Bannorðið: Samfélagsbanki

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar um áætlanir stjórnvalda um sölu ríkisbanka.

Auglýsing

Fyrir skömmu var hald­inn athygl­is­verður fundur í Val­höll, höf­uð­stöðvum Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Fund­ur­inn bar yfir­skrift­ina „Fram­tíð íslenska fjár­mála­kerf­is­ins.“ Raun­veru­leg ástæða fund­ar­ins var kannski hins­vegar að ræða fyr­ir­hug­aða sölu tveggja stóru bank­anna á Íslandi; Land­bank­ans og Íslands­banka, en einnig var rædd ítar­leg og vönduð skýrsla um þessi mál­efni, svokölluð ,,Hvít­bók“ enda má segja að hún sé snævi þak­in, með mynd af fal­legu íslensku fjalli á for­síð­unni.

Ríkið sat uppi með bank­ana

Eftir ein­hverja geggj­uð­ustu einka­væð­ing­ar­til­raun í sögu mann­kyns (2003-2008), sem end­aði með einu stærsta gjald­þroti heims­sög­unn­ar, var íslenska ríkið svo ,,ó­hepp­ið“ að fá bank­ana tvo í hend­urnar (kap­ít­alist­ar, sem margir hverjir eru á móti rík­is­valdi, hlaupa yfir­leitt hins­vegar til þess þegar á bját­ar). Þannig að segja má að almenn­ingur hafi setið uppi með rúst­irnar af þess­ari geggj­un.

Íslenska ríkið er því búið að eiga þessa tvo banka í um ára­tug og þykir nú ráða­mönnum nóg kom­ið. Það sé kom­inn tími til þess að ,,losa“ ríkið við þessar eignir og koma þeim í ,,rétt­ar“ hend­ur. Það er nefni­lega eins og það sé bann­orð að rík­is­valdið eigi banka, sé bara ,,ta­bú“ eins og það er kall­að. Einnig er talið mik­il­vægt að láta þetta fjár­magn ,,vinna“, eins og sagt er um fjár­magn sem er ,,dautt“ – en þarf að lífga við.

Auglýsing
Hins vegar hafa þessir sömu bankar á und­an­förnum árum malað gull fyrir rík­is­sjóð. Í frétt Morg­un­blaðs­ins frá 16. sept­em­ber kom fram að ríkið hafði rúm­lega 20 millj­arða í tekjur frá bönk­unum árið 2014 og tæpa 26 millj­arða árið 2015. Í frétt Við­skipta­blaðs­ins frá júní 2015 kemur einnig fram að frá Hruni hafi ríkið grætt um 200 millj­arða á bönk­un­um. Það eru tvö ný hátækni­sjúkra­hús (miðað við kostnað upp á 90-100 millj­arða per sjúkra­hús). Að vísu má ekki gleyma því að ríkið lagði út ýmsar upp­hæðir á móti, en grunn­punkt­ur­inn er samt þessi; hagn­aður bank­anna frá Hruni hefur verið ævin­týra­legur og ríkið hefur notið þess ríku­lega.

Dýrð­ar­dagar á enda?

Hins vegar kom fram á Val­hall­ar­fund­inum að þessir dýrð­ar­dagar væru senn á enda, hagn­aður bank­anna myndi minnka í fram­tíð­inni og það væri meðal ann­ars ástæðan fyrir því að ríkið ætti að losa sig við þá. Fyrir vænt­an­lega kaup­endur eru þetta bæði góðar og slæmar frétt­ir; þeir geta kraf­ist afsláttar á kaup­verði og síðan eru vænt­an­legir kaup­endur ef til vill að fá eignir sem gefa ekki mikið af sér (sam­kvæmt þessu) og hvað er varið í það? Þetta er því ákveðin þver­sögn.

Á fund­inum var farið ítar­lega í Hvít­bók­ina um banka­kerfið og lögð á það áhersla að það væri búið að breyta lögum um fjár­mála­starf­semi gríð­ar­lega mikið og búið að reisa það sem kalla má ,,girð­ing­ar“ – til þess að hörm­ungin frá 2008 end­ur­taki sig ekki. Þ.e.a.s. að búið sé að ganga úr skugga um að við höfum lært af sög­unni og hrunið muni aldrei ger­ast aft­ur. Við vonum svo sann­ar­lega að svo verði raun­in. Þetta var í raun lögð mikil áhersla á. En trygg­ing­arnar fyrir því að við höfum lært af reynsl­unni eru hins vegar eng­ar.

Íslensk kennitala

Í áætl­unum um sölu bank­ann er þeirri hug­mynd haldið á lofti að selja eigi Íslands­banka að öllu leyti til erlendra aðila, en eng­inn hefur lýst yfir áhuga (enn sem komið er). Í sam­bandi við Lands­bank­ann hefur því verið fleygt að selja hann til ,,traustra fjár­festa“ og að ríkið ætti að eiga um 30-40% hlut, til þess að hafa bank­ann á íslenskri kenni­tölu og til að tryggja að höf­uð­stöðvar bank­ans (vænt­an­lega þessar nýju, sem er byrjað að byggja fyrir um 10 millj­arða) hald­ist hér á landi.

Þetta var meðal ann­ars efn­is­lega það sem Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins sagði á fund­in­um. Hann nefndi reyndar einnig að hann væri til í selja Lands­bank­ann í ,,smá­bit­um“ um 5% á ári. Það tæki því tals­verðan tíma. Spurn­ing hvort þarna var talað af alvöru? Furðu lítið hefur verið fjallað um þennan fund og mér vit­an­lega var hann ekki sendur út með neinum hætti, því þetta er risa­stórt mál, sem varðar allan almenn­ing á Íslandi um nán­ast alla fram­tíð.

Hér eru menn að taka mjög stór, mik­il­væg og jafn­vel afdrifa­rík skref fyrir íslenskt sam­fé­lag. Einnig vekur það furðu mína hvað lítið hefur heyrst frá VG-­fólki um þetta mál. Ætlar VG bara að segja ,,pass“ í mál­inu? Eða sam­þykkir flokk­ur­inn þessar áætl­anir um sölu bank­anna í einu og öllu? Er ein­hver umræða um málið innan VG?

Af hverju er sam­fé­lags­banki tabú?

Í þessum hug­myndum er hins vegar ekk­ert pláss fyrir nýsköpun (ef svo mætti kalla) í sam­bandi við bankana, hér er ekk­ert hugsað út fyrir box­ið. Heldur ræður íhalds­semin ferð­inni. Í umræðu um banka­mál hefur hug­myndin um sam­fé­lags­banka verið tölu­vert rædd síð­ustu miss­eri. Hún gengur í raun út að slíkur banki veiti öllum hagn­aði aftur í starf­semi sína, en moki ekki arði í vasa eig­enda sinna. Fyr­ir­litn­ustu menn hruns­ins voru einmitt aðilar sem höfðu gert það. Sam­fé­lags­bankar styðja við og bakka upp starf­semi lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja og eru í raun til fyrir sitt nær­sam­fé­lag, eru eins­konar kjarni þess. Eilítið svipað og gamla spari­sjóða­kerfið var (sem okkur tókst jú að eyði­leggja lík­a).

Banka­kerfi með þessu sam­fé­lags­sniði er burða­rás­inn í stærsta og öfl­ug­asta hag­kerfi Evr­ópu, Þýska­landi (Spar­kassen). En þessi hug­mynd virð­ist vera ,,ta­bú“ hér á landi, eins og það megi ein­fald­lega ekki ræða hana. Hvers vegna er það? Það er líka þannig að almanna­hags­munir eiga mjög erfitt upp­dráttar í þess­ari umræðu. Hvers vegna, spyr ég aft­ur? Skipta hags­munir almenn­ings engu máli í þessu sam­hengi? Af hverju afskrifa menn hér á landi svo ein­dregið hug­mynd sem hefur svín­virkað í Þýska­landi í um 250 ár?

Það er líka þannig (einnig til­finn­ing) að það ein­fald­lega eigi að koma bönk­unum aftur í ,,réttar hend­ur“ – að þeir skuli enda hjá einka­að­il­um, þannig á völd og áhrif þeirra yfir þessum mik­il­vægu stofn­unum sam­fé­lags­ins verði tryggð. Og því fyrr - því betra!

Höf­undur er MA í stjórn­mála­fræði (og kúnni hjá Lands­bank­an­um)

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar