Féflettur almenningur

Smári McCarthy þingmaður Pírata fjallar um áhrif þess á samfélagið að dulbúa skatta hins opinbera sem gjöld.

Auglýsing

Árið 1999 skil­aði nefnd um heim­ildir til töku skatta og ­þjón­ustu­gjalda skýrslu, sem aldrei hefur verið birt. Þar var farið yfir gild­andi lög á þeim tíma með hlið­sjón af því hvort þau sam­ræmd­ust kröfum í 77. gr. stjórn­ar­skrár­innar til opin­berra gjalda. Nið­ur­staða nefnd­ar­innar var að mögu­leiki væri á stjórn­ar­skrár­broti í gjald­töku­á­kvæðum um 90 mis­mun­andi laga­bálka, og „í mörgum til­vikum er nauð­syn­legt að gagn­ger end­ur­skoðun fari fram á ein­stökum tekju­stofn­um, en í öðrum ættu minni lag­fær­ingar að duga.“ Flest umrædd lög hafa tekið litlum sem engum breyt­ingum hvað gjald­töku varðar á und­an­förnum tutt­ugu árum.

Dæmi um lög sem falla þar undir eru lög um auka­tekjur rík­is­sjóðs, þar sem m.a. er gjald fyrir nýskrán­ingu fyr­ir­tækja. Í lönd­unum í kringum okkur er það gjald oft­ast á bil­inu 2.000-25.000 krón­ur, en á Íslandi er það 124.500 kr sam­kvæmt lög­um, en raun­kostn­aður við skrán­ing­una getur varla verið mikið meiri en 10.000 kr. að jafn­aði. Til að bæta gráu ofan á svart, þá til við­bótar þess­ari rúmu tólf­földun á raun­kostn­aði leggur Rík­is­skatt­stjóri auka­legt, lík­lega ólög­mætt álag ofan á lög­boðið gjald upp á 6.500 krón­ur.

Þá má einnig nefna þing­lýs­ing­ar­gjald, sem er ekki hátt sem slíkt, en safn­ast þegar saman kem­ur. Jafn­vel ef það gjald nam raun­kostn­aði á ein­hverjum tíma­punkti, þá hafa tækni­fram­farir og raf­rænar þing­lýs­ingar í það minnsta dregið eitt­hvað úr kostn­aði. Samt heldur þessi liður áfram að hækka.

Auglýsing

Sú til­hneig­ing að fjár­magna verk­efni rík­is­ins með háum gjöld­um hefur mikil efna­hags­leg áhrif á land­ið. Sam­kvæmt mati Sam­taka at­vinnu­lífs­ins munu þær verð­lags­hækk­anir sem lagðar eru til í tengslum við fjár­lögin 2019 auka verð­bólg­una um 0,01% ─ sem er svosem ekki mik­ið, en allar þessar (hugs­an­lega ólög­mæt­u) krónu­tölu­hækk­anir hafa kynt undir verð­bólgu und­an­farna ára­tug­i ­sem sam­an­lagt hefur kostað almenn­ing í land­inu hund­ruð­i millj­arða, svo ekki sé minnst á áhrifin af háu verð­lagi á Íslandi á mögu­leikum á atvinnu­þró­un, nýsköpun og útflutn­ing á vörum og þjón­ustu.

Það gefur auga leið að veit­inga­hús sem þarf að borga hálf­a milljón fyrir vín­veit­inga­leyfi mun velta þeim kostn­aði út í verð­lagið hjá sér. Sama á við um hótel sem borga hálfa millj­ón ­fyrir gisti­staðaleyfi, svo ekki sé talað um alla aðra í sam­fé­lag­inu sem þurfa að borga fyrir ýmis­konar þjón­ustu frá­ ­rík­inu. Það er hreint sann­girn­is­mál að aðeins sé rukk­að­ur­ raun­kostn­aður í öllum þessum til­fell­um.

Ríkið fjár­magnar öll verk­efni sam­fé­lags­ins með tekjum af skött­u­m ann­ars veg­ar, og gjöldum hins veg­ar. Það hefur verið gríð­ar­lega ­mikil við­leitni til að lækka skatta und­an­farna ára­tugi, einkum á há­tekju­hópa. Þetta hefur verið aðals­merki nokk­urra síðust­u ­rík­is­stjórna Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem hafa þó ekki haft jafn­ hátt um þær gríð­ar­legu hækk­anir gjalda sem hafa átt sér stað undir þeirra stjórn yfir langt tíma­bil. Ástæður þessa hækk­an­anna eru ein­fald­ar: Ann­ars vegar hand­ó­nýt hug­mynda­fræði sem set­ur ­gjald á metnað og vænt­ingar í stað áunn­ins auðs og svo auð­vit­að að það kostar pen­inga að vinna lög­boðin sam­fé­lags­verk­efni og ­byggja upp sam­fé­lag­ið. Ef skatt­arnir verða að vera lágir, einkum á auð­ug­asta fólk sam­fé­lags­ins, þá þurfa gjöldin að vera him­in­há til að dæmið gangi upp.

Til að rétt­læta þessa óráðsíu hefur orðið til sú orð­ræða að gjöld séu skatt­ar. Þetta er notað til að mála auð­linda­gjöld sem skatta, sem er auð­vitað bull, því eðli máls­ins sam­kvæmt eru þau eðli­leg afnota­gjöld til sam­fé­lags­ins fyrir nýt­ingu auð­lindar og því eðl­is­ó­lík bæði þjón­ustu­gjöld­um, sem eru greidd fyrir til­tekna þjón­ustu, og skött­um, sem eru lagðar almennt á ákveðnar gerðir fjár­magnstil­færslna með hlut­falls­legum hætti.

Að gera þessa hluti óþarf­lega flókna, ógagn­sæja og tyrfða er árás á getu sam­fé­lags­ins til að eiga upp­lýst sam­tal um skatta og ­gjöld. Það að stinga þess­ari tæp­lega 20 ára gömlu skýrslu und­ir­ stól er árás á stjórn­ar­skrár­var­inn rétt almenn­ings til að ver­a ekki féflettur af rík­inu fyrir nauð­syn­lega og óhjá­kvæmi­lega lög­boðna þjón­ustu. Og það að öll þessi gjöld séu hækkuð árlega til að mata verð­bólg­una er árás á hag­kerfið okk­ar.

Svona gjald­taka bein­ist gegn þeim sem vilja gera eitt­hvað nýtt, ­skapa sér tæki­færi og byggja upp. Sú for­gangs­röðun er skað­leg.

Höf­undur er þing­maður Pírata. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar