Er byggðastefna á Íslandi?

Já, og ef hún hefði nafn kallaðist hún: Allir suður.

Auglýsing

Mín skoðun er sú að byggða­stefna á Íslandi sem lítur að lands­byggð­unum er veik. Það er eng­inn kraftur í henni og þetta eru allt of mikil plástra­vinna í stað alvöru breyt­inga. Hin raun­veru­lega byggða­stefna gengur vel og til marks um það búa um 80% íbúa lands­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og í klukku­tíma keyrslu frá henni.

Í dag virð­ist mér að allt of margir telji að það sé nátt­úru­lög­mál að fólk flytji suð­ur. Vegna þessa er í raun engin raun­veru­legur kraftur í því að byggja upp lands­byggð­ina og þá inn­viði sem þarf til svo fólk geti búið þar áfram og nýtt fólk flutt á svæð­ið. Ef eitt­hvað er byggt upp teng­ist það oft og iðu­lega upp­bygg­ingu í stór­iðju og því ekki skrítið að margir séu opnir fyrir slíkum fram­kvæmdum þó þeir sé umhugað um umhverf­ið.

Það er frá­bært að búa út á landi þegar allt er í lagi en ekki þegar eitt­hvað kemur upp á eins og við sáum vel í óveðr­inu sem gekk yfir fyrir skemmstu þá hrundu niður mik­il­vægir inn­við­ir. Þetta sjáum við líka þegar fólk út á landi glímir við lang­vinn veik­indi þá getur kostn­aður fjöl­skyldna hlaupið á millj­ónum við að sækja þá þjón­ustu suð­ur. Vegna kostn­aðar gefst fólk upp og færir sig nær þjón­ust­unni sem hefur mark­visst verið skorin niður og flutt suð­ur.

Auglýsing
Ég get ekki séð annað en að ákvarð­anir um byggða­mál séu teknar af fólki í ráðu­neytum og rík­is­stofn­unum sem allt býr á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og skilur ekki hvernig er að búa út á landi, áttar sig ekki á vanda­málum og tæki­færum sem þar eru. Þetta er ekki vont fólk en það finnur ekki á eigin skinni hvað aðstöðu- og þjón­ustu­leysið er slæmt. Þetta fólk heyrir af vanda­málum lands­byggð­ar­innar en þær fáu raddir sem það heyrir drukkna í dag­legum sam­ræðum þeirra við fólk á sínu heima­svæði.

Það þýðir ekk­ert að byggja upp inn­viði út á landi á þeim hraða sem það er gert í dag, það þarf massífa inn­spýt­ingu fjár­fest­inga og alvöru plan fyrir kjarna­svæði hvers fjórð­ungs ef það er ætlun okkar að halda þeim almenni­lega í byggð. Meðan þetta áhuga­leysi við­gengst eykst bilið milli lands­byggðar og höf­uð­borgar sem er slæmt fyrir alla, við horfum á höf­uð­borg­ina og svæðið næst henni þenj­ast út sem skapar alls­konar vanda­mál m.a. á hús­næð­is­mark­aði og í sam­göngum meðan á lands­byggð­unum ríkir svo gott sem stöðnun í nýbygg­ingu.

Á þessu er ein und­an­tekn­ing og það er Akur­eyri. Þar hefur tek­ist að byggja upp bæ með þjón­ustu, afþr­ey­ingu og aðstöðu sem gerir Akur­eyri og nágrenni á áhuga­verðum stað til búsetu. Akur­eyri er í raun skóla­bók­ar­dæmi um það sem þarf að ger­ast á Vest­fjörðum og Aust­ur­land­i. 

Það verða að vera sterk kjarna­svæði í hverjum fjórð­ungi sem eru sam­keppn­is­hæf um fólk og fyr­ir­tæki, fjöl­menn­ari kjarna­svæði sem næra nær­liggj­andi byggð­ir.  Það þarf því að fjár­festa í þessum kjarna­svæðum og þannig breyta aðstæðum svo þau megi vaxa og dafna. Við erum að tala um göng, vegi og bætt net- og raf­orku­kerfi ásamt nið­ur­greiðslu á inn­an­lands­flugi sem strax gerir aðgengi að sam­eig­in­legri þjón­ustu  í höf­uð­borg­inni betra. Þetta mun valda því að hingað mun flytja fleira fólk sem fjölgar þeim sem krefj­ast betri þjón­ustu og aðstöðu.

Síð­ustu 30-40 ár hefur fólki, þjón­ustu og aðstöðu verið stefnt suð­ur. Fjöldi fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og næsta nágrenni segir allt sem segja þarf. Ójafn­vægið er orðið algjört. Eins og við vorum minnt á í síð­asta óveðri er íslensk nátt­úra ekk­ert lamb að leika sér við, en þetta hefði getað verið mikið verra, við hefðum getað verið að tala um vont veð­ur, eld­gos og jarð­skjálfta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Ég veit að það er frekar ólík­legt að þetta ger­ist allt á sama tíma, en ef þetta ger­ist og það þarf að flytja heila borg, hvert á hún þá að fara?

Höf­undur er íbúi á Egils­stöð­um, Aust­ur­landi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Fríða Ísberg og Bergsveinn Birgisson.
Fríða Ísberg og Bergsveinn Birgisson tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Þrettán norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur eru tilnefndar. Verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar