Leiðrétting Eflingar færir borgina að markaðslaunum

Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Eflingu, svarar því sem hann kallar gönuhlaup Samtaka atvinnulífsins og ritstjóra markaðskálfs Fréttablaðsins.

Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) stilltu upp mjög vill­andi mynd af kröfum Efl­ingar gagn­vart Reykja­vík­ur­borg í Frétta­blað­inu í vik­unn­i. 

Þar fór saman skökk talna­með­ferð og mikið heimsend­araus um hættu á höfr­unga­hlaupi og eyði­legg­ingu Lífs­kjara­samn­ings­ins.

Ástæða er til að leið­rétta þetta gönu­hlaup SA-­manna og rit­stjóra mark­aðskálfs Frétta­blaðs­ins.

Meg­in­inn­tak leið­rétt­ing­ar­innar sem Efl­ing hefur lagt til við Reykja­vík­ur­borg felst í því að end­ur­skoða starfs­mat fyrir algeng lág­launa­störf hjá Reykja­vík­ur­borg, sem einkum er sinnt af kon­um. 

Þetta myndi lyfta þeim í launa­töfl­unni sem eru á lægstu launum með sér­stakri taxta­hækkun á bil­inu 20 til 50 þús­und.

Mest fá þeir sem eru á lægstu launum og síðan fjarar leið­rétt­ingin út við 450 þús. kr. á mán­uð­i. 

Auglýsing
Það er því ekki um að ræða neina stig­mögnun upp launa­stig­ann, hvorki vegna höfr­unga­hlaups né neinna ann­arra íþrótta­greina.

Áfram er virkur stíg­andi í launa­töfl­unni, en bara ekki alveg jafn mik­ill og nú er. Þannig er það einmitt sem á að leið­rétta þá sem neðst í launa­stigum eru.

En hvers vegna er ástæða til að leið­rétta þennan hóp sér­stak­lega?

Í fyrsta lagi vegna þess að það er mjög erfitt að ná endum saman á þessum lægstu laun­um, einkum í Reykja­vík þar sem hús­næð­is­verð er lang­hæst á land­inu öllu. 

Í öðru lagi er ástæðan sú að grunn­laun fyrir sam­bæri­leg störf eru heldur hærri á almennum mark­aði en hjá Reykja­vík­ur­borg. Auk þess er meira um auka­tekjur á almennum mark­aði í formi bónusa, álags­greiðslna og yfir­vinnu.

Sam­an­burður á borg og almennum mark­aði

Mun­inn á grunn­launum í völdum störfum hjá borg­inni og á almennum mark­aði má sjá á töfl­unni hér að neðan (t.d. í dálki 3).Tafla 1.

Töl­urnar eru í grunn­inn frá Hag­stof­unni fyrir almenna mark­að­inn en fyrir Reykja­vík­ur­borg koma þær úr starfs­mati og launa­töflu borg­ar­innar (Heim­ild: Ragnar Óla­son, sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u).

Töl­urnar eru settar fram eins og þær verða eftir að hækk­anir Lífs­kjara-­samn­ings­ins eru að fullu komnar fram. Ekki er gert ráð fyrir sér­stökum hækk­unum des­em­ber- og orlofs­upp­bóta.

Eins og sjá má í dálki 3 eru grunn­laun í þessum störfum á bil­inu 27 til 80 þús­und krónum hærri á almennum mark­aði. Þannig er það nú og verður áfram eftir að hækk­anir Lífs­kjara­samn­ings­ins koma til – að öðru óbreyttu.

Með leið­rétt­ing­unni fara lægri störfin hjá borg­inni aðeins framúr grunn­launum sam­bæri­legra starfa á almennum mark­aði (7 til 18 þús. kr. á mán.), en það er til að bæta fyrir meiri mögu­leika á auka­tekjum á almennum mark­aði vegna bónusa, álags­greiðslna og vakta- og yfir­vinnu (sjá dálk 4). 

Vel þekkt er að starfs­fólk sveit­ar­fé­laga hefur í mörgum til­fellum mjög tak­mark­aðan aðgang að slíkum auka­tekjum og er það skýr­ing þess að það mælist jafnan með lægstu heild­ar­tekjur allra á íslenskum vinnu­mark­aði.

Þetta er því bæði þörf og mál­efna­leg leið­rétt­ing sem Efl­ing fer fram á fyrir lág­launa­fólkið hjá borg­inni.

Er hætt á höfr­unga­hlaupi?

Þar sem leið­rétt­ingin er bundin við afmarkað launa­bil og stig­lækk­andi að auki á ekki að vera hætta á smitun launa­hækk­un­ar­innar upp launa­stig­ann. 

Hins vegar er ástæða til þess að leið­rétt­ingin nái einnig til með­lima Sam­eykis sem eru í sam­bæri­legum störfum hjá borg­inni á sam­bæri­legum kjör­um.

Það fólk á sömu­leiðis rétt á að fá jöfnun gagn­vart mark­aðs­laun­um.

Í þess­ari leið­rétt­ingu felst hins vegar ekk­ert for­dæmi fyrir aðra launa­hærri hópa.

Þessu til við­bótar má hins vegar benda á að ríkið hefur þegar samið við nokkra hópa háskóla­mennt­aðs starfs­fólks með hækk­unum í hæstu töxtum sem eru tals­vert umfram hækk­anir Lífs­kjara­samn­ings­ins (sjá hér). 

SA-­menn og van­stillti skrif­ar­inn á Frétta­blað­inu hafa ekki gert athuga­semdir við þetta, enda virð­ast þeir hafa meiri samúð með hálauna­fólki en þeim sem verst standa.

Hefur borgin efni á þess­ari leið­rétt­ingu?

Reykja­vík­ur­borg afgreiddi fjár­hags­á­ætlun sína fyrir árið 2020 með 2,5 millj­arða afgangi.

Ef leið­rétt­ingin kæmi að fullu til fram­kvæmda á þessu ári myndi hún kosta um 1,2 millj­arða fyrir Efl­ing­ar­fé­laga og svipað fyrir Sam­eyk­is-­fólk. 

Heild­ar­kostn­aður yrði innan rekst­ara­af­gangs­ins og ekki þarf því að koma til hækk­unar skatta eða gjalda vegna þessa.

Þá gerir borgin ráð fyrir mun meiri afgangi á seinni árum samn­ings­tím­ans, sem einmitt er ástæða til að láta skila sér að hluta til lág­launa­fólks­ins hjá borg­inni – ekki síst ef borg­ar­yf­ir­völd eru hlynnt jafn­að­ar­stefnu.

Þetta er því auð­velt fyrir borg­ina að fram­kvæma og mun hjálpa til við lausn á langvar­andi mönn­un­ar­vanda á leik­skólum og víðar hjá borg­inni.

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar