Þjóðernisátök og hagsmunir

ukraina_kjarninn_vef.jpg
Auglýsing

Í frétta­flutn­ingi átökum sem nú standa yfir í aust­ur­hluta Úkra­ínu er gjarnan fjallað um að þar berj­ist stjórn­ar­her Úkra­ínu við „rúss­nesku­mæl­andi aðskiln­að­ar­sinna“ eða „rúss­nesku­mæl­andi þjóð­ar­brot“. Það er hins vegar vill­andi að tala um átök aðskiln­að­ar­sinna í Aust­ur-Úkra­ínu við stjórn­völd í Kænu­garði sem þjóð­ern­is­deilu, átök á milli þjóð­ar­brota eða tungu­mála­hópa. Rétt­ara er að tala um bar­áttu hags­muna.

Þó svo að leið­togar aðskiln­að­ar­sinna og rúss­nesk stjórn­völd kjósi að nota orð­ræðu þjóð­ern­is- og tungu­mála­hópa sem ramma utan um deil­una er hann ekki endi­lega rétt­ur. Með því að nálg­ast deil­una frá þessum sjón­ar­hóli er því haldið fram að það að til­heyra ein­hverjum þjóð­ern­is­hópi sé gefin stærð og að hægt sé að nota hóp­inn sem verk­færi til að greina deil­una af skyn­sam­legu viti. Þessi nálgun gefur sér einnig að hver og einn ein­stak­lingur til­heyri einum ein­stökum þjóð­ern­is­hópi. Loks er verið að tengja þjóð­ern­is­hug­takið við öryggi ein­stak­ling­anna og ýjað að því að hægt væri að koma í veg fyrir átök á borð við þau sem nú eiga sér stað í Aust­ur-Úkra­ínu ef hver þjóð­ern­is- og tungu­mála­hópur hefði yfir sínu „heima­landi“ að ráða. Rök­rétt afleið­ing slíks hugs­un­ar­­háttar er þjóð­ern­is­hreins­anir og kúgun minni­hluta­hópa.

Auglýsing


Fyrir utan sið­ferð­is­lega ann­marka þess­arar nálg­unar er hún órök­rétt. Í síð­asta mann­tali Úkra­ínu frá árinu 2001 sögð­ust tæp­lega 40 pró­sent íbúa Donet­sk-hér­aðs vera úkra­ínskir en færri en helm­ingur þeirra sagði úkra­ínsku vera móð­ur­mál sitt. Í lok tíunda ára­tug­ar­ins voru gerðar kann­anir á tungu­mála­notkun í Úkra­ínu þar sem á bil­inu 15-23 pró­sent aðspurðra sögð­ust vera tví­tyngd á úkra­ínsku og rúss­nesku. Í sömu könn­unum sögð­ust 33-46 pró­sent lands­manna aðal­lega not­ast við rúss­nesku í dag­legu tali en 23 pró­sent sögð­ust vera af rúss­nesku bergi brot­in. Þessar tölur sýna að orð­ræð­ur­ammi þjóð­ern­is- og tungu­mála­hópa heldur ekki þegar fjallað er um átökin í Aust­ur-Úkra­ínu; marg­brotin sjálfs­vit­und íbú­anna leyfir ekki slíka ein­föld­un. Hann þjónar mun frekar þeim til­gangi að rétt­læta átökin og dylja það sem liggur að baki deil­unni, sem er hags­muna­bar­átta deilu­að­il­anna.

Hags­munir Rúss­lands í Úkra­ínu

Þó svo að Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, hafi látið þau orð falla að hann telji upp­lausn Sov­ét­ríkj­anna vera mestu land­fræðipóli­tísku ham­farir 20. ald­ar­innar verður að telj­ast ólík­legt að mark­mið hans með íhlutun í Úkra­ínu sé alls­herjar end­ur­skipu­lagn­ing landamæra Aust­ur-­Evr­ópu. Inn­limun Krím­skaga í Rúss­land í maí síð­ast­liðnum er lík­leg­ast ein­stakt atvik sem kom til vegna hern­að­ar­legs mik­il­vægis skag­ans og tæki­færis sem skap­að­ist í upp­lausn­ar­á­standi í kjöl­far sjálf­skip­aðrar útlegðar Vikt­ors Janúkó­vits, þáver­andi for­seta Úkra­ínu, í byrjun árs.



Lík­legra verður að telja að mark­mið rúss­neskra stjórn­valda sé að koma upp nokk­urs konar stuð­púða á milli sín og aðild­ar­­­ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins og Atl­ants­hafs­banda­lags­ins. Síðan rúss­nesk stjórn­völd hafa end­ur­heimt sjálfs­traustið eftir fall Sov­ét­ríkj­anna hafa þau ekki dregið dul á að þau líta á fyrr­ver­andi Sov­étlýð­veldin sem sitt áhrifa­svæði. Þessi ríki eru í dag­legu tali kölluð „nærri útlönd“ í þeim skiln­ingi að þó svo að þau séu ekki form­lega hluti af Rúss­landi séu þau fylgi­ríki þess. Í til­felli Úkra­ínu er það lýsandi að í rúss­neskri mál­notkun er gjarnan talað um að vera „á“ Úkra­ínu en ekki „í“ Úkra­ínu. Nafnið „Úkra­ína“ þýðir eitt­hvað í lík­ingu við „landa­mæri“ og í þessu sam­hengi er merk­ingin sú að hver sem er á Úkra­ínu er innan marka Rúss­lands í and­legum skiln­ingi. Í Kænu­garði er þessi mál­notkun túlkuð sem aðför að sjálf­stæði rík­is­ins.

Frosin átök

Til þess að tryggja að leið Úkra­ínu að ESB og NATO verði lokuð næstu ára­tug­ina þjónar það hags­munum rúss­neskra stjórn­valda að deilan drag­ist á lang­inn án þess að annar hvor deilu­að­il­anna nái fram end­an­legum mark­miðum sín­um, aðskiln­aði frá Úkra­ínu eða fulln­að­ar­sigri á aðskiln­að­ar­sinn­um. Lang­vinn átök eru sorg­leg arf­leifð Sov­ét­ríkj­anna. Frá suð­ur­hluta Kákásus-­svæð­is­ins til vest­ur­strandar Svarta­hafs vinnur Örygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu (ÖSE) að lausn þriggja aðskiln­að­ar­deilna sem rekja má til upp­lausnar Sov­ét­­ríkj­anna. Engin sátt ríkir um lausn þess­ara deilna en deilu­að­ilar hreyfa ekki við ríkj­andi ástandi og er því fjallað um þessar deilur sem frosin átök.



Umfram allt hefur ÖSE stöð­ug­leika alþjóða­kerf­is­ins að leið­ar­ljósi og vinnur að því að koma í veg fyrir að vopnuð átök brjót­ist út þegar und­ir­liggj­andi deilur eru óleyst­ar. Stofn­unin er sam­ráðs­vett­vangur 57 þátt­töku­ríkja frá Vancou­ver til Vla­di­vostok og felst styrkur hennar í því að halda sam­skipta­leiðum opnum þegar slær í brýnu á milli ríkja. Þar sem allar ákvarð­anir eru teknar sam­hljóða ræð­ast þátt­töku­ríkin við í augn­hæð. Þetta fyr­ir­komu­lag er líka helsti veik­leiki ÖSE, þar sem hvert og eitt ríki hefur í raun­inni neit­un­ar­vald og útkoman því gjarnan lægsti sam­nefn­ari. Vegna þess­arar sér­stöðu er oft­ast hægt að koma böndum á átök sem blossa upp á milli þátt­töku­ríkja með því að setja þau í sér­stakt ferli innan ÖSE en nán­ast von­laust er að finna end­an­lega lausn á þeim.

Hags­munir Kænu­garðs

Tím­inn vinnur gegn úkra­ínskum stjórn­völdum í átök­un­um, þar sem stuðn­ingur við stjórn­völd í Kænu­garði mun þverra eftir því sem líður á haustið og almenn­ingur finnur fyrir áhrifum hefts inn­flutn­ings á rúss­nesku gasi. Einnig reynir á þol­in­mæði auð­manna í aust­ur­hluta lands­ins, þar sem vopnuð átök koma illa niður á efna­hag svæð­is­ins og tak­marka gróða við­skipta­manna og verk­smiðju­eig­enda. Auk þess hefur Rúss­land gefið til kynna að það muni hefta inn­flutn­ing á land­bún­að­ar­af­urðum frá Úkra­ínu, en slíkar aðgerðir kæmu helst niður á land­bún­að­ar­svæðum í vest­ur­hluta lands­ins og myndu grafa undan stuðn­ingi við stjórn­völd.



Það er því skilj­an­legt að úkra­ínsk stjórn­völd kjósi að sækja áfram með fullum þunga þrátt fyrir að alþjóða­­sam­fé­lagið hvetji þau til frið­ar­við­ræðna við aðskiln­að­ar­sinna. Til þess að tryggja það að deilan í Aust­ur-Úkra­ínu drag­ist sem mest á lang­inn þurfa rúss­nesk stjórn­völd hins vegar að styðja við bakið á aðskil­að­arsinnum og aðstoða þá við að halda uppi hern­að­ar­að­gerðum í Donet­sk- og Lug­ansk-hér­uð­um. Bein hern­að­ar­leg íhlutun er hins vegar of kostn­að­ar­­­söm, bæði efna­hags­lega og póli­tískt, til að rúss­neski her­inn fari opin­ber­lega yfir landa­mæri Úkra­ínu. Sam­tímis hvetur Kreml til þess að lausn deil­unnar verði komið í diplómat­ískan far­veg og leggur áherslu á mik­il­vægi ÖSE við lausn hennar og við eft­ir­lit á svæð­inu. Með þess­ari tvö­földu nálgun fylgja rúss­nesk stjórn­völd því lang­tíma­­mark­miði að ýta undir óstöð­ug­leika í Úkra­ínu, gera rík­inu þannig ófært að taka virkan þátt í vest­rænni sam­vinnu og tryggja áhrif sín á stefnu­mótun í Kænu­garði.

Hags­munir Íslands

Jafn­vel þótt það verði að telj­ast nán­ast óhugs­andi að ÖSE finni lausn á deil­unni í Aust­ur-Úkra­ínu getur aðkoma stofn­un­ar­innar verið mik­il­væg á tvo máta. Reynslan sýnir að aðkoma ÖSE að vopn­uðum átökum getur verið til þess fallin að draga úr ofbeldi og hörku átak­anna. Fyrir utan stríðið í Georgíu árið 2008 hafa ekki brot­ist út meiri­háttar vopnuð átök í tengslum við þau frosnu átök sem stofn­unin vinnur að lausn að. Með því að gera Krím­skaga hluta af ferli innan ÖSE gæf­ist alþjóða­­sam­fé­lag­inu færi á því að neita inn­limun hans í Rúss­land lög­mætis á skýr­ari hátt en nú er gert.



Fyrir mjög smátt ríki eins og Ísland er mik­il­vægt að berj­ast gegn því að her­valdi sé beitt í sam­skiptum ríkja og styðja við póli­tískar lausnir á alþjóð­legum deilu­mál­um, sem byggja á alþjóða­lögum og venjum alþjóða­sam­fé­lags­ins. Að þessu leyti virð­ast íslensk stjórn­völd vera á réttri braut í Úkra­ínu­deil­unni, en utan­rík­is­ráðu­neytið hefur tvisvar þegið boð úkra­ínskra stjórn­valda að kynna sér ástand mála í aust­ur­hluta lands­ins innan ramma sam­þykkta ÖSE og Ísland tekur virkan þátt í eft­ir­liti stofn­un­ar­innar í land­inu.



Íslensk stjórn­völd ættu að halda áfram upp­byggi­legri aðkomu að deil­unni auk þess að styðja við ferli sem miða að því að halda Krím­skaga innan ramma frið­ar­um­leit­ana. Það er á ábyrgð utan­rík­is­ráð­herra að standa vörð um gildi sem eru her­lausu smá­ríki lífs­nauð­syn­leg. Að sama skapi bera fjöl­miðlar ábyrgð á því að fjalla um alþjóð­legar deilur og átök af fag­mennsku og ættu þeir að forð­ast að taka upp orð­ræðu deilu­að­ila gagn­rýn­is­laust. Aðeins þannig skap­ast and­rými fyrir upp­lýsta umræðu sem getur lagt sitt af mörkum til lausnar slíkra deilna.



[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_17/52[/em­bed]

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None