Vaxtastig er enn of hátt á Íslandi

Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Eflingu, segir banka og lífeyrissjóði þurfa að fylga Seðlabankanum betur í lækkunarferli á vöxtum.

Auglýsing

Í fram­haldi af und­ir­skrift lífs­kjara­samn­ings­ins í vor hefur vaxta­stigið á Íslandi lækkað nokk­uð.

Seðla­bank­inn hefur lækkað stýri­vexti sína úr 4,50% í 3,25%, eða um 1,25 %-stig. Það var einmitt eitt af mark­miðum lífs­kjara­samn­ings­ins að skapa skil­yrði til umtals­verðrar vaxta­lækk­unar fyrir heim­ilin og smærri fyr­ir­tæki. 

Þetta virð­ist vera að ganga eft­ir.

Þó eru mis­brestir á að bankar og líf­eyr­is­sjóðir hafi fylgt Seðla­bank­anum nægi­lega vel í lækk­un­ar­ferl­in­u. 

Ætla verður að þessir aðilar fylgi Seðla­bank­anum betur á næstu vikum en verið hefur hingað til, enda hefur dregið í sundur með vöxtum af lang­tíma rík­is­skulda­bréfum og vöxtum á útlánum banka og sjóð­fé­laga­lánum líf­eyr­is­sjóða. Álag þess­ara lán­veit­enda ofan á vexti rík­is­skulda­bréfa hefur enda aukist, sem varla getur talist sjálf­sagt við núver­andi aðstæð­ur.

Verð­bólgu­vænt­ingar eru á nið­ur­leið svo búast má við að Seðla­bank­inn geti haldið lækk­un­ar­ferl­inu áfram um sinn.

Í þeim efna­hags­skil­yrðum sem við nú búum við, með hæg­fara sam­drætti og kólnun í hag­kerf­inu, þá er einmitt gagn­legt að örva þjóð­ar­bú­skap­inn með vaxta­lækk­un.

Þó sagt sé að Seðla­bank­inn hafi staðið sig ágæt­lega í vaxta­lækkun frá því í vor þá er rétt að hafa í huga að sú lækkun var frá mjög háu vaxta­stigi í alþjóð­legu sam­hengi. Og þegar fyrir liggur að bankar og líf­eyr­is­sjóðir hafa í fæstum til­vikum fylgt Seðla­bank­anum nægi­lega vel eft­ir, þá er ljóst að betur má ef duga skal.Langtímavextir ríkisskuldabréfa í OECD-ríkjunum í ágúst síðastliðnum (% ársvextir).Nýlegur sam­an­burður OECD á lang­tíma­vöxtum rík­is­skulda­bréfa í aðild­ar­ríkj­unum sýnir að þrátt fyrir þróun í rétta átt þá er vaxta­stigið á Íslandi enn í hæsta lagi (sjá mynd­ina). 

Ísland er með grænu súl­una til hægri á mynd­inni, með 3,6% lang­tíma­vexti, sem eru fimmtu hæstu vext­irnir í þessum hópi 38 ríkja. Ein­ungis mun van­þró­aðri lönd en Ísland búa við hærra vaxta­stig en við. Tölur OECD um skamm­tíma­vexti segja sömu sögu.

Þau lönd sem við gjarnan berum okkur saman við eru með mun lægra vaxta­stig en hér við­gengst, sam­kvæmt þessum mæl­ingum OECD. 

Raunar eru mörg hag­sæld­ar­ríkin í Evr­ópu með nei­kvæða vexti um þessar mund­ir, þar á meðal frænd­ríkin á hinum Norð­ur­lönd­un­um, að Nor­egi und­an­skild­um. En við erum með meira en þrisvar sinnum hærri lang­tíma­vexti en Nor­eg­ur, sem er óhóf­legur mun­ur.

Auglýsing
Ekki ætla ég að mæla með því að vextir verði nei­kvæðir hér á landi, og sér­stak­lega ekki fyrir líf­eyr­is­sjóð­i. 

En það er óheppi­legt að vaxta­stig sé miklu hærra hér en í öðrum hag­sæld­ar­ríkj­um, því það dregur að kvikt fé brask­ara, sem ógnar fjár­hags­legum stöð­ug­leika eins og við brenndum okkur illi­lega á í aðdrag­anda hruns­ins.

Það er því ljóst að vaxta­stigið á Íslandi er enn óþarf­lega hátt og áfram þarf að halda á lækk­un­ar­braut­inni.

Sér­stak­lega þurfa bankar og líf­eyr­is­sjóðir að fylgja Seðla­bank­anum betur í lækk­un­ar­ferl­inu.

Höf­undur er pró­fessor við Háskóla Íslands og sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi í hluta­starfi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar