Hjarta nýs þjóðarsjúkrahúss

Heilbrigðisráðherra segir að bygging nýs þjóðarsjúkrahúss verði hluti af traustum samfélagssáttmála um heilbrigðisþjónustu í fremstu röð og fyrir alla. Draumur sé að rætast.

AuglýsingÞann 13. októ­ber síð­ast­lið­inn var tekin skóflustunga að með­ferð­ar­kjarna nýs þjóð­ar­sjúkra­húss, öfl­ugum og tækni­væddum sjúkra­hús­kjarna þar sem unnt verður að veita skil­virka og marg­brotna þjón­ustu fyrir landið allt í takt við nýj­ustu þekk­ingu í heil­brigð­is­vís­ind­um. Við bygg­ingu með­ferð­ar­kjarn­ans og skipu­lagn­ingu starf­semi hans verður byggt á reynslu og þekk­ing­ar­starfi okkar færasta fólks og sótt til fram­fara á breiðu sviði heilsu­gæslu og bráða­þjón­ustu í þágu allra lands­manna. Og ekki bara þeirra, heldur líka þeirra mörgu gesta sem sækja heim landið okkar af vax­andi þunga ár hvert. Á með­ferð­ar­kjarn­ann verður gott að leita og þar á að vera gott að vera.

Upp­bygg­ing heil­brigð­is­þjón­ustu um allt land er eitt af for­gangs­málum rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Nýtt sjúkra­hús mun bylta allri aðstöðu fyrir heil­brigð­is­þjón­ust­una í heild sinni, ekki ein­ungis fyrir sjúk­linga, aðstand­endur og okkar góða og öfl­uga starfs­lið við Land­spít­al­ann heldur líka nem­end­ur, kenn­ara og rann­sak­endur við háskóla þjóð­ar­innar og starfs­fólk heil­brigð­is­þjón­ustu um allt land.

Auglýsing

Með­ferð­ar­kjarn­inn verður hjartað sem slær dag og nótt í nýju sjúkra­húsi. Hann helst í hendur við fjölda bygg­inga sem fyrir eru og margar bygg­ingar sem á eftir koma. Fyrr í októ­ber fögn­uðum við þeim áfanga að skrifað var undir samn­ing um fulln­að­ar­hönnun á rann­sókna­húsi Land­spít­al­ans og sjúkra­hótel verður tekið í notkun innan skamms. Einnig má nefna bíla­stæða-, tækni- og skrif­stofu­hús, og upp­bygg­ingu heil­brigð­is­vís­inda­sviðs HÍ í Lækna­garði. Þá er í öðrum áfanga sem nú hillir undir gert ráð fyrir auk­inni göngu­deild­ar­þjón­ustu og öfl­ugri þjón­ustu við sjúk­linga.

Eins og oft er með stór þjóð­þrifa­mál í Íslands­sög­unni voru það konur sem tóku höndum saman og hófu snemma á síð­ustu öld bar­áttu fyrir því að reistur yrði spít­ali í Reykja­vík, sem síðar varð Land­spít­al­inn og tók til starfa 20. des­em­ber 1930. Umræða um þjóð­ar­sjúkra­hús, sjúkra­hús sem þjónar öllu land­inu hafði þá verið uppi allt frá því á 19. öld.

Þjóð­ar­sjúkra­húsið hefur á síð­ustu ára­tugum starfað í fjöl­mörgum húsum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, húsum sem flest eru hönnuð upp úr miðri síð­ustu öld og svara ekki lengur þeim kröfum sem nú eru gerðar til hús­næðis fyrir sjúkra­hús. Um síð­ustu alda­mót hófst fyrir alvöru umræða um upp­bygg­ingu þjóð­ar­sjúkra­húss á einum stað. Land­spít­al­inn og Sjúkra­hús Reykja­víkur voru sam­einuð og rætt var af miklum þunga um sam­einað hús­næði fyrir Land­spít­ala í nálægð við Háskóla Íslands. Erlendir ráð­gjafar lögðu fram hug­myndir um mögu­legt stað­ar­val og starfs­nefnd undir for­ystu Ingi­bjargar Pálma­dóttur og á vegum heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins lagði svo til að meg­in­starf­semi sam­ein­aðs Land­spít­ala, Háskóla­sjúkra­húss, yrði við Hring­braut. Þar voru fyrir dýr­mætar spít­ala­bygg­ingar sem ann­ars þyrfti að reisa á nýjum stað og þar mæt­ast margar mik­il­væg­ustu sam­göngu­æðar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Þar er mestur mann­fjöldi yfir dag­inn og helstu bæki­stöðvar þekk­ingar og vís­inda­starfs í land­inu á næstu grös­um.

Margir ráð­herrar heil­brigð­is­mála hafa átt þátt í umræðu og vinnu um nýtt sjúkra­hús en það var Álf­heiður Inga­dótt­ir, þáver­andi heil­brigð­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, sem setti af stað verk­efna­stjórn, sem síðar varð að opin­bera hluta­fé­lag­inu Nýr Land­spít­ali, til að vinna að und­ir­bún­ingi og upp­bygg­ingu Hring­braut­ar­svæð­is­ins. Þar var ekki síst byggt á nið­ur­stöðum norsku ráð­gjaf­anna Momentum og Hospita­let frá árinu 2009 um hús­næð­is­mál Land­spít­ala. Með lögum sam­þykktum á á Alþingi 2010 hlaut verk­efnið braut­ar­gengi og vinna við for­hönnun bygg­inga og þróun skipu­lags fyrir svæðið gat haf­ist. Skipu­lags­ferlið, sam­ráð og hönn­un­ar­vinna tóku tím­ann sinn en svipt­ingar í efna­hags­málum og stjórn­málum áttu líka sinn þátt í að allt þetta ferli varð lengra og strang­ara en ann­ars hefði orð­ið. Nú stöndum við loks­ins frammi fyrir því spenn­andi verk­efni að ráð­ast í upp­bygg­ing­una sjálfa og því hljóta allir að fagna.

Með­ferð­ar­kjarn­inn var for­hann­aður á árunum 2009 til 2012 af Spital-hópnum í sam­vinnu við starfs­lið Land­spít­al­ans. Hönn­un­ar­hóp­ur­inn Corpus3 eru aðal­hönn­uðir húss­ins en að honum standa níu inn­lend og erlend hönn­un­ar­fyr­ir­tæki. Spital-hóp­ur­inn sér um gatna-, veitna- og lóða­hönnun vegna með­ferð­ar­kjarn­ans.

Kjarn­inn er stærsta bygg­ing Hring­braut­ar­verk­efn­is­ins, tæpir 70 þús­und brútt­ó­fer­metrar og mun gegna lyk­il­hlut­verki í starf­semi spít­al­ans. Þar munu fara fram sér­hæfðar aðgerðir og rann­sóknir þar sem stuðst verður við háþró­aða tækni og sér­hæfða þekk­ingu.

Við viljum geta boðið upp á heil­brigð­is­þjón­ustu sem stenst sam­an­burð við það sem best ger­ist í heim­inum og nýtt þjóð­ar­sjúkra­hús, móð­ur­sjúkra­hús­ið, er mik­il­vægur liður í því verk­efni. Sjúk­ling­ar, starfs­fólk spít­al­ans og Háskóla Íslands eru horn­steinar að því sam­fé­lagi sem er hér við Hring­braut­ina. Við sem komum að verk­efnum sjúkra­húss­ins á annan hátt hlúum að því sam­fé­lagi og veitum því braut­ar­gengi. Þessi þátta­skil snú­ast ekki bara um hús heldur um nýjan kafla, draum sem er að rætast, stór­hug sem hefur birst og hljó­mað um ára­bil þvert á póli­tíska flokka og snertir alla flóru heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar, kafla sem snýst um að hefja loks­ins ein­hverja stærstu og flókn­ustu bygg­ing­ar­fram­kvæmd Íslands­sög­unn­ar, bygg­ingu sem eins og margar merkar bygg­ingar fyrri tíðar verður hluti af traustum sam­fé­lags­sátt­mála um heil­brigð­is­þjón­ustu í fremstu röð og fyrir alla, ekki bara suma heldur okkur öll.

Höf­undur er heil­brigð­is­ráð­herra.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar