Peningar og lýðræði

Guðlaugur Kristmundsson, gjaldkeri Garðabæjarlistans, skrifar um fjárhagsáætlun bæjarins.

Auglýsing

Bæjarstjórn Garðabæjar mun í dag, 6. desember, fjalla um fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. Að loknum umræðum verður áætlunin lögð fram til atkvæðagreiðslu allra bæjarfulltrúa.

Fjárhagsáætlun er stærsta árlega verkefni sveitarstjórna og hefur líklega mestu og áþreifanlegustu áhrifin á íbúa bæjarfélagsins. Í fjárhagsáætlun eru skattar og þjónustugjöld ákveðin, framkvæmdir, viðhald og aðrar fjárfestingar eru skipulagðar og rekstrarfé er úthlutað til allrar þjónustu Garðabæjar. 

Það er misjafnt hvernig vinnan fer fram við gerð fjárhagsáætlana milli sveitarfélaga. Mörg sveitarfélög hafa farið þá leið að fjárhagsáætlun er unnin í samvinnu meirihluta og minnihluta. Með því næst breiðari sátt, ólíkar áherslur mætast í sameiginlegri niðurstöðu og ný verkefni, sem annars hefðu setið á hakanum, fá brautargengi. Önnur sveitarfélög, líkt og Garðabær, eru föst í gömlum vinnubrögðum þar sem meirihluti í bæjarstjórn vinnur fjárhagsáætlunina án aðkomu minnihlutans. 

Auglýsing

Garðabæjarlistinn hefur frá fyrsta bæjarstjórnarfundi kallað eftir breyttum vinnubrögðum við gerð fjárhagsáætlunar og hefur viljað fá alla ellefu bæjarfulltrúana sem sitja í bæjarstjórn Garðarbæjar að gerð hennar. Í dag eru vinnubrögðin þannig að meirihlutinn mætir með fullbúna fjárhagsáætlun, en minnihlutinn fær á einum vinnufundi á milli umræðna tækifæri til þess að gera frekari grein fyrir framlögðum tillögum sínum. Þetta er eins langt frá samtali sem byggir á samráði og hugsast getur. 

Garðabæjarlistinn mun áfram kalla eftir samtali og samvinnu í öllum verkefnum bæjarstjórnar. Við viljum taka upp breytt vinnubrögð og færa vinnuna við fjárhagsáætlun úr bakherbergjum valinna einstaklinga sem matreiða áætlunina á borð kjörinna fulltrúa til afgreiðslu. Við viljum að allir lýðræðislega kjörnir fulltrúar í Garðabæ komi að gerð fjárhagsáætlunar með sameiginlegri vinnu. 

Með því viljum við virkja lýðræðið og tryggja aðhald í rekstri bæjarfélagsins. Eins og jákvæð reynsla annarra sveitarfélaga gefur til kynna, þá er nákvæmlega ekkert því til fyrirstöðu að taka upp lýðræðislegri vinnubrögð.

Höfundur er gjaldkeri Garðabæjarlistans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá Keflavíkurflugvelli.
Segja Ísland geta orðið miðstöð flugs á norðurslóðum
Í skýrslu starfshóps um efnahagstækifæri á norðurslóðum er sagt mikilvægt að flugi frá Íslandi til Rússlands og Kína verði komið á, enda hafi kínverskir ferðamenn mikinn áhuga á ferðum til norðurslóða. Þá séu tækifæri fólgin í betri tengingu við Grænland.
Kjarninn 14. maí 2021
Anna Dóra Antonsdóttir
Útskýring – leikrit í einum þætti
Kjarninn 14. maí 2021
Byggingar ratsjárstöðvarinnar á Heiðarfjalli hafa að mestu leyti verið jafnaðar við jörðu. Þó er enn mikið magn spilliefna á svæðinu.
Ríkið ráðist í hreinsun spilliefna við ratsjárstöð Bandaríkjahers á Heiðarfjalli
Á Heiðarfjalli er að finna í jörðu úrgangs- og spilliefni frá þeim tíma sem eftirlitsstöð Bandaríkjahers var í rekstri á fjallinu. Landeigendur hafa um áratuga skeið reynt að leita réttar síns vegna mengunarinnar.
Kjarninn 14. maí 2021
DV hefur ráðið nýjan ritstjóra til starfa.
Björn Þorfinnsson ráðinn ritstjóri DV
Blaðamaðurinn Björn Þorfinnson hefur tekið við starfi ritstjóra DV. Tobba Marinós lét nýverið af störfum sem ritstjóri miðilsins, sem er hættur að koma út á pappír.
Kjarninn 14. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Af nógu að taka áður en höggvið er í sama knérunn um að laun séu of há“
Forseti ASÍ leggur til nokkrar lausnir áður en ráðamenn og fyrirtækjaeigendur hér á landi fara að gagnrýna slagorð verkalýðshreyfingarinnar „það er nóg til“.
Kjarninn 14. maí 2021
Ráðherrarnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson eru stundum sagðir standa í stafni fyrir þær ólíku fylkingar sem rúmast innan Sjálfstæðisflokks og bítast þar um völd og áhrif.
Sjálfstæðismenn á höfuðborgarsvæðinu komnir í prófkjörsham
Tekist hefur verið á um grundvallaráherslur Sjálfstæðisflokksins á óvenjulega opinberum vettvangi að undanförnu. Fulltrúar ólíkra sjónarmiða innan flokksins keppast nú um að koma þeim að í aðdraganda prófkjöra á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 14. maí 2021
Innviðir á leiðinni út
Sýn og Nova hefur nýlega hafið sölu á fjarskiptainnviðum sínum auk þess sem Síminn hefur íhugað að gera slíkt hið sama. Aðskilnaður á innviðum og þjónustu þótti hins vegar ekki ráðlegur þegar einkavæða átti Landssímann fyrir 20 árum síðan.
Kjarninn 14. maí 2021
Auglýsingin sem birt var í Morgunblaðinu í gær var nafnlaus, en hafði yfirbragð þess að hún væri á vegum Lyfjastofnunar. Það var hún ekki.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á birtingu auglýsingar þar sem efast er um bólusetningar
Konan sem keypti heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu þar sem varað var við aukaverkunum vegna bólusetningar gegn COVID-19 segist ekki skammast sín. Lyfjastofnun segir auglýsinguna villandi hræðsluáróður.
Kjarninn 14. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar