Þegar markaðurinn bregst

Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur skrifar um lyfjaskortinn í landinu.

Auglýsing

Und­an­farna daga hafa birst fréttir af lyfja­skorti í land­inu. Nú um stundir virð­ist staðan vera sú að for­dæma­laus og alvar­legur lyfja­skortur er í land­inu, jafn­vel er skortur á lífs­nauð­syn­legum lyfj­um. Til að bjarga ein­stökum til­fellum þar sem fólk þarf nauð­syn­leg lyf er  bent á flókið ferli und­an­þágu­lyfja. Lyfja­mark­að­ur, stjórn­sýsla lyfja, inn­flutn­ingur og verð­lagn­ing lyfja lúta ákveðnum lög­mál­um, reglum og sjón­ar­mið­u­m. 

Margt af ákvörð­unum um lyfja­markað hefur verið tengt EES samn­ingn­um, en á það skal þó bent á að þó að lyfja­mark­aður sé frjáls hefur skipu­lag hans lítið með EES samn­ing­inn að gera. Á tíunda ára­tug síð­ustu aldar var lyfja­mark­að­ur­inn (þ.e. rekstur apó­teka) gef­inn frjáls. Áður ríkti skrýtið fyr­ir­komu­lag lyf­sölu­leyfa sem gerði marga apó­tek­ara að millj­óna­mær­ing­um. Sam­hliða því fyr­ir­komu­lagi, var hins vegar starf­andi Lyfja­verslun rík­is­ins. Það segja mér eldri og vitr­ari menn að þegar sú stofnun sá um fram­leiðslu og inn­flutn­ing lyfja, ríkti EKKI alvar­legur lyfja­skortur hér á land­i. 

Auglýsing
Í dag hafa heildsalar sem nú ráða ferð­inni dregið lapp­irnar í að bjóða fram lyf sem eru algeng og með litla álagn­ingu þrátt fyrir að þessi lyf séu í mörgum til­fellum lífs­nauð­syn­leg. Frá því að lyfja­lögin tóku gildi 1996 hefur lög­gjaf­inn gefið mark­aðnum tugi ára að koma á jafn­vægi í fram­boð á lyfjum en mark­að­ur­inn hefur brugð­ist algjör­lega. Ekki er hægt að kenna neinum örðum um þennan lyfja­skort en þeim lyfja­heild­sölum sem flytja inn lyf. Ríkið hefur ekki verið að setja stein í götu þeirra hvað varðar inn­flutn­ing á lyfjum og læknar hafa ekki verið að skrifa út færri lyf­seðla en gengur og ger­ist.  

Aftur á móti verður rík­is­valdið að sýna ábyrgð á mál­inu. Þegar þessi nauð­syn­legi þáttur heil­brigð­is­kerf­is­ins brestur verða heil­brigð­is­yf­ir­völd að grípa inn í. Ef mark­að­ur­inn bregst í að flytja inn lyf og halda uppi eðli­legu fram­boði á lyfjum á Íslandi, verður ríkið að grípa til aðgerða til að tryggja eðli­legt fram­boð. Það er ekki í boði fyrir rík­is­valdið að sitja hjá og vona að hlut­irnir lag­ist af sjálfu sér. Rík­is­valdið getur gripið til nokk­urra aðgerða til að sporna við lyfja­skort­i: 

  • Að við­halda öfl­ugri stjórn­sýslu lyfja á Íslandi til að tryggja að á Íslandi verði eðli­legt fram­boð af lyfj­u­m. 
  • Ríkið getur end­ur­vakið Lyfja­verslun Rík­is­ins og tryggt fram­boð á lyfjum sem mark­að­ur­inn vill ekki flytja inn eða sinna. 
  • Ríkið getur sektað lyfja­heild­sala um að sinna ekki sinni skyldu við að tryggja eðli­legt lyfja­fram­boð.
  • Síð­ast en ekki síst getur ríkið lagt á hill­una hug­myndir um að draga úr skil­virkri stjórn­sýslu og lyfja­ör­yggi í land­inu með því að veikja þá stjórn­sýslu sem fyrir er í land­inu, sem m.a. birt­ist í hug­myndum um að leggja niður emb­ætti lyfja­mála­stjóra.

Fram­boð lyfja á Íslandi er ekki einka­mál lyfja­heild­sala. Lyf er einn veiga­mesti þáttur íslenskrar heil­brigð­is­þjón­ustu. Það er óboð­legt að á Íslandi ríki við­var­andi lyfja­skort­ur. Þetta er áskorun sem er leys­an­leg ef vilji er fyrir hendi.

Höf­undur er heilsu­hag­fræð­ing­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar