Þúsundir deyja árlega vegna ofkælingar

Stöðug barátta við fátækt er blákaldur hversdagsleikinn fyrir tugmilljónir Rússa. Ómar Þorgeirsson, sagn- og markaðsfræðingur búsettur í Moskvu, fjallar um nöturlegt hlutskipti heimilislausra í Rússlandi.

Ómar Þorgeirsson
Heimilislaust fólk.
Auglýsing

Yfir­stand­and­i fjár­málakreppa hefur komið harka­lega niður á hinum almenna borg­ara í Rúss­land­i. ­Sér­stak­lega hafa tekju­minni þjóð­fé­lags­hópar átt erfitt upp­drátt­ar, meðal ann­ar­s ­vegna hækk­andi verðs á helstu nauð­synja­vör­um. Í leið­ara rúss­neska við­skipta­blaðs­ins Vedomosti í síð­ustu viku er um­fjöll­un­ar­efnið einmitt hin aukna fátækt á meðal rúss­nesku þjóð­ar­inn­ar. Í um­fjöll­un­inni er stuðst við töl­fræði frá rúss­nesku hag­stof­unni, Ross­tat, sem ­á­ætlar að 21.7 milljón Rússa hafi lifað undir fátækra­mörkum eftir fyrstu sex ­mán­uði árins 2015. Í sam­an­burði er nefnt að 18.9 milljón Rússa hafi lifað und­ir­ ­fyrr­greindum mörkum eftir fyrstu sex mán­uði árs­ins 2014.  

Marg­t bendir þó til þess að staðan sé enn verri og að tölur rúss­nesku hag­stof­unn­ar end­ur­spegli því ekki raun­veru­lega stöðu mála í Rúss­landi. Töl­fræðin virð­is­t þannig aðeins skrapa topp ísjakans og ekki ná yfir ört stækk­andi hóp þeirra allra verst settu - fólk­ins sem neyð­ist til að búa á göt­unn­i.   

Heild­ar­fjöld­inn ó­ljós

Hel­sta vís­bend­ingin um van­mat rúss­nesku hag­stof­unnar er sú stað­reynd að engin mark­tæk op­in­ber töl­fræði er til yfir fjölda heim­il­is­lausra í Rúss­landi. Mann­töl sem voru fram­kvæmd í Rúss­landi, árið 2002 ann­ars vegar og 2010 hins veg­ar, hafa ­sér­stak­lega verið harð­lega gagn­rýnd fyrir að van­meta heild­ar­fjölda heim­il­is­lausra stór­lega. Í seinna mann­tal­inu voru aðeins rúm­lega 64 þús­und skráð­ir heim­il­is­lausir í Rúss­landi en heild­ar­fjöld­inn er yfir­leitt tal­inn ná yfir 1.5 milljón og allt upp í 5 millj­ónir manns.

Auglýsing

Skýr­ing­ar á þessarri skekkju í taln­ingum á heild­ar­fjölda heim­il­is­lausra í Rúss­landi geta verið ýms­ar. Hug­takið “heim­il­is­laus” getur til að mynda verið óljóst og því ­mik­il­vægt að átta sig á því hversu þröngt mis­mun­andi taln­ingar skil­greina það hverju sinni. Önnur lík­leg skýr­ing á skekkj­unni er sú stað­reynd að stór hlut­i heim­il­is­lausra í Rúss­landi er ekki með lög­legt dval­ar­leyfi í land­inu. Fólk ­getur þannig fljótt fallið á milli þylja í kerf­inu og orðið nán­ast ósýni­leg­t. Hvort sem er fyrir hinu opin­bera eða öðrum aðilum sem leggja mat á heild­ar­fjölda heim­il­is­lausra í Rúss­landi. Við­kom­andi aðilar ganga svo ­greini­lega mis­langt í við­leyt­ini við að fylla í eyð­urnar í áætl­unum sín­um.

Heim­ild­um ber þó saman um að Moskva sé með mestan fjölda heim­il­is­lausra í Rúss­landi og er ­fjöld­inn yfir­leitt tal­inn vera á bil­inu frá tugum þús­unda og upp í hund­rað ­þús­und. Upp­runi hinna heim­il­is­lausu er marg­vís­legur og ástæður að baki því að fólk­ið endar á göt­unni eru ólík­ar. Ætla má þó að margir hinna heim­il­is­lausu séu utan­að­kom­and­i og hafi upp­haf­lega komið til Moskvu og ann­arra stærri borga í leita að aukn­um at­vinnu­tæki­færum og betra lífi.

Moskva þá og nú

Fall Sov­ét­ríkj­anna og sú félags­lega -og efna­hags­lega kreppa sem fylgdi í kjöl­far­ið, næstu árin á eft­ir, koll­varp­aði lífi margra Rússa. Í Moskvu ríkti mik­ill glund­roði en ljós­myndir frá þessum umbrota­árum und­ir­strika margar hverjar hina ­miklu eymd sem þá var ríkj­andi í sam­fé­lag­inu. Í bók­inni Down and Out in Moscow má sjá sam­an­safn af myndum þýska ljós­mynd­ar­ans Miron Zownir frá­ heim­sókn hans til Moskvu árið 1995. 



Í ný­legu við­tali við Dazed ­tíma­ritið ryfjar Zownir upp heim­sókn­ina til Moskvu og lýsir þar að­bún­aði heim­il­is­lausra í borg­inni. “Þetta fólk var að deyja úr hungri, ­sjúk­dómum eða ofþornun fyrir framan sam­borg­ara sína og eng­inn virt­ist ger­a ­neitt. Jafn­vel dag­blöðin virt­ust ekki hafa áhuga á því sem var að ger­ast,” ­segir ljós­mynd­ar­inn og telur að mynd­irnar eigi jafn vel við í dag og fyr­ir­ tutt­ugu árum.

Nú til dags eru mat­ar­gjafir, fatn­aður og aðgengi að lækna­þjón­ustu reynd­ar, sem betur fer í auknum mæli, innan seil­ingar fyrir heim­il­is­lausa í Moskvu. Ólíkt við það sem tíðk­að­ist á tíunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Bar­áttan við rúss­neska vet­ur­inn reyn­ist hinum heim­il­is­lausu þó ennþá jafn erfið og áður.

Skort­ur á lang­tíma úrræðum

Þús­und­ir­ heim­il­is­lausra deyja á ári hverju í Rúss­landi vegna ofkæling­ar og vos­búð­ar.

Þrátt ­fyrir að fjöld­inn allur af hjálp­ar­sam­tök­um, bæði á vegum hins opin­bera og ann­arra aðila, reyni eftir fremsta megni að veita heim­il­is­lausum aukna aðstoð ­yfir kaldasta tím­ann - þá er það ein­fald­lega ekki nóg. Sam­kvæmt heima­síð­unni homel­ess.ru dóu til­ að mynda 1.042 heim­il­is­lausir í Pét­urs­borg á fimm mán­aða ­tíma­bili frá nóv­em­ber 2012 til mars 2013.

Yfir heit­ari árs­tíð­irnar má segja að nálgun sumra hjálp­ar­sam­tak­anna breyt­ist að sumu leyti. Húsa­skjól, mat­ar­að­stoð og lækna­þjón­usta eru vit­an­lega í for­gang­i hjá þeim hjálp­ar­sam­tökum sem sér­hæfa sig í aðstoð við heim­il­is­lausa í Rúss­landi. Síð­asta sumar vakti þó mikla athygli sam­eig­in­legt fram­tak ­borg­ar­yf­ir­valda í Moskvu og nokk­urra hjálp­ar­sam­taka borg­ar­innar til aðstoð­ar­ heim­il­is­laus­um. Fram­takið mið­aði að því að bjóða heim­il­is­lausum í bíó og ­klipp­ingu. “Fyrir flesta þykir ekk­ert merki­legt að fara í bíó eða að láta ­klippa sig. En fyrir fólk sem býr á göt­unni og á erfitt getur verið mik­il ­upp­lyft­ing að fá aðgang að slíkri þjón­ustu. Heim­il­is­lausa fólkið þarf að finna ­fyrir því að það sé eins og aðrar mann­eskj­ur,” sagði And­rei Bessht­an­ko, ­yf­ir­maður deildar almanna­trygg­inga hjá Moskvu­borg, í við­tali um átakið.  

Eft­ir því sem fólk er lengur heim­il­is­laust, því minni líkur eru á því að það nái að verða aftur virkt í sam­fé­lag­inu. Sam­kvæmt El­e­onore Sen­lis, hjá SAMU-hjálp­ar­sam­tök­unum í Moskvu, skortir þó einmitt þessi lang­tíma úrræði fyrir heim­il­is­lausa í Rúss­landi til að snúa við blað­inu. Hjálp­ar­sam­tökin geti veitt skamm­tíma úrræð­i, s.s. mat, húsa­skjól og lækn­is­að­stoð, en hafi oft ekki bol­magn til þess að veita þá sál­fræði­hjálp og end­ur­hæf­ingu sem fólk þarf á að halda til að eiga aft­ur­kvæmt frá líf­inu á göt­unni. Það er því oft undir ein­stak­ling­unum sjálf­um að taka málin í sínar eigin hend­ur.       

Heim­il­is­lausi blogg­ar­inn frá Jakútíu

Mað­ur­ að nafni Zhenya Yakut hefur nú brot­ist fram á sjón­ar­sviðið í Rúss­landi með ansi ­sér­stökum hætti. Yakut varð frægur á sam­fé­lags­miðlum eins og svo margir, sem er ef til vill ekki í frá­sögur fær­andi - nema hvað að hann er heim­il­is­laus. 

Hinn 43 ára Yakut kemur frá Jakútíu og hefur að eigin sögn verið heim­il­is­laus í Moskvu, meira eða minna und­an­farin fimm ár. Með mynd­böndum og myndum deil­ir Yakut reynslu sinni af líf­inu á göt­unni í Moskvu. Hann lýsir þar meðal ann­ar­s hvar sé auð­veld­ast að ná sér í ókeypis mat, hvar sé best að finna svefn­stað og að­stöðu til að þvo sér. Sjón er sögu rík­ari. 

Yakut hefur á sex mán­uðum rakað inn um átta­tíu þús­und áskrif­endum á Youtube stöð­inni sinni. Þá notar hann einnig Instagram og VKontakte, sem er nokk­urs kon­ar rúss­nesk útgáfa af Face­book, til að koma boð­skap sínum á fram­færi. Yakut fer ekki leynt með mark­mið sitt með blogg­inu, en það er auð­vitað að græða pen­inga til þess að koma undir sig fót­un­um. Yakut til halds og trausts í upp­tökum á myndefn­inu er huldu­mað­ur­inn And­rei Voodoo, en hann sér um tækni­legu hlið mála. 

Ekki eru allir sann­færðir um að Yakut sé sá sem hann seg­ist vera og setja meðal ann­ars út á að hann sé of ­þrifa­legur til fara til þess að vera heim­il­is­laus. Hvernig sem því líð­ur, þá verður ekki tekið af Yakut að hann vekur máls á mik­il­vægum mála­flokki og gef­ur á­kveðna inn­sýn inn í nöt­ur­legt lífið á göt­unni. Hlut­skipti heim­il­is­lausra er, eðli máls­ins samkvæmt, alltaf skelfi­legt. Hinn óblíð­i rúss­neski vetur er þó sér­stak­lega erf­iður and­stæð­ingur fyrir heim­il­is­lausa í Rúss­landi og hver dagur í raun bar­átta upp á líf og dauða.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None