Er byggðastefna á Íslandi?

Já, og ef hún hefði nafn kallaðist hún: Allir suður.

Auglýsing

Mín skoðun er sú að byggða­stefna á Íslandi sem lítur að lands­byggð­unum er veik. Það er eng­inn kraftur í henni og þetta eru allt of mikil plástra­vinna í stað alvöru breyt­inga. Hin raun­veru­lega byggða­stefna gengur vel og til marks um það búa um 80% íbúa lands­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og í klukku­tíma keyrslu frá henni.

Í dag virð­ist mér að allt of margir telji að það sé nátt­úru­lög­mál að fólk flytji suð­ur. Vegna þessa er í raun engin raun­veru­legur kraftur í því að byggja upp lands­byggð­ina og þá inn­viði sem þarf til svo fólk geti búið þar áfram og nýtt fólk flutt á svæð­ið. Ef eitt­hvað er byggt upp teng­ist það oft og iðu­lega upp­bygg­ingu í stór­iðju og því ekki skrítið að margir séu opnir fyrir slíkum fram­kvæmdum þó þeir sé umhugað um umhverf­ið.

Það er frá­bært að búa út á landi þegar allt er í lagi en ekki þegar eitt­hvað kemur upp á eins og við sáum vel í óveðr­inu sem gekk yfir fyrir skemmstu þá hrundu niður mik­il­vægir inn­við­ir. Þetta sjáum við líka þegar fólk út á landi glímir við lang­vinn veik­indi þá getur kostn­aður fjöl­skyldna hlaupið á millj­ónum við að sækja þá þjón­ustu suð­ur. Vegna kostn­aðar gefst fólk upp og færir sig nær þjón­ust­unni sem hefur mark­visst verið skorin niður og flutt suð­ur.

Auglýsing
Ég get ekki séð annað en að ákvarð­anir um byggða­mál séu teknar af fólki í ráðu­neytum og rík­is­stofn­unum sem allt býr á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og skilur ekki hvernig er að búa út á landi, áttar sig ekki á vanda­málum og tæki­færum sem þar eru. Þetta er ekki vont fólk en það finnur ekki á eigin skinni hvað aðstöðu- og þjón­ustu­leysið er slæmt. Þetta fólk heyrir af vanda­málum lands­byggð­ar­innar en þær fáu raddir sem það heyrir drukkna í dag­legum sam­ræðum þeirra við fólk á sínu heima­svæði.

Það þýðir ekk­ert að byggja upp inn­viði út á landi á þeim hraða sem það er gert í dag, það þarf massífa inn­spýt­ingu fjár­fest­inga og alvöru plan fyrir kjarna­svæði hvers fjórð­ungs ef það er ætlun okkar að halda þeim almenni­lega í byggð. Meðan þetta áhuga­leysi við­gengst eykst bilið milli lands­byggðar og höf­uð­borgar sem er slæmt fyrir alla, við horfum á höf­uð­borg­ina og svæðið næst henni þenj­ast út sem skapar alls­konar vanda­mál m.a. á hús­næð­is­mark­aði og í sam­göngum meðan á lands­byggð­unum ríkir svo gott sem stöðnun í nýbygg­ingu.

Á þessu er ein und­an­tekn­ing og það er Akur­eyri. Þar hefur tek­ist að byggja upp bæ með þjón­ustu, afþr­ey­ingu og aðstöðu sem gerir Akur­eyri og nágrenni á áhuga­verðum stað til búsetu. Akur­eyri er í raun skóla­bók­ar­dæmi um það sem þarf að ger­ast á Vest­fjörðum og Aust­ur­land­i. 

Það verða að vera sterk kjarna­svæði í hverjum fjórð­ungi sem eru sam­keppn­is­hæf um fólk og fyr­ir­tæki, fjöl­menn­ari kjarna­svæði sem næra nær­liggj­andi byggð­ir.  Það þarf því að fjár­festa í þessum kjarna­svæðum og þannig breyta aðstæðum svo þau megi vaxa og dafna. Við erum að tala um göng, vegi og bætt net- og raf­orku­kerfi ásamt nið­ur­greiðslu á inn­an­lands­flugi sem strax gerir aðgengi að sam­eig­in­legri þjón­ustu  í höf­uð­borg­inni betra. Þetta mun valda því að hingað mun flytja fleira fólk sem fjölgar þeim sem krefj­ast betri þjón­ustu og aðstöðu.

Síð­ustu 30-40 ár hefur fólki, þjón­ustu og aðstöðu verið stefnt suð­ur. Fjöldi fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og næsta nágrenni segir allt sem segja þarf. Ójafn­vægið er orðið algjört. Eins og við vorum minnt á í síð­asta óveðri er íslensk nátt­úra ekk­ert lamb að leika sér við, en þetta hefði getað verið mikið verra, við hefðum getað verið að tala um vont veð­ur, eld­gos og jarð­skjálfta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ég veit að það er frekar ólík­legt að þetta ger­ist allt á sama tíma, en ef þetta ger­ist og það þarf að flytja heila borg, hvert á hún þá að fara?

Höf­undur er íbúi á Egils­stöð­um, Aust­ur­landi.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar