Stýrivextir og bankavextir

Þröstur Ólafsson biður fólk um að skjóta ekki píanóleikarann. Hann er að reyna að gera sitt besta.

Auglýsing

Í knæpu í ein­hverju krumma­skuði á hrjóstr­ugum hásléttum Villta vest­urs­ins mun hafa staðið skilti yfir barnum með áletr­un­inni: Skjótið ekki píanó­leik­ar­ann. Hann gerir sitt besta. Hvort heldur sem þetta sé upp­spuni eða sann­leikur þá eru skila­boðin skýr. Láttu reiði þína eða hefnd­ar­þorsta bitna á réttum aðila. Ekki skjóta sendi­boð­ann eða gleði­gjafann. Mér datt þetta í hug þegar varla var hægt að þver­fóta fyrir for­dæm­ingu á Seðla­bank­anum eftir ákvörðun hans að hækka stýri­vexti. Blásið var í gyllta lúðra. Nú vita það flestir að Seðla­bank­anum er falið það hlut­verk að spyrna fótum við verð­bólg­unni. Það tæki sem honum er hand­hæg­ast er stýri­vaxta­hækk­un. Auð­vitað má og á að deila um hvort sú ákvörðun var í sam­ræmi við efna­hags­legar og sam­fé­lags­legar aðstæð­ur. Hitt hefði líka verið gagn­rýnt eft­irá ef verð­bólgan hefði farið vax­andi í þeim efna­hags­lega upp­gangi sem, þökk sé ferða­mennskunni, ríkir hér. En við megum ekki gleyma því að Seðla­bank­inn er að bregð­ast við ekki kveikja nýja elda. Við­skipta­bönk­unum ber engin skylda til að bregð­ast við stýri­vaxta­hækkun með hækkun eigin útlána­vaxta.

Seðla­bank­inn ræður þó illa við verð­bólg­una þótt hann hækki stýri­vexti. Verð­bólgan fóðrar sjálfa sig með auknu pen­inga­magni í umferð og lækk­andi gengi krón­unn­ar. Bank­inn getur haft áhrif á pen­inga­magnið einkum í bráð. Krónan dansar hins vegar sinn eigin menú­ett. Meðan hún gengur nokkurn veg­inn laus­beisluð um hag­lendi íslensks efna­hags­lífs getur bank­inn lítið aðhafst.

Brex­it, Krónan og þögnin

Það er með íslensku krón­una eins og umræður í Bret­landi um Brex­it. Bretar vita að það eru fyrst og fremst nei­kvæðar afleið­ingar af Brexit sem herja á breskt efna­hags­líf. Ekk­ert af þeirri gósentíð sem Brex­it­leið­togar lof­uðu lands­mönnum hefur raun­gerst. Þvert öfugt. Óháðir fag­að­ilar segja það fullum fet­um: Eymd­ar­legt ástand bresks efna­hags­lífs er afleið­ing Brex­it.

Auglýsing
Þau miklu mis­tök, sem báðir stóru flokk­arnir bera ábyrgð á, eru þeim óvið­ráð­an­leg. Þetta geta stjórn­mála­menn ekki við­ur­kennt því þá væru þeir að segj­ast hafa logið að þjóð sinni. Póli­tískt umræðu­bann. Hjá okkur gegnir svip­uðu máli um íslensku krón­una. Flestir gera sér grein fyrir því að hún er und­ir­rót flestra efna­hags­vanda­mála sem við þurfum að glíma við og leysa. Við vitum líka eins og Bret­inn hver lausnin er. Mikið er hins vegar fabúlerað um full­veld­i. 

Vaxta­mun­ur­inn er him­inn hár

En við vorum að ræða stýri­vexti. Þeir eru viss áhrifa­valdur á vaxta­á­kvarð­anir við­skipta­bank­anna. Á öld­inni sem leið var oft um það rætt í banka­ráði Seðla­bank­ans hver æski­legur vaxta­munur milli stýri­vaxta og vaxta við­skipta­bank­anna væri. Staldrað var við 2,5 – 3.0 %. Væru stýri­vextir Seðla­bank­ans 3,5%, mættu útlána vextir í hæsta lagi vera 6.5 %. Bank­inn minn var með 12,5% útláns­vexti fyrir almenn útlán, fyrir síð­ustu stýri­vaxta­hækk­un. Þarna liggur hund­ur­inn graf­inn. Bank­arnir eru blind­aðir af gull­girnd. Þetta him­in­háa vaxta­bil er meg­in­or­saka­valdur þeirrar vaxta­á­nauðar sem almennir lands­menn búa við. Já, almennir lands­menn, því fjöldi fyr­ir­tækja stunda banka­við­skipti sín erlendis ýmist í evru eða doll­ar. Krónan er fyrir okkur hin. Lands­bank­inn er eign rík­is­ins. Hann gæti veitt einka­bönk­unum verð­ugt aðhald með því að ríða á vaðið með lægri vaxta­mun, því núver­andi vaxta­munur þjónar aðeins eig­endum í hagn­að­ar­drif­inni ákefð sinni. Tug millj­arða gróði bank­anna er afleið­ing­in. En þar leikur íslenska krónan stórt hlut­verk. Hér ætti for­ystu­fólk verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar að beina spjótum sínum og reiði. Þarna liggur mein­ið. Ekki skjóta píanó­leik­ar­ann. 

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar