1. Evra sem gjaldmiðill
- Gengið stöðugt.
- Vöruskiptajöfnuður hagstæðari – ekki þrýstingur á innflutning vegna sterks krónugengis.
- Samkeppnisumhverfi útflutningsgreina í meira jafnvægi.
- Lægra vaxtastig og minni vaxtakostnaður.
- Samkeppnisumhverfi bankanna eðlilegra.
- Erlendir fjárfestar viljugri að binda sitt fjármagn í landinu.
- Stærri samkeppnismarkaður, s.s. á tryggingamarkaði og jafnvel á öðrum mörkuðum.
- Betri skilningur launþega á þætti launa í samkeppnishæfni landsins.
- Langtíma rekstrar- og fjárfestingavæntingar skýrari.
- Erfiðara að bregðast við áföllum með gengisfellingu.
Auglýsing
2. Króna með vaxtastýringu
- Gengið ræðst á grunnum gjaldeyrismarkaði.
- Umhverfi útflutningsgreina sveiflast með gengissveiflum.
- Langtíma rekstrar- og fjárfestingavæntingar óljósar.
- Eftirspurnarmynstur samfélagsins í stöðugri breytinga vegna verð- og gengisbreytinga.
- Vaxtastig hátt vegna áhættu, sveiflna og óstöðugleika.
- Bankakerfi og tryggingamarkaður í þægilegri fákeppnisstöðu í krónuhagkerfi.
- Sparnaðarmöguleikar skertir með tilheyrandi verðsveiflum.
- Launþegasamtök huga ekki eins að samkeppnishæfni landsins – gengisfelling jafnvel úrræði.
- Hægt að bregðast við áföllum með gengisfellingu.
3. Króna með sjóðsstýringu
- Með sjóðsstýringu er reynt að halda krónunni stöðugri við kjör- eða jafnvægisgengi með því að mæta auknu innflæði gjaldeyris með jöfnu útflæði gjaldeyris (og öfugt). Með þessu móti ráða markaðsöfl ferðinni. Hvernig er það mögulegt, jú með auðlegðarsjóði í eigu stjórnvalda, almennings og lífeyrissjóða með hugsanlegri jafnri eignaraðild. Hlutverk sjóðsins líkt og norska olíusjóðsins að spara erlendis til mögru áranna ásamt því að stuðla að stöðugra jafnvægisgengi. Miklu innstreymi erlends gjaldeyris mætt með nauðsynlegu útstreymi í formi sparnaðar til að halda genginu í kjörstöðu. Stærri hluti sparnaðar lífeyrissjóða og almennings rynni í erlendar kornhlöður líkt og olíusjóður Norrmanna.
- Stöðugra gengi.
- Útflutningsgreinar í hagkvæmara og stöðugra umhverfi.
- Eftirspurnarmynstur hagkerfisins stöðugra yfir tímann og meira í samræmi við framleiðslumynstrið.
- Vöruskiptajöfnuður hagstæðari – safnað í kornhlöður í stað eyðslu í varanlegar neysluvörur.
- Langtíma rekstrar- og fjárfestingarvæntingar skýrari.
- Vaxtastig enn hátt.
- Eðlilegri verðmyndun á hlutabréfamarkaði vegna m.a. fleiri sparnaðarmöguleika.
- Auðveldara að bregðast við áföllum vegna sparnaðar/sjóðsmyndunnar.
Höfundur er hagfræðingur og sérfræðingur í opinberum fjármálum.