Aukið samstarf - virkara lýðræði!

Oddviti Garðarbæjarlistans hvetur til sátta og samstarfs á vettvangi bæjarstjórnar, í þágu allra íbúa.

Auglýsing

Eitt af lykil stefnu­málum Garða­bæj­ar­list­ans er að virkja lýð­ræðið og vinna að gagn­særri stjórn­sýslu. Við viljum að Garða­bær verði leið­andi í lýð­ræð­is­legum vinnu­brögðum með fjöl­breyttum hætti en ekki síður leggjum við áherslu á víð­tækt sam­ráð og aukna sam­vinnu, þar  sem unnið er mark­vissar að því að tryggja aðkomu allra kjör­inna full­trúa að þeirri stefnu sem markar fram­kvæmd­ir. Bæj­ar­full­trúum ber skylda til þess að þjón­usta og vinna að bættum hag allra íbúa. Við viljum gagn­sæja stjórn­sýslu með þjón­ustu­hlut­verkið í for­grunni.Grunnur að víð­tækri sáttÁ bæj­ar­stjórn­ar­fundi í dag legg ég fram tvær til­lögur til breyttra vinnu­bragða. Önnur kallar eftir víð­tæku sam­ráði og sam­starfi í allri vinnu sem snýr að fjár­hags­á­ætlun bæj­ar­ins þannig að full­trúar minni­hlut­ans séu við borðið frá upp­hafi til enda. Með því að allir kjörnir full­trúar leggi hönd á plóg frá upp­hafi er ýtt  undir víð­tæka sátt um þær áherslur sem sterkastar verða. Við erum öll kosin til þess að leiða Garðabæ áfram veg­inn. Slíkt skiptir máli þegar ráð­stafa á fjár­munum úr sam­eig­in­legum sjóð­um. Því hvetur Garða­bæj­ar­list­inn til þess­arar nýbreytni í vinnu­lagi bæj­ar­stjórnar í Garða­bæ. Ýtum undir sættir og sam­starf, í þágu allra íbúa.Hin til­lagan kallar síðan eftir því að meiri­hlut­inn leggi fram for­gangs­röðun stefnu­mála fyrir hvert ár kjör­tíma­bils­ins. Þannig má efla og treysta sam­starf allra kjör­inna full­trúa en ekki síður gefa minni­hluta meira svig­rúm til þess að koma að þeim verk­efnum sem fyr­ir­huguð eru. Um leið nýtum við þekk­ingu og sýn fleiri kjör­inna full­trúa hverju sinni.

Auglýsing

Við hjá Garða­bæj­ar­list­anum höfum fulla trú á að sýndur vilji meiri­hlut­ans til sam­starfs feli það í sér að styðja frek­ari form­festu á lýð­ræð­is­legri vinnu­brögðum í þágu allra íbúa.

Höf­undur er Odd­viti Garða­bæj­ar­list­ans.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar