Eitt námsgjald, einföldum kerfið og þjónustu við hælisleitendur

Reglulegur pistill formanns borgarráðs Reykjavíkur á Kjarnanum með helstu fréttum úr borgarráði frá 30. apríl og 2. maí 2019.

Auglýsing

Haldnir voru tveir fundir í borg­ar­ráði í lið­inni viku eftir tveggja vikna hlé í kringum páska. Það kemur alltaf jafn mikið á óvart hvað páska­frí og fimmtu­dags­frí­dagar þessa árs­tíma hafa mikil áhrif á hjól atvinnu­lífs­ins. Allt dettur í hæga­gang og vor­stemm­ing svífur yfir borg­inni og ekki laust við að eftir gott frí sé erfitt að koma sér í gang aft­ur. Nú er hins­veg­ar allt komið á fullt, heil vinnu­vika fram und­an­ og verk­efnin á fleygi­ferð eins og sést í fjöl­miðlum þessa dag­ana. Fjöl­mörg mál biðu afgreiðslu borg­ar­ráðs en það var gleði­efni að borgin skil­aði rekstr­ar­af­gangi árið 2018, barna­fjöl­skyldur fengu kjara­leið­rétt­ingu, auk þess sem samn­ingur milli Reykja­vík­ur­borgar og Útlend­inga­stofn­unar um þjón­ustu við ein­stak­linga sem njóta alþjóð­legrar verndar var sam­þykkt­ur. Þau eru því drjúg vor­verkin í borg­inni.

Árs­reikn­ingur borg­ar­innar

Árs­reikn­ingur borg­ar­innar var lagður fram í borg­ar­ráði. Rekstr­ar­af­gangur Reykja­vík­ur­borgar nam 4,7 millj­örðum króna árið 2018 og skil­aði sam­stæða Reykja­vík­ur­borg­ar, þ.e ­rekstur borg­ar­innar og fyr­ir­tæki í eigu henn­ar, jákvæðri nið­ur­stöðu upp á 12,3 millj­arða króna. Við höfum lagt mikla áherslu und­an­farið á fram­kvæmdir á vegum borg­ar­inn­ar, þar sem við höfum for­gangs­raðað í þágu barna, því eftir hrun hefur verið upp­söfnum fram­kvæmda­þörf. Við höfum byggt skóla, leik­skóla og fram­kvæmdir við íþrótta­að­stöðu í Úlf­arsár­dal lýkur senn. Þá hófum við upp­bygg­ingu á íþrótta­mann­virkjum í Suð­ur­-­Mjódd auk end­ur­nýjun leik­skóla- og skóla­lóða um alla borg. Það er ánægju­legt að sjá jafn góðan rekstr­ar­af­gang 2018 og raun ber vitni því á sama tíma var álagn­ing­ar­hlut­fall fast­eigna­gjalda lækkað um 10% auk þess að gefa eldri borg­urum og öryrkjum sér­af­slátt á árinu, aðgerðir sem allir borg­ar­búar hafa notið góðs af. Á sama tíma höfum við einnig gert og höldum áfram að gera stór­á­tak í mal­bikun gatna og lagn­ingu nýrra hjóla­stíga sem skilar sér beint í auknum lífs­gæðum þeirra sem eiga leið um borg­ina okk­ar. 

Þó árs­reikn­ing­ur­inn komi vel út fyrir árið 2018 eru teikn á lofti um breyt­ingar í efna­hags­lífi Íslend­inga. Það er mik­il­vægt að búa sig vel undir það og borgin hefur því látið greina mögu­leg áhrif þess á borg­ar­rekst­ur­inn. Við verðum áfram á vakt­inni hvað þetta varðar á kom­andi vikum og mán­uð­um. Við unnum ítar­lega sviðs­mynda­grein­ingu síð­ast­liðið haust til vera klár í breyt­ingar í efna­hags­líf­inu og verð ég að segja að borgin stendur ágæt­lega að vígi til að mæta breyttum tím­um. Við verðum að vera á tánum því það er okkur ávallt leið­ar­stef að fara vel með almannafé og ráð­stafa því ætíð með þarfir borg­ar­búa að leið­ar­ljósi. 

Auglýsing

Klofn­ingur í Sjálf­stæð­is­flokknum um samn­ing um hæl­is­leit­endur

Sam­þykktur var í borg­ar­ráði samn­ingur Reykja­vík­ur­borgar og Útlend­inga­stofn­unar um þjón­ustu við umsækj­endur um alþjóð­lega vernd. Í þessum nýja samn­ingi er kveðið á um þjón­ustu við 220 ein­stak­linga, fjölgun um tutt­ugu frá síð­asta samn­ingi. Frá árinu 2015 hefur verið aukn­ing í fjölda ein­stak­linga en þá gerði samn­ing­ur­inn ráð fyrir 70 ein­stak­ling­um. All­ir ­borg­ar­ráðs­full­trú­ar, fyrir utan Mörtu Guð­jóns­dóttur í Sjálf­stæði­flokkn­um og Vig­dísi Hauks­dótt­ur, studdu bók­un­ina. Enn og aftur sjáum við Mið­flokks­ar­m ­Sjálf­stæð­is­flokks í borg­inni kljúfa sig frá í mál­efnum sem snúa að alþjóða­málum og fjöl­menn­ing­u. 

Eitt náms­gjald fyrir barna­fjöl­skyldur

Sam­þykktar voru reglur Reykja­vík­ur­borgar sem snúa að leik­skól­um, frí­stund og félags­mið­stöðvum vegna breyt­inga sem tóku gildi um ára­mót þegar sú ákvörðun meiri­hlut­ans í Reykja­vík tók gildi að ­barna­fjöl­skyld­ur ­borga ein­ung­is náms­gjald ­fyrir eitt barn, þvert á́ ­skóla­stig. Það hefur verið sér­stakt metn­að­ar­mál okkar að búa vel að barna­fólki með því að halda gjald­töku í lág­marki fyrir þá þjón­ustu sem barna­fólk þarf að sækja til borg­ar­inn­ar. Við fögnum því þessu mik­il­væga skrefi sem hækkar systk­ina­af­slætti þvert á skóla­stig, nú greiða for­eldrar ein­ungis náms­gjald fyrir eitt barn en gjaldið fellur niður fyrir eldri systk­ini. Hér er mikið hags­muna­mál á ferð­inni fyrir fjöl­margar barna­fjöl­skyldur í borg­inni.

Ein­földum kerfið

Ein­falda, skýra, skarpa borg er yfir­lýst mark­mið með þeim skipu­lags­breyt­ingum sem nú standa yfir hjá borg­inni. Lagt var fyrir borg­ar­ráð í vik­unni til­lögur að verka­skipt­ingu nýrra kjarna­sviða og gengur öll vinna við und­ir­bún­ing vel. Þetta er stór áfangi í veg­ferð­inni að þessum stjórn­sýslu­breyt­ingum og árangur þrot­lausrar vinnu fjöl­margra innan borg­ar­inn­ar. Meira um mál­ið hér.

Breyt­ing­arnar miða að því að skýra umboð og ábyrgð, ein­falda boð­leiðir og skerpa á hlut­verki lykilein­inga í stjórn­sýslu borg­ar­inn­ar. Í nýju skipu­lagi eru inn­kaupa­mál tekin föstum tök­um, hlut­verk inn­kaupa­ráðs útvíkkað og tryggt að öllum fram­kvæmdum sé fylgt vel eftir hvað varðar kostn­að­ar­á­ætl­an­ir, inn­kaup, útboð og fleira. Einnig verður þjón­ustu, nýsköp­un, fjár­mál­um, áhættu­stýr­ingu og mannauði gert hærra undir höfði og stendur sú vinna yfir núna og mun taka gildi 1. júní nk. Hvað þýðir þetta? Ein­fald­lega það að þjón­usta við borg­ar­búa mun batna og þeir sem leita til borg­ar­innar fá fyrr úrlausn mála sinna. Þetta þýðir að ­starfs­sem­i ­borg­ar­innar verður mun skil­virk­ari en áður sem mun auka starfs­á­nægju og þjón­ustu­stig til muna. Allir eru á einu máli um að grunn for­senda góðrar þjón­ustu sé starfs­á­nægja þess sem sinnir þjón­ust­unni.

Í vik­unni voru sam­tals 66. mál fyrir borg­ar­ráðs­fund­inum og því fjöl­margt ónefnt en fyrir áhuga­sama má fylgj­ast með helstu ákvörð­unum borg­ar­innar hér.

https://reykja­vik.is/fund­ar­gerdir-­borgarrad

s

Höf­undur er odd­viti Við­reisnar og for­­maður borg­­ar­ráðs.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar