Matarskattur, lýðskrum eða tekjujöfnun?

matvara.jpg
Auglýsing

Varla verður sagt að rík­is­stjórnin hafi tekju­jöfnun að mark­miði í skatta­mál­um. Lækkun veiði­gjalda, fyr­ir­hugað afnám orku­gjalds og auð­legð­ar­skatts og boð­aðar breyt­ingar á beinum sköttum bætir hag þeirra sem fénýta auð­lindir þjóð­ar­innar í eigin þágu og hátekju- og stór­eigna­fólks en veltir kostn­aði af sam­fé­lags­legum rekstri á bök ann­arra. Þetta dap­ur­lega atferli má þó ekki verða til þess að halda  að allt sem frá stjórn­inni kemur í skatta­málum sé sama marki brennt.

Ein­földunFjár­mála­ráð­herra boðar að hækka skatt á mat­væli úr 7% í 12% og hefur það orðið til­efni til gagn­rýni úr ýmsum áttum á þeim for­sendum að slík breyt­ing muni bitna á tekju­lágu fólki. Sú gagn­rýni bygg­ist á þeirri ein­földun að lækkun mat­ar­skatts gagn­ist þeim öðrum fremur því þeir eti fyrir stærri hlut tekna sinna. Saga mat­ar­skatts­ins allt frá upp­töku hans 1993 bygg­ist á þess­ari henti­kenn­ingu popúlista úr röðum stjórn­mála­manna, for­ystu­manna á vinnu­mark­aði, sér­hags­muna­hópa og neyt­enda­fröm­uða.

Lækkun mat­ar­skatts er ekki lækkun skatta. Ef rík­is­út­gjöldin hald­ast óbreytt frá því sem var verður að afla tekna fyrir þeim með öðrum hætti. Það ger­ist varla án þess að það lendi á almenn­ingi. Almennir neyslu­skattar svo sem VSK leggj­ast yfir­leitt þyngra á lágar tekjur en háar ein­fald­lega af þeirri ástæðu að stærri hluti lágra tekna fer í kaup á skatts­skyldum vör­um. Séu útgjöld ríks­ins lækkuð til að mæta tekju­tap­inu er lík­legt að það komi fram í skertri þjón­ustu m.a. í heil­brigð­is­kerf­inu, hækk­aðri kostn­að­ar­hlut­deild sjúk­linga osfr. Í hvoru til­vik­inu sem er, hækkun ann­arra skatta eða lækkun rík­is­út­gjalda, mun það bitna á tekju­lágum ekki síður en öðr­um. Meg­in­rökin fyrir lækkun mat­ar­skatts eru ein­fald­lega röng.

Leyfi maður sér að lifa í þeim ímynd­aða heimi að lækkun skatta sé mögu­leg án ann­arra áhrifa og að lækkun mat­ar­skatts skili sér að fullu til neyt­and­ans en lendi ekki í vasa vöru­sala er ávinn­ingur tekju­lágra af aðgerð­inni samt sem áður afar lít­ill. Í athugun sem ég gerði eftir lækkun mat­ar­skatts­ins og fleiri liða úr 14% í 7% kom fram mest mögu­leg lækkun heim­il­is­út­gjalda miðað upp­lýs­ingar Hag­stofu Íslands um útgjöld heim­ila eftir tekju­flokk­um. Lækk­unin var frá um 5.000 krónum á mán­uði í lægsta tekju­fjórð­ungi upp í um 7.500 kr. í þeim hæsta. Ávinn­ingur hinna tekju­hærri er meiri í krónum talið en sem hlut­fall af neyslu­út­gjöldum er lækk­unin um 1,8% í tekju­lægsta hópnum en um 1,6% í þeim hæsta. Þannig má ljóst vera að jafn­vel við kjörað­stæður er tekju­jöfnun af lækkun mat­ar­skatts afar tak­mörk­uð.

Auglýsing

Ekk­ert nýttÞetta eru ekki ný tíð­indi. Við lækkun mat­ar­skatts­ins 1993 lágu fyrir skýrslur um athug­an­ir, m.a. frá Nor­egi og Englandi, sem sýndu þetta svart á hvítu. Þeim var stungið undir stól. Rík­is­end­ur­skoðun var í fram­haldi af laga­setn­ing­unni falið að gera úttekt á áhrifum af henni. Nið­ur­staða hennar[i] var ein­hlít. Tekju­jöfn­un­ar­á­hrifin voru lítil og mikið minni en af jafn­dýrum breyt­ingum á tekju­skatts­kerf­inu og barna­bót­um. Ekk­ert var gert með þá nið­ur­stöðu.

Við lækkun mat­ar­skatts­ins úr 14% í 7% var að hluta til byggt á starfi nefndar sem skipuð var full­trúum hags­muna­að­ila en vegna mis­sættis í nefnd­inni skil­aði for­maður hennar einn skýrslu um starf hennar[ii]. Í nefnd­ar­starf­inu virð­ist ekk­ert ekk­ert til­lit hafa verið tekið til fyr­ir­liggj­andi gagna um virkni svona breyt­inga en byggt á sömu henti­kenn­ingum og fyrr. Sam­kvæmt frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar á árinu 2006[iii] átti mat­væla­verð að lækka um heil 16% og vísi­tala neyslu­verðs að lækka um 2,3% á einu ári.

Sú verð­þróun gekk ekki eft­ir. Vísi­tala neyslu­verðs lækk­aði ekk­ert og lækkun á mat­ar­verði var lítil og ekki við­var­andi. Í stað þess að lækka og hald­ast síðan lægri en vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði vísi­tala mat­væla­verðs fljótt aftur og hefur hald­ist svipuð eða hærri en almenna vísi­tala allar götur síð­an. Séu vísi­tölur settar á hund­rað í jan­úar 2006 er vísi­tala neyslu­verðs komin í 166,5 í jan­úar 2014 en vísi­tala matar og drykkja­vöru í 172,2. Þetta ætti ekki að koma þeim á óvart sem trúa því að verð­lag ráð­ist á mark­aði af fram­boði, eft­ir­spurn og sam­keppni. Það sem reynslu og þekk­ingu um lækkun virð­is­auka­skatts á mat­væli segir er í fyrsta lagi að áhrif á verð­lag eru óviss og minni en gengið hefur verið út frá og í öðru lagi að sú lækkun sem kann að nást hefur lítil sem engin áhrif til tekju­jöfn­unar eða til að bæta stöðu lægri tekju­hópanna.

Draga lær­dóm af þessuUpp­töku lægri skatts á mat­væli hér á landi 1993 fylgdi tíma­bil mik­illa hækk­ana á tekju­skatti og mikil hækkun skatt­byrði fólks með lágar tekjur og miðl­ungs­tekjur en litlar breyt­ingar og jafn­vel lækkun hjá hinum tekju­hæstu. Á sama tíma lækk­uðu bætur í skatt­kerf­inu, barna­bætur og vaxta­bæt­ur. Tekju­tapi af lækkun VSK á mat­væli var þannig velt yfir á fólk í neðri hluta tekju­ska­l­ans. Frá árinu 1993 til árs­ins 2005 hækk­aði tekju­skatts­hlut­fall að frá­dregnum bótum (barna­bótum og vaxta­bót­um) að með­al­tali um 5 pró­sent af tekjum sem er mun meira en lækkun mat­ar­skatts­ins nam. Hækkun tekju­skatts­ins var mis­jöfn eftir tekju­hóp­um. Hún var meira en 10% af tekjum hjá hjónum í lægsta fjórð­ung tekna, 5 - 10% í næst­lægsta fjórð­ungi, 2,5 - 5% í næst efsta fjórð­ungi og innan við 2% í efsta  fjórð­ungn­um. Hjá topp 10% lækk­aði skatt­hlut­fallið reynd­ar. Tölur þessar er úr skýrslu nefndar á vegum fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um íslenska skatt­kerfið[iv] frá árinu 2008 sem fór hljóð­lega í skjala­geymslu þess. Í lok þessa tíma­bils þegar öllum mátti ljós vera sú þróun sem orðið hafði kom dúsan, lækkun mat­ar­skatts úr 14% í 7%.

Þeir sem bera hag hinna verr settu í þjóð­fé­lag­inu fyrir brjósti ættu að draga af þessu lær­dóm. Bar­átta gegn hækkun mat­ar­skatts mun ekki gagn­ast skjól­stæð­ingum þeirra en hún mun draga athygl­ina frá þeim breyt­ingum á sköttum sem skipta máli fyrir tekju­jöfnun í skatt­kerf­inu til lengri tíma lit­ið. Bar­áttan verður um stund­ar­sakir blóm í hnappa­gati lýð­skrumara en tekju­tapið af fækkun skatt­þrepa í tekju­skatti, lækkun fjár­magnstekju­skatts, afnámi auð­legð­ar­skatts, lækkun veiði­gjalda og afnámi orku­skatts mun hvíla á baki hinna verr settu í sam­fé­lag­inu af fullum þunga lengi eftir að það blóm er föln­að.

 

Til­vís­anir í Heim­ild­ir:

[i] Rík­is­end­ur­skoð­un, Skýrsla um áhrif skatt­breyt­inga skv. lögum nr. 122/1993. Októ­ber 1994

[ii] Heima­síða for­sæt­is­ráðu­neyt­is. Skýrsla for­manns nefndar sem for­sæt­is­ráð­herra skip­aði 16. jan­úar 2006 til þess að fjalla um helstu orsaka­þætti hás mat­væla­verðs áÍs­landi og gera til­lögur sem miða aðþví­að­færa mat­væla­verð nær þvísem gengur og ger­ist í nágranna­ríkjum Reykja­vík 13. júlí2006

[iii] Heima­síða for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins: Til­lögur rík­is­stjórn­ar­innar um aðgerðir til aðlækka mat­væla­verð­o.fl. 9.10.2006

[iv] Heima­síða fjár­mála­ráðu­neyt­is. Íslenska skatt­kerf­ið: Sam­keppn­is­hæfni og skil­virkni, Skýrsla nefnd­ar, 11. sept­em­ber 2008 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Búið er að sótthreinsa snertifleti í verslun Hagkaups í Garðabæ, samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins.
Starfsmaður Hagkaups í Garðabæ greindist með smit í gærkvöldi
Hagkaup segja frá því að starfsmaður sinn hafi greinst með COVID-19 í gærkvöldi. Almannavarnir svara því ekki hvort sá einstaklingur var sá eini sem greindist jákvæður fyrir veirunni í gær eða ekki.
Kjarninn 9. mars 2021
Air Iceland Connect heyrir brátt sögunni til
Unnendur íslenskrar tungu hváðu þegar heiti Flugfélags Íslands var breytt í Air Iceland Connect vorið 2017. Síðar í mánuðinum verður innanlandsflug félagsins samþætt við vörumerki Icelandair og vörumerkið Air Iceland Connect lagt niður.
Kjarninn 9. mars 2021
Haukur Arnþórsson
Hvaða erindi á Sósíalistaflokkurinn?
Kjarninn 9. mars 2021
Fjölgun íbúða hefur ekki haldist í við fjölgun fullorðinna hér á landi síðustu árin.
Færri íbúðir á hvern fullorðinn einstakling
Íbúðum á hvern fullorðinn einstakling hefur fækkað stöðugt á síðustu 14 árum. Nú eru þær 8 prósent færri en þær voru árið 2007.
Kjarninn 9. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None