Hörmungar útaf heitum sjó

Á miðbaugsbeltinu í Kyrrahafinu er sjórinn þremur gráðum heitari en í meðalári. En hvað þýðir það fyrir líf á jörðinni? Herdís Sigurgrímsdóttir kafaði undir yfirborðið og skoðaði ógnvænlegar sviðsmyndir náttúruhamfara.

Herdís Sigurgrímsdóttir
Sjór
Auglýsing

Á mið­baugs­belt­inu í Kyrra­haf­inu er sjór­inn þremur gráðum heit­ari en í með­al­ári. Það þýðir að millj­ónir manna munu þjást vegna hung­ursneyðar og nátt­úru­ham­fara og margir neyð­ast til að flýja heim­ili sín. Á­hrif­anna gætir allt frá Perú til Papúa Nýju Gíneu; og jafn­vel í Afr­íku, sem þó er þús­undum kíló­metra frá Kyrra­haf­inu. Allt út af veðra­kerf­inu El Niño.

Núver­and­i hita­stig þýðir að styrkur og eyði­legg­ing­ar­máttur veðra­kerf­is­ins gæti orð­ið sá mesti í 65 ár, síðan 1950. Þessum Niño er líkt við skrímslið Godzilla, sem veldur tor­tím­ingu hvar sem það kem­ur.

Auglýsing


Mæli­kvarð­inn á styrk El Niño fyr­ir­bær­is­ins er þriggja mán­aða ­með­al­tal yfir­borðs­hita á stóru svæði í Kyrra­haf­inu, þannig að end­an­legar töl­ur um styrk þessa Niños munu ekki liggja fyrir fyrr en á nýju ári.

Þó dylst engum að þrjár gráður yfir með­al­hita á mæl­i­svæð­inu Niño 3.4 er með því hæsta sem nokk­urn ­tíma hefur mælst. Hámark­inu er ekki náð enn. Hit­inn mun að öllum lík­indum hækk­a enn meira næstu vik­urn­ar. Neðar í pistl­inum reynum við að útskýra hvers vegna þetta ger­ist.

El Nino.

Því rauð­ari lit­ur, þeim mun stærra frá­vik frá með­al­hita­stigi. Rauða beltið fylgir mið­baugi. Mynd­in er fengin að láni hjá clima­te.­gov.

Hung­ursneyð og ­fólks­flótti

Áhrifin af El Niño eru mis­mun­andi á milli staða. Sums stað­ar­ verður hlýrra og blaut­ara. Sums staðar hlýrra og þurr­ara. Sums staðar verð­ur­ ­jafn­vel kald­ara í veðri. El Niño nær jafnan hámarki á tíma­bil­inu októ­ber-jan­ú­ar en áhrif­anna gætir bæði fyrir og eftir þann tíma.

El Nino 2.



Áhrif El Nino á veð­ur­far eru mis­mun­andi milli staða. Þessi skýr­ing­ar­mynd á við vetr­ar­mán­uð­ina des­em­ber-­febr­úar meðan áhrifa El Nino gætir sem sterkast. Myndin er fengin að láni frá banda­rísku veð­ur­stof­unni NOAA.

Í Ástr­alíu er nú þegar hita­bylgja og miklir þurrk­ar. Hætta á kjarr­eldum er að ­nálg­ast efsta hættu­stig í suð­aust­an­verðu land­inu, þar sem allar stærst­u ­borgir lands­ins eru. Þó er sum­arið rétt að byrja þeim megin á hnett­in­um.

Á Kyrra­hafs­eyj­unum eru miklir þurrkar og upp­skeru­brest­ur. ­Á­ætlað er að 4,7 millj­ónir manna muni finna fyrir áhrifum El Niño á því svæð­i. Þar af þarf á að giska ein milljón fólks á hásléttum Papúa Nýju Gíneu á neyð­ar­að­stoð að halda.



Á Kyrra­hafs­strönd Suð­ur­-Am­er­íku má búast við miklu­m ­rign­ingum og flóð­um. Í Per­ú og Ekvador má búast við gíf­ur­legri eyði­legg­ingu, upp­skeru­bresti, mann­fall­i og tjóni á innvið­um. For­seti Ekvador hefur lýst yfir neyð­ar­á­standi næstu tvo mán­uð­ina vegna þess sem koma má.

Í Afr­íku magnar El Niño  ­upp ein­kenni hverrar árs­tíð­ar, sér­stak­lega yfir mið­bik Afr­íku, sunn­an Sa­hara. Þurrka­tíma­bil verða heit­ari og regn­tím­inn úrkomu­meiri. Í ofaná­lag kom­a póli­tískir þætt­ir, ofbeldi og spill­ing. Í Eþíópíu líða 8 millj­ónir manna hungur eftir langvar­andi þurrka og nauðin verður meiri ­vegna El Niño. Hins vegar er erfitt að greina þar hversu mikið væg­i veðra­kerf­is­ins er, á móti öðrum þátt­um. Í ofaná­lag má stór hluti Aust­ur-Afr­ík­u, m.a. Eþíópía, Sómal­ía, Kenía og Tansan­ía, eiga von á flóðum og skriðum sem eru bein­tengd El Niño, þegar regn­tíma­bilið byrjar eftir ára­mót.

Ofurein­föld útskýr­ing á El Niño

Auð­vitað er ein­földun að segja að hörm­ung­arnar eigi sér stað út af heitum sjó, eins og gert er í fyr­ir­sögn þessa pistils. Heit­ur ­yf­ir­borðs­sjór er eitt af meg­in­ein­kennum El Niño veðra­kerf­is­ins, en aðeins ein af mörgum sam­þættum orsök­um. Frétta­mið­ill­inn Vox gerir ágæta til­raun til að útskýra flókið sam­spilið með góð­u­m ­skýr­ing­ar­mynd­um. Hér að neðan er stytt og ein­földuð útgáfa.



Á Kyrra­haf­inu er aust­an­áttin ríkj­andi vind­átt í námunda við mið­baug­inn, og blæs að jafn­aði heitum yfir­borðs­sjó frá austri til vest­urs, í átt að Ástr­alíu og Indónesíu. Þannig mynd­ast hringrás haf­strauma. Kaldur og nær­ing­ar­ríkur sjór leitar upp á yfir­borðið við Suð­ur­-Am­er­ík­u, ­yf­ir­borðs­straum­arnir fylgja vind­inum í vest­ur­átt að Indónesíu og Ástr­al­íu, og þaðan leitar heitur sjór­inn niður á við og svo til baka í aust­urátt, yfir haf­ið og aftur upp á yfir­borðið við Suð­ur­-Am­er­íku. Í með­al­ári er yfir­borð sjávar um 8 gráðum heit­ara og hálfum metra hærra við Indónesíu en við Suð­ur­-Am­er­íku.

En stundum slaknar á aust­an­átt­inni og snýst jafn­vel í vest­an. Þá ýtir þyngd­ar­aflið heita yfir­borðs­vatn­inu aftur í átt að ­Suð­ur­-Am­er­íku. Þetta er kallað El Niño, svein­barn­ið. Af því þetta nær oft há­marki um jóla­leytið fóru kaþ­ólikkar í Suð­ur­-Am­er­íku að nefna veðra­kerf­ið eftir jesú­barn­inu.

Af því Kyrra­hafið er svo risa­stórt hefur það gríð­ar­leg áhrif á jafn­vægið milli veðra­kerfa heims­ins. Sér­stak­lega á þetta við um heita sjó­inn við Indónesíu og úrkomu­hringrás­ina sem hann nær­ir. Þegar þetta jafn­væg­i riðlast, hefur það meðal ann­ars áhrif á hrað­skreiða loft­strauma í háloft­un­um (e. jet str­eams), og víð­feðma haf­strauma í Kyrra­hafi, sem aftur tengj­ast öðrum höfum eins og Ind­lands­hafi.



Í ár fer El Niño einnig saman við annað laustengt og ­sam­bæri­legt veðra­kerfi sem oft hefur verið kallað Niño Ind­lands­hafs­ins, eða Indian Ocean Dipole á ensku. Þetta eru sér­stak­lega vondar fréttir fyrir Ástr­alíu og Indónesíu. Þegar þetta tvennt fer saman verða þurrk­arnir og hita­bylgj­urnar enn heift­ar­legri. Sam­kvæmt áströlsku veð­ur­stof­unni var októ­ber­hit­inn í Ind­lands­hafi vestan Ástr­alíu mesta frá­vik frá með­al­hita sem mælst hef­ur.

Tug­millj­ónir flýja ­nátt­úru­ham­farir

Þessar nátt­úru­ham­farir munu án efa reka enn fleiri á flótta en þá sem þegar hafa flúið heim­ili sín. Norska flótta­manna­hjálpin áætlar að um 26 millj­ónir manna á ári hafi flúið heim­ili sín síðan árið 2008. Það er um 62,000 á dag. Þar er reynd­ar einnig bent á að það er ekki ein­ungis stærð nátt­úru­ham­far­anna sem ræður því hversu margir flýja heim­ili sín. Aðrir þætt­ir, margir þeirra af manna­völd­um, hafa einnig mikið að segja: fram­taks­lítil og spillt stjórn­völd, hröð og ó­skipu­lögð borg­ar­myndun og fólks­fjölgun á hættu­svæðum eða við­kvæmum svæð­um.

Þar að auki má finna bein og óbein orsaka­tengsl á milli­ ­lofts­lags­breyt­inga og stríðs­átaka, sem reka enn fleiri á flótta. Oft atvikast það á þessa leið: Fólk sem lifir af land­bún­aði missir lífs­við­ur­væri sitt, t.d. ­vegna þurrka eða flóða, og verður að flytja sig úr stað með kvik­fénað sinn. Það kemur í nýtt hér­að, oft í nágrenni við fyrri heim­kynni en þar er fólk fyr­ir­, ­sem einnig lifir af land­inu og finnur líka fyrir áhrifum lofts­lags­breyt­inga.

Sam­keppnin um gæði jarðar getur þró­ast út í vopnuð átök í hér­að­inu. Þetta hefur gerst í Malí. Það var í það minnsta einn af skýr­ing­ar­þátt­unum í Dar­fur fyrir nokkrum árum. Einnig getur óánægja í sam­fé­lag­inu magn­ast upp eft­ir langvar­andi upp­skeru­brest og leitt til bylt­ing­ar, eins og gerð­ist í hinni fræg­u frönsku bylt­ingu árið 1789.

Þetta er það sem gerð­ist í Sýr­landi. Þar urðu miklir þurrkar og upp­skeru­brestur á árunum 2007-2010 sem aftur leidd­u af sér mikla óánægju í sam­fé­lag­inu. Í einni umfangs­mestu rann­sókn sem gerð hefur verið á tengslum stríðs­á­taka og lofts­lags­breyt­inga hafa vís­inda­menn kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að þurrkana ­megi rekja til lofts­lags­breyt­inga af manna­völdum og að bein orsaka­tengsl ­séu á milli þurrkanna og þeirra stríðs­á­taka sem nú geisa í Sýr­landi.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None