Ranghugmyndasmiðir

Úlfar Þormóðsson skrifar um fyrrverandi ráðherra og núverandi þingmann sem hann telur hata og fyrirlíta þá fjölmiðla sem iðka rannsóknarblaðamennsku og setja fram söguskýringar sem leiði af sér ranghugmyndir.

Auglýsing

Maður er nefndur Björn Bjarna­son. Hann er fyr­ir­far­andi eitt og annað og núver­andi hitt og þetta. Og mik­ill rit­ari. Meðal ann­ars skrif­aði hann millj­óna grein fyrir Norð­ur­landa­ráð, grein um víg­bún­að, enda for­maður Varð­bergs, vin­áttu­fé­lags íslenskra hermang­ara og stríðs­manna. Fyrir sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra skrif­aði hann aðra millj­óna grein, úttekt á fram­tíð land­bún­að­ar­ins. Þetta eru víst hvort tveggja afbragðs grein­ar, vel skrif­aðar og fullar af fróð­leik og sann­indum ef marka má skrif Björns Bjarna­sonar um þessi rit­verk sín, en fáir ef nokkur hefur skrifað jafn vel um sjálfan sig og verk sín og Björn Bjarna­son. Hér verða hvorki nefndar þær greinar sem hann hefur skrifað um það órétt­læti sem Sam­herji hefur orðið fyr­ir, rit­verk hans um Ógn­ar­stjórn­ina í Efl­ingu né talin til mýgrútur greina út frá rétt­læt­is­kennd hans. Hins vegar er ekki hjá því kom­ist að benda á eitt ein­kenni þeirra; hatur hans og fyr­ir­litn­ingu á Rík­is­út­varp­inu, Kjarn­anum og Stund­inni og öðrum þeim fjöl­miðlum sem iðka rann­sókn­ar­blaða­mennsku.

En, í öllum bænum lesið grein­ar­innar hans. Þær birt­ast dag­lega á bjorn.is og í Morg­un­blað­inu, stundum nafn­lausar í Stak­stein­um, en oftar undir nafni með ljós­mynd af höf­und­in­um. 

Þegar rætt er um fals­frétta­lausa fjöl­miðla kemur annar maður til sögu. Sá er alþing­is­maður og fyrr­ver­andi blaða­út­gef­andi, Óli Björn Kára­son. Hann skrifar viku­legar greinar í Morg­un­blaðið, fer afar sjaldan rétt með, og fjallar um eitt og annað af svo djúpri visku og fal­inni kímni­gáfu að með fádæmum er. Hann er hat­urs­maður fjöl­miðla sem stunda rann­sókn­ir. Einkum RÚV. og sakar það um ofríki, ósann­indi og ofsóknir á hendur ann­arra fjöl­miðla og vand­aðra manna. Til eru þeir sem halda því fram að þessi óvild þing­manns­ins stafi af því að hann setti DV á haus­inn fyrir nokkrum árum, en þegar hann tók við því var það vel rekið blað og fyr­ir­tæki og skil­aði hagn­aði. Ekk­ert veit ég um það. Hitt veit ég að margir vand­aðir menn eiga hönk upp í bakið á hon­um; allir þeir sem greitt hafa kostn­að­inn af fram­boð­brölti hans.

Auglýsing
Þá er loks komið að kjarna þess sem bent skal á. Það er þetta:

Frétta­skýr­inga­þættir eru með þörf­ustu dag­skrár­liðum fjöl­miðla. Einn slíkur þáttur er Silfrið, sem fluttur er viku­lega í Sjón­varpi. Þegar þetta er skrifað er Silfr­inu ný lok­ið, sunnu­dag­inn 7. nóv­em­ber. Þar var fyrst talað við Ingi­leifi Jóns­dótt­ur, pró­fessor í ónæm­is­fræðum um Covid 19, þá Aðal­stein Kjart­ans­son, blaða­mann á Stund­inni og Hönnu Katrínu Frið­riks­son, alþing­is­manns um ónýta skýrslu sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra af eign­ar­haldi stór­út­gerðar á kvóta og fyr­ir­tækjum í óskyldum rekstri, og loks var þar ítar­legt við­tal við Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, frá­far­andi for­mann Efl­ingar um innri mál félags­ins. 

Öll var þessi umræða afar upp­lýsandi. Og þörf í mold­rok­inu.

Í ljós kom að blaður dóms­mála­ráð­herra og ann­arra ung­pía í Sjálf­stæð­is­flokknum um Covi­dið er mark­leys­is­hjal, skýrslan um eigna­stöðu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja ónýtt plagg af ásetn­ingi skýrslu­höf­unda, hráka­smíð frá sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, og að Sól­veig Anna situr undir fals­yrðum og óhróðri sem dreift er um hana.

Sum­sé:

Sá sem aðeins læsi greinar Björns Bjarna­sonar og Óla Björns Kára­sonar um þjóð­fé­lags­mál væri haug­fullur af rang­hug­mynd­um. Og líka ef hann hefði tekið mark á orðum dóms­mála­ráð­herra um heims­far­ald­ur­inn. Því ætti það að vera þjóð­fé­lags­leg skylda þeirra sem vilja fremur heyra það sem sann­ara reyn­ist en bullið bert, að slá skjald­borg um þá fjöl­miðla sem fara rétt með.

Höf­undur er rit­höf­und­­ur. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar