Jeremy Corbyn, nýr leiðtogi Verkamannaflokksins

Jeremy Corbyn
Auglýsing

Fyrir rúmum tveimur mán­uðum tók Jer­emy Cor­byn við sem ­leið­togi Verka­manna­flokks­ins. Örfáum mán­uðum fyrr vissu fáir hver hann var og engan grun­aði, ef til vill síst hann sjálfan, að hann myndi sigra í leið­toga­kjöri með­ ­ríku­legra umboð flokks­systk­ina sinna en sjálfur Tony Blair á sínum tíma.

Leið­toga­kjörið kom í kjöl­far þing­kosn­inga síð­ast­liðið vor þar sem Verka­manna­flokk­ur­inn galt afhroð og tap­aði 26 sætum á breska þing­inu. Í kjör­inu voru fjórir fram­bjóð­endur Liz Kendall, Andy Burn­ham, Yvette Cooper og Jer­emy Cor­byn. Í byrjun kosn­inga­bar­átt­unnar var Burn­ham orð­aður við sigur en ­stuðn­ingur við and­stöðu Cor­byn við nið­ur­skurð­ar­stefnu núver­andi rík­is­stjórn­ar vann fljót­lega á. Aðsókn á kosn­inga­við­burði hans um allt land var gíf­ur­leg, ­sér­stak­lega á meðal ungs fólks. Fólk flykt­ist að til þess að skrá sig í flokk­inn og meira en 400,000 manns tóku þátt í leið­toga­kjör­inu sem end­aði með afdrátt­ar­lausum­ ­sigri Cor­byn með 60% atkvæða.

Þrátt ­fyrir þetta mikla umboð kom brátt í ljós að Cor­byn myndi eiga erfitt með að hafa stjórn á eigin þing­flokki. Í kosn­inga­bar­átt­unni urðu átök milli hægri og vinstra vængs flokks­ins áber­andi. Á meðan á leið­toga­kjör­inu stóð hafðí fyrrum ­leið­togi flokks­ins, Tony Blair, birt greinar í the Guar­dian og var­að við sigri Cor­byns, sem myndi færa flokk­inn of langt til vinstri. Enda er hægri væng­ur ­flokks­ins mjög efins um Cor­byn, sér­stak­lega stefnu hans í efna­hags­málum og hern­að­ar­mál­um. Þessi átök hafa orðið meira áber­andi eftir að þingið kom saman í haust og hefur Cor­byn þurft að þola ófáar póli­tískar árásir frá eigin félög­um. Þetta vekur spurn­ingar um raun­veru­lega stöðu hans.Tony Blair er ekki mjög hrifinn af Jeremy Corbyn og varaði mjög við því að Corbyn yrði kosinn formaður Verkamannaflokksins. Mynd: EPA

Auglýsing

Fjár­fest­u­m í fólki en ekki bönkum

Helsta kosn­inga­mál Cor­byn var and­staða hans við nið­ur­skurð­ar­stefn­u nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar. Að hans mati er það hlut­verk rík­is­stjórn­ar­innar í kreppu að auka útgjöld til þess að ýta undir hag­vöxt. Þegar hag­vöxtur fer vax­and­i ­fær ríkið meiri tekjur í gegnum skatta sem hægt er að nota til þess að greiða nið­ur­ halla á fjár­lög­um. Þetta er í and­stöðu við stefnu rík­is­stjórnar Cameron sem hefur skorið harka­lega niður útgjöld síðan þau komu til valda árið 2010. ­Nið­ur­skurð­ar­stefnan hefur haft víð­feðm áhrif á líf fólks, bitnað sér­stak­lega á þeim sem minna mega sín og vakið mikla reiði í sam­fé­lag­inu. Hér var Cor­byn að ­boða tölu­vert mikla breyt­ingu frá stefnu for­vera síns Ed Milli­band sem ekki var á móti nið­ur­skurði þótt hann teldi að ekki ætti að fara jafn harka­lega í slík­ar að­gerðir og rík­is­stjórn Camer­on.

Það vakti mikla athygli í leið­toga­kjör­inu þegar Cor­byn lagði til nýja efna­hags­á­ætlun sem hann nefndi Peop­le’s Quantita­tive Easing”. Þar vitn­aði hann í aðgerðir seðla­banka Evr­ópu og ann­arra þjóða í þág­u ­fyr­ir­tækja í nýaf­stað­inni fjár­málakreppu en boð­aði í stað­inn aðgerðir í þág­u ­fólks­insHefð­bund­in efna­hags­stjórnun seðla­banka þegar hægir á efna­hag­inum snýst um að lækk­a ­stýri­vexti til þess að örva hag­vöxt. Þegar stýri­vextir fara niður í 0% eins og í krepp­unni 2008 þá verða seðla­bankar að grípa til ann­arra aðgerða líkt og að ­prenta pen­inga. Í Banda­ríkj­un­um, Bret­landi og Evr­ópu hefur þessum nýju pen­ing­um verið dælt í fjár­mála­heim­inn með því að  fjár­festa til dæmis í vog­un­ar­sjóð­um, hluta­bréf­um, verð­bréfum og gulli. Með þessum að­gerðum skap­ast meira fram­boð af pen­ingum sem er hægt að nota til þess að fjár­festa í atvinnu­líf­inu en það skilar sér í auknum hag­vexti. Í stað­inn fyr­ir­ að fjár­festa í fjár­mála­heim­inum vildi Cor­byn nota prent­uðu pen­ing­ana beint til­ þess að að fjár­festa í upp­bygg­ingu á innviðum sam­fé­lags­ins, en það myndi hafa ­sömu áhrif, þ.e. örva eft­ir­spurn. Hann lagði til fjár­fest­ingar í grænni orku, nýju ­í­búð­ar­hús­næði, betra sam­göngu­kerfi og upp­bygg­ingu í nýsköpun. Slag­orðið var að fjár­festa í fólki en ekki bönk­um.

Verka­manna­flokk­ur­inn er í stjórn­ar­and­stöðu og því hef­ur Cor­byn ekki fengið tæki­færi til þess að sann­reyna þessar hug­mynd­ir. Hug­mynd­in ­mætti líka mik­illi and­stöðu innan flokks­ins. Yvette Cooper tal­aði fyrir hönd margra ­með­lima þing­flokks­ins þegar hún sagði að slíkar aðgerðir myndu veikja pundið og ­leiða til verð­bólgu.

Árang­urs­ríkt að­hald

Engu að síður hefur Cor­byn veitt rík­is­stjórn­inni árang­urs­ríkt að­hald í nýj­ustu nið­ur­skurð­ar­til­lögum sín­um. George Osborne, fjár­mála­ráð­herra, kynnti í sumar til­lögur um að skera niður fjóra millj­arða punda af bótum til lág­tekju­fólks. Tax credits” e.o. þær heita eru félags­legar bætur til barna­fjöl­skyldna og fólks í lág­launa­störf­um ­sem eiga erfitt með að ná endum sam­an. Fjórar millj­ónir Bretar reiða sig á bæt­urnar og því myndi kjör stórs hóps skerð­ast veru­lega ef að til­lög­urnar hefð­u verið sam­þykkt­ar. Cor­byn gagn­rýndi rík­is­stjórn­ina fyrir þessar aðgerðir í þing­sal og lagði margar spurn­ingar fyrir for­sæt­is­ráð­herr­ann um mál­ið. Svo gerð­is­t sá fáheyrði atu­burður að Íhalds­menn töp­uðu kosn­ingu um frum­varpið í Lávarða­deild­inn­i þar sem aðgerð­irnar þóttu of harka­leg­ar. Þetta var mik­ill ósigur fyr­ir­ ­rík­is­stjórn­ina en gaf stefnu Cor­byn byr undir báða vængi. Á mið­viku­dag­inn ­síð­ast­lið­inn til­kynnti George Osborne þing­inu að rík­is­stjórnin hefði horfið frá­ á­formum sínum um að fella niður þennan skatta­af­slátt. Þetta var mik­ill sig­ur ­fyrir stjórn­ar­and­stöð­una, og hefði átt að styrkja stöðu Cor­byns.

En skjótt skip­ast veður í lofti því John McDonn­ell, fjár­mála­ráð­herra­efn­i ­flokks­ins og náinn sam­verka­maður Cor­byns, varð illa á í mess­unni þegar hann svar­aði þess­ari yfir­lýs­ingu Osborne. Í ræðu sinni var hann að gagn­rýna áform Osborne um að selja hlut rík­is­ins í járn­brauta­kerfi Breta til Kín­verja. McDonn­ell vill sjálfur koma járna­braut­un­um aftur í rík­is­eign en Íhalds­menn eru fylgj­andi því að einka­væða þjón­ustu sem þessa. Það er því nokkuð þver­sagna­kennt að þeir skulu vilja selja hana til­ Kín­verska rík­is­ins.

Mis­tök McDonn­ells voru að draga upp rauða kver Maó í ræðu­stólnum og vitna í það í þeim til­gangi að hæð­ast að Osborne fyrir að vera í raun komm­ún­isti. En ein­hvern veg­inn sner­ist þetta í hönd­unum á McDonn­ell. Brand­ar­anum var snú­ið ­gegn McDonn­ell en Íhalds­menn hafa reynt að draga úr efna­hags­leg­um ­trú­verð­ug­leika skuggas­ráðu­neyt­is­ins með því að segja að þeir séu allir gamlir komm­ún­ist­ar. Til­vís­unin í Mao for­mann þótti einnig óvið­eg­andi sér­stak­lega í ljósi þess að hann mun hafa borið ábyrgð á hung­ursneyð sem kost­aði 45 millj­ónum líf­ið. Athygl­i ­fjöl­miðla beind­ist að brand­ara McDonn­ell sem gerði það að verkum að sigur stjórn­ar­and­stöð­unn­ar ­bóta­mál­inu fékk minni athygli. And­stæð­ingar Cor­byn innan Verka­manna­flokks­ins munu reyna að sýna fram á að dóm­greind­ar­leysi af því tagi sem helsti vinur hans og fjár­mála­ráð­herra­efni sýndi geri Cor­byn að óhæfum leið­toga.

Stefn­an í utan­rík­is- og hern­að­ar­málum

Cor­byn er yfir­lýstur frið­ar­sinni og hefur alla tíð ver­ið á móti kjarn­orku­vopna­eign Breta. Eitt helsta kosn­inga­mál hans var að binda end­i á hana og hann hefur sagt að hann myndi aldrei ‘ýta á takk­ann’ ef hann yrð­i ­for­sæt­is­ráð­herra. Fljót­lega eftir leið­toga­kjörið var haldin fyrsti lands­fund­ur Verka­manna­flokks­ins þar sem Cor­byn hvatti til að kjarn­orku­stefna flokks­ins væri rædd og sagð­ist von­ast til þess að geta sann­fært flokks­menn um að tak­mörk­un kjarn­orku­vopna væri af hinu góða. Hann vildi að kosið yrði um stefnu flokks­ins í þessu máli en fékk því ekki fram­gengt. Í fjöl­miðlum þótti það sýna veika ­leið­toga­hæfi­leika Cor­byn að geta ekki sett jafn mik­il­vægt mál­efni á dag­skrá lands­fundar .

Ekki bætti úr skák þegar hers­höfð­ing­inn Sir Nichola­s Houghton kom fram í við­tali og gaf í skyn að hann teldi Cor­byn ekki vera efni í for­sæt­is­ráð­herra vegna stefnu sinnar í kjarn­orku­málum. Cor­byn svar­aði skjótt og minnti hers­höfð­ingj­ann eðli­lega á að það væri ekki í sam­ræmi við stjórn­ar­skrána að menn í hans stöðu tæku þátt í póli­tískum deilum held­ur ætti her­inn ávallt að gæta hlut­leys­is. En þá bar svo við að Marie Eag­le, varn­ar­mála­ráð­herra­efn­i Verka­manna­flokks­ins kom fram í fjöl­miðlum og tók undir með hers­höfð­ingj­an­um. Það að með­limur skugga­ráðu­neytis Cor­byn skuli ljá máls á því að Cor­byn sé ekki ­for­sæt­is­ráð­herra­efni segir mikið um hversu erfitt hann á að ná trausti eig­in ­þing­flokks.Ríkisstjórn Cameron kynnti tillögur um hernaðaraðgerðir í Sýrlandi á fimmtudaginn síðastliðinn þar sem lagt var til að Bretar myndi hefja loftárasir á Íslamska ríkið. Mynd: EPA

Sýr­land

Árás­irnar í París hafa gjör­breytt póli­tísku lands­lagi í ut­an­rík­is- og hern­að­ar­málum Breta. Rík­is­stjórn Cameron kynnti til­lögur um hern­að­ar­að­gerðir í Sýr­landi á fimmtu­dag­inn síð­ast­lið­inn þar sem lagt var til að Bretar myndi hefja loft­árasir á Íslamska rík­ið. Í umræðum um málið á þing­inu lagð­i Cor­byn spurn­ing­ar ­fyrir Cameron um fyr­ir­hug­aðar loft­árásir, til­gang þeirra fyrir öryggi Breta og víð­ari stefnu í málum Mið-Aust­ur­landa. Til marks um stefnu Cor­byn í þessu máli þá kom McDonn­ell fram í við­tali sl. sunnu­dag og ­sagð­ist mót­fall­inn því að Bretar sendu inn her­lið þar sem það myndi ein­ung­is hjálpa hinu svo­kall­aða Íslamska ríki að vaxa ef Vest­ur­lönd héldu áfram inn­grip­um sínum í átök í Mið-Aust­ur­lönd­um. Það myndi renna frek­ari stoðum und­ir­ öfga­menn­ina með því að auka enn frekar á reiði og þar með styrkja þá heild­ar­frá­sögn Íslamska rík­is­ins að Vest­ur­lönd væru í „kross­ferð“ gegn múslímum. McDonn­ell sagði að styrkja þurfti öfl frá Mið-Aust­ur­löndum til þess að vinna sigur á Íslamska rík­inu á svip­aðan hátt og þegar Sunn­i-ætt­bálk­ur­inn fékk ­stuðn­ing til að vinna sigur á Al- Qaeda í Írak.



Eftir umræð­urnar á þing­inu á fimmtu­dag var það ljóst að margir þing­menn Verk­manna­flokks­ins vildu styðja áætlun Cameron í Sýr­land­i. Hill­ary Benn, utan­rík­is­ráð­herra­efni flokks­ins, er einn af þeim sem hefur lýst því yfir að hann sé fylg­andi loft­árás­un­um. Á fimmtu­dags­kvöld, eft­ir líf­leg­ar” um­ræður um málið í skugga­ráðu­neyt­inu, sendi Cor­byn bréf til þing­manna Verka­manna­flokks­ins þar sem hann sagð­ist ekki geta stutt aðgerðir Camer­on. Að hans mati hafði for­sæt­is­ráð­herran ekki getað fært nógu sann­fær­andi rök fyr­ir­ því hvernig aðgerð­irnar myndi tryggja öryggi Breta eða sýnt fram á heil­steypta ­á­ætlun sem myndi koma Íslamska rík­inu frá. Þing­menn flokks­ins hafa ver­ið hvattir til þess að íhuga málið yfir helg­ina en enn er óvíst hvort að Cor­byn ­leyfi þing­mönnum sínum að kjósa eftir eigin sam­visku í mál­inu eða hvort hann herði á flokksag­an­um. Í kjöl­fari bréf­is­ins komu nokkrir þing­menn flokks­ins fram, sögð­ust óánægðir með fram­göngu Cor­byn í mál­inu. Einn þeirra, John Spell­ar, ­gekk svo langt að  hvetja til afsagn­ar.

Ljóst er að Cor­byn vann leið­toga­kosn­ing­arnar með­ gíf­ur­legu umboði. Hluti af vin­sældum hans var vegna þess að hann var einn af ­fáum þing­mönnum Verka­manna­flokks­ins sem kaus á móti Íraks stríð­inu á sín­um ­tíma. Diane Abbott, þing­maður og stuðn­ings­maður Cor­byn, sagði í við­tali við Channel 4 að 70% af með­limum Verka­manna­flokks­ins væri á móti loft­árásum á Sýr­land. Moment­um, gras­róta­hreyf­ing sem var stofnuð af stuðn­ings­mönnum Cor­byn, hefur flykkt sér í kring um leið­tog­ann og hvatt með­limi til þess að hafa ­sam­band við þing­menn um helg­ina og biðja þá um kjósa gegn loft­árás­um. Hvort að Cor­byn nær að sam­eina eigin þing­flokk um afstöðu sína mun skýr­ast í næstu viku og vera mik­il­vægur próf­steinn á leið­toga­hæfi­leika Cor­byn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None