Aukið samstarf - virkara lýðræði!

Oddviti Garðarbæjarlistans hvetur til sátta og samstarfs á vettvangi bæjarstjórnar, í þágu allra íbúa.

Auglýsing

Eitt af lykil stefnu­málum Garða­bæj­ar­list­ans er að virkja lýð­ræðið og vinna að gagn­særri stjórn­sýslu. Við viljum að Garða­bær verði leið­andi í lýð­ræð­is­legum vinnu­brögðum með fjöl­breyttum hætti en ekki síður leggjum við áherslu á víð­tækt sam­ráð og aukna sam­vinnu, þar  sem unnið er mark­vissar að því að tryggja aðkomu allra kjör­inna full­trúa að þeirri stefnu sem markar fram­kvæmd­ir. Bæj­ar­full­trúum ber skylda til þess að þjón­usta og vinna að bættum hag allra íbúa. Við viljum gagn­sæja stjórn­sýslu með þjón­ustu­hlut­verkið í for­grunni.Grunnur að víð­tækri sáttÁ bæj­ar­stjórn­ar­fundi í dag legg ég fram tvær til­lögur til breyttra vinnu­bragða. Önnur kallar eftir víð­tæku sam­ráði og sam­starfi í allri vinnu sem snýr að fjár­hags­á­ætlun bæj­ar­ins þannig að full­trúar minni­hlut­ans séu við borðið frá upp­hafi til enda. Með því að allir kjörnir full­trúar leggi hönd á plóg frá upp­hafi er ýtt  undir víð­tæka sátt um þær áherslur sem sterkastar verða. Við erum öll kosin til þess að leiða Garðabæ áfram veg­inn. Slíkt skiptir máli þegar ráð­stafa á fjár­munum úr sam­eig­in­legum sjóð­um. Því hvetur Garða­bæj­ar­list­inn til þess­arar nýbreytni í vinnu­lagi bæj­ar­stjórnar í Garða­bæ. Ýtum undir sættir og sam­starf, í þágu allra íbúa.Hin til­lagan kallar síðan eftir því að meiri­hlut­inn leggi fram for­gangs­röðun stefnu­mála fyrir hvert ár kjör­tíma­bils­ins. Þannig má efla og treysta sam­starf allra kjör­inna full­trúa en ekki síður gefa minni­hluta meira svig­rúm til þess að koma að þeim verk­efnum sem fyr­ir­huguð eru. Um leið nýtum við þekk­ingu og sýn fleiri kjör­inna full­trúa hverju sinni.

Auglýsing

Við hjá Garða­bæj­ar­list­anum höfum fulla trú á að sýndur vilji meiri­hlut­ans til sam­starfs feli það í sér að styðja frek­ari form­festu á lýð­ræð­is­legri vinnu­brögðum í þágu allra íbúa.

Höf­undur er Odd­viti Garða­bæj­ar­list­ans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 20. þáttur: Dagbækur, drusluskömmun og ódáinsdrykkir
Kjarninn 24. september 2020
Gosið í Eyjum notað til þess að sýna áhrif fólksflótta
Börnum sem fluttu frá Vestmannaeyjum vegna gossins árið 1973 og afkomendum þeirra vegnaði að meðaltali betur vegna flutninganna, samkvæmt rannsókn íslenskra hagfræðinga.
Kjarninn 24. september 2020
Rúmlega þrjátíu ný smit í gær – Minnihluti í sóttkví
Alls greindust þrjátíu og þrír einstaklingar með COVID-19 hér á landi í gær. Nítján þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu.
Kjarninn 24. september 2020
Aðstæður dýra sem búa við þauleldi „eru forkastanlegar“
Að hafa varphænur í búrum er slæmt en að bregðast við með því að stafla þeim á palla í sama þrönga rýminu er „aumkunarverð tilraun til málamynda,“ segir í athugasemd um áformaða framleiðsluaukningu Stjörnueggja. Sex þauleldibú eru starfrækt á Kjalarnesi.
Kjarninn 24. september 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Foreldralaust partý: Leikjatölvur og Facebook-hótanir
Kjarninn 24. september 2020
Magnús Hrafn Magnússon
Síðustu dómar Ruth Bader Ginsburg
Kjarninn 24. september 2020
Yfir 25 þúsund manns hafa ritað undir kröfu um nýja stjórnarskrá – Markmiðinu náð
Markmið undirskriftasöfnunar, þar sem þess er krafist að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort tillögur stjórnlagaráðs eigi að liggja til grundvallar nýrri stjórnarskrá, hefur náðst tæpum mánuði áður en söfnuninni lýkur.
Kjarninn 24. september 2020
Frá fundi KVH fyrr í dag. Frá vinstri: Björn Brynjúlfur Björnsson, Már Guðmundsson, Konráð S. Guðjónsson og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Vilja sértækan stuðning til ferðaþjónustunnar
Fyrrverandi seðlabankastjóri og yfirhagfræðingur SA velta upp hugmyndum um sértæka styrki til þeirra sem hafa beðið tjón af sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda.
Kjarninn 23. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar