Um kurteisi

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar um samband Íslands og Danmerkur, kurteisi og ummæli Piu Kjærsgaard.

Auglýsing

„Aldrei hefur nokkur maður í nokk­urru landi haft nokk­urt gagn af nokk­urri danskri bók," mun Þor­leif­ur Repp hafa sagt, en hann mun hafa verið mestur Dana­hat­ari hér­lendur á sínum tíma. Hann var sér­sinna og þetta er ekki rifjað upp hér til að taka undir þessi orð heldur til að minna á hitt: Danir og Íslend­ingar eiga sam­eig­in­legar minn­ingar sem ná langt aftur og sam­band þjóð­anna var ekki á jafn­rétt­is­grund­velli. Herra­þjóð sem oft var vel­mein­andi að reyna að hjálpa þessu guðsvol­aða fólki þar sem allar fram­fara­til­raunir fuku á haf út eða voru nag­aðar upp til agna af kindum – og fátækt fólk sem vildi standa á eigin fótum og finna sínar leiðir við að lifa af í harð­býlu landi; og tókst það um síð­ir. Sumt er við­kvæmt í þessum minn­ingum – á báða bóga – og þarf oft lítið til að ýfa upp sár­indi, eins og ég skynj­aði stundum í gamla daga þegar ég vann sem „rengør­ingsassistent“  á dönsku elli­heim­ili og sumt gamla fólkið vildi gera upp sakir við mig vegna sam­bands­slit­anna 1944. Ég brosti bara afsak­andi og svo gáfu þau mér bolsíu og ég hélt áfram að skúra.

En það skiptir máli hvernig við högum sam­skiptum þess­ara gömlu sam­bands­þjóða. Undir brosum og blíðu bragði búa heitar til­finn­ing­ar. Íslensk van­meta­kennd bein­ist jafnan að Dönum og stundum er eins og sumir Danir hafi litið á Ísland sem sjálft krúnu­djá­snið sem þeir misstu; barnið sem fór að heiman án þess að kveðja. Maður blygð­að­ist sín þegar útrás­ar­gosar fóru að kaupa upp allt á Strik­inu - út á krít - og kenna Dönum hvernig þeir ættu að búa til pitsur og gefa út dag­blöð – með fyr­ir­sjá­an­legum kon­ung­legum gjald­þrot­um. Og manni sárn­aði þegar danskt afgreiðslu­fólk klippti íslensk greiðslu­kort í Hrun­inu.

Þegar við nú höldum þessa full­veld­is­há­tíð, með alls konar atburðum og upp­á­komum víða um land, þá er það auð­vitað óheppi­legt að fest­ast svona í því að tala um hana Piu; full­trúa þeirra sem við skildum við, þess sem lagt var að baki. En þetta er við­kvæmt sam­band. Þeg­ar Pi­a talar um okkur sem varð­gæslu­menn hins nor­ræna anda – eða hvað það nú var – þá hljómar það öðru­vísi en ef bara ein­hver Preben eða Karen hefði sagt það – miklu ískyggi­legra. Allt sem Pi­a ­segir fær merk­ingu af fyrri orðum hennar og gerð­um. Hún fór yfir strikið og þar eru hún; kemst ekk­ert til baka þrátt fyrir veg­tyll­ur; bara veg­tyll­urn­ar  sem fær­ast. Úr hennar munni fær allt „nor­rænt“ aðra merk­ingu en það myndi hafa hjá mann­eskju sem ekki hefði spúð svona miklu eitri yfir fólk fyrir það eitt að  vera „ekki nor­rænt“. Þannig er það bara; þetta er mann­eskja sem kom­ist hefur þangað sem hún situr með því að ögra og sundra og særa, reyna á mörk hins ásætt­an­lega mál­flutn­ings, færa þau út; og segja það sem ekki má en margt fólk hugsar á sínum verri stund­um. Þau sem skipu­lögðu þetta allt saman gerðu það í góðri trú en gleymdu því eða átt­uðu sig ekki á því hver þessi ­mann­eskja er og fyrir hvað hún stend­ur. Van­mátu póli­tík­ina í þessu – sem öðru.

Auglýsing


Við­brögð hennar við hóf­sömum mót­mælum voru athygl­is­verð: Hún (af öllum mann­eskj­um) fór að veita til­sögn í kurt­eisi. Hún tal­aði um að þing­menn sem létu í ljós hug sinn hegð­uðu sér eins og óupp­dregin börn. Þannig upp­lifir Stórdan­inn enn þá okkur Íslend­inga: börn sem ann­að­hvort eru hlýðin og búið að ala vel upp – eða illa upp alin. Und­ir­text­inn er þessi: það er eng­inn full­orð­inn lengur að passa þessi frum­nor­ræn­u villi­börn ... 

Pia Kjærs­gaar­d hefur málað skratt­ann á vegg­inn árum saman í tali sínu um inn­flytj­end­ur, og ekki dregið af sér, síst af öllu hagað mál­flutn­ingi sínum af kurt­eisi. Með orðum sínum hefur hún átt ríkan þátt í því að skapa and­rúms­loft þar sem í lagi er talið að veit­ast að fólki úti á götu fyrir yfir­bragð og útlit, ekki síst konum með slæð­ur. Þegar við minn­umst þess að hafa losnað undan yfir­ráðum Dana – að mestu – þá er hún ekki heppi­legur full­trúi sinnar ágætu þjóð­ar. Það má alveg láta Dani vita af því. Já eig­in­lega er það bara sjálf­sögð kurt­eisi. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar