„Krossfestur, hengdur eða skotinn?“

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um nýja bók eftir Svein Harald Øygard: Í víglínu íslenskra fjármála. Þetta er fyrri grein af tveimur.

Auglýsing

„Við berum ekki aðeins ábyrgð á gjörðum okk­ar, heldur einnig því sem við látum ógert“ - Moliére   

Fyr­ir­sögnin hér að ofan er fengin að láni frá Sturlu Páls­syni, sem sam­kvæmt frá­sögnum virð­ist hafa verið ein­hvers konar „trou­bles­hoot­er“ í fjör­brotum Seðla­bank­ans á síð­ustu dögum Dav­íðs.  Sturla var að lýsa því í minn­is­blaði, hverra kosta væri völ að hans mati, vænt­an­lega fyrir stjórn­endur bank­ans, ef ekki okkur öll, í aðdrag­anda Hruns.

Og það var ekki fjarri lagi. Þriðja stærsta gjald­þrot mann­kyns­sög­unn­ar. Það munar um minna!  Það tók Sviss­lend­inga 300 ár að byggja upp banka­geira, sem nam átt­faldri vergri lands­fram­leiðslu (VLF). Það tók íslensku bankster­ana 5 ár að nífalda VLF. Allt í skuld. Eigið fé, sem íslensku bank­arnir stærðu sig af, var allt fengið að láni. Eftir Hrun kærðu 27 alþjóð­legir bankar van­skil íslenskra banka og kröfð­ust bóta. 

„Við komumst að því, að FME (fjár­mála­eft­ir­litið íslenska) skilur ekki áhætt­u“, sögðu banka­menn frá Barclays, um leið og þeir tóku fyrir frek­ari lán til Íslands (sjá. bls. 59).  Það er nú eig­in­lega það eina, sem fjár­mála­eft­ir­liti er ætlað að skilja. Bregð­ist það er fokið í flest skjól. Það er athygl­is­vert að norski olíu­sjóð­ur­inn  komst að þeirri nið­ur­stöðu, að besta fjár­fest­ingin á Íslandi væri að kaupa trygg­ingu fyrir van­skil­um. Það væri pott­þétt. Svo eru íslenskir rit­höf­undar að dunda sér við að skrifa smá­krimma­sög­ur, sem eru þýddar á ótal tungu­mál og selj­ast eins og heitar lummur um allar triss­ur. 

Köngu­ló­ar­vef­ur­inn

En glæpareyfar­inn,  sem hér er spunn­inn af norska seðla­banka­stjór­an­um, sem við fengum að láni til að losna við Davíð árið 2009, er miklu meira spenn­andi. Enda meira lagt und­ir. Tíföld þjóð­ar­fram­leiðsla að veði. Eig­endur banka tæmdu þá með lánum til sjálfra sín – og hirtu gjald­eyr­is­vara­sjóð Seðla­bank­ans í kaup­bæti  með hinum frægu „ást­ar­bréf­um“ – end­an­lega til eign­ar­halds­fé­laga sinna, sem áttu sér heim­il­is­festi í póst­hólfum á pálma­eyjum Karí­ba­hafs­ins. Og lífs­stíll hinna nýríku var eftir því: Einka­þotur og lysti­snekkj­ur, sukk og svall­veisl­ur, fót­bolta­fé­lög til að leika sér með, og fjöl­miðlar til að rétt­læta allt saman og fegra ímynd­ina. 

Auglýsing
Lykilorðin til að skilja „sy­stemið í þessum galskab“ eru tengsl og vensl. Inn­byrðis tengsl og vensl  banksteranna, sem á þessum árum léku sér að örlögum þjóð­ar. Tákn­mynd tíma­bils­ins birt­ist í einu af mörgum bindum rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is. Það var risa­vax­inn köngu­ló­ar­vef­ur, þar sem tengsl og vensl eign­ar­halds­fé­laga með ótrú­lega hug­kvæmum nafn­gift­um, voru rak­in.  Virtir end­ur­skoð­endur spil­uðu með og sluppu frá því, af því að þegar röðin kom að þeim hjá sér­stökum sak­sókn­ara voru fjár­veit­ingar á þrotum og sér­fræð­ingar ekki á lausu. Meg­in­verk­efni bank­anna var sér­fræði­ráð­gjöf til þotu­liðs­ins um yfir­hylm­ingu og skatt­svik. 

Eftir á spyrja menn sjálfa sig og hver ann­an, furðu­lostn­ir: Hvers vegna gerði eng­inn neitt? Allt gerð­ist þetta á vakt tveggja for­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Geirs Haarde í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu og Dav­íðs Odds­sonar í Seðla­bank­an­um.  Hvers vegna gerðu þeir ekki neitt? Báðir til­heyrðu þeir á yngri árum hinum fræga klúbbi, sem kenndur var við Eim­reið og boð­aði fagn­að­ar­er­indi nýfrjáls­hyggj­unn­ar. Undir þeirra stjórn var Ísland orðið að til­rauna­stofu nýfrjáls­hyggj­unn­ar. Sam­kvæmt kenn­ing­unni átti jú ekki að gera neitt. Mark­að­irnir áttu að sjá um þetta. Sam­kvæmt því var afskipta­leysið ekki mis­tök, heldur stefna sem átti að fram­fylgja. 

Svikin lof­orð

Seðla­banka­stjórar Norð­ur­landa funda saman þriðja hvern mán­uð.  Á fundi þeirra þann 14. maí, 2008 bað seðla­banka­stjóri vor um hjálp – gjald­eyr­is­skipta­samn­ing. Hinir seðla­banka­stjór­arnir settu skil­yrði. Þeir kröfð­ust þess, að íslenska banka­kerfið yrði minnkað – lang­tíma­mark­miðið var, að það drægist sam­an  um a.m.k. helm­ing. Þeir létu hringja í Geir Haar­de, for­sæt­is­ráð­herra Íslands, af fund­in­um. Geir lof­aði öllu fögru. Næsti fundur seðla­banka­stjór­anna var hald­inn eftir fall Lehmans. Þá lá allt fyr­ir: „Ekki hafði verið upp­fyllt neitt þeirra skil­yrða, sem sett höfðu verið fram í maí. Sagan end­ur­tók sig“, segir Stefan Ing­ves, sænski seðla­banka­stjór­inn, sem var hertur í eldi sænsku fjár­málakrepp­unnar upp úr 1990. 

Fjórum dögum eftir hrun Lehmans, 19. sept­em­ber, 2008  birti íslenski Seðla­bank­inn stöðu­mat sitt á minn­is­blaði. Við­brögð sænska seðla­banka­stjór­ans voru þessi: „Þá þegar var nán­ast allt farið til fjand­ans. Alger­lega. Eng­inn trúði orði af því, sem þarna var sagt og skrif­að“ (sjá bls. 104). – Svo segja menn, að banka­starf­semi snú­ist um traust!

Ísland var rúið trausti. Skömmu seinna var það lagt inn á gjör­gæslu­deild IMF –    Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins.

Dramb er falli næst

Af hverju gerði eng­inn neitt? Sam­kvæmt þáver­andi for­seta Íslands, Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, (fyrr­ver­andi for­manni Alþýðu­banda­lags­ins) var engin ástæða til að gera neitt. Hann var á þessum árum vild­ar­vinur og helsta klapp­stýra útrás­ar­vík­ing­anna, sem svo voru kall­að­ir. Þann 3. maí, 2005 flutti hann ræðu í Lund­ún­um, sem fræg varð að endem­um. Text­inn ætti að vera inn­ram­maður uppi á vegg í ráðu­neytum og stjórn­ar­stofn­unum Íslands, öllum til við­vör­unar um hin fornu sann­indi, að dramb er falli næst.

Auglýsing
Ræðan var hástemmdur lof­söngur um eðl­is­læga yfir­burði íslensku útrás­ars­ar­vík­ing­anna. For­set­inn taldi upp 13 ástæður fyrir stór­kost­legum árangri þeirra. Hér eru nokkur sýn­is­horn, sem reyna á trú­girni les­and­ans:  Vinnu­sið­ferði (25 þeirra voru síðar dæmdir til fang­els­is­vistar fyrir svind­l), árang­urs­sækni (gjald­þrot bank­anna), æðru­leysi gagn­vart áhættu (enda þurftu aðrir að borga reikn­ing­inn að lok­um), lítil skrif­finnska (skap­andi reikn­ings­hald eða bók­halds­hag­ræð­ing), per­sónu­leg tengsl (sbr. köngu­ló­ar­vef­inn),  mik­il­vægi per­sónu­legs orðstírs (voru þeir ekki allir hand­hafar stór­ridd­ara­kross fálka­orð­unn­ar?), sam­keppn­is­hæfur inn­an­lands­mark­aður (sic!), sam­starfs­hæfni og sköp­un­ar­gáfa (sjá bls. 62).

Lýsir þetta ekki fyrst og fremst aðdá­un­ar­verðri sköp­un­ar­gáfu við öfug­mæla­smíð? Væri ekki nær að klóna höf­und­inn frem­ur  en hund­inn?

Við­vör­un­ar­merkin

Var Hrunið fyr­ir­sjá­an­legt? Já, segir seðla­banka­stjór­inn norski. Við­vör­un­ar­merkin blöstu alls staðar við. Menn  hlutu að vera slegnir (hug­mynda­fræði­legri) blindu til að sjá þau ekki. Já, en – var það fyr­ir­byggj­an­legt? Aftur segir norski seðla­banka­stjór­inn já. Hann vitnar í „mín­i-krís­una“ árið 2006 og lýsir því með dramat­ískum hætti: „Sunnu­dag­ur­inn 26. mars, 2006 markar þá stund á Íslandi, þegar ekki varð aftur snú­ið“, segir banka­starfs­maður (sjá bls. 151).

„Lands­bank­inn hafði til­kynnt yfir­völd­um, að bank­anum yrði ekki kleift að greiða afborg­un, sem féll í gjald­daga dag­inn eft­ir. Þann dag var hald­inn neyð­ar­fundur á heim­ili seðla­banka­stjóra með full­trúum bank­anna þriggja“....  „Okkur var ljóst, að eitt­hvað væri að“, segir starfs­maður seðla­bank­ans. ...“á miðjum fund­inum þann 26. mars til­kynnti Lands­bank­inn, að fjár­mögn­un­ar­vandi bank­ans væri leyst­ur. Pen­ing­arnir væru til­tæk­ir. Þarna misstu menn af tæki­færi til þess að grípa í taumana“, segir Nors­ar­inn.

 „Hefði verið reynt að ná tökum á efna­hags­kerf­inu dag­inn þann, hefði mátt forð­ast hvell­inn“ (bls. 151). 

Er þetta rétt? Svarið er já. Ekki í þeim skiln­ingi, að Ísland hefði þar með sloppið við áhrif amer­ískrar fjár­málakreppu, sem barst með smit­berum vítt og breitt um heim­inn. En það hefði mátt minnka skað­ann veru­lega. Forða fjölda fólks frá harm­kvæl­um. Hvern­ig?  Með því að færa aðal­stöðvar bank­anna (alla vega stærsta bank­ans) til Lund­úna, þaðan sem þeir stýrðu umsvifum sínum vítt og breytt um heim­inn. Með því að breyta úti­búum bank­anna erlendis í dótt­ur­fé­lög, sem þar með yrðu rekin með banka­leyfi og á ábyrgð trygg­ing­ar­sjóða gisti­ríkja, eins og reyndar stóð til boða (Ices­ave o.fl.).  Sein­ustu for­vöð til að gera þetta hefðu verið á fyrstu mán­uðum 2008, með því að fram­fylgja neyð­ar­ráð­stöf­un­um, sem Buiter og Sibert lögðu til – en til­lögum þeirra var sem kunn­ugt er stungið undir stól.

Seðla­bankar hafa marg­vís­leg önnur ráð til að minnka umsvif og draga úr skulda­söfnun við­skipta­banka. „Fjár­mála­eft­ir­litið er ekki með neina pen­inga. Það er seðla­bank­inn sem er með pen­ing­ana. Sá sem er yfir seðla­bank­anum á að gæta pen­ing­anna“.

 „Sumir segja, að stjórn­völd, seðla­bank­inn og við­skipta­bankar, hefðu lítið getað aðhafst 2006 og 2007. Það er ein­fald­lega ekki rétt“ – segir sá norski (sjá bls. 152).

Að gera illt verra

„Í stað þess að draga úr umfangi eigna sinna keyptu bank­arnir eigin hluta­bréf, juku lán til eig­enda sinna og lögðu fram enn meiri pen­inga, þegar þrýst var á eig­end­urna út af fyr­ir­tækja­sam­steyp­um, lysti­snekkjum og þot­um. Mikið af þess­ari gegnd­ar­lausu eyðslu var fjár­magnað með skamm­tíma­lánum úr seðla­bank­an­um“(­sjá bls. 152).

Auglýsing
Hvað er um þetta að segja? „Þetta er með ólík­ind­um“, segir Tryggve Young, reyndur nor­rænn banka­mað­ur. „Seðla­banka­fjár­mögnun á að nota í neyð og til skamms tíma. Bank­arnir bera stærstu ábyrgð­ina, en fjár­mála­eft­ir­litið og seðla­bank­inn áttu að vita bet­ur“.

Með­vit­und­ar­leysi

Þetta rímar við nið­ur­stöður Rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is. Þar segir (sjá bls. 153): 

„Fyrir ligg­ur, að í rík­is­stjórn Íslands var allt fram að falli bank­anna lítið rætt um stöðu bank­anna og lausa­fjár­krepp­una, sem hófst undir lok sum­ars 2007. Hvorki verður séð af fund­ar­gerðum rík­is­stjórn­ar­innar né frá­sögnum þeirra sem gáfu skýrslur fyrir rann­sókn­ar­nefnd Alþingis að þeir ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem fóru með efna­hags­mál (for­sæt­is­ráð­herra), banka­mál (við­skipta­ráð­herra) eða fjár­mál rík­is­ins (fjár­mála­ráð­herra) hafi gefið rík­is­stjórn­inni sér­staka skýrslu um vanda bank­anna eða hugs­an­leg áhrif hans á efna­hag og fjár­mál rík­is­ins frá því að þrengja tók að bönk­unum og þar til banka­kerfið rið­aði til falls 2008. Það er fánýtt að ræða um það, hvaða ráð­herrum og emb­ætt­is­mönnum sé um að kenna. Allir við­stadd­ir, sem sáu hvað var að ger­ast, hefðu átt að lýsa yfir áhyggjum sínum og hefja aðgerðir til þess að tryggja umbæt­ur. Eða segja af sér“ (sama bls.).

En það gerði eng­inn neitt. Það sagði eng­inn af sér. Og því fór sem fór.

(Fram­hald á morg­un: „Upp skalt á kjöl klífa“ – leið Íslands út úr Hrun­inu)

Höf­undur er fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar