Hjarta nýs þjóðarsjúkrahúss

Heilbrigðisráðherra segir að bygging nýs þjóðarsjúkrahúss verði hluti af traustum samfélagssáttmála um heilbrigðisþjónustu í fremstu röð og fyrir alla. Draumur sé að rætast.

Auglýsing



Þann 13. októ­ber síð­ast­lið­inn var tekin skóflustunga að með­ferð­ar­kjarna nýs þjóð­ar­sjúkra­húss, öfl­ugum og tækni­væddum sjúkra­hús­kjarna þar sem unnt verður að veita skil­virka og marg­brotna þjón­ustu fyrir landið allt í takt við nýj­ustu þekk­ingu í heil­brigð­is­vís­ind­um. Við bygg­ingu með­ferð­ar­kjarn­ans og skipu­lagn­ingu starf­semi hans verður byggt á reynslu og þekk­ing­ar­starfi okkar færasta fólks og sótt til fram­fara á breiðu sviði heilsu­gæslu og bráða­þjón­ustu í þágu allra lands­manna. Og ekki bara þeirra, heldur líka þeirra mörgu gesta sem sækja heim landið okkar af vax­andi þunga ár hvert. Á með­ferð­ar­kjarn­ann verður gott að leita og þar á að vera gott að vera.

Upp­bygg­ing heil­brigð­is­þjón­ustu um allt land er eitt af for­gangs­málum rík­is­stjórnar Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Nýtt sjúkra­hús mun bylta allri aðstöðu fyrir heil­brigð­is­þjón­ust­una í heild sinni, ekki ein­ungis fyrir sjúk­linga, aðstand­endur og okkar góða og öfl­uga starfs­lið við Land­spít­al­ann heldur líka nem­end­ur, kenn­ara og rann­sak­endur við háskóla þjóð­ar­innar og starfs­fólk heil­brigð­is­þjón­ustu um allt land.

Auglýsing

Með­ferð­ar­kjarn­inn verður hjartað sem slær dag og nótt í nýju sjúkra­húsi. Hann helst í hendur við fjölda bygg­inga sem fyrir eru og margar bygg­ingar sem á eftir koma. Fyrr í októ­ber fögn­uðum við þeim áfanga að skrifað var undir samn­ing um fulln­að­ar­hönnun á rann­sókna­húsi Land­spít­al­ans og sjúkra­hótel verður tekið í notkun innan skamms. Einnig má nefna bíla­stæða-, tækni- og skrif­stofu­hús, og upp­bygg­ingu heil­brigð­is­vís­inda­sviðs HÍ í Lækna­garði. Þá er í öðrum áfanga sem nú hillir undir gert ráð fyrir auk­inni göngu­deild­ar­þjón­ustu og öfl­ugri þjón­ustu við sjúk­linga.

Eins og oft er með stór þjóð­þrifa­mál í Íslands­sög­unni voru það konur sem tóku höndum saman og hófu snemma á síð­ustu öld bar­áttu fyrir því að reistur yrði spít­ali í Reykja­vík, sem síðar varð Land­spít­al­inn og tók til starfa 20. des­em­ber 1930. Umræða um þjóð­ar­sjúkra­hús, sjúkra­hús sem þjónar öllu land­inu hafði þá verið uppi allt frá því á 19. öld.

Þjóð­ar­sjúkra­húsið hefur á síð­ustu ára­tugum starfað í fjöl­mörgum húsum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, húsum sem flest eru hönnuð upp úr miðri síð­ustu öld og svara ekki lengur þeim kröfum sem nú eru gerðar til hús­næðis fyrir sjúkra­hús. Um síð­ustu alda­mót hófst fyrir alvöru umræða um upp­bygg­ingu þjóð­ar­sjúkra­húss á einum stað. Land­spít­al­inn og Sjúkra­hús Reykja­víkur voru sam­einuð og rætt var af miklum þunga um sam­einað hús­næði fyrir Land­spít­ala í nálægð við Háskóla Íslands. Erlendir ráð­gjafar lögðu fram hug­myndir um mögu­legt stað­ar­val og starfs­nefnd undir for­ystu Ingi­bjargar Pálma­dóttur og á vegum heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins lagði svo til að meg­in­starf­semi sam­ein­aðs Land­spít­ala, Háskóla­sjúkra­húss, yrði við Hring­braut. Þar voru fyrir dýr­mætar spít­ala­bygg­ingar sem ann­ars þyrfti að reisa á nýjum stað og þar mæt­ast margar mik­il­væg­ustu sam­göngu­æðar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Þar er mestur mann­fjöldi yfir dag­inn og helstu bæki­stöðvar þekk­ingar og vís­inda­starfs í land­inu á næstu grös­um.

Margir ráð­herrar heil­brigð­is­mála hafa átt þátt í umræðu og vinnu um nýtt sjúkra­hús en það var Álf­heiður Inga­dótt­ir, þáver­andi heil­brigð­is­ráð­herra í rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, sem setti af stað verk­efna­stjórn, sem síðar varð að opin­bera hluta­fé­lag­inu Nýr Land­spít­ali, til að vinna að und­ir­bún­ingi og upp­bygg­ingu Hring­braut­ar­svæð­is­ins. Þar var ekki síst byggt á nið­ur­stöðum norsku ráð­gjaf­anna Momentum og Hospita­let frá árinu 2009 um hús­næð­is­mál Land­spít­ala. Með lögum sam­þykktum á á Alþingi 2010 hlaut verk­efnið braut­ar­gengi og vinna við for­hönnun bygg­inga og þróun skipu­lags fyrir svæðið gat haf­ist. Skipu­lags­ferlið, sam­ráð og hönn­un­ar­vinna tóku tím­ann sinn en svipt­ingar í efna­hags­málum og stjórn­málum áttu líka sinn þátt í að allt þetta ferli varð lengra og strang­ara en ann­ars hefði orð­ið. Nú stöndum við loks­ins frammi fyrir því spenn­andi verk­efni að ráð­ast í upp­bygg­ing­una sjálfa og því hljóta allir að fagna.

Með­ferð­ar­kjarn­inn var for­hann­aður á árunum 2009 til 2012 af Spital-hópnum í sam­vinnu við starfs­lið Land­spít­al­ans. Hönn­un­ar­hóp­ur­inn Corpus3 eru aðal­hönn­uðir húss­ins en að honum standa níu inn­lend og erlend hönn­un­ar­fyr­ir­tæki. Spital-hóp­ur­inn sér um gatna-, veitna- og lóða­hönnun vegna með­ferð­ar­kjarn­ans.

Kjarn­inn er stærsta bygg­ing Hring­braut­ar­verk­efn­is­ins, tæpir 70 þús­und brútt­ó­fer­metrar og mun gegna lyk­il­hlut­verki í starf­semi spít­al­ans. Þar munu fara fram sér­hæfðar aðgerðir og rann­sóknir þar sem stuðst verður við háþró­aða tækni og sér­hæfða þekk­ingu.

Við viljum geta boðið upp á heil­brigð­is­þjón­ustu sem stenst sam­an­burð við það sem best ger­ist í heim­inum og nýtt þjóð­ar­sjúkra­hús, móð­ur­sjúkra­hús­ið, er mik­il­vægur liður í því verk­efni. Sjúk­ling­ar, starfs­fólk spít­al­ans og Háskóla Íslands eru horn­steinar að því sam­fé­lagi sem er hér við Hring­braut­ina. Við sem komum að verk­efnum sjúkra­húss­ins á annan hátt hlúum að því sam­fé­lagi og veitum því braut­ar­gengi. Þessi þátta­skil snú­ast ekki bara um hús heldur um nýjan kafla, draum sem er að rætast, stór­hug sem hefur birst og hljó­mað um ára­bil þvert á póli­tíska flokka og snertir alla flóru heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar, kafla sem snýst um að hefja loks­ins ein­hverja stærstu og flókn­ustu bygg­ing­ar­fram­kvæmd Íslands­sög­unn­ar, bygg­ingu sem eins og margar merkar bygg­ingar fyrri tíðar verður hluti af traustum sam­fé­lags­sátt­mála um heil­brigð­is­þjón­ustu í fremstu röð og fyrir alla, ekki bara suma heldur okkur öll.

Höf­undur er heil­brigð­is­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar