Námsmat við lok grunnskóla – hver er ekki tilbúinn?

kennarar mótmæli
Auglýsing

Í grein­inni er reifuð sú ó­vissa sem ríkir um náms­mat við lok grunn­skóla vorið 2016. Grein­ar­höf­und­ar telja að óskipu­leg fram­setn­ing nýrra hug­mynda og skortur á leið­sögn af hálf­u ­mennta­yf­ir­valda setji skóla­fólk í erf­iða stöðu við að gefa nem­end­um loka­ein­kunnir næsta vor. Höf­undar eru skóla­stjórn­end­ur.

Vorið 2016 mun náms­mat nem­enda sem útskrif­ast úr grunn­skólum birt­ast með öðru móti en áður hefur ver­ið. Breyt­ingin er skil­greind í aðal­námskrá grunn­skóla sem var ­gefin út í tveimur hlut­um, almennur kafli árið 2011 og hæfni­við­mið greina­sviða árið 2013.

Frá­ ár­inu 2011 hefur verið unnið að inn­leið­ingu aðal­námskrár­innar í öll­u­m grunn­skól­um. Segja má að inn­leið­ing­ar­ferlið nái allt aftur til árs­ins 2008 en þá tóku ný grunn­skóla­lög gildi.. Í kjöl­farið voru ýmsar skipu­lags­breyt­ingar gerðar og skerpt á verk­lagi mik­il­vægra grunn­stoða: starf skóla­ráða, starf ­nem­enda­vernd­ar­ráða, við­mið um skóla­brag, áætl­anir gegn ein­elti, við­mið um ­skóla­reglur o.fl.. Helstu verk­hlutar við inn­leið­ingu á aðal­námskránni hafa ver­ið:

Auglýsing

1.       Að byggja sex grunn­þætti mennt­unar mark­visst inn í allt skóla­starf þvert á árganga og greina­svið. Grunn­þætt­irnir eru læsi, ­sjálf­bærni, sköp­un, jafn­rétti, lýð­ræði og mann­rétt­indi, heil­brigði og vel­ferð.

2.       Að skil­greina vinnu með lyk­il­hæfni nem­enda í öllu skóla­starfi, þvert á árganga og greina­svið. Lyk­il­hæfn­inni er skipti í fimm ­megin svið: tján­ingu og miðl­un; skap­andi og gagn­rýna hugs­un; sjálf­stæði og ­sam­vinnu; nýt­ingu miðla og upp­lýs­inga; ábyrgð og mat á eigin námi.

3.       Að skil­greina hæfni­við­mið og matsvið­mið í skóla­námskrá fyrir allar náms­greinar í öllum árgöngum út frá þeim grunni sem lagður er í aðal­námskrá 2013. Hæfni­við­mið gera grein fyrir víð­tæk­ari hæfi­leik­um ­nem­enda en þekk­ing­ar­mark­mið gera í fyrri námskrám. Þessi áherslu­breyt­ing er hluti af alþjóð­legri bylgju sem hefur haft áhrif á nám og kennslu á öllum skóla­stig­um. Breyt­ingin þjónar m.a. þeim til­gangi að skólar leggi meira af mörkum til að und­ir­búa nem­endur fyrir þátt­töku í sam­fé­lagi sem markast af örum breyt­ingum á sviði tækni, atvinnu­lífs og fleiri þátt­um. Mennta­mála­stofnun birti sér­stak­an vef um þennan þátt í sept­em­ber 2015.

4.       Að breyta áherslum í kennslu­háttum og náms­mati í þá átt að náms­mark­mið séu nem­endum sýni­leg og að í gegnum leið­sagn­ar­mat fái þeir stöðuga end­ur­gjöf á stöðu sína í nám­inu og leið­bein­ingar um næstu skref.

5.       Að setja upp gagna­grunn, í sam­ráði við þau kerf­i ­sem notuð eru til að skrá og halda utan um náms­mat og sam­skipti skóla við ­nem­endur og for­ráða­menn, sem heldur utan um leið­sagn­ar­mat og náms­feril nem­enda og dregur náms­fer­il­inn saman í vitn­is­burð í lok skóla­árs.

Ólíkt er milli skóla í hvaða röð þessi verk­efni hafa ver­ið unnin og hvaða áherslur hafa verið settar og er það í anda þess frelsis og sveigj­an­leika sem námskráin gerir ráð fyrir að ein­stakir skólar hafi. Í öll­u­m ­skólum hefur umtals­verð vinna farið í inn­leið­ing­ar­verk­efnin og mik­il­væg fram­fara­skref hafa verið tek­in. Í fáum, ef nokkrum, skólum er verk­efn­inu lok­ið enda er viða­miklu starfi grunn­skóla þannig háttað að ávallt er hægt að þróa það á­fram.

Í haust hefur verið vax­andi þungi í umræðu um náms­mat við ­lok grunn­skóla. Skóla­stjórn­endur hafa um hríð kallað eftir skýr­ari leið­sögn og úr­lausnum frá yfir­stjórn mennta­mála um frá­gang náms­mats sem byggir á matsvið­miðum aðal­námskrár og raf­rænu útskrift­ar­skír­teini. Mennta­mála­ráð­herra og fleiri aðilar hafa furðað sig á því að grunn­skólar virð­ast ekki til­búnir að út­skrifa nem­endur skv. nýrri námskrá vorið 2016 eins og ráðu­neytið hefur gert ­kröfu um. Í ágætri sam­an­tekt Morg­un­blaðs­ins þann 4. októ­ber 2015 er ljóst að allir aðilar eru sam­mála um ágæti þeirra breyt­inga sem námskráin frá 2011/2013 ­boð­ar. En hvert er þá vanda­mál­ið?

Ef litið er til allra þeirra þátta sem aðal­námskráin snert­ir er vandi skól­anna lít­ill og jafn­vel mætti segja að hann sé tækni­leg­ur. ­Stjórn­endur grunn­skóla hafa varpað til ráðu­neytis og Mennta­mála­stofn­un­ar ­spurn­inga á borð við eft­ir­far­andi:

·         Hvernig er best að draga ein­kunnir nem­enda í ó­tal verk­efnum sem unnin eru yfir skóla­árið saman í eina loka­ein­kunn á sann­gjarnan hátt? Á að nota talna­kvarð­ann 1-4 til að þýða bók­stafs­ein­kunn­ir? Má þýða D til A yfir á pró­sentu­kvarða svip­aðan ein­kunna­ska­l­anum 1-10? Má taka ­tíðni bók­stafs­ein­kunna, leggja hana á ákveð­inn kvarða og lesa þannig út loka­ein­kunn­ir? Ef not­ast á við tíðni­mæl­ing­ar, hvaða kvarða á þá að leggja til­ grund­vall­ar?

·         Ef nem­andi sýnir minni hæfni í verk­efnum í lok vors en hann hefur sýnt fyrr á skóla­ár­inu, hvor myndin er þá rétt­ari? Á seinna verk­efnið að draga árangur í því fyrra niður eða á að láta nem­and­ann njóta þess besta sem hann nær að sýna, óháð því hvenær það ger­ist?

·         Enn hefur sam­ræmt útskrift­ar­skír­teini ekki ver­ið birt. Mun það gera grein fyrir átta greina­sviðum eins og þau eru til­greind í aðal­námskrá eða verður hægt að gera grein fyrir fleiri eða færri svið­u­m/­náms­grein­um? Verð­ur­ að­skilin ein­kunn gefin fyrir ensku og dönsku sem skv. námskránni eru eitt og ­sama greina­svið­ið? Verður gefin ein eða fleiri ein­kunnir fyrir greina­svið­ið list- og verk­grein­ar? Verða gefnar ein eða tvær ein­kunnir fyrir íþróttir og sund?

·         Ef nem­andi hefur lokið grunn­skóla­námi á ákveðn­u ­greina­sviði fyrr en í 10. bekk, þ.e. í 8. eða 9. bekk, verður þá hægt að til­greina það á sam­ræmda útskrift­ar­skír­tein­inu? Þess­ari spurn­ingu var svarað af ­Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu í sept­em­ber 2015 en það svar leysir ekki stöðu þeirra nem­enda sem nú eru í 10. bekk því það er ekki tækt að ákveða eft­irá að árangur vinnu í 8. bekk komi fram á út­skrift­ar­skír­teini tveimur árum síð­ar. Hvort mun á end­anum vega þyngra, ákvæð­i grunn­skóla­laga um að náms­mat við lok grunn­skóla byggi fyrst og fremst á því ­námi sem fram fór á loka­ári grunn­skóla, eða seinni tíma áform um að gefa eina ­ein­kunn fyrir hvert greina­svið?

Við þessum spurn­ingum hafa ekki feng­ist skýr svör að öllu ­leyti. Þetta veldur vand­ræðum í skól­unum sem í upp­hafi skóla­árs birta ­kennslu­á­ætl­anir þar sem fram á að koma á hvaða grunni náms­mat skóla­árs­ins bygg­ir. Vand­ræði í skól­anum skila óör­yggi hjá nem­endum og for­ráða­mönn­um. Því miður er það staðan um þessar mund­ir. Við teljum það rétt nem­enda að við upp­haf skóla­ár­s ­fái þeir allar upp­lýs­ingar um það hvernig mati á námi þeirra verður hátt­að.

Til­raunir kenn­ara og stjórn­enda til að taka af skarið og ­leggja upp það náms­mats­kerfi sem hentar starfi við­kom­andi skóla hafa ekki náð fram að ganga að fullu leyti vegna þess að um er ræða umfangs­mikla breyt­ingu. Það er mikil ábyrgð falin í því að útskrifa nem­endur úr grunn­skóla. Útskrift úr grunn­skóla er stjórn­sýslu­á­kvörðun og um hana gilda stjórn­sýslu­lög. Ein­stakir ­skólar geta ekki tryggt gagn­sæi, jafn­ræði og mál­efna­lega með­ferð þegar þeir hafa enn ekki séð það útskrift­ar­skír­teini sem not­ast á við eftir nokkra mán­uð­i. Þá er úti­lokað að tryggja skýr skila­boð til fram­halds­skól­anna þegar ljóst er að ­skólar eru að þróa ólíka kvarða og ólíkar leiðir til að gera grein fyrir stöð­u ­nem­enda gagn­vart matsvið­miðum aðal­námskrár.

Stjórn­endur grunn­skóla eru ekki að kalla eftir mötun eða al­gjörri sam­ræm­ingu í skóla­starfi á Íslandi. Þeir eru að kalla eftir því að ­yf­ir­völd mennta­mála gangi þannig frá inn­leið­ingu aðal­námskrár að tryggt sé að hún sé fram­kvæm­an­leg. Sam­ráðs­hópar af ýmsu tagi hafa fjallað um ólíka þætt­i ­námskrár­innar en sam­kvæmt okkar upp­lýs­ingum eiga þeir það flestir sam­eig­in­leg­t að hafa lítið sem ekk­ert hist síð­ast­liðin tvö ár. Kenn­arar og stjórn­end­ur grunn­skóla hafa komið aðal­námskránni í verk á marg­vís­legan hátt. En útskrift ­nem­enda úr grunn­skóla er ekki einka­mál þeirra heldur verk­efni sem kallar á sam­stillta krafta grunn­skóla, mennta­mála yfir­valda og fram­halds­skóla.

Sjálf­sagt hefði staðan verið önnur nú ef ráðu­neyti mennta­mála hefði staðið við fyr­ir­heit sín frá árinu 2013 um að gefa út sér­stakar leið­bein­ing­ar um nýja hugsun í náms­mati. Ekk­ert bólar á þeim og allar upp­lýs­ingar frá­ op­in­berum aðilum eru brota­kennd­ar. Ef ráðu­neyt­ið  er hætt við að gefa út slíkar leið­bein­ing­ar er nauð­syn­legt fyrir skól­ana að fá upp­lýs­ingar um það og skila­boð um að verk­efnið sé í þeirra eigin hönd­um.

Í sept­em­ber 2015 birt­ist yfir­lit frá Mennta­mála­stofnun á vef ­Mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins þar sem taldir eru upp ýmsir verk­þættir sem ráðu­neytið hefur staðið fyrir í inn­leið­ing­ar­ferli aðal­námskrár­inn­ar. Und­ir­rit­aðir skóla­stjórn­endur og ­sam­starfs­menn þeirra hafa tekið þátt í öllum þessum verk­efn­um, fylgst með þeim ­gögnum sem þar hafa birst og tekið þau inn í inn­leið­ing­ar­ferlið í hverj­u­m ­skóla. Samt er fyr­ir­séð að umtals­verð óvissa muni ein­kenna útskrift nem­enda úr grunn­skóla vorið 2016. Við köllum eftir því að mennta­yf­ir­völd veit­i grunn­skól­anum fyllri upp­lýs­ingar og taki fag­lega for­ystu við inn­leið­ingu á náms­mats­þætti nýrrar aðal­námskrár. Ef af því verður erum við full­viss um að út­skrift nem­enda úr grunn­skól­anum vorið 2017 verði í fullu sam­ræmi við kröfur aðal­námskrár.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None