VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær

Jean-Rémi Chareyre skrifar um loftslagsmál, Parísarsamkomulagið og stefnu VG í málaflokknum.

Auglýsing

Það er í fyrsta skipti, segja fróðir menn, að allir helstu flokkar á Alþingi setja loft­lags­málin ofar­lega á stefnu­skrá sinni. Það er hins vegar lík­lega ekki í síð­asta skipti, því miðað við hvernig okkur gengur að leysa þetta krítíska mál, á umræðan bara eftir að aukast eftir því sem áhrif hlýn­unar verða sýni­legri og alvar­legri. Nú eru liðin 6 ár frá því að Par­ís­ar­sam­komu­lagið var und­ir­ritað og vís­inda­menn eru ein­róma um að þó að ýmis­legt hafi verið gert, sé það langt frá því að vera nóg, og að við séum að nálg­ast þann tíma­punkt þar sem þró­un­inni verður ekki snúið við.

En af hverju gengur svona illa? Hvernig getur verið að lít­illi veiru að nafni Covid tókst að gera meira fyrir lofts­lags­málin heldur en allir vís­inda­menn, hag­fræð­ingar og stjórn­mála­menn heims­ins?

Sumir telja sér trú um að van­þekk­ingu almenn­ings sé að kenna. En skoð­ana­kann­anir hafa sýnt að þótt auð­vitað séu efa­semd­ar­menn til, eru þeir í raun bara lít­ill minni­hluti.

Nei, vand­inn er ekki van­þekk­ing, og ekki heldur leti, heimska eða sjálfseyð­ing­ar­hvöt. Vand­inn er fyrst og fremst póli­tísk­ur.

Auglýsing

Til að átta sig á þessu er gott að spóla aðeins til baka og rifja upp sög­una í stuttu máli: um hvað snérist Par­ís­ar­sam­komu­lag­ið?

Það snérist um það að full­trúar flestra þjóða heims mæltu sér mót í höf­uð­borg­inni góðu og hver spurði ann­an:

„Þetta gengur ekki, við erum að rústa jörð­inni, hvað eigum við að ger­a?“

Og þá svar­aði ein­hver: „Ég veit! Lofum ein­hverju! Hver og einn ræður hverju hann lof­ar, og svo ræður hann hvort hann stendur við eigið lof­orð. Og þeir sem svíkja lof­orðið ráða sjálfir hvað þeir gera í því!“

Þetta fannst öllum snilld­ar­hug­mynd og það var mikið dansað og skálað og allir riðu heim. Trump setti samn­ing­inn í tæt­ar­ann og fór að spila golf, Pútin not­aði hann lík­lega til að skeina sér, og Bol­son­aro hóf þjóð­ar­á­tak í eyð­ingu Amazon-­skóg­ar­ins.

Í alvöru, ég er ekki að grínast, gúgglið það bara! Ég hef vissu­lega þurft að umorða aðeins til stytt­ing­ar, en í grunn­inum snérist sam­komu­lagið um að hver og ein þjóð átti að ákveða hvað hún þyrfti að gera og standa svo við það ef henni sýnd­ist svo. Ef Íslend­ingar hafa ein­hvern tím­ann haldið að þeir hafi einka­leyfi á „þetta-reddast“ aðferð­inni, þá hefur þarna verið framið gróft brot á einka­rétti.

Og hver er staðan nú, sex árum seinna? Við und­ir­ritun sam­komu­lags­ins 2015 lof­uðu ríki heims að halda hlýn­un­inni undir 1,5° (fram til 2100) en sam­kvæmt stofn­un­inni Climate Act­ion Tracker, sem fylgist með mark­miðum og aðgerðum helstu ríkja heims, stefnir í 3 til 4 gráðu hlýn­un, sem er langt yfir mark­ið. Af 37 þjóðum sem stofn­unin leggur mat á er aðeins ein þeirra að upp­fylla mark­mið­in: Gambía.

Og þá víkur sög­unni að VG og stefnu þess flokks í lofts­lags­mál­um. VG er með mjög ítar­lega og metn­að­ar­fulla áætlun í þeim mál­um, nema að í henni er stórt gat. Hún svarar spurn­ing­unni „Hvað eigum við sem þjóð að gera til að draga úr los­un?“, en gleymir aðal­spurn­ing­unni:

„Hvað eigum við að gera ef hinar þjóð­irnar standa sig ekki?“

Besta aðgerð­ar­á­ætlun inn­an­lands er full­kom­lega gagns­laus ef við getum ekki tryggt að aðrar þjóðir geri líka við­eig­andi ráð­staf­an­ir. Þannig að spurn­ingin sem VG þarf að svara er þessi:

„Hvað ætlar VG að gera til að tryggja að restin af heim­inum rústi ekki plánet­unn­i?“

VG hefur ekk­ert svar við þeirri spurn­ingu, vegna þess að VG er hald­inn póli­tískum sjúk­dómi. Sá sjúk­dómur heitir þjóð­ern­is­hyggja, og verður til þess að sá sjúki er algjör­lega ófær um að hugsa lengra en þjóð­ar­nefið nær. Sá sjúk­dómur plagar reyndar miklu fleiri flokkar en bara VG, og í verstu til­fell­unum getur hann leitt til þess að ein­stakir stjórn­mála­menn sýni afar órök­rétta og ófyr­ir­sjá­an­lega hegð­un, eins og að pota í sig hráar kjöt­vörur fyrir framan mynda­vél.

Þjóð­ern­is­hyggjan er helsta plága okkar tíma. Hug­myndin um „þjóð“ byrj­aði sem sam­ein­ing­ar­verk­efni, og hún gerði krafta­verk til að sam­eina lítil sam­fé­lög, ætt­bálka og smá­kónga­ríki sem áður voru á kafi í hefndum og stríði, í stærri og öfl­ugri ein­ingar þar sem menn sem jafn­vel höfðu aldrei hist gátu allt í einu hugsað hver um annan sem „sam­landa” eða systk­ini með sam­eig­in­legt föð­ur­land. En um leið og við fundum upp þjóð­ina fóru sumir að mis­nota hana og beita henni í sundr­ung­ar­skyni. Þeir fundu upp hug­takið „full­veldi” og hófu að nota það til að berja á allar hug­myndir um alþjóð­lega sam­vinnu. Síðan þá höfum við séð langa röð af alþjóða­málum sem aldrei leys­ast því alþjóða­sam­vinna er í skötu­líki: stríð og þjóð­ar­morð, flótta­manna­mál, skatta­skjól, lofts­lags­mál, og nú síð­ast, Covid.

„Full­veldi þjóða” þýðir að eina lög­mæta upp­spretta póli­tísks valds liggur hjá þjóð­rík­inu. Þjóð­ríkið hefur „fullt vald“ og vill ekki deila því með öðr­um. Sam­kvæmt því eru þjóð­ar­leið­togar einu rétt­mætu, og í raun æðstu vald­hafar heims­ins, og sam­kvæmt því eru fjöl­þjóð­legar og alþjóð­legar stofn­anir dæmdar til valda­leysis og áhrifa­leys­is.

Þetta þýðir að ef þjóð­ríki ákveður að gera ekk­ert til að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hjá sér, þá er það í fullum rétti til þess, og þving­anir frá öðrum þjóðum eða alþjóða­stofn­unum eru „árás á full­veldi þjóða”.

Lofts­lags­málin sanna hvað best að hug­myndin um full­veldi þjóða er ekki bara frekju­leg, heldur bein­línis stór­hættu­leg mann­kyn­inu. Ekki einu sinni Jón Sig­urðs­son, þjóð­ar­hetja Íslend­inga, not­aði það hug­tak í sinni bar­áttu.

Í því ljósi er fróð­legt að bera saman loft­lags­málin ann­ars veg­ar, og íslenska kvóta­kerfið hins veg­ar. Á níunda ára­tug síð­ustu aldar stóðu Íslend­ingar frammi fyrir ofveiði. Eina leiðin til að sporna gegn henni var að fá rík­is­valdið til að setja þak á veiði­heim­ildir og skera úr um hvernig þessum heim­ildum yrði dreift á milli útgerða. Nákvæm­lega útfærslan á kvóta­kerf­inu hefur síðan verið umdeild en aðal­mark­mið þess, að koma í veg fyrir ofveiði, hefur náð­st, og þannig bjargað Íslend­ingum frá meiri­háttar umhverf­is- og efna­hags­slysi.

En hvað hefði gerst ef útgerð­ar­menn hefðu farið að veifa hug­myndum um „full­veldi útgerð­ar­manns­ins” (les­ist: frelsi til að veiða eins mikið og honum sýnd­ist)?

Þá hefði þurft að finna upp á ein­hverju svip­uðu og Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu: Útgerð­ar­menn hefðu verið fengnir á stóran fund á Kaffi París og lausnin hefði verið að hver og einn fengi að ráða hvað hann ætl­aði að gera í mál­un­um. Þeir sem gerðu ekk­ert til að minnka veið­arnar eða lof­uðu ein­hverju sem þeir sviku svo hefðu kom­ist upp með það, því refs­ingar hefðu verið „brot á full­veldi útgerð­ar­manna”. Og hvernig ætli sagan hefði end­að?

Illa, því við menn­irnir erum tregir til að færa fórnir ef við höfum ekki trygg­ingu fyrir því að aðrir séu líka að leggja sitt af mörk­um. Þessa trygg­ingu veittu yfir­völd með því að setja upp strangt fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi með refsi­á­kvæð­um. En til þess að þetta væri mögu­legt þurftu Íslend­ingar fyrst að byggja sér upp mið­læga, öfl­uga valda­stofn­un, sem var fær um að hefja sig yfir hags­muni ein­stakra útgerð­ar­manna og beita sér í þágu heild­ar­inn­ar.

Það sama á við þjóð­ríki heims: það verður aldrei hægt að leysa alþjóð­leg vanda­mál á borð við hlýnun jarðar nema að þjóð­ríkið hætti að ein­oka valdið og veiti alþjóða­stofn­unum og ríkja­sam­böndum raun­veru­legt vald til að taka ákvarð­anir sem ein­hverju máli skipta, og til að fylgja þeim eftir með refsi­að­gerðum ef þörf kref­ur.

Góðu frétt­irnar eru að slíkar stofn­an­ir, eða vísir að þeim, eru nú þegar til stað­ar.

27 þjóð­ríki heims hafa nú þegar komið sér saman um að byggja upp sam­eig­in­lega valda­stofnun sem er fær um að leysa sam­eig­in­leg vanda­mál. Sú stofnun heitir ESB. Hún er ekki full­komin frekar en aðrar mann­legar valda­stofn­anir en henni má breyta og bæta.

ESB hefur vald til að skera úr um hversu mikið skuli draga úr losun innan sam­bands­ins, og hvernig eigi að dreifa byrð­inni á milli aðild­ar­ríkja, því það er hvorki raun­hæft né sann­gjarnt að ætl­ast til þess að allar þjóðir geri nákvæm­lega það sama. Um leið getur ESB veitt aðild­ar­ríkjum trygg­ingu fyrir því að allir leggi sitt af mörkum með því að beita refsi­á­kvæði. Og það er ekki allt. Vegna þess hvað ESB er stór ein­ing á alþjóða­svið­inu getur það beitt þrýst­ingi á stór­þjóðir eins og BNA, Kína og Rúss­land til að þeir taki á sinni eigin los­un. Og margt af þessu er ESB nú þegar byrjað að gera, en um nýj­ustu lofts­lags­stefnu ESB má lesa hér.

En til þess að gera þetta allt þarf ESB stuðn­ing frá aðild­ar­þjóð­um. Allar hendur á dekk, og því fleiri því betra. Með inn­göngu í banda­lagið gæti Ísland beitt atkvæð­is­rétti sínum innan stofn­ana ESB til að þrýsta á að stefn­unni sé fram­fylgt, eða jafn­vel til að kalla eftir enn betri stefnu.

En hvað segir VG við því? „Nei takk. Ætlum bara að redda þessu sjálf. Við mætum kannski á næsta Par­ísarpar­tí­i...”

Lík­lega út af full­veld­is­mein­lokunni.

En þetta þýðir eitt og bara eitt: að þrátt fyrir göfugan ásetn­ing og fal­lega stefnu­skrá er stefna VG í lofts­lags­málum lítið annað en hið gamla góða: „Þetta redd­ast (í Par­ís).”

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar