Eru Íslendingar hættir að nota hreina orku?

hellisheidi_0-1.jpg
Auglýsing

Margir hafa lík­lega rekið upp stór augu við lestur á orku­reikn­ingnum sínum und­an­farin miss­eri, hafi þeir á annað borð tekið eftir yfir­liti þar sem fram kemur að hluti þeirrar orku sem íslensk orku­fyr­ir­tæki afhenda við­skipta­vinum sínum sé fram­leiddur úr jarð­efna­elds­neyti og kjarn­orku, orku­gjöfum sem segja má að hafi farið fremur hljótt í raf­orku­fram­leiðslu hér á landi. Ástæðan er þó ekki sæstrengur sem lagður var í skjóli nætur eða leyni­leg gasorku- og kjarn­orku­ver í afdöl­um, heldur sala íslenskra orku­fyr­ir­tækja á svo­köll­uðum upp­runa­á­byrgðum til Evr­ópu. Sala upp­runa­á­byrgða hefur auk­ist hröðum skrefum und­an­farin ár og sam­kvæmt nýrri sam­an­tekt Orku­stofn­unar fyrir árið 2013 telst nú vel innan við helm­ing­ur, eða 39%, af seldri raf­orku á Íslandi, end­ur­nýj­an­leg orka. Stærsti hlut­inn, 61%, telst hins vegar eiga rætur að rekja til kjarn­orku og jarð­efna­elds­neyt­is.

Við­skipti með upp­runa­á­byrgðir



En hvað eru upp­runa­á­byrgðir og hvernig stendur á að vatns- og jarð­varma­orkan sem notuð er hér á landi breytir um nafn við að þessar ábyrgðir eru seldar úr landi? Segja má að upp­runa­á­byrgð sé nokk­urs konar gæða­vottun á raf­orku sem felur í sér stað­fest­ingu á að hún sé fram­leidd með orku­gjöfum sem skil­greindir hafa verið sem end­ur­nýj­an­leg­ir. Fram­leiðsla end­ur­nýj­an­legrar eða hreinnar orku er yfir­leitt dýr­ari en fram­leiðsla orku af öðrum upp­runa, svo sem kola- eða gasorku. Til að auka fram­leiðslu end­ur­nýj­an­legrar orku ákvað Evr­ópu­sam­bandið að bæta fram­leið­endum hennar upp erf­iða sam­keppn­is­stöðu með því koma á fót kerfi sem gerir þeim kleift að selja, óháð orkunni sjálfri, þá stað­reynd að orkan sé end­ur­nýj­an­leg. Með þeim hætti eru fram­leið­endur end­ur­nýj­an­legrar orku hvattir til auk­inna umsvifa, auk þess sem stuðlað er að nýfjár­fest­ingum sem ekki hefðu verið hag­kvæmar án kerf­is­ins.

Kaup­endur upp­runa­á­byrgða eru fyrst og fremst fyr­ir­tæki í Evr­ópu sem hafa ekki aðgang að end­ur­nýj­an­legri orku en vilja styðja við fram­leiðslu henn­ar. Með því að kaupa upp­runa­á­byrgðir öðl­ast fyr­ir­tækin rétt til að lýsa því yfir að orkan sem þau ýmist nota sjálf eða selja öðrum sé end­ur­nýj­an­leg. Í stað­inn skuld­binda selj­endur upp­runa­á­byrgða sig til að selja sam­svar­andi hluta af hreinu orkunni sinni undir þeim for­merkjum að hún sé fram­leidd úr jarð­efna­elds­neyti og kjarn­orku, sem er hin dæmi­gerða sam­setn­ing orku­gjafa í Evr­ópu. Með ein­föld­uðum hætti má líkja þessu við að tveir kaup­menn, sem selja sams konar vörur en af mis­mun­andi gæð­um, geri sam­komu­lag um að víxla inni­halds­lýs­ingum á vörum sínum áður en þær eru afhentar kaup­end­um. Þótt slíkar æfingar teld­ust í flestum til­vikum and­stæðar góðum við­skipta­venjum er rétt að benda á að við­skipti með upp­runa­á­byrgðir eru í fullu sam­ræmi við lög og reglu­gerðir sem settar hafa verið hér á landi í sam­ræmi við EES-­samn­ing­inn.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_06_19/46[/em­bed]

Auglýsing

Er hægt að selja sama hlut­inn tvisvar?



Ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki í Evr­ópu verða sífellt með­vit­aðri um upp­runa orkunnar og áhrif orku­notk­unar á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Með því að kaupa upp­runa­á­byrgðir geta fyr­ir­tæki bætt ímynd sína, lokkað til sín við­skipta­vini og jafn­vel upp­fyllt laga­legar kröf­ur, enda heim­ila upp­runa­á­byrgð­irnar þeim að lýsa því yfir að starf­semi þeirra nýti hreina orku og valdi minni losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og minni kjarn­orku­úr­gangi en ella.

En lítum á hina hlið­ina á pen­ingn­um. Meg­in­for­senda þess að kerfið virki sem skyldi er að hver upp­runa­á­byrgð sé aðeins notuð einu sinni, enda yrðu áhrif á orku­nýt­ingu og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda lítil ef heim­ilt væri að marg­nýta þennan eft­ir­sókn­ar­verða eig­in­leika orkunn­ar. Þess vegna gera reglur um upp­runa­á­byrgðir ráð fyrir að selj­endur afsali sér rétti sínum til að aug­lýsa ork­una sem end­ur­nýj­an­­lega og lýsi því bein­línis yfir að hún telj­ist fram­leidd úr jarð­efna­elds­neyti og kjarn­orku, líkt og íslensk orku­fyr­ir­tæki gera nú á raf­magns­reikn­ingum við­skipta­vina sinna. Kaup­endum þess­arar orku, til dæmis stór­iðju­fyr­ir­tækjum og gagna­verum hér á landi, er því tæp­lega stætt á að segj­ast ein­göngu nota hreina orku í starf­semi sinni, nema þau kaupi upp­runa­á­byrgðir eða upp­runa­vott­aða orku.

Ávinn­ingur af sölu upp­runa­á­byrgða og áhrif á ímynd Íslands



Upp­runa­á­byrgðir eru ný tekju­öfl­un­ar­leið fyrir fram­leið­endur end­ur­nýj­an­legrar orku. Af hraðri sölu­aukn­ingu milli ára verður ekki dregin önnur ályktun en sú að íslensk orku­­fyr­ir­tæki ætli sér að nýta þessa tekju­öfl­un­ar­leið til hins ítrasta. Þrátt fyrir þetta hefur lítil opin­ber kynn­ing eða umræða farið fram um við­skiptin og því síður um hvað þessi gagn­gera breyt­ing á bók­halds­legri orku­sam­setn­ingu Íslands hefur í för með sér fyrir íslensk fyr­ir­tæki og ímynd lands­ins. Þá virð­ist gengið út frá því að fjár­hags­legur ávinn­ingur af sölu upp­runa­á­byrgða sé meira virði en að íslensk orka verði áfram end­ur­nýj­an­leg – á papp­ír­unum jafnt sem í reynd.

Það kemur því á óvart að mark­aðs­verð íslenskra upp­runa­á­byrgða er með því lægsta sem þekk­ist í Evr­ópu og að hagn­aður orku­fyr­ir­tækja af við­skipt­unum er að sama skapi lít­ill. Í því sam­bandi skiptir máli að kaup­endur upp­runa­á­byrgða eru í auknum mæli reiðu­búnir að greiða hærra verð ef þeir geta verið vissir um að fjár­stuðn­ingur þeirra stuðli að raun­veru­legum árangri í að auka fram­leiðslu end­ur­nýj­an­legrar orku, einkum ef sá árangur verður í þeirra nágrenni. Sem dæmi má nefna að hol­lenskir kaup­endur upp­runa­á­byrgða greiða marg­falt hærra verð ef ábyrgð­irnar eru gefnar út vegna vind­orku­fram­leiðslu í Hollandi en vegna vatns­aflsorku í Nor­egi. Til að bregð­ast við þessu hafa fjöl­mörg erlend orku­fyr­ir­tæki hlotið form­lega við­ur­kenn­ingu á að tekjur af sölu upp­runa­á­byrgða renni til nýfjár­fest­inga í end­ur­nýj­an­legri orku­fram­leiðslu. Íslensk fyr­ir­tæki hafa hins vegar ekki sóst eftir við­ur­kenn­ingu af þessu tagi og virð­ast ekki hafa mótað sér stefnu um hvernig ágóð­anum skuli var­ið.

Umhverf­is­leg áhrif við­skipt­anna



Mark­mið kerfis með upp­runa­á­byrgðir er að auka notkun end­ur­nýj­an­legrar orku og draga þannig úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Hafa verður í huga að hver upp­runa­á­byrgð sem seld er frá Íslandi hefur í för með sér að ein­hvers staðar í Evr­ópu er notuð óhrein orka undir þeim for­merkjum að um end­ur­nýj­an­lega orku sé að ræða. Mark­aðs­verð íslenskra upp­runa­á­byrgða er lágt og því má segja að með þessu fyr­ir­komu­lagi sé orku­not­endum í Evr­ópu gert kleift að rétt­læta áfram­hald­andi notkun óhreinnar orku með litlum til­kostn­aði, án þess að nokkur aukn­ing verði á fram­leiðslu end­ur­nýj­an­legrar orku hér á landi umfram það sem orðið hefði hvort sem er. Það er því við hæfi að enda þessar hug­leið­ingar á að spyrja hvort sala íslenskra orku­fyr­ir­tækja á upp­runa­á­byrgðum sé til þess fallin að stuðla að auk­inni notkun end­ur­nýj­an­legrar orku – eða hvort það sé hugs­an­legt að hún hafi öfug áhrif?

Höf­undar vinna hjá Environ­ice – Umhverf­is­ráð­gjöf Íslands

Greinin birt­ist fyrst í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hann í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None