Matarskattur, lýðskrum eða tekjujöfnun?

matvara.jpg
Auglýsing

Varla verður sagt að rík­is­stjórnin hafi tekju­jöfnun að mark­miði í skatta­mál­um. Lækkun veiði­gjalda, fyr­ir­hugað afnám orku­gjalds og auð­legð­ar­skatts og boð­aðar breyt­ingar á beinum sköttum bætir hag þeirra sem fénýta auð­lindir þjóð­ar­innar í eigin þágu og hátekju- og stór­eigna­fólks en veltir kostn­aði af sam­fé­lags­legum rekstri á bök ann­arra. Þetta dap­ur­lega atferli má þó ekki verða til þess að halda  að allt sem frá stjórn­inni kemur í skatta­málum sé sama marki brennt.

Ein­földun



Fjár­mála­ráð­herra boðar að hækka skatt á mat­væli úr 7% í 12% og hefur það orðið til­efni til gagn­rýni úr ýmsum áttum á þeim for­sendum að slík breyt­ing muni bitna á tekju­lágu fólki. Sú gagn­rýni bygg­ist á þeirri ein­földun að lækkun mat­ar­skatts gagn­ist þeim öðrum fremur því þeir eti fyrir stærri hlut tekna sinna. Saga mat­ar­skatts­ins allt frá upp­töku hans 1993 bygg­ist á þess­ari henti­kenn­ingu popúlista úr röðum stjórn­mála­manna, for­ystu­manna á vinnu­mark­aði, sér­hags­muna­hópa og neyt­enda­fröm­uða.

Lækkun mat­ar­skatts er ekki lækkun skatta. Ef rík­is­út­gjöldin hald­ast óbreytt frá því sem var verður að afla tekna fyrir þeim með öðrum hætti. Það ger­ist varla án þess að það lendi á almenn­ingi. Almennir neyslu­skattar svo sem VSK leggj­ast yfir­leitt þyngra á lágar tekjur en háar ein­fald­lega af þeirri ástæðu að stærri hluti lágra tekna fer í kaup á skatts­skyldum vör­um. Séu útgjöld ríks­ins lækkuð til að mæta tekju­tap­inu er lík­legt að það komi fram í skertri þjón­ustu m.a. í heil­brigð­is­kerf­inu, hækk­aðri kostn­að­ar­hlut­deild sjúk­linga osfr. Í hvoru til­vik­inu sem er, hækkun ann­arra skatta eða lækkun rík­is­út­gjalda, mun það bitna á tekju­lágum ekki síður en öðr­um. Meg­in­rökin fyrir lækkun mat­ar­skatts eru ein­fald­lega röng.

Leyfi maður sér að lifa í þeim ímynd­aða heimi að lækkun skatta sé mögu­leg án ann­arra áhrifa og að lækkun mat­ar­skatts skili sér að fullu til neyt­and­ans en lendi ekki í vasa vöru­sala er ávinn­ingur tekju­lágra af aðgerð­inni samt sem áður afar lít­ill. Í athugun sem ég gerði eftir lækkun mat­ar­skatts­ins og fleiri liða úr 14% í 7% kom fram mest mögu­leg lækkun heim­il­is­út­gjalda miðað upp­lýs­ingar Hag­stofu Íslands um útgjöld heim­ila eftir tekju­flokk­um. Lækk­unin var frá um 5.000 krónum á mán­uði í lægsta tekju­fjórð­ungi upp í um 7.500 kr. í þeim hæsta. Ávinn­ingur hinna tekju­hærri er meiri í krónum talið en sem hlut­fall af neyslu­út­gjöldum er lækk­unin um 1,8% í tekju­lægsta hópnum en um 1,6% í þeim hæsta. Þannig má ljóst vera að jafn­vel við kjörað­stæður er tekju­jöfnun af lækkun mat­ar­skatts afar tak­mörk­uð.

Auglýsing

Ekk­ert nýtt



Þetta eru ekki ný tíð­indi. Við lækkun mat­ar­skatts­ins 1993 lágu fyrir skýrslur um athug­an­ir, m.a. frá Nor­egi og Englandi, sem sýndu þetta svart á hvítu. Þeim var stungið undir stól. Rík­is­end­ur­skoðun var í fram­haldi af laga­setn­ing­unni falið að gera úttekt á áhrifum af henni. Nið­ur­staða hennar[i] var ein­hlít. Tekju­jöfn­un­ar­á­hrifin voru lítil og mikið minni en af jafn­dýrum breyt­ingum á tekju­skatts­kerf­inu og barna­bót­um. Ekk­ert var gert með þá nið­ur­stöðu.

Við lækkun mat­ar­skatts­ins úr 14% í 7% var að hluta til byggt á starfi nefndar sem skipuð var full­trúum hags­muna­að­ila en vegna mis­sættis í nefnd­inni skil­aði for­maður hennar einn skýrslu um starf hennar[ii]. Í nefnd­ar­starf­inu virð­ist ekk­ert ekk­ert til­lit hafa verið tekið til fyr­ir­liggj­andi gagna um virkni svona breyt­inga en byggt á sömu henti­kenn­ingum og fyrr. Sam­kvæmt frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar á árinu 2006[iii] átti mat­væla­verð að lækka um heil 16% og vísi­tala neyslu­verðs að lækka um 2,3% á einu ári.

Sú verð­þróun gekk ekki eft­ir. Vísi­tala neyslu­verðs lækk­aði ekk­ert og lækkun á mat­ar­verði var lítil og ekki við­var­andi. Í stað þess að lækka og hald­ast síðan lægri en vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði vísi­tala mat­væla­verðs fljótt aftur og hefur hald­ist svipuð eða hærri en almenna vísi­tala allar götur síð­an. Séu vísi­tölur settar á hund­rað í jan­úar 2006 er vísi­tala neyslu­verðs komin í 166,5 í jan­úar 2014 en vísi­tala matar og drykkja­vöru í 172,2. Þetta ætti ekki að koma þeim á óvart sem trúa því að verð­lag ráð­ist á mark­aði af fram­boði, eft­ir­spurn og sam­keppni. Það sem reynslu og þekk­ingu um lækkun virð­is­auka­skatts á mat­væli segir er í fyrsta lagi að áhrif á verð­lag eru óviss og minni en gengið hefur verið út frá og í öðru lagi að sú lækkun sem kann að nást hefur lítil sem engin áhrif til tekju­jöfn­unar eða til að bæta stöðu lægri tekju­hópanna.

Draga lær­dóm af þessu



Upp­töku lægri skatts á mat­væli hér á landi 1993 fylgdi tíma­bil mik­illa hækk­ana á tekju­skatti og mikil hækkun skatt­byrði fólks með lágar tekjur og miðl­ungs­tekjur en litlar breyt­ingar og jafn­vel lækkun hjá hinum tekju­hæstu. Á sama tíma lækk­uðu bætur í skatt­kerf­inu, barna­bætur og vaxta­bæt­ur. Tekju­tapi af lækkun VSK á mat­væli var þannig velt yfir á fólk í neðri hluta tekju­ska­l­ans. Frá árinu 1993 til árs­ins 2005 hækk­aði tekju­skatts­hlut­fall að frá­dregnum bótum (barna­bótum og vaxta­bót­um) að með­al­tali um 5 pró­sent af tekjum sem er mun meira en lækkun mat­ar­skatts­ins nam. Hækkun tekju­skatts­ins var mis­jöfn eftir tekju­hóp­um. Hún var meira en 10% af tekjum hjá hjónum í lægsta fjórð­ung tekna, 5 - 10% í næst­lægsta fjórð­ungi, 2,5 - 5% í næst efsta fjórð­ungi og innan við 2% í efsta  fjórð­ungn­um. Hjá topp 10% lækk­aði skatt­hlut­fallið reynd­ar. Tölur þessar er úr skýrslu nefndar á vegum fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins um íslenska skatt­kerfið[iv] frá árinu 2008 sem fór hljóð­lega í skjala­geymslu þess. Í lok þessa tíma­bils þegar öllum mátti ljós vera sú þróun sem orðið hafði kom dúsan, lækkun mat­ar­skatts úr 14% í 7%.

Þeir sem bera hag hinna verr settu í þjóð­fé­lag­inu fyrir brjósti ættu að draga af þessu lær­dóm. Bar­átta gegn hækkun mat­ar­skatts mun ekki gagn­ast skjól­stæð­ingum þeirra en hún mun draga athygl­ina frá þeim breyt­ingum á sköttum sem skipta máli fyrir tekju­jöfnun í skatt­kerf­inu til lengri tíma lit­ið. Bar­áttan verður um stund­ar­sakir blóm í hnappa­gati lýð­skrumara en tekju­tapið af fækkun skatt­þrepa í tekju­skatti, lækkun fjár­magnstekju­skatts, afnámi auð­legð­ar­skatts, lækkun veiði­gjalda og afnámi orku­skatts mun hvíla á baki hinna verr settu í sam­fé­lag­inu af fullum þunga lengi eftir að það blóm er föln­að.

 

Til­vís­anir í Heim­ild­ir:

[i] Rík­is­end­ur­skoð­un, Skýrsla um áhrif skatt­breyt­inga skv. lögum nr. 122/1993. Októ­ber 1994

[ii] Heima­síða for­sæt­is­ráðu­neyt­is. Skýrsla for­manns nefndar sem for­sæt­is­ráð­herra skip­aði 16. jan­úar 2006 til þess að fjalla um helstu orsaka­þætti hás mat­væla­verðs áÍs­landi og gera til­lögur sem miða aðþví­að­færa mat­væla­verð nær þvísem gengur og ger­ist í nágranna­ríkjum Reykja­vík 13. júlí2006

[iii] Heima­síða for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins: Til­lögur rík­is­stjórn­ar­innar um aðgerðir til aðlækka mat­væla­verð­o.fl. 9.10.2006

[iv] Heima­síða fjár­mála­ráðu­neyt­is. Íslenska skatt­kerf­ið: Sam­keppn­is­hæfni og skil­virkni, Skýrsla nefnd­ar, 11. sept­em­ber 2008 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None