ögn leng­ur.

Heim­ild­ir:

Gísli Páls­son og Dur­ren­berger, E. P. (2015). Gambling debt: Iceland´s rise and fall in the global economy. Bould­er: Uni­versity Press of Colorado.

Níels Ein­ars­son. (2015). When fis­hing rights go up aga­inst human rights. Í Gísli Páls­son og E. P. Dur­ren­berger (Rit­stjór­ar), Gambling debt: Iceland´s rise and fall in the global economy (bls 151-162). Bould­er: Uni­versity Press of Colorado.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar