Hvers vegna á að fresta orkupakkamálinu?

Formaður Heimssýnar skrifar um orkupakka 3 og hvers vegna það eru ástæður til að fresta málinu.

Auglýsing

Alþingismenn hafa talað nokkuð lengi um orkulagabálkinn.  Þótt umræðan sé löng í klukkustundum talið er ekki um eintómar endurtekningar eða merkingarleysu að ræða.  Málið er furðu flókið og á sér marga anga.  Sífellt koma fleiri þættir upp á yfirborðið og fleiri spurningar sem er ósvarað.  Skynsamlegast er að hætta við málið en að öðrum kosti að fresta því til hausts.  Í því sambandi ætti Alþingi að hafa eftirfarandi í huga:

1. Fjölmargar spurningar hafa komið fram á Alþingi að undanförnu, bæði að degi til og að næturlagi.  Spurningarnar lúta að margháttuðum afleiðingum þess að gangast undir orkulagabálk Evrópusambandsins, afleiðingum hans í orkumálum fyrir atvinnu, náttúru og umhverfi, utanríkisviðskipti og íslenskt samfélag í heild sinni.  Þá eru meintir fyrirvarar sveipaðir dulúð svo vægt sé til orða tekið.   Stjórnvöld sem vilja láta taka sig alvarlega hljóta að reyna að svara þeim spurningum sem er ósvarað áður en tekið er skref sem erfitt verður að stíga til baka. 

2. Mikill meirihluti þeirra Íslendinga sem afstöðu taka er andvígur því að orkubálkurinn verði leiddur í lög.  Gjáin milli þings og þjóðar er með dýpsta móti í þessu máli.  Þann hnút má leysa með því að blása til þjóðaratkvæðagreiðslu.  Séu á því annmarkar er lágmarkskrafa að málinu verði frestað til hausts svo stjórnvöldum gefist tími til að sannfæra þjóðina um að málstaður þeirra sé góður. 

Auglýsing

3. Samþykkt orkulagabálksins í norska Stórþinginu verður tekin fyrir 23. september n.k.  Verði sú samþykkt dæmd ólögmæt bendir allt til að málið gufi upp, Ísland og Noregur verði utan raforkubandalags Evrópu, öllum að meinalausu og mörgum til góðs.  Gott ráð er því að bíða úrskurðarins í Noregi.             

Höfundur er einn forsvarsmanna Orkunnar okkar og formaður Heimssýnar.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði
Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar