Ekki seinna en núna

Sólveig Anna Jónsdóttir fjallar um ástæður þess af hverju stjórnmálafólk ætti að styðja kröfur verka- og láglaunafólks um launahækkanir.

Auglýsing

Mér finnst skrítið að ekki fleiri úr röðum stjórn­mála­fólks hafi stigið fram til að lýsa yfir afdrátt­ar­lausum stuðn­ingi við kröfu okkar um 425.000 króna lág­marks­laun. Ef ég væri stjórn­mála­mann­eskja myndi ég ekki getað hugsað mér ann­að, þrátt fyrir að hafa eflaust margt annað að hugsa um, en að standa með verka- og lág­launa­fólki á íslenskum vinnu­mark­aði í bar­áttu sinni fyrir því að hér verði farið í að útdeila gæð­unum með sann­girni að leið­ar­ljósi. 

Ég myndi gera það af mörgum ástæð­um, auð­vitað fyrst og fremst af rétt­læt­is-á­stæð­um; það er ein­fald­lega órétt­látt að láta sumt fólk búa við skert kjör á meðan annað fólk lifir í vellyst­ing­um. 

Ég myndi gera það af „barns­leg­um“ ástæð­um; sam­fé­lag sem virðir fram­lag allra mik­ils og sýnir öllu fólki virð­ingu er sam­fé­lag sem lætur börnum líða vel, sýnir þeim að þau mega og eiga að fá að lifa góðu og fal­legu líf­i. 

Auglýsing

Ég myndi gera það af umhverf­is-á­stæð­um; ef það er raun­veru­legur vilji til þess að takast á við lofts­lags­vána verður að takast á við stétt­skipt­ing­una og mis­skipt­ing­una sem liggur eins og mara á ver­öld­inni; það er td. ekki alvöru lausn að skatt­leggja elds­neyti og kjöt á meðan sumt fólk þarf aldrei að hugsa um útgjöld vegna gríð­ar­mik­illa ráð­stöf­un­ar­tekna og önnur þurfa að velta hverjum þús­und­kalli fyrir sér; slíkt mun aðeins ýkja stétta­and­stæð­urnar enn frekar og þau sem minnst hafa munu ein­fald­lega hafa enn minna. (Ég geri mér auð­vitað grein fyrir því að vegna þess að það hefur þótt sjálf­sagt mál að nota lífs­kjör alþýð­unnar í sam­fé­lags­legum til­rauna­verk­efnum valda­stétt­ar­innar er ekki skrítið að stjórn­mála­fólk vilji halda áfram á þeirri braut; að nú skuli gera lág­tekju­hóp­unum enn erf­ið­ara að kom­ast af til að reyna að bæta fyrir umhverf­is­glæpi kap­ít­al­ism­ans).

Svo myndi ég gera það af raun­sæi og skyn­semi; vegna þess að stöð­ug­leiki er ekki mögu­legur í sam­fé­lagi þar sem ekk­ert er gert til þess að jafna kjör fólks, að í dýrasta landi Evr­ópu er bók­staf­lega óum­flýj­an­legt að verka- og lág­launa­fólk uni ekki sátt við sitt þegar það ekki aðeins fær lág laun, heldur þarf jafn­framt að bera óeðli­lega þunga skatt­byrði (lág­launa­fjöl­skyldur á Íslandi bera nú einna hæstu skatt­byrð­ina ef litið er til OECD rikj­anna). Það er ótrú­lega óskyn­sam­legt að halda að hægt sé að hóta fólki og þröngva því til að sætta sig við að til­vera þeirra eigi að vera sem erf­ið­ust á meðan til­vera ann­ara á að vera sem auð­veld­ust. Stjórn­mála­fólk sem sæk­ist eftir sam­fé­lags­legum stöð­ug­leika getur ekki litið fram hjá þess­ari stað­reynd um mann­legt eðli. 

Og ekki síst myndi ég gera það í nafni kven­rétt­inda. Ég myndi t.d. ekki getað hugsað mér sem stjórn­mála­mann­eskja að taka ann­ars vegar þátt í bar­áttu fyrir þeim grund­vall­ar­mann­rétt­indum að konur fái að lifa frjálsar undan hver­konar ofbeldi en líta á sama tíma fram hjá því und­ir­stöðu­at­riði sem efna­hags­leg afkoma er. Það er algjör­lega aug­ljóst öllum sem sjá vilja að kona sem hefur aðgang að mjög litlum tekj­um, kona sem hefur verið dæmd til að selja vinnu­aflið sitt á útsölu­verði í sam­fé­lagi þar sem allt kostar og það ekk­ert smá­ræði er kona sem oft á ekki ann­ara kosta völ en að þola hluti sem eng­inn á að þola. 

Kven-vinnu­aflið á Íslandi er mjög mik­il­vægt, satt best að segja bráð­nauð­syn­legt. Verka og lág­launa­konur vinna í ferða­manna­iðn­að­in­um; á hót­elum eru þær ómissandi og því hægt að full­yrða að ekki er hægt að græða á hót­el­rekstri nema vegna vinnu kvenna. Þær vinna við að þrífa þjóð­fé­lag­ið; án vinnu þeirra er ekki mögu­legt að halda stofn­unum og fyr­ir­tækjum opn­um. Þær vinna í sjáv­ar­út­vegi; án kven­vinnu­aflsins er hér ekki hægt að flaka fisk til að selja til útlanda. Og þær vinna störf sem sam­fé­lagið ein­fald­lega kemst ekki af án en hefur kom­ist upp með að verð­leggja af fádæma kald­lyndi og áhuga­leysi; þau störf sem voru áður ólaunuð og á verk­sviði kvenna inn á heim­il­um, svokölluð umönn­un­ar­störf, á leik­skól­um, hjúkr­un­ar­heim­il­um, spít­ölum og skól­um. Ef að þessar konur vinna ekki sína vinnu stoppar allt.

Þess­vegna er bæði fárán­legt og ógeðs­legt að sætta sig við að þær upp­skeri lítið sem ekk­ert fyrir gund­vall­ar­mik­il­vægi vinnu­fram­lags síns.

Konur munu græða á því að lág­marks­laun hækki. Konur munu hafa betri mögu­leika á því að standa á eigin fótum ef að lág­marks­laun hækka. Konur munu eiga meiri mögu­leika á því að láta drauma sína ræt­ast ef að lág­marks­laun hækka. Konur munu þurfa að vinna minna ef að lág­marks­laun hækka og af þeim sökum búa við betri and­lega og lík­am­lega heilsu. Konur munu geta eytt meiri tíma með börn­unum sínum ef að lág­marks­laun hækka. Konur munu hafa það betra ef að lág­marks­laun hækka, það er ein­fald­lega stað­reynd sem ekki er hægt að líta fram hjá. 

Ef ég væri stjórn­mála­mann­eskja myndi ég hik­laust styðja kröfur verka- og lág­launa­fólks um 425.000 króna lág­marks­laun, af fjöl­mörgum ástæð­um. Og ein mik­il­væg­asta ástæðan væri þessi: Það er bók­staf­lega ólíð­andi að árið 2019, í landi sem kennir sig við kven­rétt­indi, sé konum ennþá haldið niðri í efna­hags­legum skiln­ingi. Það er bók­staf­lega ólíð­andi að kap­ít­al­ískt hag­kerfið kom­ist ekki af án kven-vinnu­aflsins en kom­ist á sama tíma upp með að greiða laun sem ekki er hægt að kom­ast af á. 

Það er ekki í boði að tala fjálg­lega um jafn­rétti, mann­rétt­indi, kven­frelsi og bjarta fram­tíð á meðan konur eru enn látnar vinna und­ir­stöðu­störf fyrir laun sem ekki duga til að tryggja efna­hagl­sega afkomu. Þau sem vilja skreyta sig með fjöðrum kvenna­bar­átt­unnar eiga að sýna smá hug­rekki og lýsa yfir afdrátt­ar­lausum stuðn­ingi við bar­áttu lág­launa­kvenna fyrir efna­hags­legu rétt­læt­i. 

Ef ég væri stjórn­mála­mann­eskja myndi ég gera það ekki seinna en nún­a. 

Höf­undur er for­maður Efl­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar