Smáríkið Dóminíka í Karíbahafi – saga og endurnýjanleg orka

Sigurður Sveinn Jónsson skrifar um sögu karabísku eyjunnar Dóminíku þar sem vonir standa til að eyjan komist brátt í hóp ríkja sem nýta nær eingöngu endurnýjanlega raforku til innanlandsnotkunar. Um 20 Íslendingar starfa við jarðboranir á eyjunni.

Auglýsing

Það kemur okkur Íslend­ingum kannski ekki mjög á óvart þegar við ferð­umst til fjar­lægra landa að þurfa að útskýra nánar hvar Ísland er á jarð­ar­kringl­unni. Íslend­ingar eru ekki þeir einu sem lenda í því að hitta fólk sem hefur aldrei heyrt heima­lands­ins get­ið. Slík ríki eru í raun um allan heim en hér er ætl­unin að segja frá litlu lýð­veldi í Karí­ba­haf­inu þar sem búa rétt rúm­lega 70.000 manns og fáir hafa heyrt um.

Á eyjum Karí­ba­hafs­ins búa alls tæpar 40 millj­ónir manna, ef talið er frá norð­ur­strönd Venes­ú­ela í suðri og að Flór­ídaskag­anum í norðri. Alls eru um 30 ríki á þessu svæði sem hafa mis­mun­andi þjóð­rétt­ar­lega stöðu. Sum eru sjálf­stæð lýð­veldi, önnur hafa stöðu hér­aðs í öðru fjar­lægu landi og enn önnur eru sjálf­stjórn­ar­svæði eða nokkurn veg­inn sjálf­stæð ríki en undir bresku krún­unni.

Auglýsing
Nýrra vend­inga er eflaust að vænta eftir and­lát Elísa­betar II Eng­lands­drottn­ingar en helst má vænta breyt­inga á Jamaíku og nýlega var boðað til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu á Antígva og Bar­búda um stofnun lýð­veld­is. Bar­bados sleit tengsl við krún­una árið 2021, lýð­veldi stofnað og þjóð­höfð­ingi (for­seti) kjör­inn.

Fyrst heyrði ég af Dóminíku snemma á árinu 2011 þegar ég fregn­aði að ÍSOR, þar sem ég starfa, væri í samn­inga­við­ræðum við stjórn­völd á Dóminíku um jarð­hita­rann­sóknir og bor­an­ir. Ég taldi fyrst að ferð­inni væri heitið til Dóminíska lýð­veld­is­ins, en það er á svip­uðum slóð­um.

Kort: Britannica

Þegar betur var að gáð kom í ljós að svo var ekki og hafði ég aldrei heyrt af fyrr­nefndu ríki. Ég sökkti mér ofan í rann­sóknir á landi og þjóð, fann eyj­una á Google Earth og svip­að­ist um. Samn­ingar voru und­ir­rit­aðir við ÍSOR og Jarð­bor­anir hf. og var jarð­bornum Sleipni og öðrum tólum og tækj­um, ásamt efni í þrjár rann­sókn­ar­bor­hol­ur, skipað út í Hafn­ar­fjarð­ar­höfn í nóv­em­ber 2011. Bún­aður ÍSOR, sér­út­bú­inn mæl­inga­bíll og rann­sókn­ar­stofa í gámi, fékk að fljóta með.

Þegar ég fór fyrst til Dóminíku, í lok nóv­em­ber 2011, var fyrst flogið til London og síðan til eyj­ar­innar Antígva. Frá Antígva var flogið með fimm­tíu sæta Das­h-8 flug­vél til Dóminíku og tók flugið um þrjá­tíu mín­út­ur. Stærstu flug­vélar sem geta lent á flug­vell­inum á Dóminíku eru upp undir 100 sæta þotur en flug­sam­göngur við nær­liggj­andi eyjar eru aðal­lega með smærri vél­um. Flug­stöðin er lík þeirri sem er á Egils­stöðum og ein drátt­ar­vél er til taks til að draga vagn með far­angri. Far­ang­urs­færi­bandið er sett í gang ef tösk­urnar eru óvenju marg­ar. Starfs­mað­ur­inn í vega­bréfa­skoð­un­inni var hinn almenni­leg­asti, skoð­aði vega­bréf og dval­ar­leyfi gaum­gæfi­lega og spurði mig síðan hvað ég væri að fara að gera. Ég svar­aði því til að ég væri að fara að vinna við fyr­ir­hugað jarð­hita­verk­efni og þá kann­að­ist hann við það mál allt saman og bauð mig inni­lega vel­kom­inn og óskaði mér allra heilla.

Höf­uð­stað­ur­inn Ros­eau, eða „höf­uð­borg­in“ eins og hún er kölluð af heima­mönn­um, er á suð­vest­ur­horni eyj­ar­innar og þar búa um 15.000 manns eða litlu færri en á Akur­eyri. Flug­völl­ur­inn er hins vegar á norð­austur horni eyj­ar­innar og í beinni loft­línu eru ein­ungis um 30 kíló­metrar þar á milli. Eyjan er afar fjall­lend og því er veg­ur­inn á milli flug­vall­ar­ins og Ros­eau um 40 km langur en það tekur um einn og hálfan tíma að snigl­ast eftir hon­um. Ein­ungis nýverið hefur veg­inum verið komið í það stand að geta kall­ast fólks­bíla­fær.

Ísland er með form­legt stjórn­mála­sam­band við Dóminíku sem komið var á í und­an­fara umsóknar Íslands um sæti í örygg­is­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna. Stjórn­völd á Dóminíku hafa ekki skipað sendi­herra til Íslands en fasta­full­trúi Íslands í New York er sendi­herra Íslands gagn­vart Dóminíku og reyndar öllum öðrum ríkjum í Karí­ba­haf­inu.

Um 15 þúsund manns búa í höfuðborginni Roseau. Mynd: Aðsend

Sagan og fólkið

Krist­ó­fer Kól­umbus sigldi fyrst að Dóminíku sunnu­dag­inn 3. nóv­em­ber 1492. Gaf hann eyj­unni nafnið Dom­in­ica þar sem hún fannst á sunnu­degi og fer ekki meiri sögum af því. Dóminíku­búar sjálfir gant­ast oft með það að ef Kól­umbus kæmi aftur til Karí­ba­hafs­ins þá væri Dóminíka eina eyjan sem hann myndi þekkja aftur því þar hefur lítið sem ekk­ert breyst.

Þegar fyrstu Evr­ópu­bú­arnir komu til eyj­ar­innar sett­ust þeir að í grennd við núver­andi höf­uð­stað og á norð­vest­ur­horni eyj­ar­innar á nesi sem kall­ast Cabrits. Þar reistu Bretar virki og hefur verið unnið að því síð­ustu ár að end­ur­byggja húsa­kost stað­ar­ins og koma upp vísi að sögu­safni. Bretar og Frakkar réðu Dóminíku sitt á hvað í gegnum ald­irnar og Bretar frá miðri nítj­ándu öld­inni og fram til þess að landið fékk sjálf­stæði. Eyríkið hlaut sjálf­stæði frá Bretum þann 3. nóv­em­ber árið 1978 og lýð­veldi var stofn­að, réttum 486 árum eftir að Kól­umbus sá eyj­una í fyrsta sinn.

Saga frum­byggja eyja í Karí­ba­hafi er sorg­ar­saga en setur þó Dóminíku í nokk­urt önd­veg­is­sæti hvað þá sögu varð­ar. Þegar Evr­ópu­búar taka að vaða yfir eyjar í Karí­ba­hafi og brjóta land til rækt­unar á syk­ur­reyr eru frum­byggjarnir sem þá bjuggu þar ýmist flæmdir burtu, þeir hnepptir í þræl­dóm eða þeir strá­falla vegna sjúk­dóma og far­sótta sem Evr­ópu­bú­arnir báru með sér.

Auglýsing
Dóminíka er fjall­lend eyja eins og áður segir og þar er lítið og lélegt und­ir­lendi. Eyjan var þess vegna aldrei eft­ir­sókn­ar­verð né væn­leg til rækt­unar og varð þess vegna nokk­urs konar griða­staður frum­byggj­anna. Frum­byggjar bjuggu að sjálf­sögðu á eynni og fleiri bætt­ust í hóp­inn sem flúðu ofríki og harð­ræði á nær­liggj­andi eyj­um.

Frum­byggjar Dóminíku eru fremur ljósir á hör­und, móeygðir með slétt svart hár og komu frá meg­in­landi mið-Am­er­íku. Þeir voru orðnir ráð­andi á Dóminíku og eyj­unum í kring um árið 1200. Kal­ina­go-frum­byggjarn­ir, eins og þeir eru kall­að­ir, ruddu úr vegi og blönd­uð­ust Tain­o-frum­byggjum (Arawak) sem voru þar fyrir og höfðu verið um langan ald­ur. Talið er að menn hafi fyrst komið til eyja Karí­ba­hafs­ins frá meg­in­land­inu fyrir um 4600 árum. Frum­byggjar nefndu eyj­una „Waituku­buli“.

Frum­byggjarnir voru snemma kall­aðir Karí­bar (Caribs) meðal Evr­ópu­búa en það nafn er til orðið vegna þess orð­spors sem kaþ­ólska kirkjan á Spáni lét út ganga skömmu eftir landa­fund­ina þess efnis að þeir leggðu sér manna­kjöt til munns (canni­bals). Ekk­ert er talið styðja það – forn­leifa­upp­gröftur og annað í þeim dúr – og því ein­ungis um að ræða her­bragð kirkj­unnar til að mega með réttu refsa þeim fyrir ókristi­legt mannát og drepa þá.

Í dag eru Kal­ina­go-frum­byggjar (Karí­bar) á Dóminíku rétt um 3 pró­sent þjóð­ar­inn­ar. Breski land­stjór­inn sem réði eyj­unni fyrrum gerði samn­ing við Karíba árið 1903 og úthlut­aði þeim sjálf­stjórn­ar- eða vernd­ar­svæði á norð­aust­an­verðri eynni sem þeir hafa haldið síð­an. Karí­bar á Dóminíku hafa nýlega unnið tals­vert í að hefja arf­leifð sína til vegs og virð­ing­ar. Nýlega sam­þykktu þeir að fram­vegis skuli þeir vera kall­aðir Kal­ina­go-­fólk og hafa vísað í sam­þykkt sem ætt­bálka­ráð frum­byggja á norð­ur­slóðum gerði árið 1982 en þeir sam­þykktu að sam­heiti ætt­bálka frum­byggja í kringum norð­ur­heim­skautið skyldi vera „Ín­úít­ar“ og leggja skyldi af notkun orðs­ins „Eski­mó­i“. Sama er upp á ten­ingnum með Kal­ina­gó-­fólkið og virð­ist þessi ákvörðun vera virt og njóta almenns stuðn­ings.

Meiri­hluti íbúa Dóminíku dags­ins í dag eru hins vegar af afrísku bergi brotnir og afkom­endur fólks frá vest­ur­stönd Afr­íku sem flutt var til Karí­ba­hafs­ins nauð­ugt vilj­ugt. Þeir eru mis­mikið bland­aðir Kal­ina­go-­fólki og Evr­ópu­bú­um. Þeir eru líkir íbúum eyríkja og ein­angr­aðra staða í háttum og eru for­vitnir um aðkomu­menn – taka þeim fagn­andi og finnst gaman þegar gesti ber að garði og eru almennt greið­viknir og bón­góð­ir. Enska er töluð á Dóminíku en einnig frönsk kreóla-tunga sem er einnig töluð á nálægum eyj­um.

Land og lega

Dóminíka er 15 gráðum norðan við mið­baug og hitafar afar stöðugt. Lægsti hiti sem mælst hefur á Dóminíku síðan mæl­ingar hófust eru 16°C en hiti yfir dag­inn er að jafn­aði um 27-28°C og um 21-23° að nóttu.

Mikil úrkoma setur mark sitt á eyj­una og mikið rof í lands­lagi, djúpir árfar­veg­ir, gil og gljúfur eru ein­kenn­andi fyrir þessa hálendu eld­fjalla­eyju en hæsti fjalls­tindur hennar rís 1447 m yfir sjáv­ar­mál. Eyjan er um 750 km2 að flat­ar­máli og er nær öll klædd grósku­miklum regn­skógi. Þar sem aðstæður leyfa hafa menn brotið land undir ræktun og ekki er óal­gengt að sjá ban­ana rækt­aða í snar­bröttum fjalls­hlíð­um.

Á stöku stað finn­ast flatir blettir og þar vex og dafnar alls kyns græn­meti og ávext­ir. Halli lands er fremur afstætt hug­tak meðal Dóminíku­búa. Land sem kallað er í fast­eigna­aug­lýs­ingum „gently slop­ing“ getur verið með allt að 30° halla þannig að allt sem hallar minna er nán­ast flat­lendi í þeirra huga.

Helsta nátt­úru­fars­lega ógn Dóminíku eru hita­belt­is­lægðir eða felli­byljir sem renna sér upp að eyj­unni í ágúst og sept­em­ber. Þann 29. ágúst 1979 gekk felli­bylur í flokki 5 yfir Dóminíku, en það eru með allra kröft­ug­ustu felli­bylj­um. Eyði­legg­ingin var gríð­ar­leg og um 70 pró­sent íbúa misstu heim­ili sín, nær öll upp­skera fór for­görðum og 56 manns fórust, mest af völdum skriðu­falla og flóða.

Dóminíku­búar minn­ast felli­byls­ins David með harm í huga en höfðu bless­un­ar­lega sloppið við aðrar slíkar nátt­úru­ham­farir allt þar til þann 27. ágúst 2015. Veð­ur­stofur sáu fyrir mikla hita­belt­is­lægð sem mynd­að­ist við Græn­höfða­eyj­ar, hinum megin í Atl­ants­haf­inu og var lægðin nefnd „Tropical Storm Erika“. Erika stefndi þvert yfir hafið með miklum vind­styrk, beint á aust­an­vert Karí­ba­haf­ið. Vind­styrk­ur­inn gekk niður þegar nær dró og þegar lægðin kom yfir Dóminíku var hún nær vind­laus en henni fylgdi gríð­ar­leg úrkoma. Á tólf tímum nam úrkoman um 300 milli­metrum, mikil leift­ur­flóð runnu niður snar­brattar fjalls­hlíð­arnar og sak­leys­is­leg­ustu sprænur breytt­ust á auga­bragði í belj­andi stór­fljót. Heilu þorpin skol­uð­ust á haf út og gríð­ar­mikið tjón varð, mest á suð­aust­an­verðri eynni. Alls er talið að 32 hafi farist. Til all­margra hefur ekk­ert spurst enn og eru þeir grafnir undir skriðum eða hafa borist til hafs.

Fellibylurinn María náði ströndum Dóminíku í september 2017 með gríðarlegum veðurofsa. Fellibylurinn var í flokki 5, vindstyrkur náði 280 km/klst. (78 m/s). Mynd: EPA

Landið var algjör­lega lamað í nokkra daga og öll kerfi gengu úr lagi, skortur var á drykkj­ar­vatni og flug­völlur eyj­ar­innar varð ónot­hæf­ur. Nokkurn tíma tók því að koma hjálp­ar­gögnum til lands­manna en yfir­völd i Venes­ú­ela og á nágranna­eyj­unum Guada­loupe og Mart­in­ique brugð­ust skjótt við og sendu þyrlur og skip til að bjarga fólki sem var inn­lyksa og til að færa þeim nauð­syn­lega lífs­björg.

Tjónið sem varð er talið nema um 480 millj­ónum banda­ríkja­dala. Ljóst var að það myndi taka landið langan tíma að rétta úr kútnum og kom­ast yfir þetta áfall en ógæfan reið ekki við einteym­ing í Karí­ba­haf­inu. Þann 18. sept­em­ber 2017 náði felli­byl­ur­inn María ströndum Dóminíku með gríð­ar­legum veð­urofsa. Felli­byl­ur­inn var í flokki 5, vind­styrkur náði 280 km/klst. (78 m/s), loft­þrýst­ingur var 908 hPa og úrkoma gríð­ar­lega mikil á skömmum tíma.

Veðrið brast á eftir að tók að dimma og við tók skelfi­leg og ógn­vekj­andi nótt hjá Dóminíku­bú­um. Skemmst er frá því að segja að allt fauk sem fokið gat og hvarf í sort­ann. Allt lauf hreins­að­ist af trjám og eftir stóðu ein­ungis berir stofnar stærstu trjáa. Um fjórð­ungur allra húsa eyði­lagð­ist algjör­lega en nær öll hús á eyj­unni urðu fyrir meiri eða minni skemmd­um. Skriður lok­uðu sam­göngu­leið­um, síma- og veitu­kerfi skemmd­ust og ekk­ert lífs­mark var merkj­an­legt dag­ana eftir að felli­byl­ur­inn gekk yfir.

Ekki náð­ist neitt sam­band við eyj­una og ætt­ingjar og vinir á nær­liggj­andi eyjum og í öðrum löndum ótt­uð­ust um afdrif fólks­ins. Eftir nokk­urra daga óvissu­á­stand náð­ist tal­stöðv­ar­sam­band við rad­íó­ama­tör á Dóminíku og menn ferð­uð­ust yfir fjöll og dali til að koma skila­boðum til og frá.

Alls er talið að 65 manns hafi farist af völdum felli­byls­ins Maríu og af þeim eru 34 sem ekk­ert hefur spurst til. Tjónið sem varð nam 225 pró­sent af þjóð­ar­tekjum Dóminíku (GDP 2016) eða 1,3 millj­örðum banda­ríkja­dala. Alþjóða­sam­fé­lagið brást við og bár­ust hjálp­ar­gögn víða að, meðal ann­ars sendi Rauði kross­inn á Íslandi sendi­full­trúa á stað­inn til að aðstoða við skrán­ingu fólks og skipu­lagn­ingu. Um einu ári eftir felli­byl­inn Maríu var enn tals­verður fjöldi íbúa á Dóminíku án raf­magns og upp­bygg­ing­ar­starf hefur gengið fremur hægt og verið sam­fé­lag­inu erfitt og kostn­að­ar­samt.

Atvinna og lifi­brauð

Flestir Dóminíku­búar starfa með einum eða öðrum hætti við akur­yrkju en ferða­þjón­ustu hefur vaxið fiskur um hrygg á síð­ustu árum. Um miðja síð­ustu öld voru ban­anar helsta útflutn­ings­vara Dóminíku og voru þeir fluttir með skipum til meg­in­lands Evr­ópu og Bret­lands.

Oft hef ég heyrt það sagt að það sem ruddi braut­ina og stuðl­aði að vexti og við­gangi ban­ana­rækt­unar hafi verið Toyota Hilux. Pall­bíll­inn knái var land­bún­að­ar­tækið sem olli straum­hvörfum og gerði fólki kleift að flytja afurð­irnar úr fjalla­dölum og úr mik­illi hæð niður brattar brekkur til skips. Þessir afbragðs­góðu pall­bílar sjást enn á götum Dóminíku en eru margir orðnir tal­svart laskaðir eftir langa og dygga þjón­ustu.

Árið 2012 varð fyrst vart við skæða sveppa­sýk­ingu á ban­ana­plöntum á Dóminíku (Sikatoka) og hefur ban­ana­rækt stór­lega dreg­ist saman síðan þá. Unnið er að því að fá önnur yrki ban­ana til eyj­ar­innar sem hafa meira þol gagn­vart sjúk­dómum og von­andi tekst að koma fót­unum aftur undir þessa mik­il­vægu útflutn­ings­grein.

Auglýsing
Kakó- og kaffi­rækt stóð í tals­verðum blóma fyrr á árum en hefur mjög hrakað á síð­ustu ára­tug­um. Margar kakó­plantekrur hafa því vaxið úr sér og ekki verið hlúð að trjánum en á síð­ustu árum hafa stjórn­völd á Dóminíku stutt bændur og land­eig­endur við að end­ur­vekja kakó­rækt­ina vegna vax­andi eft­ir­spurnar eftir kakói. Mikið er ræktað af kókó­spálma á eynni og er fram­leiðsla á kókosolíu til mann­eldis og iðn­aðar tals­vert umfangs­mik­il. Ann­ars grær allt með miklum ágætum í heitu og röku lofts­lagi og unnt er að fá þrjár upp­skerur á ári af garð­á­vöxtum og margs konar ávaxta­tré gefa af sér aldin svo það er aldrei hörgull á slíku. Vanilla þrífst einnig vel í hinum heita og raka regn­skógi.

Skemmti­ferða­skip eru burða­rás­inn í ferða­manna­brans­anum á Dóminíku en á ári hverju ári eru ríf­lega 200 komur skemmti­ferða­skipa til eyj­ar­inn­ar. Tíma­bilið er frá því í byrjun októ­ber og fram í maí þegar felli­bylja­tím­inn gengur í garð. Skipin leggj­ast að snemma á morgn­ana og far­þeg­arnir rölta í land þegar þeir eru búnir að snæða morg­un­verð um borð og nesta sig fyrir dag­inn. Smárútur og leigu­bílar fara svo með þá rúnt um eyj­una, sýna þeim fossa og gil, gróður og mann­líf og aka þeim svo aftur til skips í kvöld­mat.

Við­búið er að einn og einn far­þegi kaupi vatns­flösku og minja­grip á hafn­ar­bakk­anum en þeir eyða vart meiri pen­ingum í landi. Útgerðir skip­anna sjá um að selja miða í skoð­un­ar­ferðir og nær allur arður af þessum ferða­mönnum situr eftir hjá útgerðum skemmti­ferða­skip­anna. Mörgum eru skemmti­ferða­skipin þyrnir í augum og benda iðu­lega á að það sé ekk­ert upp úr þessu að hafa.

Við höfnina í Roseau. Um 200 skemmtiferðskip leggja þar að bryggju árlega. Mynd: Aðsend

Vand­inn liggur í því að ekki er úr mörgu öðru að moða því það er ekki margt fólk sem leggur leið sína til Dóminíku á eigin veg­um. Gistinætur ferða­manna á Dóminíku eru því fremur fáar og tóm­legt og lítið að gera utan skemmti­ferða­skipa­tím­ans. Í seinni tíð hefur þó tek­ist að koma upp nokkrum „eco-resort“ hót­elum sem bjóða gist­ingu í smá­hýsum úti í regn­skóg­inum og eru helst sniðin að þörfum efna­meiri ferða­manna.

Ferða­þjón­usta á Dóminíku hefur lagt tals­vert í að mark­aðs­setja eyj­una sem áfanga­stað nátt­úru­unn­enda, líf­rænt rækt­aða fólks­ins og ann­arra sem hugn­ast ekki mann­mergð, sól­ar­strendur og skyndi­biti. Gríð­ar­miklir mögu­leikar eru fyrir áhuga­fólk um göngu­ferðir og nátt­úru­skoð­un, heilsu­sam­legan og upp­runa­legan mat og hreina óspillta nátt­úru. Helsta slag­orð ferða­mála­ráðs Dóminíku er „The Nat­ure Island of the Caribbean“ og tals­vert miklu af tak­mörk­uðum fjár­ráðum hins opin­bera er varið í mark­aðs­starf og kynn­ingu. Leit á net­inu að „Discover Dom­in­ica“ skilar áhuga­verðum nið­ur­stöð­um.

Fisk­veiðar eru nokkuð veiga­mik­ill atvinnu­veg­ur. Mest allur afli fer til neyslu inn­an­lands og er seldur á bryggj­unni. Mjög aðdjúpt er við Dóminíku og því eru upp­sjáv­ar­fiskar uppi­staðan í afl­an­um, ýmsar teg­undir af sverð- og tún­fiski sem veiddar eru á línu og mak­ríll og smá­fiskur sem gengur í torfum og veiddur er í nót.

Það sem hamlar fisk­veiðum aðal­lega er aðstöðu­leysi til að verka afl­ann og skortur á tryggri raf­orku til fryst­ingar og geymslu. Smá­báta­höfn og frysti­að­staða er í Ros­eau þar sem sjó­menn geta jafn­framt fengið ís. Jap­anir byggðu höfn­ina og frysti­húsið árið 2000 – að því er talið er til að liðka fyrir góðu atkvæði í Alþjóða­hval­veiði­ráð­inu. Að verki loknu sáu Dóminíku­búar frekar mögu­leika á hvala­skoðun og lögð­ust önd­verðir gegn hval­veið­um.

Jarð­hita­rann­sóknir og eld­fjalla­saga

Dóminíka er að mestu hlaðin upp í eldsum­brotum síð­ustu árþús­unda. Hina langa keðja eyja í aust­an- og sunn­an­verðu Karí­ba­hafi er svo­kall­aður eyja­bogi. Hann verður til á plötu­skilum þar sem önnur platan þrýst­ist niður undir hina. Þegar úthafs­platan gengur niður í mött­ul­inn bráðnar hún að hluta til, berg­kvikan leitar í kviku­hólf innan við plötu­skilin og við og við rís bráðin berg­kvika til yfir­borðs og eld­gos verður á hafs­botni. Upp hleðst eyja og með tím­anum verður til röð eða keðja af eyjum sam­síða plötu­skil­un­um.

Eyja­bogi Karí­ba­hafs­ins er síður en svo eins­dæmi. Margir slíkir eyja­bogar eru þekktir og víð­ast hvar er þar mikil eld­virkni og jarð­skjálftar tíð­ir. Kvika sem kemur upp er ísúr og seig­fljót­andi, afar gas­rík og verða oft­ast öflug sprengigos á eyj­unum með gríð­ar­miklu gjósku­falli og gjósku­flóð­um. Nýleg dæmi eru gos­virkni í eld­fjall­inu Sou­frière Hills á Montserrat sem var með hléum frá 1995 til 2010 og all­mikið sprengigos varð í Sou­frière eldjall­inu á St. Vincent árið 2021. Þá fór­ust um 29 þús­und manns í gjósku­flóði er eld­fjallið Mont Pelée á eyj­unni Mart­in­ique gaus árið 1902.

Stórt eld­gos varð síð­ast á Dóminíku fyrir um 30.000 árum. Það var gríð­ar­mikið sprengigos og eru mörg hund­ruð metra þykk gjósku­lög á sunn­an- og vest­an­verðri eyj­unni mynduð í því gosi. Har­aldur Sig­urðs­son eld­fjalla­fræð­ingur átti stærstan þátt í að kort­leggja útbreiðslu gjósku­laga á hafs­botni í grennd við Dóminíku og stund­aði um ára­bil rann­sóknir á eld­virkni eyja­bog­ans. Einu umbrotin sem hefur orðið vart við á síð­ustu árhund­ruðum eru gufu­spreng­ingar á suð­aust­an­verðri eyj­unni þar sem mikil jarð­hita­virkni er á yfir­borði.

Orku­mál – end­ur­nýj­an­leg orka

Nær allar smærri eyjar Karí­ba­hafs­ins eru háðar jarð­efna­elds­neyti til raf­orku­fram­leiðslu og á Dóminíku eru 60-70 pró­sent af raf­orku eyj­ar­innar fram­leidd með dísel­raf­stöðv­um. Eitt stöðu­vatn (4-5 hekt­ar­ar) er á hálend­inu upp af Ros­eau-dalnum austur af höf­uð­staðnum og eru fjórar litlar vatns­afls­virkj­anir sem nýta fallið á leið­inni til sjáv­ar.

Alls eru fram­leidd 6,4 MW með vatns­afli. Heildar upp­sett afl á Dóminíku eru 26,5 MW en mesta raf­orku­þörf er um 17,5 MW og því er raf­magn fram­leitt með vatns­afli allt að þriðj­ungur af allri raf­orku sem þar er not­uð.

Mælingabíll frá ÍSOR mælir hita og þrýsting í borholu á Dominíku. Mynd: Aðsend.

Raf­magn er dýrt (0,36 USD/kWh) og notk­unin því að sama skapi lítil og hamlandi fyrir þróun atvinnu­lífs, iðn­aðar og þjón­ustu. Á Dóminíku eru tæki­færi til jarð­hita­nýt­ing­ar. Vel heppnuð nýt­ing jarð­hita til raf­orku­fram­leiðslu verður án efa mikið fram­fara­skref fyrir Dóminíku og mun minnka útblástur og losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

Margir hverir og laugar eru á Dóminíku og hafa eyja­skeggjar notað hvera­vatnið til baða og þvotta um ald­ir. Á átt­unda ára­tug síð­ustu aldar var hrundið af stað rann­sókn­ar­verk­efni til að kanna útbreiðslu jarð­hita á eyjum í sunn­an­verðu Karí­ba­hafi. Var það verk­efni að und­ir­lagi sam­taka Amer­íku­ríkja (OAS) en um miðjan níunda ára­tug­inn tók franska jarð­fræði­stofn­unin (BRGM) við verk­efn­inu.

Gefin var út loka­skýrsla árið 2008 um þá staði sem lík­leg­astir voru taldir til nýt­ing­ar. Vís­inda­menn töldu ein­sýnt að Dóminíka væri væn­leg­asti kost­ur­inn og var lagt til að bor­aðar yrðu rann­sókn­ar­holur til að kanna jarð­hita í iðrum eyj­ar­inn­ar. Verkið var boðið út og áttu Jarð­bor­anir hf. hag­stæð­asta til­boðið og samið var við ÍSOR um jarð­fræði­rann­sókn­ir, bor­holu­mæl­ing­ar, efna­sýna­töku og afkasta­mæl­ing­ar. Áður hafði ÍSOR unnið að gerð útboðs­gagna fyrir stjórn­völd á Dóminíku og hannað bor­hol­urn­ar, tengd mann­virki og bún­að.

Borun fyrstu hol­unnar hófst í nóv­em­ber 2011 og lauk rétt um ára­mót. Þá var flutt yfir á næstu holu, hún kláruð í febr­úar 2012. Þriðja rann­sókn­ar­holan var kláruð í kjöl­farið og lauk borun hennar í mars 2012. Hol­urnar voru allar afkasta­mældar í blæstri og ýmsar rann­sóknir gerðar og gagna aflað um gerð og eðli jarð­hita­kerf­is­ins sem borað var í.

Fjár­magn til þess­ara rann­sókna­bor­ana fékkst frá franska þró­un­ar­sjóðnum (AF­D), þró­un­ar­sjóði ESB og heima­menn greiddu um 10 pró­sent af kostn­að­in­um. Um mitt ár 2013 tókst stjórn­völdum á Dóminíku að semja við franska þró­un­ar­sjóð­inn um lánsfé til bor­unar einnar nið­ur­rennsl­is­holu og einnar vinnslu­holu til við­bótar og var því verki lokið í mars 2014.

Starfs­menn ÍSOR héldu síðan á vett­vang í júní 2014 og mældu hita og afköst vinnslu­hol­unn­ar. Ótrufl­aður hiti í jarð­hita­kerf­inu reynd­ist vera um 270°C, kerfið er með fersku vatni og vel opið og lekt og gufan sem kom úr hol­unni myndi duga til að fram­leiða 8-9 MW af raf­magni. Verð­mið­inn á bor­holu til vinnslu jarð­hita úr háhita­kerfi er almennt í grennd við um 5-10 millj­ónir banda­ríkja. Stjórn­völd á Dóminíku hófu við­ræður við hóp franskra opin­berra og einka­rek­inna fyr­ir­tækja þegar vinnslu­geta jarð­hita­kerf­is­ins var orðin nokkuð vel þekkt og hug­myndin var að reisa 7-10 MW jarð­hita­virkjun til að þjóna inn­an­lands­mark­aði en frönsku aðil­arnir höfðu einnig hug á frek­ari upp­bygg­ingu með útflutn­ing á raf­orku í huga til nálægra eyja um sæstreng. Upp úr þeim við­ræðum slitn­aði og lítið gerð­ist í mál­inu um hríð.

Stjórn­völd á Nýja-­Sjá­landi sýndu verk­efn­inu áhuga og lögðu til fjár­magn og sér­fræði­þekk­ingu til að mjaka mál­inu áfram. Stofnað var félag um rekstur jarð­hita­auð­lind­ar­innar og raf­orku­fram­leiðslu og er það að fullu í opin­berri eigu. Undir for­ystu nýsjá­lensks fram­kvæmda­stjóra voru gerðar áætl­anir um bygg­ingu virkj­unar og var und­ir­bún­ingur virkj­un­ar­innar gerður að hluta stefnu stjórn­valda um aðgerðir í lofts­lags­mál­um. Undir hatti þess verk­efnis var sótt um styrk til Alþjóða­bank­ans og fékkst styrkur upp á um 20 millj­ónir banda­ríkja­dala til að styrkja inn­viði í kringum jarð­hita­nýt­ing­una, vegi, lagnir og veitu­kerfi, ásamt reglu­verki og lög­gjöf um jarð­hita­nýt­ingu, eign­ar­hald og afgjald auð­lind­ar­inn­ar.

Hug­myndin er síðan að fá til þess bæra aðila til að byggja og reka áður­nefnda 7-10 MW jarð­hita­virkj­un. Raf­orku­kaupa­samn­ingur hefur verið gerður við fyr­ir­tæki sem sér um dreif­ingu raf­orku á Dóminíku en umrætt fyr­ir­tæki (Dom­lec) var að stærstum hluta í eigu einka­að­ila. Stjórn­völd á Dóminíku keyptu meiri­hluta í Dom­lec og fara nú með ráð­andi hluta en for­sæt­is­ráð­herra lands­ins hefur lýst yfir að inn­viðir eins og raf­orku- og neyslu­vatns­dreif­ing eigi að vera í höndum ríkis en ekki einka­að­ila.

Auglýsing
Þegar farið var að huga að fram­kvæmdum ósk­uðu stjórn­völd á Dóminíku eftir aðstoð ÍSOR við útfærslu og frum­hönnun nýrrar vinnslu­holu auk nið­ur­dæl­ing­ar­holna, til að auka sjálf­bærni jarð­hita­kerf­is­ins með því að dæla vatni aftur ofan í það. ÍSOR fékk verk­fræði­stof­una Mann­vit til liðs við sig og stjórn­völd sömdu við ÍSOR/­Mann­vit um hönn­un, ráð­gjöf og eft­ir­lit við fram­kvæmdir við vegi, bor­teiga og holu­hönn­un, auk gerð útboðs­gagna.

Verkið var boðið út á alþjóð­legum vett­vangi og fimm bor­verk­takar skil­uðu inn til­boð­um. Jarð­bor­anir hf. á Íslandi áttu hag­stæð­asta til­boðið en fyr­ir­tækið var auk þess talið búa yfir mestri reynslu og þekk­ingu á aðstæðum á Dóminíku, enda búið að bora þar fimm holur áður. Í byrjun októ­ber hófust flutn­ingar á tækjum og efnum til að bora tvær 1500-1700 metra djúpar stefnu­bor­aðar jarð­hita­holur og hófst borun um miðjan nóv­em­ber. Áhöfn bors­ins er að stórum hluta íslensk og með verk­eft­ir­liti og stjórnun má ætla að allt að tutt­ugu Íslend­ingar séu nú að störfum á Dóminíku.

Fram undan eru síðan samn­ingar stjórn­valda á Dóminíku við aðila sem er reiðu­bú­inn að setja upp gufu­afls­virkjun sem myndi fram­leiða 7-10 MW til að selja inn á raf­orku­dreifi­kerfi eyj­ar­inn­ar. Það má hik­laust benda á mik­il­vægi verks­ins fyrir lofts­lags­mark­mið Dóminíku.

Ef verk­efnið gengur sam­kvæmt áætlun og virkj­unin rís, mun Dóminíka kom­ast í hóp ríkja sem nýta nær ein­göngu end­ur­nýj­an­lega raf­orku til inn­an­lands­notk­un­ar. Þar með kemst Dóminíka í hóp með Íslandi, Nor­egi og Costa Rica þar sem öll raf­orka er fram­leidd með vatns­afli og jarð­hita. Vonir allra standa til þess að til verks­ins verði feng­inn aðili sem finnur sig í að þjóna sam­fé­lags­legum mark­miðum en lætur ekki hagn­að­ar­von­ina eina leiða sig áfram. Allar aðstæður lofa góðu um að jarð­hita­virkjun á Dóminíku verði eft­ir­tekt­ar­verð fram­kvæmd og til fyr­ir­myndar fyrir aðra sem hyggj­ast ná lofts­lags­mark­miðum með nýt­ingu end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa auk þess sem fram­kvæmdin rennir styrkum stoðum undir orku­ör­yggi þjóð­ar­inn­ar.

Höf­undur er jarð­hita­sér­fræð­ingur hjá Íslenskum orku­rann­sókn­um, ÍSOR.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar