Leiðrétting Eflingar færir borgina að markaðslaunum

Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Eflingu, svarar því sem hann kallar gönuhlaup Samtaka atvinnulífsins og ritstjóra markaðskálfs Fréttablaðsins.

Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) stilltu upp mjög vill­andi mynd af kröfum Efl­ingar gagn­vart Reykja­vík­ur­borg í Frétta­blað­inu í vik­unn­i. 

Þar fór saman skökk talna­með­ferð og mikið heimsend­araus um hættu á höfr­unga­hlaupi og eyði­legg­ingu Lífs­kjara­samn­ings­ins.

Ástæða er til að leið­rétta þetta gönu­hlaup SA-­manna og rit­stjóra mark­aðskálfs Frétta­blaðs­ins.

Meg­in­inn­tak leið­rétt­ing­ar­innar sem Efl­ing hefur lagt til við Reykja­vík­ur­borg felst í því að end­ur­skoða starfs­mat fyrir algeng lág­launa­störf hjá Reykja­vík­ur­borg, sem einkum er sinnt af kon­um. 

Þetta myndi lyfta þeim í launa­töfl­unni sem eru á lægstu launum með sér­stakri taxta­hækkun á bil­inu 20 til 50 þús­und.

Mest fá þeir sem eru á lægstu launum og síðan fjarar leið­rétt­ingin út við 450 þús. kr. á mán­uð­i. 

Auglýsing
Það er því ekki um að ræða neina stig­mögnun upp launa­stig­ann, hvorki vegna höfr­unga­hlaups né neinna ann­arra íþrótta­greina.

Áfram er virkur stíg­andi í launa­töfl­unni, en bara ekki alveg jafn mik­ill og nú er. Þannig er það einmitt sem á að leið­rétta þá sem neðst í launa­stigum eru.

En hvers vegna er ástæða til að leið­rétta þennan hóp sér­stak­lega?

Í fyrsta lagi vegna þess að það er mjög erfitt að ná endum saman á þessum lægstu laun­um, einkum í Reykja­vík þar sem hús­næð­is­verð er lang­hæst á land­inu öllu. 

Í öðru lagi er ástæðan sú að grunn­laun fyrir sam­bæri­leg störf eru heldur hærri á almennum mark­aði en hjá Reykja­vík­ur­borg. Auk þess er meira um auka­tekjur á almennum mark­aði í formi bónusa, álags­greiðslna og yfir­vinnu.

Sam­an­burður á borg og almennum mark­aði

Mun­inn á grunn­launum í völdum störfum hjá borg­inni og á almennum mark­aði má sjá á töfl­unni hér að neðan (t.d. í dálki 3).Tafla 1.

Töl­urnar eru í grunn­inn frá Hag­stof­unni fyrir almenna mark­að­inn en fyrir Reykja­vík­ur­borg koma þær úr starfs­mati og launa­töflu borg­ar­innar (Heim­ild: Ragnar Óla­son, sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u).

Töl­urnar eru settar fram eins og þær verða eftir að hækk­anir Lífs­kjara-­samn­ings­ins eru að fullu komnar fram. Ekki er gert ráð fyrir sér­stökum hækk­unum des­em­ber- og orlofs­upp­bóta.

Eins og sjá má í dálki 3 eru grunn­laun í þessum störfum á bil­inu 27 til 80 þús­und krónum hærri á almennum mark­aði. Þannig er það nú og verður áfram eftir að hækk­anir Lífs­kjara­samn­ings­ins koma til – að öðru óbreyttu.

Með leið­rétt­ing­unni fara lægri störfin hjá borg­inni aðeins framúr grunn­launum sam­bæri­legra starfa á almennum mark­aði (7 til 18 þús. kr. á mán.), en það er til að bæta fyrir meiri mögu­leika á auka­tekjum á almennum mark­aði vegna bónusa, álags­greiðslna og vakta- og yfir­vinnu (sjá dálk 4). 

Vel þekkt er að starfs­fólk sveit­ar­fé­laga hefur í mörgum til­fellum mjög tak­mark­aðan aðgang að slíkum auka­tekjum og er það skýr­ing þess að það mælist jafnan með lægstu heild­ar­tekjur allra á íslenskum vinnu­mark­aði.

Þetta er því bæði þörf og mál­efna­leg leið­rétt­ing sem Efl­ing fer fram á fyrir lág­launa­fólkið hjá borg­inni.

Er hætt á höfr­unga­hlaupi?

Þar sem leið­rétt­ingin er bundin við afmarkað launa­bil og stig­lækk­andi að auki á ekki að vera hætta á smitun launa­hækk­un­ar­innar upp launa­stig­ann. 

Hins vegar er ástæða til þess að leið­rétt­ingin nái einnig til með­lima Sam­eykis sem eru í sam­bæri­legum störfum hjá borg­inni á sam­bæri­legum kjör­um.

Það fólk á sömu­leiðis rétt á að fá jöfnun gagn­vart mark­aðs­laun­um.

Í þess­ari leið­rétt­ingu felst hins vegar ekk­ert for­dæmi fyrir aðra launa­hærri hópa.

Þessu til við­bótar má hins vegar benda á að ríkið hefur þegar samið við nokkra hópa háskóla­mennt­aðs starfs­fólks með hækk­unum í hæstu töxtum sem eru tals­vert umfram hækk­anir Lífs­kjara­samn­ings­ins (sjá hér). 

SA-­menn og van­stillti skrif­ar­inn á Frétta­blað­inu hafa ekki gert athuga­semdir við þetta, enda virð­ast þeir hafa meiri samúð með hálauna­fólki en þeim sem verst standa.

Hefur borgin efni á þess­ari leið­rétt­ingu?

Reykja­vík­ur­borg afgreiddi fjár­hags­á­ætlun sína fyrir árið 2020 með 2,5 millj­arða afgangi.

Ef leið­rétt­ingin kæmi að fullu til fram­kvæmda á þessu ári myndi hún kosta um 1,2 millj­arða fyrir Efl­ing­ar­fé­laga og svipað fyrir Sam­eyk­is-­fólk. 

Heild­ar­kostn­aður yrði innan rekst­ara­af­gangs­ins og ekki þarf því að koma til hækk­unar skatta eða gjalda vegna þessa.

Þá gerir borgin ráð fyrir mun meiri afgangi á seinni árum samn­ings­tím­ans, sem einmitt er ástæða til að láta skila sér að hluta til lág­launa­fólks­ins hjá borg­inni – ekki síst ef borg­ar­yf­ir­völd eru hlynnt jafn­að­ar­stefnu.

Þetta er því auð­velt fyrir borg­ina að fram­kvæma og mun hjálpa til við lausn á langvar­andi mönn­un­ar­vanda á leik­skólum og víðar hjá borg­inni.

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Schengen-samstarfið hefur átt undir högg að sækja vegna veirufaraldursins. Víða hefur innri landamærum svæðisins verið lokað. Þessi mynd er frá pólska landamærabænum Cieszyn í sumar, þar sem landamæralokun Tékka var mótmælt.
Sótt að Schengen
Árið 2020 hefur tekið á Schengen-samstarfið. Landamæralokanir vegna faraldursins, flóttamannamál og hryðjuverkaárásir hafa vakið upp spurningar um hvaða stefna skuli mörkuð og líklegt er að samstarfið taki einhverjum breytingum.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Mette Frederiksen forsætisráðherra komst við er hún ræddi við fjölmiðla eftir að hafa heimsótt minkabú í síðustu viku og rætt við bændur sem höfðu misst frá sér ævistarfið.
Minkaklúðrið
Danska ríkisstjórnin hefur sætt mikilli gagnrýni vegna minkamálsins svonefnda, þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Nú síðast þegar ekki var fylgt tilmælum varðandi urðun hræjanna. Algjört klúður í eitt og allt segja danskir fjölmiðlar.
Kjarninn 29. nóvember 2020
Fimm manns sem voru gestkomandi á heimili Víðis og eiginkonu hans síðasta laugardag eru smituð af kórónuveirunni.
Ellefu urðu útsett fyrir smiti á heimili Víðis
Auk Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns og eiginkonu hans eru fimm manns í nærumhverfi hjónanna, sem voru gestkomandi á heimili þeirra síðasta laugardag, smituð af kórónuveirunni. Víðir segir hjónin hafa verið verulega slöpp í gær, en skárri í dag.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Fréttaþættirnir Heimskviður verða ekki á dagskrá RÚV á nýju ári.
Heimskviður hverfa af dagskrá Rásar 1
Gera þarf breytingar á dagskrá Rásar 1 vegna hagræðingaraðgerða hjá Ríkisútvarpinu. Ein þeirra er sú að Heimskviður, fréttaskýringarþáttur um erlend málefni, verður ekki lengur á dagskrá á nýju ári. Einnig mun þurfa að endurflytja meira efni.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Hallgrímur Hróðmarsson
Hver er hann þessi sem gengur alltaf með veggjum?
Kjarninn 28. nóvember 2020
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Gylfi ver ummæli Tinnu um landamæraskimanir
Prófessor í hagfræði útskýrir hagfræðilegu rökin fyrir því að skylda komufarþega að fara í skimun á landamærunum og láta þá borga hátt gjald fyrir það í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Margir héldu að málið væri í höfn – en svo er ekki
Heilbrigðisráðherra segir að liggja verði ljóst fyrir hversu miklum peningum verði ráðstafað í samning við sjálfstætt starfandi sálfræðinga áður en hann verður gerður til þess að fjármunum verði varið með sem bestum hætti.
Kjarninn 28. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar