Og allir komu þeir aftur og enginn ...

Þröstur Ólafsson skrifar um nýleg kaup kunnuglegra aðila frá fyrirhrunsárunum á hlut í Arion banka.

Auglýsing

Það var und­ar­leg til­finn­ing að lesa frá­sagnir fjöl­miðla af hluta­fjár­kaupum nokk­urra fjár­festa í Arion banka. Ekki það að þeir hafi borið afkára­leg nöfn eða rit­háttur þeirra verið óvenju­leg­ur. Eitt­hvað var það sem ýtti við hug­skoti mínu. Ég kann­að­ist við öll þessi nöfn. Hvað­an? Jú, úr aðdrag­anda og eft­ir­mála Hruns­ins. Nöfnin voru títt í opin­berri umræðu bæði fyrir og eftir 2008. Þetta voru kunn­ugir áburð­ar­jálkar útrás­ar­inn­ar, þess Hruna­dans sem setti efna­hag lands­ins á annan end­ann og leiddi miklar hörm­ungar yfir heim­il­in, þegar krónan snar­féll og fjár­mála­stofn­anir ásamt fyr­ir­tækjum urðu gjald­þrota.

Nú eru þeir aftur komnir á kreik. Hvernig mátti þetta ger­ast? Urðu þessir spor­göngu­menn hrun­inna spila­borga með almannafé ekki líka gjald­þrota? Þeir sátu þó undir stýri. Eða höfðu þeir tím­an­lega komið eigin fjár­munum í skjól? Þeir virð­ast a.m.k. nú, eiga fúlgur fjár. Það er ein að þeim ráð­gátum sem almenn­ingur hefur ekki fengi nægi­lega skýr­ingar á, hvernig tókst að koma öllum þessum fjár­munum undan án eðli­legrar vit­undar yfir­valda. Miklir fjár­munir hafa streymt inn í landið á vegum inn­lendra fjár­festa allt frá því Seðla­bank­inn íviln­aði með sér­stöku gengi þeim til handa.

Við­skipti í ein­hæfu sam­fé­lagi

Gleymum þeim miklu milli­færslum með erlent sparifé sem þöndu út og sprengdu að lokum mark­að­ina. Horfum fram­hjá nán­ast óend­an­legum leik­fléttum með fjár­muni sem búnir voru til af bönk­unum og af bíræf­inni spá­kaup­mennsku. Þetta hefði aldrei getað gerst nema íslensk lög hefðu haldið skatt­und­an­komu­leiðum opn­um. Þekkt eru til­vik þar sem íslensk fyr­ir­tæki og ein­stak­lingar sem störf­uðu einnig á erlendri grund, skil­uðu engum árs­reikn­ingum yfir félög sín erlend­is. Íslenska eig­and­anum bár­ust engar tekjur að utan.

Auglýsing

Grunnur íslensku skatta­lög­gjaf­ar­innar er lagður á þeim tímum þegar efna­hags­lífið hér var afar ein­hæft og ein­falt. Við­skiptin voru milli bænda og kaup­fé­lag­anna með mjólk og lambskrokka. Sjó­menn lögðu upp afl­ann á föstu verði og kaup­menn keyptu vöru sem þeir end­ur­seldu fljót­lega. Allt ein­faldar athafn­ir. Sölu­hagn­aður af eignum var lítt þekkt fyr­ir­bæri. Klunna­legir felu­leikir á milli­stríðs­ár­unum með salt­fisk til Ítalíu voru það bíræfn­asta sem þekkt­ist. Við­skipti með sprell­lif­andi pen­inga óþekkt. Félaga­formið ein­falt. Ann­að­hvort hluta­fé­lög eða sam­vinnu­fé­lög. Með til­komu kvóta­kerf­is­ins (1984/5) og síðan EES samn­ings­ins (1995) gjör­breytt­ist við­skiptaum­hverfi lands­ins. Á skömmum tíma urðu til miklir fjár­munir og sum kvóta­salan færði eig­anda sínum ofsa­gróða. Opnun við­skipta til 500 millj­óna manna mark­að­ar, umturn­aði ávöxt­un­ar­kröf­um, við­skipta­tæki­færum og skóp nýjar leiðir með flókn­ari fjár­mála­gjörn­ingum.

Hand­hæg hluta­fé­lög

Til að auð­velda við­skipti og draga úr áhættu voru sett lög um einka­hluta­fé­lög. Sem slík voru þau áþekk erlendum fyr­ir­mynd­um. Laga­legur og við­skipta­legur grunnur þeirra var hins vegar allt ann­ar. Hann hvíldi á fyrr­nefnda ein­hæfa við­skipta­sam­fé­lag­inu. Ekki voru gerðar strangar kröfur um upp­lýs­inga­skyldu, skil á árs­reikn­ingum eða eign­ar­haldi. Skatta­leg með­ferð mis­mun­andi forma sölu­hagn­aðar og fjár­mála­vafn­inga var óljóst, því einka­hluta­fé­lögin höfðu þá eig­in­leika að feta fjölgað sér sjálf eins og amöb­ur. Engin tak­mörk voru sett um stofnun nýrra einka­hluta­fé­laga sem hvert átti ann­að.

Þannig varð til nán­ast enda­laus röð félaga sem gerði fjar­lægum eig­endum mögu­legt að koma fjár­munum síum í skjól, sem yfir­völdum heima var óger­legt að finna. Ófram­tal­inn hagn­aður hvarf. Skatt­skyldir pen­ingar urðu ósýni­leg­ir. Þeir end­uðu í ráð­gátu­fyr­ir­tækjum í fram­andi lönd­um, þar sem engin skylda hvíldi á yfir­völdum að gera grein fyrir og íslensk skatta­lög­saga náði ekki til. Íslenskir bankar runnu á blóð­slóð­ina, stofn­uðu útibú í Lúx­em­borg til að aðstoða flótt­ann. Sumir eig­endur felu­fyr­ir­tækj­anna klifr­uðu síðan upp í æðstu stöður þjóð­fé­lags­ins, eins og helgir menn til himna.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar