Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?

Jón Baldvin Hannibalsson skrifar um íslenskan sjávarútveg og auðlindarentu.

Auglýsing

Í rök­ræðum sínum um auð­linda­stefnu í skugga Sam­herj­a­máls­ins í Silfri Egils þann 8. des.s.l. vakti það athygli mína, að hvorki stjórn­and­inn né við­mæl­endur hans nefndu einu orði hug­takið „auð­lind­arenta“. Merki­legt nokk, af því að auð­lind­arentan og ráð­stöfun hennar er það sem málið snýst um. Það gefur til­efni til fáeinna athuga­semda í því skyni að reyna að setja málið í stærra sam­hengi.

1. Þorska­stríð og svartar skýrslur

Á seinni hluta sein­ustu aldar háðu Íslend­ingar þrenn þorska­stríð við Breta og fleiri þjóðir um for­ræði yfir auð­lindum sjávar við strendur Íslands. Sumir hafa  kallað það hina eig­in­legu sjálf­stæð­is­bar­áttu okk­ar. Við unnum þessi stríð. En við höfðum varla fyrr unnið en fyrstu skýrslur fiski­fræð­inga um yfir­vof­andi hrun helstu nytja­stofna vegna ofveiði birt­ust. Hrun þorsk­stofns­ins á hinum gjöf­ulu Nýfundna­landsmiðum var víti til varn­að­ar. Það var orðið óum­flýj­an­legt að tak­marka sókn í auð­lind­ina. Við þreif­uðum okkur áfram. Svo­kallað „skrap­daga­kerfi“ var reynt en reynd­ist illa. 

2. Afla­marks­kerfi með fram­sali

Nið­ur­staðan varð að lokum (1983-91) afla­marks­kerfi með fram­sals­rétti. Til­gang­ur­inn var tví­þætt­ur: Að stöðva ofveiði – fyr­ir­byggja útrým­ingu nytja­stofna – með því að tak­marka sókn. Og að draga úr sókn­ar­kostn­aði – auka arð­semi – með því að sækja tak­mark­aðan afla með færri skipum og minni til­kostn­aði. Þetta kerfi hefur nú verið við lýði í tæpa þrjá ára­tugi. Það hefur skilað til­ætl­uðum árangri. Veið­arnar telj­ast vera sjálf­bærar (út frá líf­fræði­legu sjón­ar­miði) og arð­semi þessa helsta útflutn­ings­at­vinnu­vegar þjóð­ar­innar hefur stór­auk­ist.

Auglýsing
En þetta gerð­ist ekki sárs­auka­laust. Fórn­ar­kostn­að­ur­inn birt­ist í sam­þjöppun veiði­heim­ilda og byggða­rösk­un. Mörg sjáv­ar­pláss töp­uðu veiði­heim­ild­um, með atvinnu­leysi og verð­falli eigna í kjöl­far­ið. Það skorti lög­gjöf um sam­fé­lags­lega ábyrgð fyr­ir­tækj­anna, sem keyptu upp veiði­heim­ild­irn­ar. Norð­menn sáu þetta fyrir heima hjá sér og leiddu í lög marg­vís­legar skyldur fyr­ir­tækja við byggð­ar­lög. Við sinntum því ekki. Vest­firðir hafa orðið harð­ast úti af þessum sök­um. 

3. Auð­lind­arentan

Afnám frjálsrar sóknar og skömmtun rík­is­ins á úthlutun veiði­heim­ilda er bylt­ing­ar­kennd breyt­ing á atvinnu­háttum þjóð­ar, sem byggir afkomu sína – ekki síst lands­byggð­ar­innar – á sjáv­ar­út­vegi. Við það að ríkið skammtar aðgang að auð­lind­inni verða til eft­ir­sókn­ar­verð sér­leyfi, sem eru mikið fémæti. Frjáls sókn þýddi áður harða sam­keppni, fjölgun skipa og auk­inn kostnað við að veiða minnk­andi afla. Þetta át upp allan hagn­að. Stjórn­laus sókn end­aði í tap­rekstri allra. Þegar tap­rekst­ur­inn keyrði úr hófi, var gengið fellt eftir þörf­um. Rányrkja og reglu­bundið kaup­rán í formi síend­ur­tek­inna geng­is­fell­inga, voru okkar ær og kýr.

 Tak­mörkuð sókn forð­aði ofveiði. Fram­sals­réttur stuðl­aði að sér­hæf­ingu, dró úr sókn­ar­kostn­aði og jók arð­semi. Auð­lind­arentan er arð­ur­inn, sem eftir stend­ur, þegar allur kostn­aður hefur verið greidd­ur: Laun, annar rekstr­ar­kostn­að­ur, afborg­anir af lán­um, fjár­fest­ing­ar­kostn­að­ur, afskriftir fasta­fjár­muna og hagn­aður eig­enda. Þetta er auð­lind­arent­an, sem áður varð að engu í tak­marka­lausri sókn. Hver á að njóta henn­ar? Það er stóra spurn­ing­in, sem um er deilt. Og það eru gríð­ar­legir hags­munir í húfi.

4. Gjafa­kvótar og skömmt­un­ar­vald

Það er óum­deilt, að sér­leyfi fyrir aðgang að tak­mark­aðri auð­lind (einka­leyfi án sam­keppni) fela í sér gríð­ar­legt fémæti. Lögum sam­kvæmt er þjóðin (ríkið fyrir hennar hönd) eig­andi auð­lind­ar­inn­ar. Er það ekki sann­gjörn krafa, að eig­and­inn fái greitt fyrir afnot að auð­lind­inni? Hversu mik­ið? Í mark­aðs­hag­kerfi svarar mark­að­ur­inn þeirri spurn­ingu. Við upp­boð veiði­heim­ilda svara fyr­ir­tækin því, hversu mikið þau eru til­búin að greiða fyrir sér­leyf­ið. Þetta er sú leið, sem Norð­menn hafa farið við nýt­ingu þjóð­ar­auð­linda sinna í olíu og gasi. 

Norska þjóðin á auð­lind­ina. Nýt­ing­ar­rétt­ur­inn er boð­inn upp á mark­aði. Arð­ur­inn (auð­lind­arent­an) rennur í þjóð­ar­sjóð. Sá þjóð­ar­sjóður er nú stærsti fjár­fest­ing­ar­sjóður í heimi. Norska ríkið er skuld­laust. Norska vel­ferð­ar­ríkið stendur traustum fótum og er talið til fyr­ir­myndar á heims­vísu. Engum (nema rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, sem er gefið út af sér­leyf­is­höf­um) dettur í hug, að kalla gjald­töku fyrir nýt­ing­ar­heim­ild­irnar skatt­lagn­ingu. Þaðan af síður skatt­lagn­ingu á lands­byggð­ina, sem öðrum fremur nýtur góðs af þjóð­ar­sjóðn­um. Þetta er bara bull. 

5. Er Saudi-­Ar­abía okkar fyr­ir­mynd?

Saudi-­Ar­abía býr yfir gríð­ar­legum auð­æfum í formi nátt­úru­auð­linda (olía og gas). Allur arður af nýt­ingu þess­ara auð­linda rennur í sjóði kon­ungs­ætt­ar­inn­ar. Þar er reyndar eng­inn rík­is­sjóð­ur. Sjóð­ur­inn sem þjónar því hlut­verki, heitir „The Royal Pur­se“ – hin kon­ung­lega pyngja. Úthlutun úr honum er að geð­þótta hans hátign­ar. Sömu sögu er að segja um hin arab­ísku fursta­dæm­in. Svip­aða sögu er að segja um hin nýfrjálsu ríki Afr­ík­u,  t.d. Nígeríu og Angólu. Þessi ríki búa yfir gríð­ar­lega verð­mætum og eft­ir­sóttum auð­lind­um. Arð­inum er skipt milli ger­spilltrar yfir­stéttar og fjöl­þjóð­legra auð­hringa, sem greiða mútur sínar inn á leyni­reikn­inga bóf­anna í skatta­skjólum fyrir arð­ráns­rétt­inn. Sam­herj­a­mál­ið, sem nú er afhjúpað, er pínu­lítið sýn­is­horn af því, hvernig kaupin ger­ast á eyr­inni. Það er þess vegna sem spurn­ingin í fyr­ir­sögn þess­arar grein­ar, varðar kjarna máls­ins: Viljum við vera til fram­búðar nor­rænt vel­ferð­ar­ríki (hlið­stætt Nor­egi) eða arð­rænd nýlenda í eigin land­i? 

6. Auð­lind­arentan – „how much?“

Hvað erum við að tala um háar fjár­hæð­ir? Það er til marks um sjúskið í íslenskri stjórn­sýslu, að við vitum það ekki fyrir víst. Ef allt væri með felldu hefði Þjóð­hags­stofnun (munið þið eftir henn­i?) reiknað út upp­hæð auð­lind­ar­rent­unnar ár frá ári og birt í árs­skýrslum sínum um afkomu atvinnu­veg­anna. En því er ekki lengur að heilsa. Ástæðan er sú, að geð­ríkur ofstopi á stóli for­sæt­is­ráð­herra fór ein­hvern tíma í fýlu, af því að honum mis­lík­aði þjóð­hags­spáin og lagði niður Þjóð­hags­stofn­un. Og var lát­inn kom­ast upp með það. Hugsið ykkur geðl­urðu­hátt Alþing­is! Geð­þótta­á­kvarð­anir af þessu tagi eru alsiða í Afr­íku, en óhugs­andi á Norð­ur­löndum – nema á Íslandi. Og Alþingi lætur bjóða sér þetta.

 Höfum við ein­hverjar áætl­anir við  að styðj­ast um heild­ar­upp­hæð auð­lind­ar­rent­unnar á s.l. tveimur ára­tug­um? Sér­fræð­ing­ar, eins og t.d. Jón Steins­son, hag­fræði­pró­fessor hjá Yale, Ind­riði H. Þor­láks­son, fv. rík­is­skatt­stjóri og töluglöggir stjórn­mála­menn eins og t.d. Krist­inn H. Gunn­ars­son, fv. alþing­is­mað­ur, hafa í skrifum sínum á und­an­förnum upp­gangs­árum stór­fyr­ir­tækj­anna í íslenskum sjáv­ar­út­vegi áætlað auð­lind­ar­rent­una á bil­inu 40 – 50 millj­arða á ári. Ef við tökum lægri töl­una sem dæmi, þýðir það, að auð­lind­ar­rentan hafi numið 800 millj­örðum króna á und­an­förnum tveimur ára­tug­um. Sum árin meira, önnur minna. Á sama tíma hefur gjald­taka í formi veiði­leyfa sjaldn­ast dugað til að dekka kostnað sam­fé­lags­ins af þjón­ustu við sjáv­ar­út­veg­inn. Auð­vitað er ekki boð­legt að hafa uppi get­gátur af þessu tagi um und­ir­stöðu­stærðir í þjóð­ar­bú­skap okk­ar. Við eigum að vita þetta fyrir víst. Hvers vegna lætur Alþingi – sem á að hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd­ar­vald­inu – bjóða sér þetta?

7. Hin nýja stétt

Ef áður­nefndar tölur eru vís­bend­ing um, hvernig fáeinar fyr­ir­tækja­sam­steypur í meiri­hluta­eign fárra fjöl­skyldna (meira en helm­ingur veiði­heim­ilda í eigu fimm aðila), hafa kom­ist upp með það í skjóli póli­tísks valds, að ræna þjóð­ina arð­inum af helstu auð­lind sinni, þá er það ekki ofmælt hjá Stef­áni Jóni Haf­stein í ágætri grein (Tíma­rit M&m, 2011) að kalla Ísland „rányrkju­bú“. Við erum þá aftur orðin nýlendu­þjóð í eigin landi. Spill­ingin sem hér þrífst er þá í grund­vall­ar­at­riðum sam­bæri­leg við það sem við­gengst í ger­spilltum alræð­is­ríkjum Araba­heims­ins eða í hinum nýfrjálsu ríkjum Afr­íku. Kveikjan að tíma­rits­grein Stef­áns Jóns Haf­stein var einmitt reynsla hans sem full­trúi Þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­unar Íslands í sunn­an­verðri Afr­íku (þ.á.m. í Namib­íu).

Auglýsing
Skalinn á þeim auð­æf­um, sem hér er ráð­stafað í skjóli póli­tísks valds er þá slík­ur, að okkar veik­burða lýð­ræði fær ef til vill ekki við þetta ráð­ið, úr því sem komið er. Auði fylgja völd. Ofurauði fylgja, þegar verst gegn­ir, alræð­is­vald. Stjórn­mála­flokk­arnir verða háðir þessu valdi. Fram­bjóð­endur í próf­kjörum, sér­stak­lega í lands­byggð­ar­kjör­dæm­un­um,  mega sín lít­ils án atbeina þessa valds. Veik­burða fjöl­miðlar eru háðir þessu valdi. Litlu fyr­ir­tækin – leigu­lið­arnir í sjáv­ar­út­veg­inum – eiga allt sitt undir þessu valdi. Við svona kring­um­stæður breyt­ist lýð­ræðið fyrr eða síðar í sýnd­ar­veru­leika . Auð­ræði tekur við. 

8. Nú er hún Snorra­búð stekkur

Árið 1976,  eftir að fyrsta svarta skýrslan um yfir­vof­andi hrun fiski­stofna, birtist, sam­þykkti flokks­þing Alþýðu­flokks­ins ályktun með ýtar­legri grein­ar­gerð um auð­linda­stefnu flokks­ins. Bæk­ling­ur­inn er mér ekki hand­bær, en kjarni máls­ins var þessi: Auð­lindir lands­manna til sjós og lands, utan skil­greindra marka einka­eign­ar­rétt­ar, skulu að lögum vera sam­eign þjóð­ar­inn­ar. Þetta á við um landið sjálft, utan endi­marka bújarða. Þetta á við um nytja­stofna í fisk­veiði­lög­sög­unni og auð­æfi á sjáv­ar­botni. Og þetta á við um orku­auð­lind­irnar og um vatn­ið. Þetta er allt í anda sígildrar jafn­að­ar­stefnu, eins og hún birt­ist okkur í fram­kvæmd á Norð­ur­lönd­um. 

Það var með vísan til þess­arar fram­tíð­ar­stefnu­mörk­un­ar, sem við jafn­að­ar­menn settum sam­eign­ar­á­kvæðið á sjáv­ar­auð­lind­inni í 1. grein fisk­veiði­stjórn­un­ar­lag­anna að skil­yrði fyrir sam­þykki kvóta­kerf­is­ins árið 1988. Og festum þá grund­vall­ar­reglu í sessi með var­úð­ar­á­kvæð­inu við sam­þykkt fram­sals­rétt­ar­ins  um, að tíma­bundin úthlutun veiði­heim­ilda myndi aldrei lögvar­inn eign­ar­rétt né skaða­bóta­skyldu á hendur rík­inu síðar meir. Án þess­ara laga­á­kvæða, sem sett voru að okkar frum­kvæði, væri bar­áttan fyrir gjald­töku fyrir nýt­ingu auð­linda Íslands þegar töp­uð.

Vegna þess­arar varð­stöðu okkar um þjóð­ar­hags­muni er stríðið enn ekki tap­að.

Við minn­umst þess með ánægju frá þessum tíma, að þá áttum við jafn­að­ar­menn  banda­menn í bar­átt­unni fyrir þessum mál­stað, sem voru rit­stjórar Morg­un­blaðs­ins, þeir Matth­ías Jóhann­es­sen og Styrmir Gunn­ars­son. Það má því segja, að  nú sé hún Snorra­búð stekk­ur, þegar Morg­un­blaðið er orðið að purk­un­ar­lausum áróð­ursmiðli fyrir sér­hags­munum sægreifanna, sem borga með brosi á vör fyrir halla­rekstur blaðs­ins undir rit­stjórn fyrr­ver­andi for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 

Það er því væg­ast sagt ankanna­legt, að Styrmir Gunn­ars­son skuli varla opna svo munn­inn um þau mál, sem hér hafa verið gerð að umtals­efni, án þess að halda því fram, gegn betri vit­und og til að bera blak af Sjálf­stæð­is­flokkn­um, að vinstri­st­jórn Stein­gríms Her­manns­sonar (1988-91) beri á því alla ábyrgð að hafa leitt hina nýju auð­stétt til valda á 

Ísland­i. 

9. Að flýja ábyrgð og kenna öðrum um

Styrmir spyr, hvers vegna vinstri­st­jórnin lagði ekki á veiði­leyfagjöld, um leið og fram­salið kom til fram­kvæmda (1991). Svar: Vegna þess að and­lag veiði­leyfagjalds – auð­lind­ar­rentan – var ekki til. Það tók sjáv­ar­út­veg­inn nokkur ár að gera upp skuldir eftir fjár­fest­inga­fyllirí  fyrri ára og að ná sér á strik eftir afla­brest og versn­andi við­skipta­kjör kreppu­ár­anna 1988-94. Til að hraða bata­horfum lagði Við­eyj­ar­stjórnin á „þró­un­ar­gjald“. Það rann í sjóð til að standa undir úreld­ingu flot­ans og þar með lækkun sókn­ar­kostn­að­ar. Það var ekki fyrr en þessar aðgerðir voru farnar að bera árang­ur, þegar nær dró alda­mót­um; og EES-­samn­ing­ur­inn var far­inn að ryðja braut­ina fyrir nýju hag­vaxt­ar­skeið­i,  sem auð­lind­ar­rentan fór að skila sér. Og þar með for­send­urnar fyrir auð­lind­ar­gjaldi. Þá naut Alþýðu­flokks­ins ekki lengur við í rík­is­stjórn.

Hér kemur list­inn yfir þá sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, sem bera á því ábyrgð, að veiði­leyfagjaldið hefur aldrei risið undir nafni – verið nán­ast til mála­mynda – og varla dugað fyrir sam­fé­lags­kostn­aði af sjáv­ar­út­veg­in­um. Þeir heita:  Þor­steinn Páls­son, Árni Mathies­en, Einar Guð­finns­son, Stein­grímur J. Sig­fús­son, Jón Bjarna­son, Gunnar Bragi Sveins­son, Sig­urður Ingi Jóhanns­son og Krist­ján Þór Júl­í­us­son. Kannski gleymi ég ein­hverj­um. Ég kann­ast ekki við, að þarna sé neina jafn­að­ar­menn að finna.

 Kannski Styrmir vilji skella skuld­inni á þá Stein­grím J. og Jón Bjarna­son. En erum við ekki einmitt að kom­ast að því þessi dægrin, að Vinstri græn eru hvorki græn né til vinstri? Þau koma mér nú orðið fyrir sjónir sem póli­tískir sveim­hug­ar, sem sætta sig við að vera til skrauts í póli­tískum sýnd­ar­veru­leika. Hvað liggur eftir þau til að bæta mein­semdir og auka jöfnuð í okkar þjóð­fé­lag­i? 

Jú, víst eitt: Stein­grímur J. Sig­fús­son reynd­ist búa yfir þrjósku sauð­kind­ar­innar og seiglu útkjálka­manns­ins sem fjár­mála­ráð­herra við að hreinsa út skít­inn eftir flott­ræf­ils­bruðl  hrun­verja íhalds og fram­sókn­ar. Það verður aldrei af honum skaf­ið. Þar fyrir utan er hann hvorki vinstri né grænn, heldur stór­iðjusinni og varð­hundur land­bún­að­ar­kerf­is, sem nátt­úru­vís­inda­menn telja helsta eyð­ing­ar­afl okkar við­kvæma gróð­ur­fars vegna ofbeitar og upp­blást­ur­s. 

10. Sein­ustu for­vöð?

Sann­leik­ur­inn er sá, að þótt Ísland sé dæmi­gert auð­linda­hag­kerfi, hafa ráð­andi öfl ekki markað þjóð­inni neina trú­verð­uga auð­linda­stefnu til fram­búð­ar. Við, jafn­að­ar­menn, vorum eini stjórn­mála­flokk­ur­inn sem það  gerði og fylgdi því eft­ir, meðan við fengum því ráð­ið. Það kemur því úr hörð­ustu átt, þegar helsti hug­mynda­fræð­ingur gamla Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem nú er ekki lengur til, ber okkur á brýn að hafa brugð­ist í þessu máli. Það er ein­fald­lega ósatt.

Mér sýnist, með vísan til þess sem að framan er sagt, að íslenska þjóðin standi nú  á tíma­mót­um, þar sem reyna muni á styrk lýð­ræð­is­ins – þjóð­ar­vilj­ans – í reynd. Ég spurði í upp­hafi, sam­an­ber fyr­ir­sögn grein­ar­inn­ar, hvort við viljum heldur skipa okkur í sveit með hinum nor­rænu vel­ferð­ar­ríkjum eða una því að vera, nauðug vilj­ug, arð­rænd nýlenda í eigin landi. Næstu kosn­ingar eiga að snú­ast um fátt ann­að. Kannski verða þær kosn­ingar sein­asta tæki­færið sem við fáum til að reka af okkur slyðru­orð þrælsótt­ans (svo að ég vitni til orða frænda míns  Berg­sveins Birg­is­sonar (höf­undar Svarta vík­ings­ins), sem ætt­aður er af Norð­ur­strönd­um).

Höf­undur var for­maður Alþýðu­flokks­ins – Jafn­að­ar­manna­flokks Íslands – 1984-1996.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar