Auðlindasjóður og Kárahnjúkavirkjun

Verður Kárahnjúkavirkjun hryggjarstykkið í Auðlindasjóði?

Auglýsing

Fyrr á þessu ári benti grein­ar­höf­undur á að árs­tekjur Lands­virkj­unar (LV) vegna 2018 hefðu lík­lega verið hærri en nokkru sinni í sögu fyr­ir­tæk­is­ins til þessa. Þegar LV svo  til­kynnti nýverið um upp­gjör sitt vegna 2018, kom í ljós að umrædd spá grein­ar­höf­undar var rétt

Landsvirkjun, raforkusala.

Taflan hér að ofan sýnir hvaðan LV fékk tekj­urn­ar. Vegna þess að hér eru allar tölur námund­aðar í næsta hálfa eða heilan millj­arð eru vik­mörkin í töfl­unni nokkur og þeim mun meiri sem við­skipta­vin­irnir eru smærri. Taflan veitir les­endum engu að síður all skýra mynd af því hverjir eru mik­il­væg­ustu við­skipta­vinir LV. Hér skal að auki tæpt á nokkrum atriðum til nán­ari skýr­ing­ar:

Auglýsing

Um 26 millj­arðar króna af 49 koma frá tveimur álverum

Sam­tals námu tekjur LV vegna 2018 tæpum 444 millj­ónum doll­ara, þ.e. um 49 millj­örðum króna miðað við með­al­gengi árs­ins. Eins og sjá má af töfl­unni var meira en helm­ingur tekn­anna vegna tveggja álvera; alls greiddu álver ISAL í Straums­vík (Rio Tin­to) og Fjarða­áls á Reyð­ar­firði (Alcoa) um 26 millj­arða króna eða meira en 50% allra tekna LV. Þriðji stærsti tekju­liður LV er svo vegna almennrar heild­sölu, sem er fyrst og fremst orka sem önnur raf­orku­fyr­ir­tæki kaupa frá LV og selja áfram til við­skipta­vina sinna. 

Álverin þrjú nota um 75% af allri raf­orku sem fram­leidd er á Íslandi. Hafa má í huga að mögu­lega fór hluti af raf­orkunni sem seld var í almennri heild­sölu líka til álvera. Þ.e. til Norð­ur­áls, því bæði Orka nátt­úr­unnar (ON í eigu OR) og HS Orka selja Norð­ur­áli raf­orku og kaupa tals­vert af raf­orku frá LV. Tekjur LV vegna álvera kunna því í reynd að hafa verið aðeins meiri en það sem end­ur­spegl­ast í beinni sölu fyr­ir­tæk­is­ins til álver­anna. Um leið þarf að hafa í huga að hluti af tekjum LV vegna stór­iðj­unnar eru flutn­ings­tekjur sem renna til Lands­nets, en LV er reyndar stærsti eig­andi Lands­nets. 

Um 2/3 af tekju­aukn­ing­unni kom frá álver­unum og Elkem

Tekjur LV árið 2018 voru um u.þ.b. sex millj­örðum hærri í krónum talið en árið á undan (2017). Af þessum auknu sex millj­örðum króna komu um tveir millj­arðar af tekju­aukn­ing­unni frá áður­nefndum tveimur álverum á Reyð­ar­firði og í Straums­vík. Og af millj­örð­unum sex komu alls u.þ.b. fjórir millj­arðar sem auknar tekjur frá stór­iðju­fyr­ir­tækj­unum fjórum, þ.e. frá álver­unum þremur og járn­blendi­verk­smiðju Elkem. Álverin þrjú og járn­blendi­verk­smiðja Elkem skil­uðu sem sagt um 2/3 af allri tekju­aukn­ingu LV árið 2018. 

Um 1/3 af tekju­aukn­ing­unni kom frá öðrum við­skipta­vinum LV

Almennar heild­sölu­tekjur LV juk­ust um u.þ.b. einn millj­arð króna. Sá millj­arður sem eftir stendur af tekju­aukn­ing­unni hjá LV vegna 2018 fékkst vegna raf­orku­sölu til ann­arra smærri við­skipta­vina, sem eru kís­il­ver PCC á Bakka, Becromal við Eyja­fjörð og nokkur gagna­ver. Þessi síð­ast­nefndi við­skipta­vina­hópur er því smám saman að verða mik­il­væg­ari fyrir LV. Það eru samt auð­vitað stór­iðju­fyr­ir­tækin fjögur sem skipta mestu máli fyrir orku­fyr­ir­tæk­ið. Sem end­ur­spegl­ast í því að ein­ungis um 1/3  af tekju­aukn­ingu LV árið 2018 kom vegna raf­orku­sölu til ann­arra en stór­iðju­fyr­ir­tækj­anna fjög­urra. Og til fram­tíðar litið verður stór­iðjan lík­lega ennþá mik­il­væg­ari fyrir tekju­aukn­ingu LV. Vegna hækk­andi raf­orku­verðs LV til stór­iðj­unn­ar.

Hækkun á raf­orku­verði til Fjarða­áls myndi snar­auka tekjur LV

Eins og áður sagði kemur rúm­lega helm­ingur tekna LV frá tveimur álverum og þar er álver Fjarða­áls (Alcoa) í efsta sæt­inu. Miðað við hlut­fall tekna og raf­orku­magns, er þó samn­ing­ur­inn við álverið í Straums­vík hlut­falls­lega mik­il­væg­asti samn­ingur LV í dag. En til fram­tíð­ar, þ.e. eftir 2028, er mögu­legt og reyndar nokkuð lík­legt að álver Fjarða­áls á Reyð­ar­firði verði hryggjar­stykkið í tekj­um, hagn­aði og arð­greiðslum LV. Því það ár (2028) kemur raf­orku­verðið í þeim við­skiptum til end­ur­skoð­un­ar. 

Raf­orku­verðið sam­kvæmt upp­runa­legum samn­ingi LV og Alcoa (Fjarða­áls) frá 2003 er hlut­falls­lega mjög lágt. Um leið er þetta langstærsti orku­samn­ingur LV; Fjarðaál kaupir um þriðj­ung af allri raf­orku­fram­leiðslu orku­fyr­ir­tæk­is­ins meðan ISAL (Rio Tin­to) í Straums­vík kaupir mun minna eða um fjórð­ung orkunnar sem LV fram­leið­ir. Raf­orku­verðið til ISAL hækk­aði mikið með nýjum samn­ingi árið 2010 og senni­lega gerir LV ráð fyrir mik­illi hækkun á raf­orku­verð­inu til Fjarða­áls við end­ur­verð­lagn­ing­una 2028. 

Verður Kára­hnjúka­virkjun hryggjar­stykki Auð­linda­sjóðs?

Mögu­lega gerir LV ráð fyrir því að eftir 2028 muni árlegar tekjur fyr­ir­tæk­is­ins frá Fjarða­áli hækka um ca. 9-10 millj­arða króna á einu bretti (frá því sem nú er). Sú hækkun ein og sér myndi jafn­gilda um fimmt­ungi af öllum tekjum LV á síð­asta ári! Það blasir sem sagt við að fyrir LV skiptir miklu að vel tak­ist til við end­ur­verð­lagn­ing­una gagn­vart Alcoa 2028. Sú raf­orku­sala gæti orðið hryggjar­stykki í upp­bygg­ingu Auð­linda­sjóðs

Hagn­aður LV vegna lang­tíma­samn­ings­ins við ISAL í Straums­vík gæti líka skilað miklu í Auð­linda­sjóð. Og senni­lega einnig hagn­aður af raf­orku­söl­unni til Elkem og Norð­ur­áls, en þar er raf­orku­verðið til lengri tíma litið þó enn óvíst. Allt eru þetta vís­bend­ingar um það hversu gríð­ar­stór fyr­ir­hug­aður auð­linda­sjóður Íslands gæti orðið. Og það vel að merkja allur í erlendum gjald­eyri, því þannig greiðir stór­iðjan hér fyrir raf­ork­una (mest í banda­ríkja­döl­um; USD).

Ennþá er eng­inn Auð­linda­sjóður orð­inn til. En slíkur sjóður gæti orðið eitt­hvert mik­il­væg­asta fjár­hags­lega fjöregg Íslands. Um leið er rétt að hafa í huga að þó svo raf­orku­verðið í orku­samn­ingnum við Alcoa (Fjarða­ál) frá 2003 hafi í upp­hafi verið mjög lágt, eru horfur á að sá samn­ingur og Kára­hnjúka­virkjun (Fjóts­dals­stöð) geti skilað okkur Íslend­ingum miklum arði til fram­tíð­ar. Auk þess sem virkj­unin sú, þessi stærsta vatns­afls­stöð Evr­ópu (utan Rúss­lands) langt inni í fjalli innst í Fljóts­daln­um, er auð­vitað sann­kallað verk­fræði­und­ur.

Höf­undur er lög­fræð­ingur og MBA.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar