Það er ekki hægt að segja annað en að mikill þungi sé í auglýsingunni sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í dag, þar sem 360 einstaklingar krefjast þess að tafarlaust verði farið í uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut. Málið þoli enga bið, og vinna við mat á nýjum stað fyrir uppbygginguna, geti tekið langan tíma og kostað samfélagið milljarðatugi. Aðkallandi sé að fara í framkvæmdina strax.
Á meðal þeirra sem skrifa undir eru Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og sendiherra, Dagur B. Eggertsson borgastjóri, Jón Gnarr, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Svo einhverjir séu nefndir.
Greina hefur mátt miklar efasemdir um staðarval nýs spítala hjá stjórnvöldum, einkum Framsóknarflokknum. Fróðlegt verður að sjá hvernig stjórnvöld munu halda á þessu máli, ná á síðasti hluta kjörtímabilsins.