Leiðrétting Eflingar færir borgina að markaðslaunum

Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur hjá Eflingu, svarar því sem hann kallar gönuhlaup Samtaka atvinnulífsins og ritstjóra markaðskálfs Fréttablaðsins.

Auglýsing

Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) stilltu upp mjög vill­andi mynd af kröfum Efl­ingar gagn­vart Reykja­vík­ur­borg í Frétta­blað­inu í vik­unn­i. 

Þar fór saman skökk talna­með­ferð og mikið heimsend­araus um hættu á höfr­unga­hlaupi og eyði­legg­ingu Lífs­kjara­samn­ings­ins.

Ástæða er til að leið­rétta þetta gönu­hlaup SA-­manna og rit­stjóra mark­aðskálfs Frétta­blaðs­ins.

Meg­in­inn­tak leið­rétt­ing­ar­innar sem Efl­ing hefur lagt til við Reykja­vík­ur­borg felst í því að end­ur­skoða starfs­mat fyrir algeng lág­launa­störf hjá Reykja­vík­ur­borg, sem einkum er sinnt af kon­um. 

Þetta myndi lyfta þeim í launa­töfl­unni sem eru á lægstu launum með sér­stakri taxta­hækkun á bil­inu 20 til 50 þús­und.

Mest fá þeir sem eru á lægstu launum og síðan fjarar leið­rétt­ingin út við 450 þús. kr. á mán­uð­i. 

Auglýsing
Það er því ekki um að ræða neina stig­mögnun upp launa­stig­ann, hvorki vegna höfr­unga­hlaups né neinna ann­arra íþrótta­greina.

Áfram er virkur stíg­andi í launa­töfl­unni, en bara ekki alveg jafn mik­ill og nú er. Þannig er það einmitt sem á að leið­rétta þá sem neðst í launa­stigum eru.

En hvers vegna er ástæða til að leið­rétta þennan hóp sér­stak­lega?

Í fyrsta lagi vegna þess að það er mjög erfitt að ná endum saman á þessum lægstu laun­um, einkum í Reykja­vík þar sem hús­næð­is­verð er lang­hæst á land­inu öllu. 

Í öðru lagi er ástæðan sú að grunn­laun fyrir sam­bæri­leg störf eru heldur hærri á almennum mark­aði en hjá Reykja­vík­ur­borg. Auk þess er meira um auka­tekjur á almennum mark­aði í formi bónusa, álags­greiðslna og yfir­vinnu.

Sam­an­burður á borg og almennum mark­aði

Mun­inn á grunn­launum í völdum störfum hjá borg­inni og á almennum mark­aði má sjá á töfl­unni hér að neðan (t.d. í dálki 3).Tafla 1.

Töl­urnar eru í grunn­inn frá Hag­stof­unni fyrir almenna mark­að­inn en fyrir Reykja­vík­ur­borg koma þær úr starfs­mati og launa­töflu borg­ar­innar (Heim­ild: Ragnar Óla­son, sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u).

Töl­urnar eru settar fram eins og þær verða eftir að hækk­anir Lífs­kjara-­samn­ings­ins eru að fullu komnar fram. Ekki er gert ráð fyrir sér­stökum hækk­unum des­em­ber- og orlofs­upp­bóta.

Eins og sjá má í dálki 3 eru grunn­laun í þessum störfum á bil­inu 27 til 80 þús­und krónum hærri á almennum mark­aði. Þannig er það nú og verður áfram eftir að hækk­anir Lífs­kjara­samn­ings­ins koma til – að öðru óbreyttu.

Með leið­rétt­ing­unni fara lægri störfin hjá borg­inni aðeins framúr grunn­launum sam­bæri­legra starfa á almennum mark­aði (7 til 18 þús. kr. á mán.), en það er til að bæta fyrir meiri mögu­leika á auka­tekjum á almennum mark­aði vegna bónusa, álags­greiðslna og vakta- og yfir­vinnu (sjá dálk 4). 

Vel þekkt er að starfs­fólk sveit­ar­fé­laga hefur í mörgum til­fellum mjög tak­mark­aðan aðgang að slíkum auka­tekjum og er það skýr­ing þess að það mælist jafnan með lægstu heild­ar­tekjur allra á íslenskum vinnu­mark­aði.

Þetta er því bæði þörf og mál­efna­leg leið­rétt­ing sem Efl­ing fer fram á fyrir lág­launa­fólkið hjá borg­inni.

Er hætt á höfr­unga­hlaupi?

Þar sem leið­rétt­ingin er bundin við afmarkað launa­bil og stig­lækk­andi að auki á ekki að vera hætta á smitun launa­hækk­un­ar­innar upp launa­stig­ann. 

Hins vegar er ástæða til þess að leið­rétt­ingin nái einnig til með­lima Sam­eykis sem eru í sam­bæri­legum störfum hjá borg­inni á sam­bæri­legum kjör­um.

Það fólk á sömu­leiðis rétt á að fá jöfnun gagn­vart mark­aðs­laun­um.

Í þess­ari leið­rétt­ingu felst hins vegar ekk­ert for­dæmi fyrir aðra launa­hærri hópa.

Þessu til við­bótar má hins vegar benda á að ríkið hefur þegar samið við nokkra hópa háskóla­mennt­aðs starfs­fólks með hækk­unum í hæstu töxtum sem eru tals­vert umfram hækk­anir Lífs­kjara­samn­ings­ins (sjá hér). 

SA-­menn og van­stillti skrif­ar­inn á Frétta­blað­inu hafa ekki gert athuga­semdir við þetta, enda virð­ast þeir hafa meiri samúð með hálauna­fólki en þeim sem verst standa.

Hefur borgin efni á þess­ari leið­rétt­ingu?

Reykja­vík­ur­borg afgreiddi fjár­hags­á­ætlun sína fyrir árið 2020 með 2,5 millj­arða afgangi.

Ef leið­rétt­ingin kæmi að fullu til fram­kvæmda á þessu ári myndi hún kosta um 1,2 millj­arða fyrir Efl­ing­ar­fé­laga og svipað fyrir Sam­eyk­is-­fólk. 

Heild­ar­kostn­aður yrði innan rekst­ara­af­gangs­ins og ekki þarf því að koma til hækk­unar skatta eða gjalda vegna þessa.

Þá gerir borgin ráð fyrir mun meiri afgangi á seinni árum samn­ings­tím­ans, sem einmitt er ástæða til að láta skila sér að hluta til lág­launa­fólks­ins hjá borg­inni – ekki síst ef borg­ar­yf­ir­völd eru hlynnt jafn­að­ar­stefnu.

Þetta er því auð­velt fyrir borg­ina að fram­kvæma og mun hjálpa til við lausn á langvar­andi mönn­un­ar­vanda á leik­skólum og víðar hjá borg­inni.

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar