Féflettur almenningur

Smári McCarthy þingmaður Pírata fjallar um áhrif þess á samfélagið að dulbúa skatta hins opinbera sem gjöld.

Auglýsing

Árið 1999 skil­aði nefnd um heim­ildir til töku skatta og ­þjón­ustu­gjalda skýrslu, sem aldrei hefur verið birt. Þar var farið yfir gild­andi lög á þeim tíma með hlið­sjón af því hvort þau sam­ræmd­ust kröfum í 77. gr. stjórn­ar­skrár­innar til opin­berra gjalda. Nið­ur­staða nefnd­ar­innar var að mögu­leiki væri á stjórn­ar­skrár­broti í gjald­töku­á­kvæðum um 90 mis­mun­andi laga­bálka, og „í mörgum til­vikum er nauð­syn­legt að gagn­ger end­ur­skoðun fari fram á ein­stökum tekju­stofn­um, en í öðrum ættu minni lag­fær­ingar að duga.“ Flest umrædd lög hafa tekið litlum sem engum breyt­ingum hvað gjald­töku varðar á und­an­förnum tutt­ugu árum.

Dæmi um lög sem falla þar undir eru lög um auka­tekjur rík­is­sjóðs, þar sem m.a. er gjald fyrir nýskrán­ingu fyr­ir­tækja. Í lönd­unum í kringum okkur er það gjald oft­ast á bil­inu 2.000-25.000 krón­ur, en á Íslandi er það 124.500 kr sam­kvæmt lög­um, en raun­kostn­aður við skrán­ing­una getur varla verið mikið meiri en 10.000 kr. að jafn­aði. Til að bæta gráu ofan á svart, þá til við­bótar þess­ari rúmu tólf­földun á raun­kostn­aði leggur Rík­is­skatt­stjóri auka­legt, lík­lega ólög­mætt álag ofan á lög­boðið gjald upp á 6.500 krón­ur.

Þá má einnig nefna þing­lýs­ing­ar­gjald, sem er ekki hátt sem slíkt, en safn­ast þegar saman kem­ur. Jafn­vel ef það gjald nam raun­kostn­aði á ein­hverjum tíma­punkti, þá hafa tækni­fram­farir og raf­rænar þing­lýs­ingar í það minnsta dregið eitt­hvað úr kostn­aði. Samt heldur þessi liður áfram að hækka.

Auglýsing

Sú til­hneig­ing að fjár­magna verk­efni rík­is­ins með háum gjöld­um hefur mikil efna­hags­leg áhrif á land­ið. Sam­kvæmt mati Sam­taka at­vinnu­lífs­ins munu þær verð­lags­hækk­anir sem lagðar eru til í tengslum við fjár­lögin 2019 auka verð­bólg­una um 0,01% ─ sem er svosem ekki mik­ið, en allar þessar (hugs­an­lega ólög­mæt­u) krónu­tölu­hækk­anir hafa kynt undir verð­bólgu und­an­farna ára­tug­i ­sem sam­an­lagt hefur kostað almenn­ing í land­inu hund­ruð­i millj­arða, svo ekki sé minnst á áhrifin af háu verð­lagi á Íslandi á mögu­leikum á atvinnu­þró­un, nýsköpun og útflutn­ing á vörum og þjón­ustu.

Það gefur auga leið að veit­inga­hús sem þarf að borga hálf­a milljón fyrir vín­veit­inga­leyfi mun velta þeim kostn­aði út í verð­lagið hjá sér. Sama á við um hótel sem borga hálfa millj­ón ­fyrir gisti­staðaleyfi, svo ekki sé talað um alla aðra í sam­fé­lag­inu sem þurfa að borga fyrir ýmis­konar þjón­ustu frá­ ­rík­inu. Það er hreint sann­girn­is­mál að aðeins sé rukk­að­ur­ raun­kostn­aður í öllum þessum til­fell­um.

Ríkið fjár­magnar öll verk­efni sam­fé­lags­ins með tekjum af skött­u­m ann­ars veg­ar, og gjöldum hins veg­ar. Það hefur verið gríð­ar­lega ­mikil við­leitni til að lækka skatta und­an­farna ára­tugi, einkum á há­tekju­hópa. Þetta hefur verið aðals­merki nokk­urra síðust­u ­rík­is­stjórna Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem hafa þó ekki haft jafn­ hátt um þær gríð­ar­legu hækk­anir gjalda sem hafa átt sér stað undir þeirra stjórn yfir langt tíma­bil. Ástæður þessa hækk­an­anna eru ein­fald­ar: Ann­ars vegar hand­ó­nýt hug­mynda­fræði sem set­ur ­gjald á metnað og vænt­ingar í stað áunn­ins auðs og svo auð­vit­að að það kostar pen­inga að vinna lög­boðin sam­fé­lags­verk­efni og ­byggja upp sam­fé­lag­ið. Ef skatt­arnir verða að vera lágir, einkum á auð­ug­asta fólk sam­fé­lags­ins, þá þurfa gjöldin að vera him­in­há til að dæmið gangi upp.

Til að rétt­læta þessa óráðsíu hefur orðið til sú orð­ræða að gjöld séu skatt­ar. Þetta er notað til að mála auð­linda­gjöld sem skatta, sem er auð­vitað bull, því eðli máls­ins sam­kvæmt eru þau eðli­leg afnota­gjöld til sam­fé­lags­ins fyrir nýt­ingu auð­lindar og því eðl­is­ó­lík bæði þjón­ustu­gjöld­um, sem eru greidd fyrir til­tekna þjón­ustu, og skött­um, sem eru lagðar almennt á ákveðnar gerðir fjár­magnstil­færslna með hlut­falls­legum hætti.

Að gera þessa hluti óþarf­lega flókna, ógagn­sæja og tyrfða er árás á getu sam­fé­lags­ins til að eiga upp­lýst sam­tal um skatta og ­gjöld. Það að stinga þess­ari tæp­lega 20 ára gömlu skýrslu und­ir­ stól er árás á stjórn­ar­skrár­var­inn rétt almenn­ings til að ver­a ekki féflettur af rík­inu fyrir nauð­syn­lega og óhjá­kvæmi­lega lög­boðna þjón­ustu. Og það að öll þessi gjöld séu hækkuð árlega til að mata verð­bólg­una er árás á hag­kerfið okk­ar.

Svona gjald­taka bein­ist gegn þeim sem vilja gera eitt­hvað nýtt, ­skapa sér tæki­færi og byggja upp. Sú for­gangs­röðun er skað­leg.

Höf­undur er þing­maður Pírata. 

Benedikt: Jodie Foster er baráttukona
Stórleikkonan Jodie Foster ætlar sér að endurgera kvikmyndina Konan fer í stríð, sem Benedikt Erlingsson leikstýrði.
Kjarninn 10. desember 2018
Horft til þess að nýta skráðan markað til að selja hluti í ríkisbönkunum
Í Hvítbók stjórnvalda um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið kemur fram að vantraust á fjármálakerfinu sé enn „djúpstætt“. Langan tíma muni taka að ná upp trausti á því á nýjan leik.
Kjarninn 10. desember 2018
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið lítur dagsins ljós
Gott regluverk og öflugt eftirlit, hagkvæmni í bankarekstri og traust eignarhald fjármálafyrirtækja eru þær þrjár meginstoðir sem framtíðarsýn íslensks fjármálakerfis þarf að mótast af.
Kjarninn 10. desember 2018
Sara Dögg Svanhildardóttir
Dýrt húsnæði og há gjöld ýta undir einsleitni
Kjarninn 10. desember 2018
Þögul mótmæli við síðustu þingsetningu
Meirihluti Íslendinga telur það mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá
Meirihluti landsmanna segir það mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili, samkvæmt nýrri könnun MMR. Konur reyndust líklegri til að segja endurnýjun stjórnarskrár mikilvæga.
Kjarninn 10. desember 2018
Sigþrúður Guðmundsdóttir, Ásmundur Einar Daðason og Ellen Calmon
Efla fræðslu um þjónustu og lagaleg úrræði í þágu kvenna af erlendum uppruna
Konur af erlendum uppruna eru margar hverjar í bagalegri stöðu til að komast úr erfiðum heimilisaðstæðum. Þær kunna margar hverjar ekki tungumálið, þekkja ekki réttindi sín og eru upp á kvalara sína komnar.
Kjarninn 10. desember 2018
Nichole Leigh Mosty
Eitt mikilvægasta skjal tuttugustu aldarinnar og undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum
Leslistinn 10. desember 2018
Uber á leiðinni á hlutabréfamarkað
Bandaríska skutlfyrirtækið Uber stefnir á að skrá félagið á hlutabréfamarkað á næsta ári. Talið er að Uber gæti reynst allt að 120 milljarða dala virði í frumútboðinu. Lyft, helsti samkeppnisaðili Uber, stefnir einnig á skráningu á hlutabréfamarkað.
Kjarninn 10. desember 2018
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar