Er byggðastefna á Íslandi?

Já, og ef hún hefði nafn kallaðist hún: Allir suður.

Auglýsing

Mín skoðun er sú að byggða­stefna á Íslandi sem lítur að lands­byggð­unum er veik. Það er eng­inn kraftur í henni og þetta eru allt of mikil plástra­vinna í stað alvöru breyt­inga. Hin raun­veru­lega byggða­stefna gengur vel og til marks um það búa um 80% íbúa lands­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og í klukku­tíma keyrslu frá henni.

Í dag virð­ist mér að allt of margir telji að það sé nátt­úru­lög­mál að fólk flytji suð­ur. Vegna þessa er í raun engin raun­veru­legur kraftur í því að byggja upp lands­byggð­ina og þá inn­viði sem þarf til svo fólk geti búið þar áfram og nýtt fólk flutt á svæð­ið. Ef eitt­hvað er byggt upp teng­ist það oft og iðu­lega upp­bygg­ingu í stór­iðju og því ekki skrítið að margir séu opnir fyrir slíkum fram­kvæmdum þó þeir sé umhugað um umhverf­ið.

Það er frá­bært að búa út á landi þegar allt er í lagi en ekki þegar eitt­hvað kemur upp á eins og við sáum vel í óveðr­inu sem gekk yfir fyrir skemmstu þá hrundu niður mik­il­vægir inn­við­ir. Þetta sjáum við líka þegar fólk út á landi glímir við lang­vinn veik­indi þá getur kostn­aður fjöl­skyldna hlaupið á millj­ónum við að sækja þá þjón­ustu suð­ur. Vegna kostn­aðar gefst fólk upp og færir sig nær þjón­ust­unni sem hefur mark­visst verið skorin niður og flutt suð­ur.

Auglýsing
Ég get ekki séð annað en að ákvarð­anir um byggða­mál séu teknar af fólki í ráðu­neytum og rík­is­stofn­unum sem allt býr á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og skilur ekki hvernig er að búa út á landi, áttar sig ekki á vanda­málum og tæki­færum sem þar eru. Þetta er ekki vont fólk en það finnur ekki á eigin skinni hvað aðstöðu- og þjón­ustu­leysið er slæmt. Þetta fólk heyrir af vanda­málum lands­byggð­ar­innar en þær fáu raddir sem það heyrir drukkna í dag­legum sam­ræðum þeirra við fólk á sínu heima­svæði.

Það þýðir ekk­ert að byggja upp inn­viði út á landi á þeim hraða sem það er gert í dag, það þarf massífa inn­spýt­ingu fjár­fest­inga og alvöru plan fyrir kjarna­svæði hvers fjórð­ungs ef það er ætlun okkar að halda þeim almenni­lega í byggð. Meðan þetta áhuga­leysi við­gengst eykst bilið milli lands­byggðar og höf­uð­borgar sem er slæmt fyrir alla, við horfum á höf­uð­borg­ina og svæðið næst henni þenj­ast út sem skapar alls­konar vanda­mál m.a. á hús­næð­is­mark­aði og í sam­göngum meðan á lands­byggð­unum ríkir svo gott sem stöðnun í nýbygg­ingu.

Á þessu er ein und­an­tekn­ing og það er Akur­eyri. Þar hefur tek­ist að byggja upp bæ með þjón­ustu, afþr­ey­ingu og aðstöðu sem gerir Akur­eyri og nágrenni á áhuga­verðum stað til búsetu. Akur­eyri er í raun skóla­bók­ar­dæmi um það sem þarf að ger­ast á Vest­fjörðum og Aust­ur­land­i. 

Það verða að vera sterk kjarna­svæði í hverjum fjórð­ungi sem eru sam­keppn­is­hæf um fólk og fyr­ir­tæki, fjöl­menn­ari kjarna­svæði sem næra nær­liggj­andi byggð­ir.  Það þarf því að fjár­festa í þessum kjarna­svæðum og þannig breyta aðstæðum svo þau megi vaxa og dafna. Við erum að tala um göng, vegi og bætt net- og raf­orku­kerfi ásamt nið­ur­greiðslu á inn­an­lands­flugi sem strax gerir aðgengi að sam­eig­in­legri þjón­ustu  í höf­uð­borg­inni betra. Þetta mun valda því að hingað mun flytja fleira fólk sem fjölgar þeim sem krefj­ast betri þjón­ustu og aðstöðu.

Síð­ustu 30-40 ár hefur fólki, þjón­ustu og aðstöðu verið stefnt suð­ur. Fjöldi fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og næsta nágrenni segir allt sem segja þarf. Ójafn­vægið er orðið algjört. Eins og við vorum minnt á í síð­asta óveðri er íslensk nátt­úra ekk­ert lamb að leika sér við, en þetta hefði getað verið mikið verra, við hefðum getað verið að tala um vont veð­ur, eld­gos og jarð­skjálfta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ég veit að það er frekar ólík­legt að þetta ger­ist allt á sama tíma, en ef þetta ger­ist og það þarf að flytja heila borg, hvert á hún þá að fara?

Höf­undur er íbúi á Egils­stöð­um, Aust­ur­landi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnmálaskoðanir haldast nokkuð í hendur við viðhorf til mismunandi fararmáta, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.
Þverpólitískur áhugi á auknum samgönguhjólreiðum
Þeim fjölgar sem langar helst til að hjóla oftast til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Viðhorf kjósenda mismunandi stjórnmálaafla til mismunandi ferðamáta er þó misjafnt, samkvæmt niðurbroti nýlegrar ferðavenjukönnunar frá Maskínu.
Kjarninn 19. september 2020
Brewdog hvetur viðskiptavini síðustu helgar til að fara í skimun
Einn starfsmaður veitingastaðarins Brewdog hefur greinst með kórónuveiruna, en allt starfsfólk staðarins fór í skimun í gær eftir að upplýsingar bárust um að smitaður einstaklingur hefði sótt staðinn síðustu helgi.
Kjarninn 19. september 2020
Tækifæri til að sýna að erlent vinnuafl sé „ekki bara eitthvað einnota drasl“
Formaður Eflingar hefur áhyggjur af stöðu aðflutts fólks sem komið hefur hingað til að vinna. Margir horfa nú fram á atvinnuleysi.
Kjarninn 19. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Bjartsýn spá sóttvarnalæknis rættist ekki
Kórónuveirusmitum hefur fjölgað mikið undanfarna daga og var boðað óvænt til blaðamannafundar almannavarna í dag vegna þessa. Sóttvarnalæknir segir að það muni ekki skila neinu að leita að sökudólgi.
Kjarninn 19. september 2020
Finnbogi Hermannsson
Megi sú hönd visna
Kjarninn 19. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Félags Þorsteins Más ekki lengur á meðal stærstu eigenda Sýnar
Í lok júlí var greint frá því að félag í eigu forstjóra Samherja væri á meðal stærstu eigenda fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækisins Sýnar. Samkvæmt nýbirtum hluthafalista hefur það breyst.
Kjarninn 19. september 2020
75 manns greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fjóra daga hafa 128 smit greinst inn­an­lands. Nýgengi á Íslandi er nú komið yfir 41.
Kjarninn 19. september 2020
Sabine
„Umræðan fer alltaf í sama farið“
Sabine Leskopf segir það vera skyldu okkar að taka á móti flóttafólki – og þá þurfi pólitískan vilja, samstarf og róttæka kerfisbreytingu.
Kjarninn 19. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar