Þegar markaðurinn bregst

Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur skrifar um lyfjaskortinn í landinu.

Auglýsing

Und­an­farna daga hafa birst fréttir af lyfja­skorti í land­inu. Nú um stundir virð­ist staðan vera sú að for­dæma­laus og alvar­legur lyfja­skortur er í land­inu, jafn­vel er skortur á lífs­nauð­syn­legum lyfj­um. Til að bjarga ein­stökum til­fellum þar sem fólk þarf nauð­syn­leg lyf er  bent á flókið ferli und­an­þágu­lyfja. Lyfja­mark­að­ur, stjórn­sýsla lyfja, inn­flutn­ingur og verð­lagn­ing lyfja lúta ákveðnum lög­mál­um, reglum og sjón­ar­mið­u­m. 

Margt af ákvörð­unum um lyfja­markað hefur verið tengt EES samn­ingn­um, en á það skal þó bent á að þó að lyfja­mark­aður sé frjáls hefur skipu­lag hans lítið með EES samn­ing­inn að gera. Á tíunda ára­tug síð­ustu aldar var lyfja­mark­að­ur­inn (þ.e. rekstur apó­teka) gef­inn frjáls. Áður ríkti skrýtið fyr­ir­komu­lag lyf­sölu­leyfa sem gerði marga apó­tek­ara að millj­óna­mær­ing­um. Sam­hliða því fyr­ir­komu­lagi, var hins vegar starf­andi Lyfja­verslun rík­is­ins. Það segja mér eldri og vitr­ari menn að þegar sú stofnun sá um fram­leiðslu og inn­flutn­ing lyfja, ríkti EKKI alvar­legur lyfja­skortur hér á land­i. 

Auglýsing
Í dag hafa heildsalar sem nú ráða ferð­inni dregið lapp­irnar í að bjóða fram lyf sem eru algeng og með litla álagn­ingu þrátt fyrir að þessi lyf séu í mörgum til­fellum lífs­nauð­syn­leg. Frá því að lyfja­lögin tóku gildi 1996 hefur lög­gjaf­inn gefið mark­aðnum tugi ára að koma á jafn­vægi í fram­boð á lyfjum en mark­að­ur­inn hefur brugð­ist algjör­lega. Ekki er hægt að kenna neinum örðum um þennan lyfja­skort en þeim lyfja­heild­sölum sem flytja inn lyf. Ríkið hefur ekki verið að setja stein í götu þeirra hvað varðar inn­flutn­ing á lyfjum og læknar hafa ekki verið að skrifa út færri lyf­seðla en gengur og ger­ist.  

Aftur á móti verður rík­is­valdið að sýna ábyrgð á mál­inu. Þegar þessi nauð­syn­legi þáttur heil­brigð­is­kerf­is­ins brestur verða heil­brigð­is­yf­ir­völd að grípa inn í. Ef mark­að­ur­inn bregst í að flytja inn lyf og halda uppi eðli­legu fram­boði á lyfjum á Íslandi, verður ríkið að grípa til aðgerða til að tryggja eðli­legt fram­boð. Það er ekki í boði fyrir rík­is­valdið að sitja hjá og vona að hlut­irnir lag­ist af sjálfu sér. Rík­is­valdið getur gripið til nokk­urra aðgerða til að sporna við lyfja­skort­i: 

  • Að við­halda öfl­ugri stjórn­sýslu lyfja á Íslandi til að tryggja að á Íslandi verði eðli­legt fram­boð af lyfj­u­m. 
  • Ríkið getur end­ur­vakið Lyfja­verslun Rík­is­ins og tryggt fram­boð á lyfjum sem mark­að­ur­inn vill ekki flytja inn eða sinna. 
  • Ríkið getur sektað lyfja­heild­sala um að sinna ekki sinni skyldu við að tryggja eðli­legt lyfja­fram­boð.
  • Síð­ast en ekki síst getur ríkið lagt á hill­una hug­myndir um að draga úr skil­virkri stjórn­sýslu og lyfja­ör­yggi í land­inu með því að veikja þá stjórn­sýslu sem fyrir er í land­inu, sem m.a. birt­ist í hug­myndum um að leggja niður emb­ætti lyfja­mála­stjóra.

Fram­boð lyfja á Íslandi er ekki einka­mál lyfja­heild­sala. Lyf er einn veiga­mesti þáttur íslenskrar heil­brigð­is­þjón­ustu. Það er óboð­legt að á Íslandi ríki við­var­andi lyfja­skort­ur. Þetta er áskorun sem er leys­an­leg ef vilji er fyrir hendi.

Höf­undur er heilsu­hag­fræð­ing­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísland mun taka á móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að taka móti 85 kvótaflóttamönnum á næsta ári en það er fjölmennasta móttaka flóttafólks frá því að íslensk stjórnvöld hófu að taka á móti flóttafólki í samstarfi við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Regluveldi án réttinda
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Oddsdóttir, formaður stjórnarskrárfélagsins.
Stjórnarskrárfélagið segir umfjöllun Morgunblaðsins fjarstæðukennda
Stjórn­ar­skrár­fé­lagið seg­ir að um­fjöll­un Morgunblaðsins um meint af­skipti fé­lags­manna af rök­ræðukönn­un um stjórnarskrána, sem fór fram um helgina, sé fjar­stæðukennd.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og Helgi Hrafn Gunnlaugsson, þingmaður Pírata.
Rúmlega 95 prósent af tekjum Pírata og Flokks fólksins komu úr ríkissjóði
Flokkur fólksins hagnaðist um 27 milljónir króna í fyrra en Píratar töpuðu 11,7 milljónum. Báðir flokkarnir fengu engin framlög yfir 200 þúsund krónum og komu tekjur þeirra að uppistöðu úr ríkissjóði.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Ófyrirséður viðbótarkostnaður vegna nýs Herjólfs 790 milljónir
Íslenska ríkið greiðir 532 milljónir króna í viðbótarkostnað vegna lokauppgjörs við pólska skipasmíðastöð og 258 milljónir króna til rekstraraðila Herjólfs til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka vegna seinkunar á afhendingu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kvikan
Kvikan
Íslenskar valdablokkir, brottvísun þungaðrar konu og Play ... komið til að vera?
Kjarninn 12. nóvember 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Markmiðið að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og ámælisverða háttsemi
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um vernd uppljóstrara. Markmið laganna er að stuðla að því að upplýst verði um lögbrot og aðra ámælisverða háttsemi og þannig dregið úr slíku hátterni.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar