Að sigra illt með góðu

malala.jpg
Auglýsing

Í morgun var til­kynnt hverjir hljóta Frið­ar­verð­laun Nóbels í ár. Það eru Malala Yousafzay frá Pakistan og Kailash Satyarthi frá Ind­landi. Í um­sögn verð­launa­nefnd­ar­innar segir meðal ann­ars að þau séu verð­laun­uð ­fyrir bar­áttu sína í þágu barna og rétti barna til mennt­un­ar.

Stúlkan frá SwatMalala er einn magn­að­asti frið­ar­boð­beri okkar tíma. Heims­byggð­in ­fylgd­ist með bar­áttu hennar fyrir lífi sínu og heil­brigði eftir að hún­ var skotin í and­litið á leið­inni í skól­ann, af öfga­manni sem þoldi

ekki að stúlkur sæktu sér mennt­un. Malala hafði vakið eft­ir­tekt Tali­bana fyrir að tala fyrir rétti stúlkna til að ganga í skóla og því varð hún skot­mark öfga­manna sem gera allt til að koma í veg fyrir jafn­rétti kynj­anna á þessu sviði sem öðr­um.

Kristín Þórunn Tómasdóttir Sóknarprestur í Laugarneskirkju. Kristín Þór­unn Tóm­as­dóttir

sókn­ar­prestur í Laug­ar­nes­kirkju.

Malala lifði árás­ina af og fyrir mikla náð beið hún ekki var­an­legan skaða af. Það sem er jafn­vel enn áhrifa­meira er að þessi stór­kost­lega unga mann­eskja lét ofbeld­is­menn­ina ekki slá sig út af lag­inu eða hræða ­sig til þagn­ar. Í áhrifa­miklu sjón­varps­við­tali við Jon Stewart  sem var tekið fyrir ári­síð­an, lýsir hún því sem gerð­ist þegar Tali­banar náðu völdum í hér­að­inu henn­ar, lok­uðu skólum og beittu öllum með­ölum til að hindr­a ­skóla­göngu stúlkna. Þá hafi það runnið upp fyrir henni að hún sjálf vildi gera eitt­hvað, hún ætti ekki að bíða eftir sjórn­völd­um, eft­ir hern­að­ar­yf­ir­völd­um, eftir ein­hverjum öðrum, til að mót­mæla og til að vekja athygli á ofbeldi og yfir­gangi öfga­mann­anna.

Auglýsing

Máttur og mögu­leikar mann­eskj­unnarOg þótt henni væri hótað hætti hún ekki. Og svo varð hún fyr­ir­ árásinni sem hefði auð­veld­lega getað kostað hana líf­ið. En sú reynsla ­fékk hana ekki til að hætta að trúa á mál­stað­inn sinn eða vekja upp í henni reiði og aggressjón gagn­vart ofbeld­is­mönn­un­um.

Hún lýsir því í við­tal­inu að eitt sinn hefði hún íhugað hvernig hún­ ætti að bregð­ast við ef Tali­bani kæmi til að ganga end­an­lega frá­ henni, og það fyrsta sem kom henni í hug var að hún myndi grípa skó­inn s­inn og berja hann. En svo hugs­aði hún lengra og sagði við sig, Mala­la, ef þú lemur hann í haus­inn með skónum þín­um, ertu engu betri en hann!

Og svo hélt hún áfram að ímynda sér hvernig sam­skipti þeirra yrðu, því hún vildi ekki berj­ast gegn honum sjálfum með því að beita vald­i, heldur með friði, sam­tali og mennt­un. “Ég myndi segja honum hvað ­menntun er mik­il­væg og að ég myndi líka berj­ast fyrir rétti barn­anna hans til að ganga í skóla” sagði Malala í við­tal­inu. “Og svo myndi ég bæta við, þetta er það sem ég vil segja við þig, svo nú mátt þú ger­a það sem þú vilt við mig.”

Eins og JesúsÞessi sterki vitn­is­burður um frið og að mæta illu með góðu kemur frá­ múslím­skri stúlku sem var á þessum tíma 14 ára göm­ul. Við heyrum hana end­uróma hvatn­ingu Jesú um að elska óvini okkar og óska þeim velfarn­aðar sem ofsækja okkur (Mt 5.44). Eins og Jesús var Mala­la til­búin að hætta öllu, líka lífi sínu, fyrir mál­stað­inn sem hún trú­ir á. Eins og Jesús svarar hún illu með góðu og heldur áfram að trúa á mátt mennt­un­ar­innar og mögu­leika mann­eskj­unnar til að gera gott.

Gegn öfga­mönnum og ofbeldi í öllum myndumMér finnst sú stað­reynd að Malala sprettur upp úr menn­ingu sem lít­ur ekki til Jesú eða Nýja testa­ment­is­ins í trú­ar­legri mót­un, gera þessa hlið­stæðu ótrú­lega sterka og slá­andi. Er hún kannski að kenna okkur á vest­ur­löndum dýr­mæta lexíu um mátt og feg­urð frið­ar­ins og ógæfu of­beldis og hern­að­ar?

Undir það gæti norska verð­launa­nefndin tek­ið, því þau sem deila frið­ar­verð­launum Nóbels í ár, eru hindúi og múslími; Ind­verji og Pakistani, sem saman berj­ast fyrir menntun og gegn öfga­mönnum í eig­in lönd­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None