Bændasamtök Íslands fyrr og nú og ??

Ingimundur Bergmann fjallar um landbúnaðarmál í aðsendri grein.

Auglýsing

Á árinu 1983 voru uppi hug­myndir hjá þáver­andi Fram­leiðslu­ráði land­bún­að­ar­ins, um að skipu­leggja fram­leiðslu á eggj­um, kjúklingum og svína­kjöti. Hug­myndin var að tak­marka fram­leiðslu á þessum afurð­um, með það að mark­miði að ekki þrengd­ist um of að kinda­kjöt­inu. Hvers vegna eggin voru með í mynd­inni skýrist af því að Fram­leiðslu­ráðið vildi gæta hags­muna ákveð­inna fram­leið­enda, sem það taldi að ættu undir högg að sækja.

Þáver­andi Fram­leiðslu­ráð land­bún­að­ar­ins og Stétta­sam­band bænda, voru óhress með í hvað stefndi varð­andi kjöt­fram­leiðslu í land­inu. Og ekki er með öllu úti­lokað að þáver­andi fram­leiðslu­ráðs­full­trúar hafi áttað sig á því, ekki inn við beinið heldur inn við merg­inn miðj­an, að íslenska sauð­kindin væri ekki sér­lega gott kjöt­fram­leiðslu­dýr. Væri skepna sem ekki væri lík­leg til að stand­ast öðrum snún­ing í sam­keppn­inni og jafn­vel ekki þó mokað væri ómældum fjár­munum í fram­leiðsl­una úr rík­is­sjóði.

„Þeir trúðu á sauð­kind­ina og heilaga jóm­frú,“ svo vitnað sé í skáld­ið.

Auglýsing

Þeim þótti því rétt að grípa í taumana og koma á þannig fyr­ir­komu­lagi, að þeir, þ.e. sauð­fjár­bændur og nokkrir vild­ar­vinir þeirra í hinum nýju búgreinum (ali­fugla og svína), sætu að fram­leiðslu á tak­mörk­uðu magni hinna ,,frjálsu" kjöt­teg­unda. Það átti síðan að gera með því, að koma á skömmt­un­ar­kerfi varð­andi fram­leiðslu ali­fugla- og svína­bænda.

Ekki nóg með það: Fram­leiðslu­magni á eggjum vildu þeir einnig koma í magn­stýr­ingu á sínum veg­um. 

Allt var þetta gert undir því yfir­skini, að ef menn fengju að fram­leiða eins og þeir vildu, þá myndu þeir fara sér að voða í rekstr­in­um. Raun­veru­legur til­gangur var annar og hann var sá, að þeir sem væru þókn­an­legir og inn­múr­aðir í bænda­sam­tökin sætu óskiptir að mark­aðn­um. 

Skömmt­un­ar­kerfið svo­kallað var mönnum í fersku minni á þessum tíma og eflaust hafa sumir séð það í hill­ingum eins og margt fleira frá lið­inni tíð.

Ekki er hægt að skilja við þetta, án þess að drepa á þátt Græn­met­is­versl­unar land­bún­að­ar­ins. Þar var mörg kúg­unin stunduð og marg­vís­legur klíku­skapur í gangi; sumir voru jafn­ari en aðrir og dæmi voru þess að skorið væri af vöru sem lögð var inn vegna meintra galla. Einn bónda þekkti ég vel, sem lét reyna á vöru­flokk­un­ina eftir að skorið hafði verið af hjá hon­um, en í ljós kom að hún var síðan seld í óopn­uðum umbúðum út úr fyr­ir­tæk­inu og án allrar verð­skerð­ing­ar. Bændur höfðu kallað eftir því að tekið yrði til dreif­ingar lítið eitt smærri kart­öflur vegna lít­illar upp­skeru haustið 1975. Því var hafn­að. Þegar vorið 1976 var orðið nærri óskaði Græn­met­is­versl­unin eftir smáu kart­öfl­unum sem það hafði ekki áður vilj­að. Þá voru þær orðnar að stórum hluta ósölu­hæfar vegna geymslu, en líka var búið að henda ein­hverju af þeim, enda ekki annað við þær að gera eftir höfnun Græn­met­is­verslunar­innar áður.

En aftur að bænda­sam­tök­un­um.

Und­ir­rit­aður rit­aði grein í þáver­andi DV 1983, sem flögraði upp í hendur hans um dag­inn, en hafði verið löngu gleymd, sem varð til þess að hann fór að hugsa um þessi mál einu sinni enn!

Hvers vegna er verið að rifja þetta upp, kann ein­hver að spyrja. Er þetta ekki allt orðið breytt og komnir nýir tímar?

Ekki er það nú alveg svo og þrá­ast hefur verið við, að við­ur­kenna ýmsar stórar búgreinar sem full­gildar væru af Bænda­sam­tök­un­um. Hags­munum þeirra hefur meira að segja verið blygð­un­ar­laust fórnað fyrir hags­muni sauð­fjár­rækt­ar­innar þegar það hefur þótt henta, svo sem gert var 2015 og oft­ar.

Fyrir fimm árum töldu menn sér trú um að til væri raun­veru­legur mark­aður fyrir kinda­kjöt í ESB- lönd­um.  Samið var um inn­flutn­ing á til­teknu magni til þeirra landa gegn því að þaðan mætti síðan flytja inn til Íslands ákveðið magn af svína, ali­fugla, nauta­kjöti og ost­u­m. 

Nú þótti sem sagt sjálf­sagt, að fórna hags­munum naut­gripa­rækt­ar­innar á alt­ari rík­is­rek­innar offram­leiðslu í sauð­fjár­rækt og þótti nú mörgum sem trúin á kinda­kjötið væri farin að  keyra um þver­bak. Allt gekk þetta fram og land­bún­að­ar­ráð­herr­ann þáver­andi, til­kynnti kúa­bændum á fundi á Sel­fossi og kannski víð­ar, að þeir yrðu bara að standa sig!

Og svona standa málin og Bænda­sam­tök Íslands eru í vanda.

Í Bænda­blað­inu 18.06.2020 er heil­síðu­grein þar sem sagt er frá því að  til standi að taka til í félags­skapnum og eins og þar má sjá, er rætt um að 12 búgreina­fé­lög sam­ein­ist form­lega Bænda­sam­tökum Íslands. 

Fyrst svona er rætt um félags­að­ild að sam­tök­un­um, þá má gera ráð fyrir að búgreina­fé­lögin hafi ekki átt aðild að sam­tök­unum hingað til, nema þá með „óform­leg­um“ hætti.

Það kemur þeim sem kunn­ugir eru málum ekki mikið á óvart; vit­andi að fram á síð­ustu ár hafa sam­tökin nán­ast verið fram­leng­ing af því sem einu sinni var og hét Land­bún­að­ar­ráðu­neyti, en er nú undir Atvinnu­vega og nýsköp­un­ar­ráðu­neyti.

Að komin upp sú staða að til standi að gera sam­tökin að sam­starfs­vett­vangi allra land­bún­að­ar­greina er meira en tíma­bært.

Bænda­sam­tökin eiga að vera slíkur vett­vangur og gæta heild­ar­hags­muna land­bún­að­ar­ins, en ekki eins og verið hef­ur, að hags­muna­gæslan  snú­ist um: í fyrsta lagi sauð­fjár­bú­skap, í öðru lagi kúa­bú­skap og í þriðja lagi garð­yrkju.

Lengra hefur það ekki náð svo nokkru nemi og lengi vel sner­ist hags­muna­gæslan um að kveða niður land­bún­að­ar­greinar sem ekki þóttu þókn­an­leg­ar, svo sem nefnt var hér í upp­hafi.

Rit­stjóri Bænda­blaðs­ins segir á þá leið í upp­hafi umfjöll­unar sinn­ar, að B.Í. vinni að ein­földun á félags­kerf­inu og að það eigi að gera með því, að taka með form­legum hætti 12 búgreina­fé­lög inn í sam­tök­in. Hann telur þau upp og í ljós kemur að um er að ræða: 

Lands­sam­band sauð­fjár­bænda, Lands­sam­band kúa­bænda, Lands­sam­tök skóg­ar­eig­enda, Sam­band garð­yrkju­bænda, Sam­band íslenskra loð­dýra­bænda, Félag svína­bænda, Félag kjúklinga­bænda, Félag eggja­fram­leið­enda, Félag hrossa­bænda, Félag ferða­þjón­ustu­bænda, Æðarækt­ar­fé­lag Íslanda og Geit­fjár­rækt­ar­fé­lag Íslands.

Stór hóp­ur, en upp­taln­ing­unni er ekki lok­ið, því nokkrir eru eft­ir:

Ell­efu sér­stök bún­að­ar­sam­bönd, félags­skap­ur­inn Beint frá býli, Verndun og ræktun – sam­tök bænda í líf­rænum land­bún­aði og að lokum Sam­tök ungra bænda.

Sé farið yfir þetta kemur í ljós að efast má um að allir sem þar eru taldir eigi erindi í félags­skap­inn.

Spyrja má svo dæmi sé tek­ið, hvenær bændur séu ungir og hvenær gamlir og eru þeir sem þar eru til taldir ekki þegar fyrir í búgreina­fé­lög­un­um?

Sama má segja um Beint frá býli, eru þeir ekki þegar fyrir í búgreina­fé­lög­um?

Það má líka spyrja hvenær land­bún­aður hætti að vera líf­rænn og ef hann er það ekki, hvað er hann þá? Er hann ólíf­rænn og á það þá við um allan venju­legan búskap?

Sama gildir um ferða­þjón­ustu­bænd­ur, eru þeir ekki með tvö­falda félags­að­ild og ættu þeir kannski frekar að vera með ferða­þjón­ustu­hlut­ann innan Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar?

Það ætti flestum að vera ljóst að Bún­að­ar­sam­böndin eiga ekki erindi á aðal­fund Bænda­sam­tak­anna, þ.e. Bún­að­ar­þing. Bún­að­ar­sam­böndin eru fyrst og fremst starfsein­ingar og full­trúa­kjör á bún­að­ar­sam­bands­þingin og áfram þaðan á Bún­að­ar­þing eru ótrú­lega sov­éskt fyr­ir­komu­lag.

Oddný Steina Vals­dóttir segir að ekk­ert sé annað að gera en að ein­falda kerfið og gera það skil­virkara. Hún er vara­for­maður bænda­sam­tak­anna og ætti að vita tals­vert um hvað málin snú­ast.

Oddný bendir á hið aug­ljósa að það þarf að bregð­ast við og við hljótum að skilja það, því eins og hún kemur inn á, þá er félags­gjaldið að sam­tök­un­um, þ.e. Bún­að­ar­gjaldið ekki lengur við líði, enda fáheyrt að félags­gjöld til hags­muna­gæslu­sam­taka, sé skattur sem lagður á af Alþingi!

Í grein­inni er sagt frá því, að lögð hafi veri fram til­laga (á nýlega afstöðnu Bún­að­ar­þingi) um að breyta félags­kerfi bænda í átt að því sem sé hjá dönskum bænd­um. Fram kemur að full­trúar á þing­inu voru ekki til­búnir til að sam­þykkja til­lög­una, en hafi falið stjórn B.Í. að vinna að end­ur­skipu­lagn­ingu sam­tak­anna.

Ekki kemur fram í umfjöllun Bænda­blaðs­ins hvernig danska fyr­ir­komu­lagið er. Upp­lýs­ingar um það verðum við að fá eftir öðrum leiðum og von­andi hafa þeir sem ekki vildu sam­þykkja til­lög­una verið búin að kynna sér danska félags­form­ið.

Af þessu má sjá að Bænda­sam­tök Íslands eru í umtals­verðum vanda. Reglu­verki um fyr­ir­komu­lag aðildar hefur ekki verið sinnt til fjölda ára ef ekki ára­tuga. Sam­tökin eins og þau eru núna, end­ur­spegla engan veg­inn land­bún­að­inn í land­inu eins og hann er. Og þau end­ur­spegla heldur ekki land­bún­að­inn eins og hann var fyrir nokkrum ára­tugum og í fálm­kenndum til­raunum til að fylgja breyttum tím­um, hafa verið teknar inn til aðildar „und­ir­deild­ir“, sem þeg­ar  betur er að gáð, eru í raun þegar fyrir hendi.

Hvort Bænda­sam­tök Íslands verða Bænda­sam­tök Íslands eftir end­ur­skipu­lagn­ing­una sem þau eru í – með hang­andi hendi eftir því sem virð­ist – er ekki gott að segja. Tregðan er vafa­laust mik­il.

Ekki er lík­legt að hin fjöl­menna sauð­fjár­bænda­stétt sé til­búin til að horfast í augu við það að það er ekki fjöldi fram­leið­enda einn sem skiptir máli.

Það skiptir svo dæmi sé tek­ið, mun meira máli að mark­aður sé til fyrir vör­una sem fram­leidd er og að fram­leiðslan standi að jafn­aði undir þeim kostn­aði sem til fellur við fram­leiðslu henn­ar.

Höf­undur er fyrr­ver­andi bóndi

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Sæunn Kjartansdóttir
Tímaskekkja
Kjarninn 26. september 2020
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar