Endurnýjun verkalýðshreyfingarinnar

Stefán Ólafsson segir það að koma vel til móts við kröfur verkalýðshreyfingarinnar sé ekki aðeins mögulegt heldur væri það mikið þjóðþrifaverk sem gerði samfélagið allt betra, stöðugra og samkeppnishæfara gagnvart grannríkjunum.

Auglýsing

Verka­lýðs­hreyf­ingin fer nú fram undir nýrri for­ystu.

Þess sér merki í breyttum mál­flutn­ingi, nýrri teg­und kröfu­gerðar og víð­tæk­ari lífs­kjarapóli­tík en oft áður. Þessu fylgir einnig mikil ákveðni að hálfu leið­toga hreyf­ing­ar­innar um að ná árangri.

Allar eru kröf­urnar við­brögð við vanda­málum og göllum í sam­fé­lagi okkar og miða að því að bæta úr og skapa betra sam­fé­lag. Þetta eru snjall­ar, tíma­bærar og vel fram­kvæm­an­legar umbætur sem að er stefnt.

Ný orð­ræða

Hvað mál­flutn­ing varðar er nú talað tæpitungu­laust um laka afkomu lág­launa­fólks og rætur vand­ans – hvort sem þær liggja í of lágum laun­um, of háu verð­lagi fram­færsl­unn­ar, of háum sköttum á lágar tekjur eða rýrnun vel­ferð­ar­kerf­is­ins.

Þetta er svo sett í rök­rétt sam­hengi stétta­bar­átt­unn­ar, sem áður var orðin að hálf­gerðu feimn­is­máli.

Auglýsing
Raunar hefur á síð­ustu ára­tugum farið meira fyrir stétta­bar­áttu að hálfu atvinnu­rek­enda og fjár­afla­manna (yf­ir­stétt­ar­inn­ar) en að hálfu launa­fólks.

Þeir hafa þó ekki kallað þetta stétta­bar­áttu heldur talað í stað­inn um „skyn­sam­legar leið­ir”, „ein­föld­un” og „hag­kvæmn­i”, eins og verið væri að vinna fyrir alla sam­fé­lags­þegna en ekki bara yfir­stétt­ina. Yfir­stéttin hefur siglt undir fölsku flaggi.

Yfir­stéttin hefur rekið harða kröfupóli­tík gagn­vart stjórn­völd­um, í nafni nýfrjáls­hyggju, sem hefur öll miðað að því að bæta hag þeirra efna­meiri og oft á kostnað alls þorra almenn­ings.

Sér­hyggja og sjálf­græð­is­stefna þeirra betur settu hefur ráðið för.

Yfir­stéttin hefur þrýst á um lækkun skatta á hæstu tekj­ur, fjár­magnstekjur og miklar eign­ir. Hún hefur þrýst á um lækkun skatta á fyr­ir­tæki sem eykur rými til arð­greiðslna eig­enda út úr fyr­ir­tækj­um.

Yfir­stéttin hefur þrýst á um alls konar fríð­indi, frelsi og for­rétt­indi fyrir fjár­magns­eig­end­ur, til að auka tæki­færi þeirra til að græða.

Atvinnu­rek­endur hafa á skömmum tíma flutt inn tugi þús­unda af lág­launa­vinnu­afli og oft freistað þess að halda þeim í fátækt­ar­að­stæð­um.

Fjár­plógs­menn hafa jafn­vel heimtað að ríkið afhendi þeim allar fast­eignir sínar (frá skólum til sjúkra­húsa, frá orku­veitum til vega) og að hið opin­bera verði í stað­inn leigu­liði hjá auð­mönn­um, sem geta þá makað krók­inn í öruggu skjóli skatt­greið­andi almenn­ings og án sam­keppni.

Stjórn­völd hafa látið undan mörgum af þessum kröfum yfir­stétt­ar­inn­ar.

Í stað­inn hefur skatt­byrði lág­launa­fólks og milli­tekju­fólks verið aukin og bætur vel­ferð­ar­kerf­is­ins rýrð­ar. Verst hefur þetta bitnað á lág­launa­fólki og líf­eyr­is­þegum (sjá hér).

Þessi tími alþjóða­væddrar nýfrjáls­hyggju, sem ríkt hefur frá um 1980, snéri stétta­bar­átt­unni á haus.  Stétta­bar­átta var lengst af á 20. öld­inni rekin af verka­lýðs­hreyf­ing­unni og skil­aði öllum þorra almenn­ings bættum kjörum, auknum rétt­indum og meira öryggi.

Auglýsing
Atvinnurekendur og fjár­magns­eig­endur voru þá í vörn – eða þangað til þeir fóru að sækja fram undir merkjum nýfrjáls­hyggj­unn­ar.

Afleið­ing þessa umsnún­ings stétta­bar­átt­unnar kemur víð­ast á Vest­ur­löndum fram sem auk­inn ójöfn­uð­ur, veik­ing vel­ferð­ar­ríkja og rýrnun ráðn­ing­ar­kjara vinn­andi fólks. Auður hinna ofur­ríku hefur vaxið á sama tíma með ógn­ar­hraða. Póli­tísk ólga eykst sam­hliða þess­ari öfug­þró­un.

Ný kröfu­gerð

Með nýrri for­ystu í verka­lýðs­hreyf­ing­unni hafa nú verið stigin stór skref til að snúa stétta­sam­skipt­unum úr varn­ar­leik í sókn­ar­leik fyrir hönd almenn­ings.

Þetta kemur glögg­lega fram í frum­legri og metn­að­ar­fullri kröfu­gerð fyrir kom­andi kjara­samn­inga.

Sótt er fram í nafni víð­tækrar kjara­stefnu. Lært er að þeirri reynslu að ekki duga launa­hækk­anir einar ef stjórn­völd koma í bakið á launa­fólki og klípa af umsömdum kjara­bótum með skatta­hækk­un­um, rýrnun bóta og græðg­i­svæð­ingu hús­næð­is­mark­að­ar­ins.

Kröfur bein­ast því bæði að atvinnu­rek­endum og stjórn­völd­um, með mark­viss­ari hætti en áður.

Svig­rúm til launa­hækk­ana er nýtt hlut­falls­lega betur fyrir lægri launa­hópana, með flatri krónu­tölu-hækkun launa, sem sparar atvinnu­rek­endum stig­vax­andi hækkun heild­ar­launa­kostn­að­ar.

Að stjórn­völdum bein­ast kröfur um til­færslu á skatt­byrð­inni frá lægri tekju­hópum til hærri hópa, sam­hliða efl­ingu þess bóta­kerfis sem hefur stór­lega rýrnað á und­an­förnum árum.

Að mörgu leyti bein­ast kröfur í hús­næð­is­málum að því að knýja stjórn­völd til að efna eigin lof­orð um úrbæt­ur, sem á hefur stað­ið. Til við­bótar þarf að stór­efla félags­leg úrræði í hús­næð­is­mál­um, reglu­binda leigu­markað og auka veru­lega hús­næð­is­stuðn­ing, ekki síst við ungt fólk.

Fjár­mála­kerfið þarf að sveigja til hlýðni við sam­fé­lagið svo það skili mun lægri vaxta­kostn­aði fyrir heim­ilin og smærri fyr­ir­tæki og reisa þarf örugga varn­ar­múra gegn því að auð­menn braski með gengi krón­unnar gegn hags­munum alls almenn­ings.

Úrtölu­menn og hags­muna­þjónar yfir­stétt­ar­innar kalla þetta „óraun­hæfar kröf­ur” og hafa jafn­vel líkt þeim við „st­urlun”.

En það er ein­kenni á allri kröfu­gerð verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar nú, að hún er raunsæ og vel fram­kvæm­an­leg án nokk­urrar koll­steypu efna­hags­lífs­ins.

Hættan af koll­steypum liggur nú á dögum miklu frekar hjá fjár­magns­eig­endum og brösk­urum en hreyf­ingu launa­fólks, eins og reynslan af bólunni og hrun­inu sýndi svo glögg­lega.

Ný lífs­kjarapóli­tík

Með­al­hækkun launa sam­kvæmt kröfu­gerð­inni er um 6,5% á ári og atvinnu­rek­endur hafa það í hendi sér að hækka laun þeirra hæst laun­uðu minna ef þeim finnst þung byrði af því að hækka lægstu laun um 42 þús­und krón­ur, þrjú ár í röð.

Stjórn­völd hafa ágætt svig­rúm til að færa öllum þorra þeirra sem hafa lægstu og lægri milli­tekjur umtals­verðar skatta­lækk­an­ir. Þau þurfa ekki að tapa heild­ar­skatt­tekjum ef þau ein­fald­lega hækka álagn­ingu á hæstu laun og fjár­magnstekjur í átt til þess sem tíðkast hjá slíkum hópum á hinum Norð­ur­lönd­un­um.

Auglýsing
Auk þess hafa stjórn­völd mikið svig­rúm til skatta­lækk­ana með því ein­fald­lega að nýta drjúgan hluta af fyr­ir­liggj­andi tekju­af­gangi fjár­laga (29 millj­arð­ar) og þegar eyrna­merkta 14 millj­arða til skatta­lækk­ana (þarna er sam­an­lagt svig­rúm um 40-42 millj­arð­ar). Það svig­rúm eitt dugir til að lækka skatt­byrði lág­launa­fólks um í kringum 20 þús­und krónur á mán­uði.

Það er líka auð­velt að koma böndum á hús­næð­is­mark­að­inn og fjár­mála­geir­ann sem leika lausum hala á kostnað sam­fé­lags­ins.

Slíkar hækk­anir lægstu launa, skatta­lækk­anir og hús­næð­isum­bætur geta farið lang­leið­ina með að gera þeim lægst laun­uðu kleift að lifa af dag­vinnu­laun­um. Líf­eyr­is­þegar myndu njóta sam­bæri­legra kjara­bóta.

Að koma vel til móts við kröfur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar er ekki aðeins mögu­legt heldur væri það mikið þjóð­þrifa­verk sem gerði sam­fé­lagið allt betra, stöðugra og sam­keppn­is­hæf­ara gagn­vart grann­ríkj­un­um.

Lífs­kjarapóli­tík verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar er því í senn raun­hæf og auð­veld­lega fram­kvæm­an­leg, bæði það sem snýr að atvinnu­rek­endum og stjórn­völd­um.

Vilji er allt sem þarf.

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og starfar í hluta­starfi sem sér­fræð­ingur hjá Efl­ingu stétt­ar­fé­lagi.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar