Hvernig bregst ríkið við eigin dómsmorðum?

Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður, skrifar um Guðmundar- og Geirfinnsmálið og ábyrgð stjórnvalda þegar kemur að fjárhæð miskabóta fyrir þá sem ríkið sviptir frelsi og réttindum.

Auglýsing

Árið 1983 gengu fjórir dómar í Hæsta­rétti um kröfur fjög­urra manna, en þrír þeirra höfðu sætt 105 daga gæslu­varð­haldi og einn 90 daga að ósekju árið 1976. Sátu menn­irnir í gæslu­varð­haldi í Síðu­múlafang­elsi eins og þá tíðk­að­ist. Þeir höfð­uðu bóta­mál á hendur rík­inu, sem lauk með dómum Hæsta­rétt­ar. Um fjöl­miðla­um­ræðu um gæslu­varð­halds­fang­ana sagði Hæsti­réttur í dóms­for­sendum að þeir hefðu orðið fyrir barð­inu á ein­stæðri umræðu í ýmsum fjöl­miðlum sem hafi vegið að mann­orði þeirra með get­sökum og hleypi­dóm­um. Húsa­kynn­unum í Síðu­múlafang­elsi lýsti Hæsti­réttur þannig að þau hafi ekki verið for­svar­an­leg til svo langrar vist­un­ar. Í mál­inu lágu ekki fyrir gögn um áhrif gæslu­varð­halds­ins á and­lega og lík­am­lega heilsu fang­anna, en Hæsti­réttur mat áhrifin sjálfur með þeim orð­um, að vist­unin hafi reynst föng­unum fáheyrð and­leg og lík­am­leg raun.

Hér­aðs­dómur dæmdi mönn­unum bætur úr hendi rík­is­ins, sem ríkið sætti sig ekki við og áfrýj­aði því ákvörðun hér­aðs­dóms­ins um fjár­hæð bót­anna til lækk­un­ar. Ríkið hafði ekki erindi sem erf­iði enda hækk­aði Hæsti­réttur bæt­urnar veru­lega. Bæt­urnar sem Hæsti­réttur ákvað þeim sem sátu í 105 daga í gæslu nema á núvirði miðað við breyt­ingar á vísi­tölu, neyslu­verðs u.þ.b. kr. 56.000.000 eða u.þ.b. kr. 535.000 á dag sam­kvæmt útreikn­ingum end­ur­skoð­enda.

Á sama tíma árið 1976 og lengi síðan þannig að í árum telst sátu nokkrir sak­born­ingar í ein­angrun út af sama sak­ar­efni í sama fang­elsi grun­aðir um að bera ábyrgð á ýmist einu eða tveimur manns­hvörf­um. Ein­angr­un­ar­vist þeirra varði í hund­ruð daga þannig að til pynd­inga telst og áhrifin var­an­leg og óaft­ur­kræf. Þeir urðu fyrir barð­inu á ein­stæðri umræðu í ýmsum fjöl­miðlum sem vó að mann­orði þeirra með get­sökum og hleypi­dóm­um. Húsa­kynnin í Síðu­múla voru ekki for­svar­an­leg til hinna ára­löngu vistar sak­born­ing­anna að mati Hæsta­rétt­ar. Reynd­ist vistin sak­born­ing­unum fáheyrð and­leg og lík­am­leg raun.

Auglýsing

Sak­born­ingar þessir sátu árum saman í ein­angr­un i ­gæslu­varð­haldi og afplánun að ósekju því í ljós kom að lokum að þeir voru sak­lausir af þeim manns­hvörfum sem þeir voru dæmdir sekir um í Hæsta­rétti í febr­úar 1980. Þeir voru sýkn­aðir með dómi Hæsta­réttar í sept­em­ber 2018 eða tæpum 40 árum síð­ar. Hafa verður í huga að sak­born­ing­arnir voru sviptir nán­ast öllum rétt­indum sak­born­inga á tíma­bil­inu 1976 til 1980. Áður hefur verið getið um aðstæður í fang­els­inu, en hvorki þær aðstæður né með­ferð sak­born­ing­anna sam­ræmd­ist lögum á þeim tíma og ­regl­unni um vernd mann­legar reisn­ar. Þeir höfðu afar tak­mark­aðan aðgang að verj­endum sínum og hvorki þeim né verj­endum þeirra gafst kostur á að spyrja og gagn­spyrja aðila sem lög­regla og saka­dómur yfir­heyrðu. Saka­dómur og rann­sókn­ar­lög­regla héld­u ­blaða­manna­fund áður en ákærur voru gefnar út og lýstu sak­born­inga sann­an­lega seka. Dóms­mála­ráð­herra sagði eftir blaða­manna­fund­inn að þungu fargi væri létt af þjóð­inni. Eftir þetta var úti­lokað að sak­born­ingar gætu notið rétt­látrar máls­með­ferðar fyrir dómi. 

Ekki eru í íslenskum lögum önnur úrræði fyrir þá sem ríkið sviptir frelsi og rétt­indum en að krefja ríkið um skaða­bætur fyrir fjár­hags­legt og ófjár­hags­legt tjón (miska­bæt­ur). Ekki er að finna i lögum leið­bein­ingar um hvernig ákveða eigi fjár­hæð miska­bóta og hefur lög­gjaf­inn því falið dóm­stólum að móta slíkar regl­ur. Þeir dómar Hæsta­rétt­ar, sem einkum ber að styðj­ast við sem for­dæmi Hæsta­réttar eru dóm­arnir frá 1983, sem að framan eru raktir Þeir kom­ast næst því að haf beint for­dæm­is­gildi, enda fjalla þeir um sama sak­ar­efni, sama tíma­bil og sama fang­elsi. Mun­ur­inn er helst sá, að gæslu­varð­halds­tím­inn var marg­falt styttri í þeim dómum og ekki var rang­lega felld sök á þá sem í hlut áttu, þannig að þeir þurftu ekki að bera sekt á öxlum sínum um ára­tuga skeið. Þeir voru lausir allra mála varð­andi sekt er þeim var sleppt úr gæslu. Ríkið gæti hugsað sér að færa fram þau rök fyrir lægri bótum til hinna sýkn­uð­um, að þeir hafi setið svo lengi í fang­elsi og svo miklu lengur en fjór­menn­ing­arnir að ríkið geti kraf­ist eins konar magn­af­sláttar í þeim skiln­ingi, að því lengur sem ­ríkið sviptir menn frelsi að ósekju því lægri verði bætur fyrir hvern dag. Efast verður um að ríkið treysti sér sóma síns vegna að tefla fram þess háttar rök­um, enda verða nei­kvæð áhrif frels­is­svipt­ingar æ meiri eftir því sem hún varir leng­ur. Það myndi hins var reyn­ast rík­inu létt­bært að finna rök fyrir hærri bótum en í dómi Hæsta­réttar 1983. Nefna má hina löng­u ein­angr­un­ar­vist, ólög­legar aðferðir við að reyna að fá fram játn­ingar (t.d. lyfja­gjöf, sefj­un), pynd­ing­ar, brot á réttar­ör­ygg­is­regl­um, brot á regl­unni um rétt­láta máls­með­ferð og vernd mann­legrar reisn­ar, tak­mörkun á und­ir­bún­ingi varnar fyrir dómi m.a. með. því að hindra sam­ráð sak­born­inga við verj­end­ur, lausn úr fang­elsi á skil­orði um ára­bil og brennimerk­ingu sem mann­dráps­menn í tæp 40 ár eftir dóm Hæsta­réttar o.s.frv. 

Ef ríkið hugsar sér að snið­ganga for­dæm­is­á­hrif ­dóms­ins frá 1983 í samn­ing­um við hina sýkn­uðu stendur ríkið frammi fyrir því að sýna fram á að staða hinna sýkn­uðu sé önnur og þeir hafi orðið fyrir hlut­falls­lega miklu minna tjóni og miska en aðilar dóms­ins 1983. það verður brött ganga fyrir rík­is­stjórn­ina að sann­færa aðra, þegar að ­samn­inga­við­ræð­u­m kem­ur, um að dóm­ur­inn frá 1983 hafi ekk­ert for­dæm­is­gildi. Tak­ist rík­is­stjórn­inni að víkja þeim dómi til hliðar þá taka nýrri for­dæmi við eins og t.d. nýr dómur Lands­réttar þar sem dæmdar voru kr. 200.000 fyrir hvern dag í gæslu­varð­hald­i í átta daga sem jafn­gildir kr. 72.000.000 á ári og sam­bæri­lega dómsátt sem ­rík­is­lög­mað­ur­ ­gerði, en þá verður að hafa í huga að hin alvar­leg­ustu áhrif ­gæslu­varð­halds í ein­angrun verða eftir fyrstu 15 dag­ana sam­kvæmt alþjóð­legum við­mið­um, enda þótt þau geti komið fram fyrr. Jafn­ræð­is­regla er lög­fest í stjórn­ar­skrá.

Ekki leikur vafi á að dóm­ur­inn 1980 í máli þeirra sem grun­aðir voru um ábyrgð á manns­hvör­f­unum er alvar­leg­asta dóms­morð okkar tíma hér á landi. Fyrir slíkt athæfi rík­is­ins verður ekki bætt. Rétt­ar­kerf­ið skað­ast og trúin á rétt­láta máls­með­ferð og dóma verður fyrir áfalli auk tjóns hinna sak­lausu af með­ferð­inni. Stjórn­völd verða að leit­ast við að bæta skað­ann og lögin bjóða ekki ­upp á önnur úrræði gagn­vart brota­þol­unum en skaða­bæt­ur. Vilji stjórn­valda til að bæta úr hinum stór­felldu mis­tökum birt­ist því í því eina úrræði sem nefnt hefur ver­ið. Því hærri bætur því meiri varn­að­ar­á­hrif munu þær hafa á lög­reglu og dóm­stóla. Aðhald að rétt­ar­kerf­inu er í þág­u al­menn­ings, sem á kröfu á rétt­látri máls­með­ferð fyrir sjálf­stæðum og óháðum dóm­stól­u­m. Al­menn­ingur mun þess vegna fylgj­ast með því hvort stjórn­völd vilja í raun axla ábyrgð á mis­gerðum sínum og sýna það í verki og hafa þannig áhrif til langs tíma, ekki aðeins á vel­ferð hinna sak­lausu og fjöl­skyldna þeirra, heldur einnig á rétt­ar­kerf­ið og reyna að tryggja að slíkir atburðir ger­ist ekki aft­ur.  

Höf­undur er lög­maður eins þeirra sem krefur ríkið um bætur fyrir rangan refsi­dóm, ólög­lega frels­is­svipt­ing­u o.fl.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar