Miðað við hvernig ríkisstjórnin hagar sér og aðrir vissir alþingismenn, er athugunarvert að velta fyrir sér siðferði ríkisstjórnarinnar, hver mótar hennar siðferði og hvernig nærist hún í þessu siðferði.
Heimspekingurinn Friedrich Nietzsche einn helsti hugsuður allra tíma skilgreinir siðferði út frá tveimur flokkum; meistara siðferði og þræla siðferði. Meistara siðferði er yfirbyggingin, siðferðið hefur enga skilyrðingu aðra en að þjóna meistaranum, hann mótar gildin sem er fylgt óháð öllu hvort sem það er gott eða vont. Meðvitund á sér stað um tilganginn og fagnað er í þágu hans (sumir leyfa sér það allavega). Þræla siðferði telur hann vera hópbundið siðferði þar sem línurnar eru lagðar með gildum og hjörðin skal fylgja.
Ef við mátum þessa flokkun á siðferði við ríkisstjórnina má sjá að ræktun á sér stað í gegnum bæði meistara og þræla siðferði. Hið fyrra snýr að hagræðingu fyrir þá ríku í landinu, þar sem hagnaðurinn rennur hispurslaust í vasa nokkurra aðila og þau hafa ekkert vald í því samhengi. Það síðara nær til hliðhylli við sinn hóp eða flokk þar sem siðferði flokksins er haft að leiðarljósi sem þjóðin skal fylgja.
Í þessu sambandi er maður stanslaust að reyna að skilja og skilgreina hvað er að eiga sér stað í þessu þjóðfélagi þegar kemur að gangverki ríkisstjórnarinnar eins og flestir í landinu. Ég hef aldrei fundið almennilega skýringu, fyrr en núna. Ef horft er á þetta frá sjónarhóli Nietzsche þá virðist fólkið í landinu skipta ekki neinu máli vegna þess að siðferði stjórnmálamanna er bundið við þá efnameiru og flokkinn sjálfan. Fólkið í landinu er eingöngu leyft að ímynda sér að það hafi einhverja tilvist í þeirra útspilum en er eingöngu notað til að þóknast meistaranum sjálfum og sömuleiðis að hagræða fyrir flokkinn sinn.
Á meðan ríkisstjórnin og aðrir stjórnmálamenn einblína á þessa ímynduðu sjálfstæðisbaráttu fyrir þjóðina þá eru þau í raun og veru þrælar í annarra manna siðferði og ráða ekkert við umferðina. Þá er hægt að hugsa sér hvar við landið stöndum í þeirra siðferðis yfirbyggingu. Þau myndu hugsanlega andmæla þessu rangláta siðferði sem á sér stað hverju sinni ef það væri ekki fyrir því tvennu undir öðrum kringumstæðum. Ég leyfi allavega vafanum að njóta sín þar.
En annars gleðileg siðferðisleg jól!