Vaxtastig er enn of hátt á Íslandi

Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Eflingu, segir banka og lífeyrissjóði þurfa að fylga Seðlabankanum betur í lækkunarferli á vöxtum.

Auglýsing

Í fram­haldi af und­ir­skrift lífs­kjara­samn­ings­ins í vor hefur vaxta­stigið á Íslandi lækkað nokk­uð.

Seðla­bank­inn hefur lækkað stýri­vexti sína úr 4,50% í 3,25%, eða um 1,25 %-stig. Það var einmitt eitt af mark­miðum lífs­kjara­samn­ings­ins að skapa skil­yrði til umtals­verðrar vaxta­lækk­unar fyrir heim­ilin og smærri fyr­ir­tæki. 

Þetta virð­ist vera að ganga eft­ir.

Þó eru mis­brestir á að bankar og líf­eyr­is­sjóðir hafi fylgt Seðla­bank­anum nægi­lega vel í lækk­un­ar­ferl­in­u. 

Ætla verður að þessir aðilar fylgi Seðla­bank­anum betur á næstu vikum en verið hefur hingað til, enda hefur dregið í sundur með vöxtum af lang­tíma rík­is­skulda­bréfum og vöxtum á útlánum banka og sjóð­fé­laga­lánum líf­eyr­is­sjóða. Álag þess­ara lán­veit­enda ofan á vexti rík­is­skulda­bréfa hefur enda aukist, sem varla getur talist sjálf­sagt við núver­andi aðstæð­ur.

Verð­bólgu­vænt­ingar eru á nið­ur­leið svo búast má við að Seðla­bank­inn geti haldið lækk­un­ar­ferl­inu áfram um sinn.

Í þeim efna­hags­skil­yrðum sem við nú búum við, með hæg­fara sam­drætti og kólnun í hag­kerf­inu, þá er einmitt gagn­legt að örva þjóð­ar­bú­skap­inn með vaxta­lækk­un.

Þó sagt sé að Seðla­bank­inn hafi staðið sig ágæt­lega í vaxta­lækkun frá því í vor þá er rétt að hafa í huga að sú lækkun var frá mjög háu vaxta­stigi í alþjóð­legu sam­hengi. Og þegar fyrir liggur að bankar og líf­eyr­is­sjóðir hafa í fæstum til­vikum fylgt Seðla­bank­anum nægi­lega vel eft­ir, þá er ljóst að betur má ef duga skal.Langtímavextir ríkisskuldabréfa í OECD-ríkjunum í ágúst síðastliðnum (% ársvextir).Nýlegur sam­an­burður OECD á lang­tíma­vöxtum rík­is­skulda­bréfa í aðild­ar­ríkj­unum sýnir að þrátt fyrir þróun í rétta átt þá er vaxta­stigið á Íslandi enn í hæsta lagi (sjá mynd­ina). 

Ísland er með grænu súl­una til hægri á mynd­inni, með 3,6% lang­tíma­vexti, sem eru fimmtu hæstu vext­irnir í þessum hópi 38 ríkja. Ein­ungis mun van­þró­aðri lönd en Ísland búa við hærra vaxta­stig en við. Tölur OECD um skamm­tíma­vexti segja sömu sögu.

Þau lönd sem við gjarnan berum okkur saman við eru með mun lægra vaxta­stig en hér við­gengst, sam­kvæmt þessum mæl­ingum OECD. 

Raunar eru mörg hag­sæld­ar­ríkin í Evr­ópu með nei­kvæða vexti um þessar mund­ir, þar á meðal frænd­ríkin á hinum Norð­ur­lönd­un­um, að Nor­egi und­an­skild­um. En við erum með meira en þrisvar sinnum hærri lang­tíma­vexti en Nor­eg­ur, sem er óhóf­legur mun­ur.

Auglýsing
Ekki ætla ég að mæla með því að vextir verði nei­kvæðir hér á landi, og sér­stak­lega ekki fyrir líf­eyr­is­sjóð­i. 

En það er óheppi­legt að vaxta­stig sé miklu hærra hér en í öðrum hag­sæld­ar­ríkj­um, því það dregur að kvikt fé brask­ara, sem ógnar fjár­hags­legum stöð­ug­leika eins og við brenndum okkur illi­lega á í aðdrag­anda hruns­ins.

Það er því ljóst að vaxta­stigið á Íslandi er enn óþarf­lega hátt og áfram þarf að halda á lækk­un­ar­braut­inni.

Sér­stak­lega þurfa bankar og líf­eyr­is­sjóðir að fylgja Seðla­bank­anum betur í lækk­un­ar­ferl­inu.

Höf­undur er pró­fessor við Háskóla Íslands og sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi í hluta­starfi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Röddin aftan úr myrkviðum fortíðarinnar
Leslistinn 12. nóvember 2019
Wikileaks birtir 30 þúsund skjöl um Samherja
Stundin, Al Jazeera, Wikileaks og Kveikur RÚV hafa í samstarfi unnið að umfjöllun um mútugreiðslur Samherja í Afríku.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Samherji fjallaði sérstaklega um spill­ingu og mútur í árs­reikn­ingi
Í nýjasta ársreikningi Samherja segir að fyrirtækið ætli að setja sér skrifleg viðmið um sið­ferði, spill­ingu, mann­rétt­indi og mútur á árinu 2019. Nú er Samherji ásakaður um spillingu og mútur í Namibíu.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Vilhjálmur Egilsson formaður hæfnisnefndar
Tíu umsækjendur eru um stöðu varaseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 12. nóvember 2019
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Fegurðin býr í fólkinu
Kjarninn 12. nóvember 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Hárið
Kjarninn 12. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar