Pælingar og spælingar Kára

Guðmundur Andri Thorsson telur að ógnir sem blasa við landsmönnum felist ekki í samstarfi evrópskra þjóða um regluverk í orkumálum heldur sé hún fyrst og fremst fólgin í lífsháttum okkar og andvaraleysi um afleiðingar þeirra.

Auglýsing

Fyrst pæl­ing­arnar ... Kári Stef­áns­son for­stjóri skrifar um orku­mál í Frétta­blaðið 24. aríl síð­ast­lið­inn. Hann byrjar á því að fara í hvíta slopp­inn; nefnir Ein­stein og jöfn­una hans góðu, segir svo umræð­una um 3. orku­pakk­ann hafa fram til þessa verið deilu um keis­ar­ans skegg en útskýrir svo fyrir okkur hvernig þetta eigi að vera. Lands­virkjun eigi að selja íslenskum almenn­ingi orku á fram­leiðslu­verði og hún skuli svo notuð til upp­bygg­ingar á atvinnu­lífi hér í land­bún­aði og gagna­ver­um.

Þetta hljómar vel og aldrei að vita nema hægt hefði verið að kom­ast að þessum nið­ur­stöðum án atbeina Ein­steins. Við í Sam­fylk­ing­unni höfum til dæmis talað á Alþingi um nauð­syn þess að inn­lend græn­met­is­fram­leiðsla njóti lægra raf­magns­verðs, þó að meg­in­rök okkar snú­ist að vísu um lofts­lags­vá­na, sem Kára láist alveg að nefna þó að þar sé um að ræða stærsta úrlausn­ar­efni okkar tíma – og raunar helsta við­fangs­efni allra þess­ara orku­pakka. Kári áréttar hins vegar mynd­ug­lega það meg­in­at­riði jafn­að­ar­stefn­unnar að Land­virkjun beri að hafa hag almenn­ings að leið­ar­ljósi en ekki hugsa eins og hvert annað einka­fyr­ir­tæki – þó að ég hafi ekki frétt af 30% hækk­unar­á­formum fyr­ir­tæk­is­ins sem hann talar um.

(Svona í fram­hjá­hlaupi: hljóm­sveitir frá síð­ustu öld eru að koma saman og skemmta þeim sem þær kunna að meta – nú síð­ast Duran Dur­an. Ein­hvern veg­inn verður mér hugsað til þess­ara næntís-­banda með kombökk nú þegar ekki er þver­fótað fyrir for­ingjum tíunda ára­tug­ar­ins að leggja okkur lífs­regl­urnar í Orku­pakka­mál­inu, meira að segja dúkka upp for­menn löngu lát­inna stjórn­mála­flokka ...)

Auglýsing

Sem sagt: gott. Eitt vefst þó fyrir mér. Ég átta mig ekki alveg á því að það sé endi­lega áhyggju­efni í sjálfu sér að hærra verð kunni að fást fyrir íslenska orku til stór­kaup­enda en nú tíðkast. Er það and­stætt almanna­hags­munum að Land­virkjun fái góðan arð af orku­sölu ef slíkt orku­sala færi um sæstreng til útlanda fremur en til álbræðslu og kís­il­verk­smiðju á Íslandi? Ég hefði haldið að það gæti jafn­vel verið í almanna­þágu að selja íslenska orku á góðu verði (að ekki sé talað um lofts­lags­mál­in), fari svo ólík­lega að lagður verði sæstrengur frá Íslandi til Evr­ópu. Slík risa­fram­kvæmd borgar sig þó trauðla nema eitt­hvað mikið breyt­ist og fram­þróun er hröð í orku­lausnum næstu ára hjá þjóðum Evr­ópu sem almennt eru komnar miklu lengra í við­brögðum við vand­anum en við hér.

Það kann sem sé að vera ólík­legt að þessi sæstrengur verði nokkurn tím­ann lagður – en það er líka óvit­ur­legt að úti­loka hann um aldur og ævi.

En þessi ótti við hátt orku­verð – minnir hann ekki svo­lítið á það þegar Íslend­ingar þversköll­uð­ust við að leggja stund á síld­veið­ar, sem væri bara ein­hver útlenskur vit­leys­is­gang­ur? Þessi andúð á arð­semi – er þetta eitt­hvað úr Pass­íu­álm­un­um?

Skili orku­sala til evr­ópskra heim­ila og atvinnu­rekstrar góðum arði og komi í stað kola­brennslu og olíu­aust­urs í þeim lönd­um, fæ ég ekki annað séð en að það sé þjóð­þrifa­mál og hægt sé að nota hluta af þeim arði til að nið­ur­greiða raf­magns­verð til íslenskra heim­ila, og bæta almenn lífs­kjör, sé þess grund­vall­ar­at­riðis gætt að þessi auð­lind sé í þjóð­ar­eigu, rétt eins og Norð­menn hafa haft vit á að gera með olí­una sína.

Hvað sem öðru líður er mik­il­vægt að láta umræð­una um 3. orku­pakk­ann snú­ast um það sem þar er en ekki hitt sem löngu er afgreitt. Það væri mis­ráðið að segja skilið við EES, eins og er yfir­lýst mark­mið sumra með bar­átt­unni gegn 3. orku­pakk­anum og almennt talað er óþarfi að líta á ríki Evr­ópu sem óvina­ríki, þó að sjálf­sagt sé að fara að öllu með gát.

Við megum ekki láta stjórn­ast um of af tor­tryggni og ótta við við aðrar lýð­ræð­is­þjóðir enda verður ekki tek­ist á við lofts­lags­vána öðru­vísi en með sam­starfi þjóða og vænt­an­legir orku­pakkar munu snú­ast um þau mál öðru frem­ur. Og við megum ekki láta neinn telja okkur trú um að þau mál séu ekki á dag­skrá.

Svo eru það spæl­ing­arn­ar. Í lok grein­ar­innar víkur Kári að Alþingi. Hann skrif­ar:

„En ef Alþingi sam­þykkir orku­pakk­ann þriðja held ég að við lifum það svo sem af vegna þess að við erum öll, 350 þús­und, orðin atvinnu­menn og konur í því að takast á við þau bjána­sköp kjör­inna full­trúa þjóð­ar­innar sem þeir fremja gjarnan í nágrenni Aust­ur­vall­ar, þau afdrifa­ríku inni í hlöðnu stein­húsi sem blasir við Jóni Sig­urðs­syni, þau sem eru næstum tak­marka­laust eymd­ar­leg í dep­urð sinni í öðrum húsum þar í nágrenn­in­u.“

Þetta er nokkuð sam­an­rek­inn texti og kemur sér nú vel að hafa reynslu af því að taka saman drótt­kvæði þegar maður les hann, en mér virð­ist sem sé að höf­undur vísi hér í Klaust­ur­mál þar sem fimm eða sex skoð­ana­systk­ini Kára í orku­pakka­spurs­mál­inu komu við sögu. Klaust­ur­mál voru nátt­úr­lega ekki til þess fallin að auka hróður þeirra og þá ekki Alþingis held­ur. En vand­séð er hvernig þau koma orku­málum þjóð­ar­innar við. Og þau gefa ekki nokkra mynd af starfi eða fram­göngu þing­manna almennt. Eig­in­lega er ekki hægt að draga víð­tæk­ari álykt­anir af Klaust­ur­málum en þær að áfengi gerir hvern mann að bjána sem þess neytir í óhófi – og hefur svo lengi ver­ið, svo að jafn­vel má tala um lög­mál í því sam­bandi, án þess að ég hygg­ist nefna Ein­stein til sög­unnar máli mínu til stuðn­ings.

Kári er nátt­úr­lega kjaft­for, sem er meðal þess sem gerir hann ást­sælan og er góður eig­in­leiki. En sé nú Alþingi skipað tómum bjánum sem fremji tóm „bjána­sköp“ sem séu „tak­marka­laust eymd­ar­leg í dep­urð sinni“ og fylliröftum sem ekki sé treystandi fyrir nokkrum hlut – tja, hvað þá? Sé Íslend­ingum svona fyr­ir­munað að kjósa fram­bæri­legt fólk til þing­starfa er þá ekki málið bara að fá ein­hvern kláran kall til að finna út úr þessu öllu saman fyrir okk­ur; íslenskan Pútín? Á Fase­book­síðu Kára sér maður að sumir við­læk­endur hans fara einmitt að hugsa svona við lest­ur­inn, og vilja gera hann að For­stjóra Íslands.

Það er hættu­leg hug­mynd. Full­trúa­lýð­ræðið hefur sína ókosti, sem fylgja óhjá­kvæmi­lega kostum þess; á þingum sitja kjörnir full­trúar ólíkra menn­ing­ar­hópa, deila þar rými og takast á um mál eftir ákveðnum settum reglum og venj­um, þannig að ólík sjón­ar­mið koma til álita við afgreiðslu. Það getur verið þreyt­andi fyrir þá sem allt vita en gagn­legt fyrir okkur hin.

Á Alþingi situr með öðrum orðum ósköp ein­fald­lega það fólk sem við höfum kosið þang­að. Þessu fólki er ætlað að setja sig inn í flókin mál fyrir hönd kjós­enda sinna, með eigin sam­visku að leið­ar­ljósi og þær hug­sjónir sem það deilir með kjós­endum sín­um. Þetta fólk er hvorki betra né verra en ger­ist og geng­ur, það kemur úr þjóð­ar­djúp­inu, full­trúar kjós­enda sinna sem eru af ýmsu tagi. Þing­menn geta reynst lat­ir, dug­leg­ir, drykk­felld­ir, bind­ind­is­sam­ir, mælskir, dauf­leg­ir, mál­efna­leg­ir, ómál­efna­leg­ir. Við getum haft skömm á þing­mönnum og við getum haft skömm á kjós­endum þeirra. Það má alveg – og sú skömm virkar áreið­an­lega í allar áttir með stig­magn­andi gagn­kvæmni; en sú skömm má ekki ná til sjálfrar stofn­un­ar­innar Alþingis og sjálfs fyr­ir­komu­lags­ins sem við nefnum þing­ræði.

Því öfl­ugra sem fjöl­flokka­lýð­ræðið er, þeim mun lík­legra er að vandað sé til ákvarð­ana og horft til marg­vís­legra ólíkra sjón­ar­miða þegar mál eru skoð­uð.

Eins og Orku­pakka­mál­ið.

Að sjálf­sögðu snýst mótun orku­stefnu um lífs­kjör í land­inu og atvinnu­upp­bygg­ingu eins og Kári nefn­ir. Hún snýst líka um nátt­úru­vernd og neyt­enda­vernd.

Við megum ekki láta stjórn­ast um of af tor­tryggni og ótta við aðrar lýð­ræð­is­þjóðir enda verður ekki tek­ist á við lofts­lags­vána öðru­vísi með sam­starfi þjóða og vænt­an­legir orku­pakkar munu snú­ast um þau mál öðru frem­ur; og við megum ekki láta neinn telja okkur trú um að þau mál séu ekki á dag­skrá.

Við megum ekki afhenda yfir­þjóð­legum risa­fyr­ir­tækjum – inn­lendum lukku­ridd­urum og kvótafurstum eða öðrum auð­valds­fyr­ir­tækjum – yfir­ráð yfir auð­lindum okk­ar. Við megum ekki fram­selja valdið yfir því hvar virkja megi og hvar ekki.

Við megum ekki hafa að leið­ar­ljósi hags­muni stór­iðj­unn­ar, sem vill sitja ein að orku­kaupum í stórum stíl hér á landi og hafa sjálf­dæmi um orku­verð. Við megum ekki úti­loka um aldur og ævi að orkan sem þegar hefur verið virkjuð verði seld eitt­hvað annað en í álbræðslur og kís­il­verk­smiðj­ur, jafn­vel á hag­stæðu verði.

Við megum ekki ljá máls á öðru en að orku­auð­lindir okkar séu og verði þjóð­ar­eign og að almanna­hagur verði hafður að leið­ar­ljósi við nýt­ingu þeirra.

Ógnir blasa við lands­mönnum en þær fel­ast ekki í sam­starfi evr­ópskra þjóða um reglu­verk í orku­mál­um. Ógnin sem að okkur steðjar er fyrst og fremst fólgin í lífs­háttum okkar og and­vara­leysi um afleið­ingar þeirra.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar