Sjálfbær uppbygging ferðaþjónustu á landinu öllu

Talsmaður Markaðsstofa landshlutanna og framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að framundan sé mikil vinna stjórnvalda við að byggja upp samgöngur og innviði í landinu þannig að ferðaþjónustan geti vaxið og dafnað á sjálfbæran hátt.

Auglýsing

Ferða­þjón­ustan á land­inu öllu kemur saman árlega á Manna­mótum Mark­aðs­stofa lands­hlut­anna. Sýn­ingin hefur það að mark­miði að efla tengsl á milli fyr­ir­tækja á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og fyr­ir­tækja allra lands­hluta auk þess að kynna vel nýj­ungar á svæð­unum og auka sölu­mögu­leika. Þennan frá­bæra dag er auð­velt að sjá hvers vegna erlendir ferða­menn flykkj­ast til lands­ins og hvers vegna áhug­inn á Íslandi eykst ár frá ári. Kraftur og sköp­un­ar­gleði ein­kennir fólkið í ferða­þjón­ustu sem sér tæki­færi hvert sem litið er. Ótrú­legt er að sjá fjöl­breytni og sér­stöðu þeirrar þjón­ustu sem í boði er.  

Það er gríð­ar­lega mik­il­vægt ef tryggja á áfram­hald­andi vöxt ferða­þjón­ust­unnar og góð áhrif hennar á hag­vöxt í land­inu að hlúa vel að þeim frum­kvöðlum sem hafa drifið áfram þró­un­ina und­an­farin ár. Þetta fólk og þeirra fyr­ir­tæki hafa staðið af sér miklar breyt­ing­ar, farið í gegnum mjög hraðan vöxt sem fylgdi mikil þörf fyrir inn­viða­upp­bygg­ingu, álag á þjón­ustu, þró­un, breyt­ingar í starfs­manna­málum og áhersla á gæði. Mikil áhersla hefur verið á að gera Ísland að heils­árs ferða­þjón­ustu­landi og hafa ferða­þjón­ustu­að­ilar staðið vakt­ina varð­andi það að byggja upp opn­un­ar­tíma á vet­urna þegar lítið hefur verið að gera á mörgum svæð­u­m. 

Auglýsing
Komum erlendra ferða­manna fækk­aði um 329 þús­und frá árinu 2018 eða um 14% en þetta er í fyrsta skipti sem sést hefur fækkun á níu ára tíma­bili. Hlut­falls­lega var fækk­unin mest í maí og sept­em­ber sem er einmitt sá tími sem lögð hefur verið áhersla á að byggja upp til að lengja ferða­manna­tíma­bil­ið. Enn er það svo að á stórum hluta lands­ins er mikil árs­tíða­sveifla. Á sama tíma erum við að heyra umræðu erlendis frá um að Íslands sé orðið fullt og að ekki sé hægt að bæta fleiri gestum við. Stað­reyndin er hins vegar sú að nóg er eftir að van­nýttum innviðum vítt og breitt um landið og á mörgum svæðum eru spenn­andi áfanga­staðir nán­ast ósnertir allt árið. Tæki­færin eru því óþrjót­andi fyrir ferða­þjón­ust­una og lyk­il­at­riði að byggja hana þannig upp að landið allt hafi ávinn­ing af. Með stór­auk­inni kröfu ferða­manna um sjálf­bæra upp­bygg­ingu og þjón­ustu er þetta mik­il­væg­ara en nokkru sinni fyrr enda hefur dreif­ing ferða­manna um landið og stýr­ing gríð­ar­leg áhrif á vernd nátt­úr­unn­ar, öryggi ferða­manna, upp­bygg­ingu atvinnu­lífs, þjón­ustu í byggðum og ekki síst ánægju heima­manna. 

Sam­hliða mik­illi nýsköpun og þróun ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja er framundan mikil vinna stjórn­valda við að byggja upp sam­göngur og inn­viði í land­inu þannig að ferða­þjón­ustan geti vaxið og dafnað á sjálf­bæran hátt. Ferða­menn kalla á að kom­ast á aðra staði og á öðrum tíma heldur en við erum vön. Stöðugt eru að koma í ljós og að þró­ast áfram nýir áfanga­staðir vítt og breytt um landið sem á örskömmum tíma geta orðið gríð­ar­lega vin­sælir og kalla á aukna þjón­ustu og inn­viði. Með góðu sam­starfi stjórn­valda og ferða­þjón­ust­unnar getum við séð þessa stærstu atvinnu­grein þjóð­ar­innar vaxa og dafna á næstu árum og byggt upp grunn að öfl­ugu atvinnu­lífi og byggð um allt land á sjálf­bæran hátt. 

Höf­undur er tals­maður Mark­aðs­stofa lands­hlut­anna og fram­kvæmda­stjóri Mark­aðs­stofu Norð­ur­lands.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar