Ranghugmyndasmiðir

Úlfar Þormóðsson skrifar um fyrrverandi ráðherra og núverandi þingmann sem hann telur hata og fyrirlíta þá fjölmiðla sem iðka rannsóknarblaðamennsku og setja fram söguskýringar sem leiði af sér ranghugmyndir.

Auglýsing

Maður er nefndur Björn Bjarna­son. Hann er fyr­ir­far­andi eitt og annað og núver­andi hitt og þetta. Og mik­ill rit­ari. Meðal ann­ars skrif­aði hann millj­óna grein fyrir Norð­ur­landa­ráð, grein um víg­bún­að, enda for­maður Varð­bergs, vin­áttu­fé­lags íslenskra hermang­ara og stríðs­manna. Fyrir sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra skrif­aði hann aðra millj­óna grein, úttekt á fram­tíð land­bún­að­ar­ins. Þetta eru víst hvort tveggja afbragðs grein­ar, vel skrif­aðar og fullar af fróð­leik og sann­indum ef marka má skrif Björns Bjarna­sonar um þessi rit­verk sín, en fáir ef nokkur hefur skrifað jafn vel um sjálfan sig og verk sín og Björn Bjarna­son. Hér verða hvorki nefndar þær greinar sem hann hefur skrifað um það órétt­læti sem Sam­herji hefur orðið fyr­ir, rit­verk hans um Ógn­ar­stjórn­ina í Efl­ingu né talin til mýgrútur greina út frá rétt­læt­is­kennd hans. Hins vegar er ekki hjá því kom­ist að benda á eitt ein­kenni þeirra; hatur hans og fyr­ir­litn­ingu á Rík­is­út­varp­inu, Kjarn­anum og Stund­inni og öðrum þeim fjöl­miðlum sem iðka rann­sókn­ar­blaða­mennsku.

En, í öllum bænum lesið grein­ar­innar hans. Þær birt­ast dag­lega á bjorn.is og í Morg­un­blað­inu, stundum nafn­lausar í Stak­stein­um, en oftar undir nafni með ljós­mynd af höf­und­in­um. 

Þegar rætt er um fals­frétta­lausa fjöl­miðla kemur annar maður til sögu. Sá er alþing­is­maður og fyrr­ver­andi blaða­út­gef­andi, Óli Björn Kára­son. Hann skrifar viku­legar greinar í Morg­un­blaðið, fer afar sjaldan rétt með, og fjallar um eitt og annað af svo djúpri visku og fal­inni kímni­gáfu að með fádæmum er. Hann er hat­urs­maður fjöl­miðla sem stunda rann­sókn­ir. Einkum RÚV. og sakar það um ofríki, ósann­indi og ofsóknir á hendur ann­arra fjöl­miðla og vand­aðra manna. Til eru þeir sem halda því fram að þessi óvild þing­manns­ins stafi af því að hann setti DV á haus­inn fyrir nokkrum árum, en þegar hann tók við því var það vel rekið blað og fyr­ir­tæki og skil­aði hagn­aði. Ekk­ert veit ég um það. Hitt veit ég að margir vand­aðir menn eiga hönk upp í bakið á hon­um; allir þeir sem greitt hafa kostn­að­inn af fram­boð­brölti hans.

Auglýsing
Þá er loks komið að kjarna þess sem bent skal á. Það er þetta:

Frétta­skýr­inga­þættir eru með þörf­ustu dag­skrár­liðum fjöl­miðla. Einn slíkur þáttur er Silfrið, sem fluttur er viku­lega í Sjón­varpi. Þegar þetta er skrifað er Silfr­inu ný lok­ið, sunnu­dag­inn 7. nóv­em­ber. Þar var fyrst talað við Ingi­leifi Jóns­dótt­ur, pró­fessor í ónæm­is­fræðum um Covid 19, þá Aðal­stein Kjart­ans­son, blaða­mann á Stund­inni og Hönnu Katrínu Frið­riks­son, alþing­is­manns um ónýta skýrslu sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra af eign­ar­haldi stór­út­gerðar á kvóta og fyr­ir­tækjum í óskyldum rekstri, og loks var þar ítar­legt við­tal við Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, frá­far­andi for­mann Efl­ingar um innri mál félags­ins. 

Öll var þessi umræða afar upp­lýsandi. Og þörf í mold­rok­inu.

Í ljós kom að blaður dóms­mála­ráð­herra og ann­arra ung­pía í Sjálf­stæð­is­flokknum um Covi­dið er mark­leys­is­hjal, skýrslan um eigna­stöðu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja ónýtt plagg af ásetn­ingi skýrslu­höf­unda, hráka­smíð frá sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, og að Sól­veig Anna situr undir fals­yrðum og óhróðri sem dreift er um hana.

Sum­sé:

Sá sem aðeins læsi greinar Björns Bjarna­sonar og Óla Björns Kára­sonar um þjóð­fé­lags­mál væri haug­fullur af rang­hug­mynd­um. Og líka ef hann hefði tekið mark á orðum dóms­mála­ráð­herra um heims­far­ald­ur­inn. Því ætti það að vera þjóð­fé­lags­leg skylda þeirra sem vilja fremur heyra það sem sann­ara reyn­ist en bullið bert, að slá skjald­borg um þá fjöl­miðla sem fara rétt með.

Höf­undur er rit­höf­und­­ur. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermarsundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar