Sveitarfélagið sagði: „ekki ég“

Sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs segir að hingað til hafi flest sveitarfélög verið í hlutverki svínsins, kattarins og hundsins í Litlu gulu hænunni þegar kemur að skattalækkunum en þess í stað bent á ríkið. Það eigi sérstaklega við um Reykjavík.

Auglýsing

Kjaramálin eru í hnút. Þau eru í hnút þrátt fyrir að ríkið áformi skattalækkanir upp á 14,7 milljarða króna sem nýtist best þeim launalægstu auk hækkunar barnabóta upp á 3,3 milljarða króna og lengra fæðingarorlofs. Það rofaði hins vegar örlítið til þegar VR og Almenna leigufélagið komust að samkomulagi sín á milli um að beita sér sameiginlega fyrir aukinni aðkomu lífeyrissjóða að fjármögnun leigufélaga. Auk þess féll Almenna leigufélagið frá fyrirhuguðum hækkunum á leiguverði sem sennilega nýtist tekjulágum best. Það dæmi sýndi að jafnvel þegar allt virðist í óefni komið er mögulegt að ná sáttum og vinna sameiginlega að bættum lífskjörum. Vonandi dregur fólk lærdóm af því.

Í samstarfi launþegahreyfingarinnar, atvinnurekenda og annarra felst allra hagur þar sem staðreyndin er sú að til lengri tíma haldast lífsgæði og gott rekstrarumhverfi fyrirtækja hönd í hönd. Samtök atvinnulífsins telja það tilboð sem þau hafa sett fram til launþegahreyfingarinnar samræmast því svigrúmi sem til staðar er í hagkerfinu ef koma á í veg fyrir verðbólgu sem veldur verra rekstrarumhverfi fyrirtækja og skerðingu á lífsgæðum almennings. Að sama skapi virðist svigrúm ríkisins hafa verið teygt til hins ýtrasta þar sem forsendur fjármálaáætlunar eru við það að bresta og ekki útséð hver afkoma ríkisins verður á þessu ári og þeim næstu. Er þá allt strandað og málið verður ekki leyst án verðbólgu, atvinnuleysis, gengisfalls eða blöndu af þessu þrennu? Getur einhver annar komið að samningaborðinu og liðkað fyrir?

Mögulega. Nærtækast væri að líta til sveitarfélaganna. Tekjur þeirra árið 2017 námu 13% af landsframleiðslu sem þýðir að þau höfðu að meðaltali um 100 þúsund krónur í tekjur á mánuði af hverjum íbúa eldri en 16 ára líkt og Viðskiptaráð hefur bent á. Það má spyrja sig hvers vegna ekki sé litið til þeirra í meiri mæli en ljóst er að hingað til hafa þau verið kleinan í kjaraviðræðum.

Auglýsing

Skrúfum fasteignaskatt aftur til ársins 2017

Síðastliðið vor áætlaði Viðskiptaráð að árlegar tekjur sveitarfélaga hefðu hækkað um 6 milljarða að raunvirði á mann vegna hækkunar fasteignaverðs milli áranna 2013-2017. Síðan þá hefur fasteignamat hækkað og nýjustu tölur gefa vísbendingar um að tekjuaukningin vegna fasteignaverðshækkana geti verið nálægt 7,5 milljörðum á milli áranna 2013-2019. Þar eru því töluverð tækifæri til lækkunar á gjaldhlutföllum.

Sér í lagi má þar líta til fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði. Samkvæmt tölum frá Sambandi sveitarfélaga var álagningarstofn atvinnuhúsnæðis í sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu rúmlega 1.000 milljarðar árið 2018. Það þýðir að fyrir hvert 0,1 prósentustig sem fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði lækka getur íslenskt atvinnulíf sparað 1 milljarð í rekstrarkostnað á ári. Á þessu ári gæti sá sparnaður verið enn meiri þar sem fasteignamat hækkaði töluvert fyrir árið 2019. Sá sparnaður getur að sjálfsögðu komið fyrirtækjum til góða, en ekki síst launþegum sem nú þegar njóta 2/3 af verðmætasköpun atvinnulífsins.

Svigrúm til þess að gera betur við láglaunafólk mætti því auðveldlega finna hjá sveitarfélögum væru þau viljug til að koma til móts við atvinnulífið um lækkaðar álögur í formi fasteignagjalda af atvinnuhúsnæði. Grófir útreikningar benda til þess að með því að skrúfa gjaldtöku af hækkunum fasteignaverðs aftur um tvö ár, til ársins 2017, gætu sveitarfélögin skapað um 4 milljarða svigrúm í kjarasamningum. Þetta þýðir að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þyrftu að lækka fasteignaskatt um tæplega 0,4 prósentustig milli áranna 2018 og 2019, sem ætti vel að vera gerlegt.

Hingað til hafa flest sveitarfélög verið í hlutverki svínsins, kattarins og hundsins í Litlu gulu hænunni þegar kemur að skattalækkunum en þess í stað bent á ríkið og á það sérstaklega við um höfuðborgina. Það er vonandi að þau finni til ábyrgðar í kjarasamningum og aðstoði við að baka brauðið en bíði ekki eftir að aðrir geri það.

Höfundur er sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs Íslands

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Radíó Efling
Radíó Efling
Radíó Efling – Heimsmet í skerðingum
Kjarninn 25. júní 2021
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar