Eitt námsgjald, einföldum kerfið og þjónustu við hælisleitendur

Reglulegur pistill formanns borgarráðs Reykjavíkur á Kjarnanum með helstu fréttum úr borgarráði frá 30. apríl og 2. maí 2019.

Auglýsing

Haldnir voru tveir fundir í borg­ar­ráði í lið­inni viku eftir tveggja vikna hlé í kringum páska. Það kemur alltaf jafn mikið á óvart hvað páska­frí og fimmtu­dags­frí­dagar þessa árs­tíma hafa mikil áhrif á hjól atvinnu­lífs­ins. Allt dettur í hæga­gang og vor­stemm­ing svífur yfir borg­inni og ekki laust við að eftir gott frí sé erfitt að koma sér í gang aft­ur. Nú er hins­veg­ar allt komið á fullt, heil vinnu­vika fram und­an­ og verk­efnin á fleygi­ferð eins og sést í fjöl­miðlum þessa dag­ana. Fjöl­mörg mál biðu afgreiðslu borg­ar­ráðs en það var gleði­efni að borgin skil­aði rekstr­ar­af­gangi árið 2018, barna­fjöl­skyldur fengu kjara­leið­rétt­ingu, auk þess sem samn­ingur milli Reykja­vík­ur­borgar og Útlend­inga­stofn­unar um þjón­ustu við ein­stak­linga sem njóta alþjóð­legrar verndar var sam­þykkt­ur. Þau eru því drjúg vor­verkin í borg­inni.

Árs­reikn­ingur borg­ar­innar

Árs­reikn­ingur borg­ar­innar var lagður fram í borg­ar­ráði. Rekstr­ar­af­gangur Reykja­vík­ur­borgar nam 4,7 millj­örðum króna árið 2018 og skil­aði sam­stæða Reykja­vík­ur­borg­ar, þ.e ­rekstur borg­ar­innar og fyr­ir­tæki í eigu henn­ar, jákvæðri nið­ur­stöðu upp á 12,3 millj­arða króna. Við höfum lagt mikla áherslu und­an­farið á fram­kvæmdir á vegum borg­ar­inn­ar, þar sem við höfum for­gangs­raðað í þágu barna, því eftir hrun hefur verið upp­söfnum fram­kvæmda­þörf. Við höfum byggt skóla, leik­skóla og fram­kvæmdir við íþrótta­að­stöðu í Úlf­arsár­dal lýkur senn. Þá hófum við upp­bygg­ingu á íþrótta­mann­virkjum í Suð­ur­-­Mjódd auk end­ur­nýjun leik­skóla- og skóla­lóða um alla borg. Það er ánægju­legt að sjá jafn góðan rekstr­ar­af­gang 2018 og raun ber vitni því á sama tíma var álagn­ing­ar­hlut­fall fast­eigna­gjalda lækkað um 10% auk þess að gefa eldri borg­urum og öryrkjum sér­af­slátt á árinu, aðgerðir sem allir borg­ar­búar hafa notið góðs af. Á sama tíma höfum við einnig gert og höldum áfram að gera stór­á­tak í mal­bikun gatna og lagn­ingu nýrra hjóla­stíga sem skilar sér beint í auknum lífs­gæðum þeirra sem eiga leið um borg­ina okk­ar. 

Þó árs­reikn­ing­ur­inn komi vel út fyrir árið 2018 eru teikn á lofti um breyt­ingar í efna­hags­lífi Íslend­inga. Það er mik­il­vægt að búa sig vel undir það og borgin hefur því látið greina mögu­leg áhrif þess á borg­ar­rekst­ur­inn. Við verðum áfram á vakt­inni hvað þetta varðar á kom­andi vikum og mán­uð­um. Við unnum ítar­lega sviðs­mynda­grein­ingu síð­ast­liðið haust til vera klár í breyt­ingar í efna­hags­líf­inu og verð ég að segja að borgin stendur ágæt­lega að vígi til að mæta breyttum tím­um. Við verðum að vera á tánum því það er okkur ávallt leið­ar­stef að fara vel með almannafé og ráð­stafa því ætíð með þarfir borg­ar­búa að leið­ar­ljósi. 

Auglýsing

Klofn­ingur í Sjálf­stæð­is­flokknum um samn­ing um hæl­is­leit­endur

Sam­þykktur var í borg­ar­ráði samn­ingur Reykja­vík­ur­borgar og Útlend­inga­stofn­unar um þjón­ustu við umsækj­endur um alþjóð­lega vernd. Í þessum nýja samn­ingi er kveðið á um þjón­ustu við 220 ein­stak­linga, fjölgun um tutt­ugu frá síð­asta samn­ingi. Frá árinu 2015 hefur verið aukn­ing í fjölda ein­stak­linga en þá gerði samn­ing­ur­inn ráð fyrir 70 ein­stak­ling­um. All­ir ­borg­ar­ráðs­full­trú­ar, fyrir utan Mörtu Guð­jóns­dóttur í Sjálf­stæði­flokkn­um og Vig­dísi Hauks­dótt­ur, studdu bók­un­ina. Enn og aftur sjáum við Mið­flokks­ar­m ­Sjálf­stæð­is­flokks í borg­inni kljúfa sig frá í mál­efnum sem snúa að alþjóða­málum og fjöl­menn­ing­u. 

Eitt náms­gjald fyrir barna­fjöl­skyldur

Sam­þykktar voru reglur Reykja­vík­ur­borgar sem snúa að leik­skól­um, frí­stund og félags­mið­stöðvum vegna breyt­inga sem tóku gildi um ára­mót þegar sú ákvörðun meiri­hlut­ans í Reykja­vík tók gildi að ­barna­fjöl­skyld­ur ­borga ein­ung­is náms­gjald ­fyrir eitt barn, þvert á́ ­skóla­stig. Það hefur verið sér­stakt metn­að­ar­mál okkar að búa vel að barna­fólki með því að halda gjald­töku í lág­marki fyrir þá þjón­ustu sem barna­fólk þarf að sækja til borg­ar­inn­ar. Við fögnum því þessu mik­il­væga skrefi sem hækkar systk­ina­af­slætti þvert á skóla­stig, nú greiða for­eldrar ein­ungis náms­gjald fyrir eitt barn en gjaldið fellur niður fyrir eldri systk­ini. Hér er mikið hags­muna­mál á ferð­inni fyrir fjöl­margar barna­fjöl­skyldur í borg­inni.

Ein­földum kerfið

Ein­falda, skýra, skarpa borg er yfir­lýst mark­mið með þeim skipu­lags­breyt­ingum sem nú standa yfir hjá borg­inni. Lagt var fyrir borg­ar­ráð í vik­unni til­lögur að verka­skipt­ingu nýrra kjarna­sviða og gengur öll vinna við und­ir­bún­ing vel. Þetta er stór áfangi í veg­ferð­inni að þessum stjórn­sýslu­breyt­ingum og árangur þrot­lausrar vinnu fjöl­margra innan borg­ar­inn­ar. Meira um mál­ið hér.

Breyt­ing­arnar miða að því að skýra umboð og ábyrgð, ein­falda boð­leiðir og skerpa á hlut­verki lykilein­inga í stjórn­sýslu borg­ar­inn­ar. Í nýju skipu­lagi eru inn­kaupa­mál tekin föstum tök­um, hlut­verk inn­kaupa­ráðs útvíkkað og tryggt að öllum fram­kvæmdum sé fylgt vel eftir hvað varðar kostn­að­ar­á­ætl­an­ir, inn­kaup, útboð og fleira. Einnig verður þjón­ustu, nýsköp­un, fjár­mál­um, áhættu­stýr­ingu og mannauði gert hærra undir höfði og stendur sú vinna yfir núna og mun taka gildi 1. júní nk. Hvað þýðir þetta? Ein­fald­lega það að þjón­usta við borg­ar­búa mun batna og þeir sem leita til borg­ar­innar fá fyrr úrlausn mála sinna. Þetta þýðir að ­starfs­sem­i ­borg­ar­innar verður mun skil­virk­ari en áður sem mun auka starfs­á­nægju og þjón­ustu­stig til muna. Allir eru á einu máli um að grunn for­senda góðrar þjón­ustu sé starfs­á­nægja þess sem sinnir þjón­ust­unni.

Í vik­unni voru sam­tals 66. mál fyrir borg­ar­ráðs­fund­inum og því fjöl­margt ónefnt en fyrir áhuga­sama má fylgj­ast með helstu ákvörð­unum borg­ar­innar hér.

https://reykja­vik.is/fund­ar­gerdir-­borgarrad

s

Höf­undur er odd­viti Við­reisnar og for­­maður borg­­ar­ráðs.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar