Sveitarfélagið sagði: „ekki ég“

Sérfræðingur á hagfræðisviði Viðskiptaráðs segir að hingað til hafi flest sveitarfélög verið í hlutverki svínsins, kattarins og hundsins í Litlu gulu hænunni þegar kemur að skattalækkunum en þess í stað bent á ríkið. Það eigi sérstaklega við um Reykjavík.

Auglýsing

Kjara­málin eru í hnút. Þau eru í hnút þrátt fyrir að ríkið áformi skatta­lækk­anir upp á 14,7 millj­arða króna sem nýt­ist best þeim launa­lægstu auk hækk­unar barna­bóta upp á 3,3 millj­arða króna og lengra fæð­ing­ar­or­lofs. Það rof­aði hins vegar örlítið til þegar VR og Almenna leigu­fé­lagið komust að sam­komu­lagi sín á milli um að beita sér sam­eig­in­lega fyrir auk­inni aðkomu líf­eyr­is­sjóða að fjár­mögnun leigu­fé­laga. Auk þess féll Almenna leigu­fé­lagið frá fyr­ir­hug­uðum hækk­unum á leigu­verði sem senni­lega nýt­ist tekju­lágum best. Það dæmi sýndi að jafn­vel þegar allt virð­ist í óefni komið er mögu­legt að ná sáttum og vinna sam­eig­in­lega að bættum lífs­kjör­um. Von­andi dregur fólk lær­dóm af því.

Í sam­starfi laun­þega­hreyf­ing­ar­inn­ar, atvinnu­rek­enda og ann­arra felst allra hagur þar sem stað­reyndin er sú að til lengri tíma hald­ast lífs­gæði og gott rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja hönd í hönd. Sam­tök atvinnu­lífs­ins telja það til­boð sem þau hafa sett fram til laun­þega­hreyf­ing­ar­innar sam­ræm­ast því svig­rúmi sem til staðar er í hag­kerf­inu ef koma á í veg fyrir verð­bólgu sem veldur verra rekstr­ar­um­hverfi fyr­ir­tækja og skerð­ingu á lífs­gæðum almenn­ings. Að sama skapi virð­ist svig­rúm rík­is­ins hafa verið teygt til hins ýtrasta þar sem for­sendur fjár­mála­á­ætl­unar eru við það að bresta og ekki útséð hver afkoma rík­is­ins verður á þessu ári og þeim næstu. Er þá allt strandað og málið verður ekki leyst án verð­bólgu, atvinnu­leys­is, geng­is­falls eða blöndu af þessu þrennu? Getur ein­hver annar komið að samn­inga­borð­inu og liðkað fyr­ir?

Mögu­lega. Nær­tæk­ast væri að líta til sveit­ar­fé­lag­anna. Tekjur þeirra árið 2017 námu 13% af lands­fram­leiðslu sem þýðir að þau höfðu að með­al­tali um 100 þús­und krónur í tekjur á mán­uði af hverjum íbúa eldri en 16 ára líkt og Við­skipta­ráð hefur bent á. Það má spyrja sig hvers vegna ekki sé litið til þeirra í meiri mæli en ljóst er að hingað til hafa þau verið kleinan í kjara­við­ræðum.

Auglýsing

Skrúfum fast­eigna­skatt aftur til árs­ins 2017

Síð­ast­liðið vor áætl­aði Við­skipta­ráð að árlegar tekjur sveit­ar­fé­laga hefðu hækkað um 6 millj­arða að raun­virði á mann vegna hækk­unar fast­eigna­verðs milli áranna 2013-2017. Síðan þá hefur fast­eigna­mat hækkað og nýj­ustu tölur gefa vís­bend­ingar um að tekju­aukn­ingin vegna fast­eigna­verðs­hækk­ana geti verið nálægt 7,5 millj­örðum á milli áranna 2013-2019. Þar eru því tölu­verð tæki­færi til lækk­unar á gjald­hlut­föll­um.

Sér í lagi má þar líta til fast­eigna­gjalda á atvinnu­hús­næði. Sam­kvæmt tölum frá Sam­bandi sveit­ar­fé­laga var álagn­ing­ar­stofn atvinnu­hús­næðis í sveit­ar­fé­lög­unum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu rúm­lega 1.000 millj­arðar árið 2018. Það þýðir að fyrir hvert 0,1 pró­sentu­stig sem fast­eigna­gjöld á atvinnu­hús­næði lækka getur íslenskt atvinnu­líf sparað 1 millj­arð í rekstr­ar­kostnað á ári. Á þessu ári gæti sá sparn­aður verið enn meiri þar sem fast­eigna­mat hækk­aði tölu­vert fyrir árið 2019. Sá sparn­aður getur að sjálf­sögðu komið fyr­ir­tækjum til góða, en ekki síst laun­þegum sem nú þegar njóta 2/3 af verð­mæta­sköpun atvinnu­lífs­ins.

Svig­rúm til þess að gera betur við lág­launa­fólk mætti því auð­veld­lega finna hjá sveit­ar­fé­lögum væru þau viljug til að koma til móts við atvinnu­lífið um lækk­aðar álögur í formi fast­eigna­gjalda af atvinnu­hús­næði. Grófir útreikn­ingar benda til þess að með því að skrúfa gjald­töku af hækk­unum fast­eigna­verðs aftur um tvö ár, til árs­ins 2017, gætu sveit­ar­fé­lögin skapað um 4 millj­arða svig­rúm í kjara­samn­ing­um. Þetta þýðir að sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þyrftu að lækka fast­eigna­skatt um tæp­lega 0,4 pró­sentu­stig milli áranna 2018 og 2019, sem ætti vel að vera ger­legt.

Hingað til hafa flest sveit­ar­fé­lög verið í hlut­verki svíns­ins, katt­ar­ins og hunds­ins í Litlu gulu hæn­unni þegar kemur að skatta­lækk­unum en þess í stað bent á ríkið og á það sér­stak­lega við um höf­uð­borg­ina. Það er von­andi að þau finni til ábyrgðar í kjara­samn­ingum og aðstoði við að baka brauðið en bíði ekki eftir að aðrir geri það.

Höf­undur er sér­fræð­ingur á hag­fræðisviði Við­skipta­ráðs Íslands

Telur að sjálvirknivæðingin verði góð fyrir Ísland
Lilja Alfreðsdóttir segir að þjóð eins og Ísland, sem skorti oftast vinnuafl, muni njóta góðs af því þegar tækniframfarir stuðli að aukinni sjálfvirkni.
Kjarninn 23. mars 2019
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði
Félags- og barnamálaráðherra stefnir að því að lengja fæðingarorlof í 12 mánuði á næstu tveimur árum.
Kjarninn 23. mars 2019
Árni Már Jensson
Þjónslundin
Kjarninn 23. mars 2019
Vinsæl heilsusmáforrit deila persónuupplýsingum
Í nýlegri rannsókn voru skoðuð 24 heilsutengd smáforrit. Af þeim deildu 19 af 24 upplýsingum um notendur til alls 55 fyrirtækja sem fengu upplýsingarnar og meðhöndluðu gögnin á einhvern hátt.
Kjarninn 23. mars 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Sölva Tryggvason
Kjarninn 23. mars 2019
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Gerir ráð fyrir dýrum aðgerðum til að ná sátt á vinnumarkaði
Ríkisstjórnin hyggst fara í „kostnaðarsamar ráðstafanir“ til að stuðla að því að sátt náist í yfirstandandi kjaradeilum. Einnig býst hún við „myndarlegri aukningu“ í ríkisútgjöldum til að komast til móts við kólnandi hagkerfi.
Kjarninn 23. mars 2019
Lilja segir afsögn Sigríðar hafa verið rétta ákvörðun
Varaformaður Framsóknarflokksins ætlar ekki að taka endanlega afstöðu til þess hvort að það eigi að áfrýja niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu fyrr en að búið sé að framkvæma og fara yfir hagsmunamat.
Kjarninn 23. mars 2019
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri við losun gjaldeyrishaftanna árið 2017.
Haftalosun til bjargar
Fjármagnshöftin eru svo gott sem úr sögunni með afléttingu bindiskyldunnar fyrr í mánuðinum. Aukið frelsi krónunnar eru góðar fréttir fyrir neytendur, en nú þegar hefur það stoppað af frekari vaxtahækkanir í bili.
Kjarninn 23. mars 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar