Sjálfstætt líf og kostnaður

alþingi þing
Auglýsing

Því miður er sú hugsun enn mjög rót­gróin í sam­fé­lag­inu, að fatlað fólk eigi helst að vera inni á stofn­un­um, í svoköll­uðum búsetu­kjörnum eða háð aðstand­endum sínum að öllu leyti, t.d. for­eldrum eða mök­um. Þess hug­ar­fars gætir enn mjög, að fatlað fólk geti ekki skerð­ingar sinnar vegna verið sjálf­stætt í lífi sínu, búið í eigin hús­næði, stofnað fjöl­skyldu, farið út í búð, hitt vini sína, notið afþrey­ing­ar, ferðast, stundað vinnu eða gert hvað annað sem það vill gera.  

Það þarf að segja það oft, og end­ur­taka það: Þetta hug­ar­far til fatl­aðs fólks er úrelt. Fatlað fólk á rétt til sjálf­stæðs lífs og rétt til þess, eins og aðr­ir, að búa við mann­rétt­ind­i. Það á rétt á því að velja hvernig það vill haga lífi sín­u. Það þýðir ekki að öllum stofn­unum verði lokað á morg­un, í næstu viku eða að ári heldur ein­fald­lega að bætt sé við lög­bundnum jafn­rétt­háum val­kosti í þjón­ustu, not­enda­stýrðri per­sónu­legri aðstoð, svo fatlað fólk sem vill ekki fara á stofnun sé ekki þvingað þangað inn. 

NPA

Yfir fimm­tíu fatl­aðar mann­eskjur hafa gert samn­ing um not­enda­stýrða per­sónu­lega aðstoð (NPA) við sveit­ar­fé­lagið sitt. Þessir samn­ingar eru hluti af inn­leið­ing­ar­verk­efni, sem snýst um að gera NPA að lög­bundnum val­kosti í þjón­ustu við fatlað fólk, eins og Alþingi hefur ákveðið með lögum og þings­á­lykt­unum að skuli gert.   

Auglýsing

NPA snýst um það, að fatlað fólk ráði sér aðstoð­ar­fólk sjálft og taki stjórn á eigin lífi, með fjár­fram­lagi frá sveit­ar­fé­lag­inu og rík­inu, sem mið­ast við metna þörf þess á aðstoð. Með inn­leið­ingu NPA getur fatlað fólk raun­veru­lega kosið sér það þjón­ustu­form sem best tryggir mögu­leik­ann á sjálf­stæðu líf­i. ­Mann­rétt­indi standa til boða. 

Mein­lokan í umræð­unni

Við yfir­færslu á mála­flokki fatl­aðs fólks frá ríki til sveit­ar­fé­laga var vit­laust gef­ið. Þessi stað­reynd er að koma sífellt betur í ljós. Of lítið fjár­magn fylgdi verk­efn­inu og nokkuð ljóst að fjár­þörf sveit­ar­fé­lag­anna þarf að end­ur­meta, svo þau geti sinnt þessum mik­il­væga mála­flokki af nauð­syn­legum metn­að­i. 

Í þess­ari umræðu viljum við þó gera þunga athuga­semd við eina mein­loku, sem sí og æ gerir vart við sig í orð­ræðu full­trúa ríkis og sveit­ar­fé­laga um hinn fjársvelta mála­flokk, og hún er þessi: NPA er of dýrt. NPA er ekki fjár­magn­að. Það er út af NPA sem mála­flokk­ur­inn er fjársvelt­ur.

Förum aðeins yfir þetta. 

Í fyrsta lagi: Mála­flokk­ur­inn í heild sinni er van­fjár­magn­aður og hefur verið í árarað­ir. Það er engin ástæða til þess að taka NPA sér­stak­lega út úr því meng­i. NPA er ein­fald­lega van­fjár­magnað þjón­ustu­form, eins og önnur þjón­ustu­form. Því mið­ur.

Í öðru lagi: Það fólk sem nýtur NPA samn­inga mun þurfa þjón­ustu. Það hverfur ekki af yfir­borði jarð­ar. Sú þjón­usta mun kosta pen­inga, og lík­lega meiri pen­inga en NPA, og með verri nýt­ingu fjár­muna. 

Í þriðja lag­i: Sú póli­tíska spurn­ing sem blasir við eftir yfir­færslu mála­flokks­ins til sveit­ar­fé­laga er ein­fald­lega sú, hvort til standi að þjón­usta fatlað fólk með við­un­andi hætti eða ekki. Við trúum því að svarið við þess­ari spurn­ingu sé aug­ljóst. Að sjálf­sögðu á að þjón­usta fatlað fólk. Ef þjón­usta er ætl­un­in, þá er NPA lík­lega besta þjón­ustu­formið sem völ er á, bæði þegar litið er til kostn­aðar og ábata.



Skoðum sam­an­burð­inn

Það er óneit­an­lega nið­ur­lægj­andi að sífellt þurfi að tala um fatlað fólk sem kostn­að, en gott og vel, við skulum skoða tölur fyrst þetta þykir svona flók­ið. 

Borg­ar­ráð sam­þykkti á síð­asta ári áætlun um bygg­ing búsetu­kjarna fyrir fatlað fólk með miklar og sér­tækar þjón­ustu­þarf­ir. Sam­kvæmt áætl­un­inni munu 28 ein­stak­lingar fá til­boð um búsetu og þjón­ustu innan þess­ara nýju kjarna. Bygg­ing­ar­kostn­aður er áætl­aður 800 - 900 millj­ónir en árlegur rekstr­ar­kostn­aður verður um 540 millj­ón­ir. Það þýðir að með­al­kostn­aður á hvern ein­stak­ling í þessum búseta­kjarna er 19.3 millj­ónir á ári. Er þá bygg­inga­kostn­að­ur­inn ekki tek­inn með í reikn­ing­inn. 

Sam­kvæmt svari frá félags­mála­ráð­herra við nýlegri fyr­ir­spurn á Alþingi, er með­al­kostn­aður við þann 51 ein­stak­ling sem nýtur NPA samn­ings um 13,5 millj­ónir á ári. Ríkið greiðir 20% af því til móts við fram­lag sveit­ar­fé­lag­anna. ­Með­al­kostn­aður sveit­ar­fé­laga við hvern samn­ing er því 11,3 millj­ón­ir. Hér er einnig um tölu­verða þjón­ustu­þörf að ræða.  

Bæði dæmin byggja á tölum frá 2014, en áhrif kjara­samn­inga og fleira ættu að hafa hækkað allar þessar tölur nú. Sam­kvæmt þessu er NPA að jafn­aði 8 millj­ónum ódýr­ara úrræði á mann fyrir sveit­ar­fé­lög í þjón­ustu við fatlað fólk heldur en boð um búsetu og þjón­ustu innan búsetu­kjarna. Mun­ur­inn á kostn­aði í þessu dæmi er um 40%, NPA í vil. Auk þess er eng­inn kostn­aður við stein­steypu í NPA. Allt fjár­magnið fer í þjón­ust­una. 

Nið­ur­staða

Það er full­kom­lega fárán­legt að okkar mati að bæði ríki og sveit­ar­fé­lög skuli því miður vera upp­vís að því að draga lapp­irnar um þessar mundir þegar kemur að inn­leið­ingu NPA.  Það er líka út í hött að það fólk sem hefur NPA samn­ing skuli vera látið búa við stans­lausa óvissu um fram­tíð sína, sem birt­ist þessa dag­ana einkum í því að aðstoð­ar­fólk þess er ekki látið njóta almennra kjara­bóta með nauð­syn­legu við­bót­ar­fjár­magni til samn­ing­anna. Þetta er algjör­lega ólíð­and­i. 

Stað­reyndin er þessi: NPA er þjón­ustu­form sem allir þeir sem koma að mál­efnum fatl­aðs fólks, bæði not­endur og fjár­mögn­un­ar­að­il­ar, ættu að taka fagn­andi og byggja upp af kraft­i. Betri nýt­ing fjár­muna er varla til, - fjár­muna sem er þá varið í að skapa skil­yrði fyrir fatlað fólk, sem er á heims­vísu tal­inn vera sá hópur sem er hvað mest jað­ar­sett­ur, til þess að njóta þeirra við­ur­kenndu mann­rétt­inda að búa við frelsi, sjálf­stæði, við­un­andi lífs­kjör, betri heilsu og frið­helgi frá ofbeldi og útskúf­un.

Höf­undar eru þing­maður og vara­þing­kona Bjartrar fram­tíð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None