Uppnefni

Úlfar Þormóðsson rithöfundur horfði á Silfrið um helgina og fannst samræðurnar þar að uppistöðu vera gagnlegar og yfirvegaðar.

Auglýsing

Oft eiga sér stað gagn­legar og yfir­veg­aðar sam­ræður á Silfr­inu á Rúv. Það gerð­ist í gær (10.04´21). Þátt­ur­inn var þrí­skipt­ur. Í fyrsta hluta hans voru til umræðu niðr­andi orð um lit­ar­hátt fólks og kyn­þætti vegna ummæla for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins um konu af erlendu bergi. Einn þátt­tak­enda, Claudia Wil­son lög­fræð­ingur frá Háskól­anum í Reykja­vík er inn­flytj­andi frá Jamaíka. Hún starfar hér sem mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­ur. Hér­lendis er grunnt á kyn­þátta fyr­ir­litn­ingu og margir Íslend­ingar líta niður á „hina svörtu” og „þá gulu”; jafn­framt „alla þessa Pólakka”.  Hið jákvæða fram­lag Claudiu í sam­tal­inu er afar mik­il­vægt fyrir alla þá sem vilja forð­ast kyn­þátta­hat­ur. 

Í öðrum hluta þátt­ar­ins var fjallað um söl­una sem fram fór á Íslands­banka á dög­un­um. Þar var minna um yfir­vegun þó að hún væri nokkur hjá flestum þátt­tak­end­um. Reyndar öllum nema einum ungum krata. Hann tal­aði af nokk­urri skyn­semi í upp­hafi máls síns, í 35 - 40 sek­únd­ur, en eftir það var eins og hann mal­aði úr sér vitið og í hlust­and­anum sem horfði á unga mann­inn sat eftir spurn­ing­in: Hvað höfum við að gera með svona gasprara á Alþingi?

Auglýsing
Þar sem ég horfði og hlust­aði, vakn­aði upp í mér fólið. Það kall­aði farm minn­ingu um að við Íslend­ingar höfum lagt það í vana okkar að upp­nefna fólk; stundum til þess að greina einn frá öðrum, stundum af öðrum ástæð­um. Þetta höfum við gert frá því land byggð­ist: Jón dauða­blóð, Tommi á tepp­inu, Stutta-­Sigga svo fátt eitt sé tínt til. Frið­jóni Frið­jóns­syni vara­þing­manni varð það á í pontu á alþingi að upp­nefna tvo þing­menn. Hann hlaut bágt fyr­ir. Samt vill svo til að báðir þessir þing­menn, maður og kona, ganga oftar en ekki undir þeim upp­nefn­um, sem Frið­jón kastaði fram, í almennri umræðu á götum úti; jóker­inn og prinsess­an. Jóker­inn gerði upp­nefnið að rétt­nefni í Silfr­inu í gær.

Í þriðja hluta þátt­ar­ins var rætt um sið­ferði við Vil­hjálm Árna­son heim­speki­pró­fess­or. Það var þörf á. Ég held að sem flestir ættu að horfa á þátt­inn. All­an. Það er fræð­andi. Jafn­vel mann­bæt­andi. Og þegar ég les þetta yfir sé ég að mér veitir ekki af því að hlusta aft­ur, einkum á Vil­hjálm. Kannski tvisvar.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar